Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Page 22
22 \ „ •*' lenning LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999 Kristín Gunnlaugsdóttir málaði mynd af Maríu mey með barnið á altaristöfluna í Stykkishólmskirkju: Kominn tími á Sunnudaginn 10. október var vígð altaristafla í nýju kirkjunni í Stykkishólmi. Það er í sjálfu sér merkisviö- buröur, og ekki varð hann ómerkari fyrir það að mál- verkið er eina altaristaflan í íslenskri kirkju sem sýnir mynd af Maríu guðsmóður með barnið sitt. Listamað- urinn er Kristín Gunnlaugsdóttir sem vakti athygli árið 1994 þegar sett var upp sýning á orþodox íkonum eftir hana í Hallgrímskirkju. Bœði áður og þó umfram allt síðar hefur Kristín vakið mikla athygli fyrir helgi- myndir sínar sem og veraldleg málverk, enda sker hún sig afar greinilega úr hópi ungra listamanna með við- fangsefnum sínum og vinnubrögðum. Kristín býr í gömlu húsi við Bergstaðastrœti ásamt manni sínum, Brian Patrick FitzGibbon. Hann er írsk- ur eins og nafnið bendir til, en þau kynntust í Flórens á Ítalíu þegar Kristín var þar við nám. íbúðin er björt ogfalleg; þar er allt hvítt eða rjómalitt nema einstaka húsgagn. í loftherbergi yfir íbúðinni hefur Kristín aðra vinnustofu sína. Þar málar hún litlar myndir og íkona, en vestur á Eiðistorgi hefur hún stóra vinnustofu þar sem hún málar málverkin sín, meðal annars myndina af Maríu með barnið sem nú er stœrsta altaristafla af sinni gerð hér á landi, 3,20 x 2,60 m. Manneskjan og hamíngja hennar Kristín er fædd og uppalin á Ak- ureyri og sótti myndlistarnám- skeið þar frá bamæsku og meðan hún var í menntaskóla. Hún hóf markvisst myndlistamám í heima- bæ sínum 1983, fór svo í Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk prófi þaðan 1987. Þá hélt hún til Rómaborgar og dvaldi í níu mán- uði í aðalstöðvum Fransiskus- systra í miðborg Rómar og lærði að mála íkona. „Mig hefur frá barnæsku alltaf langað til að vera í klaustri ein- hvem tíma,“ segir Kristín. „Ég er sannfærður endurholdgunarsinni og veit að ég hef verið í klaustrum æ ofan í æ gegnum tíðina. Tilhugs- unin var eins og að skreppa heim - en ég hafði enga þörf fyrir að verða nunna. Og mér var alveg sama hvar í heimi þetta klaustur væri og jafnvel sama um trúarbrögðin." - Varstu ekki farin að mála helgimyndir áður? „Nei, eiginlega ekki, en ég varð fígúratív í skólanum. Maður byrj- ar að þreifa fyrir sér, prófar allt; svo fann ég skyndilega að ég vildi mála mannamyndir. Síðan hef ég fengist við manneskjuna og leit hennar að hamingju, og þá hafa myndirnar fengið á sig þennan kyrrðarblæ sem tengist helgi- myndum." Kristín leitaði til kaþólsku kirkj- unnar hér heima og sagði þeim frá draumi sínum um að dvelja í klaustri og komst þá í samband við klaustrið í Róm. Þar var meðal 200 nunna ein sem varð góð vinkona Kristinar - reyndar áttu þær sama afmælisdag - og sem málaði íkona, alveg á skjön við nunnuregluna sína. íkonar eru ekki kaþólskir heldur fylgja þeir rússneskri og grískri ortódox kirkju. En nunnan var flinkur málari og fékk undan- þágu til að mála íkona, og hún kenndi Kristínu. „íkonarnir mínir tengjast líka sannfæringu minni um endur- holdgun. Ég veit að ég er gamall Rússi. íkonalistin var mér eðlis- læg,“ segir Kristin og heldur svo áfram eftir stutta þögn: „Ég varð ekki endilega trúaðri eftir Rómardvölina, og mínar eigin myndir urðu ekki helgimynda- legri. Ég skil alveg á milli íkon- anna og frjálsrar myndlistar. Að vísu hefur hún oft verið sögð vera með helgiblæ, en að því hef ég aldrei stefnt sérstaklega." Einn af íkonum Kristínar. Sam- kvæmt grískum og rússneskum rétttrúnaði eru þeir giuggar Paradísar og þeir eru málaðir samkvæmt nákvæmum fyrir- mælum. Ef vikið er frá reglum til að þjóna smekk kaupandans er íkoninn ekki lengur „réttur". Kristín Gunnlaugsdóttir með altaristöflu sinni. Þar birtist María okkur á kyrri íslenskri vetrarnótt, réttir okkur son sinn og gefur okkur hlutdeild í stærstu gleði sinni. Listarneistinn í genunum Meðan Kristín var f Róm skrapp hún dagsferð til Flórens til að heimsækja vinkonu sína og þar ákvað hún á stundinni að væri hennar staður. Annað eins gósen- land miðaldalistar og endurreisnar er varla til. Hún fékk inngöngu í Ríkisakademíuna og var þar í fimm ár, lærði freskur og aðra gamla tækni, sótti frábæra lista- sögutíma - en aðalskólinn var samt borgin sjálf. „Ég lærði söfnin utan að - og allt sem ítölsk menning hefur upp á að bjóða,“ segir hún. „Listameistinn er ekki bara inni á söfnunum held- ur kemur hann líka fram i því hvernig kjötkaupmaðurinn og ávaxtasalinn stilla út vörum sín- um, og þroskað viðhorf ítala til listar og fegurðin sést hvarvetna. Þarna sökkti ég mér ofan í heim miðalda. Auðvitað fór ég í gegnum endurreisnina því hún er svo stór hluti af listasögunni og Flórens er besti staðurinn fyrir hana, en það sem höfðaði mest til mín var tíma- bilið næst á undan endurreisninni - til dæmis helgimyndir eftir ónafngreinda meistara frá Sienna. Þessi verk eru mörg hver óum- ræðilega falleg en ég skildi samt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.