Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 T>V föðtal „Held til Dubai eftir viku" - Karl Gunnlaugsson í annað skipti í eyðimerkurrallinu Karl Gunnlaugsson akstursíþróttamaður. Karl Gunnlaugsson er kappi sem lengi hefur verið viðloðinn mótor- sport og þá sérstaklega á mótorhjól- um. í fyrra keppti hann í einni erf- iðustu rallkeppni sem þekkist í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og lenti þar í 29. sæti. I ár ætlar hann að taka þátt aftur, enda orðinn sjóaðri um hvað keppnin snýst núna. DV-Sport og Vísir.is hafa lagt sig í líma við að fylgjast með ís- lenskum akstursíþróttamönnum á erlendri grund og munu fylgjast sér- staklega með þessari keppni. Meðai annars mun verða hægt að fylgjast með keppninni og gengi Kalla á Vísi.is og skoða þar myndir úr keppninni sjálfri. Við tókum Karl tali í tilefni af utanferð hans og spurðum hann aðeins út keppnisfer- ilinn og keppnina sjálfa. - Hvemig byrjaði þetta allt sam- an? Upp úr stofnun Sniglanna árið 1984 byijaði ég fljótlega að keppa á mótor- hjólum. Ég byijaði í kvartmílu og náði fljótt að beijast um toppsætin og náði mér í verðlaunasæti af og til. - Þú varst einu sinni valinn akst- ursíþróttamaður ársins, fyrir hvað var þaö? Það var árið 1991 en ég hafði orðið íslandsmeistari i kvartmílu árið áður. Ég var þá búinn að keppa á vélsleða- mótum yfir veturinn, kvartmílu og sandspymu yfir sumarið. í byijun keppnistímabilsins lenti ég í því að slasast iila á fæti í sandspymu og lá á spítala í fjórar vikur. Rúmri viku eftir að ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu var ég svo kominn aftur í keppni sem ég vann á nýju íslandsmeti. Þessi árang- ur varð svo til þess að ég var valinn þetta árið. - Hvenær byijaðir þú á að keppa erlendis? Ég var við nám í Englandi 1988 og bjó þá rétt hjá Branch Hatch-kappakst- ursbrautinni. Þar kynntist ég keppnis- stjóranum á brautinni, James Parker, og hann var duglegur við að aðstoða mig og útvegaði fyrir mig keppnisleyfi og fleira sem ég þurfti og leyfði mér að prófa. Sumarið 1988 keppti ég í fimm vikur og einnig sumarið á eftir. Ég náði reglulega verðlaunasætum í flokki nýliða bæði sumrin. Upp úr þessu varð svo til keppnisliðið „Team Iceland" sem sam- anstóð af mér sjálfum, Unnari Már og Steina Tótu. Við fóram fyrst út 1994 en náðum besta árangri okkar 1995, sem var annað sæti í Pemprey í Wales yfir heildina og þá í keppni við atvinnu- menn. Sú keppni er sex klukkustunda þolaksturskeppni á malbiki og frægir kappar eins og Mike Hailwood og fleiri höfðu unnið áður. - Hvernig kom þessi keppni í Dubai tU? Prins Mohamed er sjálfur rallöku- maður og ákvað sjálfur að koma á rall- keppni í heimalandi sínu 1991, þar sem hann taldi landið henta vel undir „Ail terrain“-keppni eins og þessa. Fyrsta árið vom 17 keppendur og vakti keppnin nokkra athygli, sérstaklega hjá frændum hans í Dubai sem fengu bakteríuna og hafa aðstoðað hann við keppnina síðustu ár. Sem dæmi um uppgang keppninnar keppa nú í ár 155 tæki, mótorhjól, jeppar og trukkar. - Þessi prins sem heldur hana er víst einn af ríkustu mönnum í heimi, er það ekki? Hann á víst alveg nóg af pening- um, enda eru Sameinuðu fursta- dæmin eitt rikasta land í heimi. Prinsinn sjálfur á umboð fyrir Phil- ip Morris og Ford fyrir utan allan olíuauðinn. - Þeir eyða miklum tíma og peningum í þessa keppni, er það ekki? Jú, svo mikið er víst. Allt frá byrj- un var takmarkið að gera þessa keppni að best skipulögðu mótor- sportskeppni í heimi 1 þessum flokki og það hefur tekist siðastliðin þijú ár í röð. Laðar hún að næstmesta fjölda keppenda fyrir utan París-Dakar- keppnina og umbúnaðurinn er alveg svakalegur. Keppnisstjómin er með átta stykki Super Puma-þyrlur undir lækna og tökulið og á eftir keppend- um koma sex Hummer-bílar frá hern- um sem eftirfarar. Herinn sér um mest skipulagið á keppninni sjálffi. Þeir setja upp tjaldbúðir í eyðimörk- inni fyrir keppendur sem telja hátt í 1000 manns með aðstoðarliði. í tjald- borginni eru klósett, þvottaaðstaða, sundlaug og veitingastaður á stærð við fótboltavöll, með öllu tilheyrandi. - Þú kepptir þarna í fyrra og lentir í 29. sæti. Getur þú sagt okk- ur aðeins frá keppninni? Ég renndi nokkuð blint í sjóinn í fyrra en haföi samt góða hugmynd um hvernig keppnin væri. Hitinn var þó erfiðastur í keppn- inni sjálfri, enda maður ekki vanur hátt í 40 stiga hita í svona erfiðri keppni. Þá bjargaði það mér að vera með tveggja lítra vatnskút á bakinu sem ég gat drukkið úr á ferð. Það var hins vegar ekki eins erfitt að keyra í sandinum og ég hafði búist við en samt voru nokkrir mjög erfíðir kaflar á leiðinni. Ég fékk svo matareitrun á þriðja degi, þannig að ég ætla að passa mig núna. Ég hélt samt áfram eftir lækn- isskoðun og náði að klára þá keppni. - Þetta er dýrt gaman, er það ekki? Hvernig lætur þú enda ná saman í þessu? Ég er í góðu sambandi við KTM- verksmiðjumar, sem hafa útvegað mér keppnishjól, KTM 660 Rallye SP. Þeir hafa einnig séð um að koma öllum málum á hreint þarna úti. I ár hafa svo komið inn í þetta ýmis fyrirtæki til aðstoðar. - Að lokum, hvar seturðu markið í ár? í fyrra var ég með rásnúmer 37 og lenti í 29. sæti. Ég fékk rásnúmer 26 núna og ef ég held því verð ég ánægður en maður er að etja kappi við menn eins og heimsmeistara í endúró og motorkrossi, auk sigur- vegara úr París-Dakar-keppnunum. Einnig eru þarna margir lands- meistarar en maður reynir bara að gera sitt besta og eitt er víst að mað- ur er betur undirbúinn undir keppnina heldur en í fyrra. -NG %am breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veröa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 538 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 538 Við ætlum að gefa honum flugvél f jólagjöf. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 536 eru: 1. verðlaun: Aðalsteinn Einarsson, Fjarðargötu 40,470, Þingeyri. 2. verðlaun: Jón Ragnar Jónsson, Grandavegi 45. Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francls: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Biows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dlck Francls: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danlelle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle^A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzl: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laln Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Simon Slngh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brlan Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fltzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sldney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Taml Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evii. 4. Mlchael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricla Cornwell: Bláck Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Mellssa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smlth: Diana, In Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.