Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 31
X>V LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 bókarkafli þú velur þér ókeypis netfang! Mörkinni 6, sími 588-S518 ALLIR SIIZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og spegli • styrktarbita í hurðum 1 Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is var Sigurjón fenginn til að sitja í op- inberri nefnd sem einn af fulltrúum danskra myndhöggvara, en þar sem hann var ekki danskur ríkisborgari gat hann ekki tekið þátt í ýmsum sýningum sem þessi sama nefnd hafði afskipti af. Við þessu misrétti var auðvitað til eitt óbrigðult ráð, nefnilega að gerast danskur ríkis- borgari. Þann valkost vildi Sigurjón ekki einu sinni hugleiða. Samastaður við sjó Sigurjón kom heim með fyrsta skipi frá Danmörku um haustið 1945 og þótti gömlum vinum hann hafa elst mikið frá 1938, þegar hann kom síðast heim. Þau Tove höfðu orðið ásátt um að hann færi á und- an til að búa í haginn fyrir þau öll. Auk þess var Tove þátttakandi í sýningu félagsskaparins Kammerat- erne þá um haustið og treysti sér ekki til að koma til landsins fyrr en að henni lokinni. í viðtölum kemur fram að þau hjónin hafi ekki ætlað að vera á ís- landi nema í eitt ár og sjá til hvern- ig þeim gengi að lifa af list sinni. Með því hefur Sigurjón sennilega viljað koma til móts við Tove sem var alls ekki tilbúin að snúa baki við heimalandi sínu, fjölskyldu og listrænum frama í Danmörku, enda höfðu þau hjónin fyrir sið að fara til Danmerkur annað hvert ár og dvelja þar sumarlangt. En þótt ævinlega sé miðað við árið 1945 þegar talað er um heim- komu Sigurjóns, er hann í rauninni varla orðinn endanlega heimilisfast- ur á íslandi fyrr en árið 1956, þegar hann og seinni kona hans, Birgitta Spur, koma til landsins. Árum saman hafði verið hús- næðisekla í Reykjavík og því var enginn hægðarleikur fyrir aðkomu- mann að fá inni fyrir fjölskyldu sína og skúlptúra. Sigurjón var staðráðinn í að setjast að við sjávar- síðuna, þar sem hann gæti haft bát sinn, og þræddi því ýmsar bygging- ar með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og hafið. Honum bauðst aðstaða á annarri hæð Hafnarhússins, en taldi umhendis að rogast með gifs og grjót þangað upp. Loks vaknaði áhugi Sigurjóns fyr- ir einhverjum þeirra mörgu bragga sem bandaríski herinn hafði skilið eftir sig um alla borgina. Hann skoðaði marga þeirra, bæði ömurleg hreysi og bragga þar sem búið hafði verið talsvert ríkmannlega. Um suma þeirra höfðu Islendingar geng- ið ruplandi um leið og herinn var á brott og hirt allt sem hönd á festi. Þetta voru fyrstu kynni Sigurjóns af íslandi eftirstriðsáranna, sem hann kallaði síðar „þjóðfélag Gullrass- anna“. Hann þekkti Laugarnesið frá því að hann vann sem ungur málara- sveinn við að mála Laugamesspítal- Gríma, 1947, gabbró. kr. - JLX Œ 5cL Rétta verðið fyrir rétta veðrið! Suzuki Vitara - raunhæft ráð gegn íslenskum vetri Traustur, upphækkanlegur, alvöru 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu -, - Aúkahfutur á mynd: stærri dekk Sigurjón og Tove við heimili sitt og vinnustofu í Laugarnesi 1948. Myndirnar eru úr bókinni. ann, og þar á sjávar- kambi kom hann auga á bragga með viðbygg- ingu sem honum leist vel á. Bandaríski her- inn hafði notað bragg- ann sem lyfjabúð, en viðbygginguna sem lyfjageymslu. Hvorttveggja var með rafmagni og vatns- inntaki. Hins vegar var hvorki skolplögn né vatnssalerni fyrir hendi. Síma gat hús- ráðandi fengið með því skilyrði að allir aðrir íbúar bragga- hverfisins fengju að- gang að honum. Listamenn höfðu komið við sögu ness- ins áður en Sigurjón fluttist þangað. Gest- ur Þorgrímsson ólst upp i Laugamesbæn- um og á fjórða ára- tugnum bjuggu Ás- mimdur Sveinsson og Jón Þorleifsson í sjómaöur, 1947, grásteinn. gamla Laugamesspit- alanum. í kjölfar Sig- urjóns settust aðrir listamenn þar að í bröggum tímabundið, til dæm- is Einar Baldvinsson, Veturliði Gunnarsson og Jóhannes Geir. Sigurjón var fljótur að festa sér húsnæðið, þvi í nóvember 1945, þeg- ar þeir Valtýr Stefánsson ræða saman, er hann þegar búinn að flytja verkfæri sín inn í braggann og farinn að klappa í stóra steina. Valtýr nefnir sérstaklega „bjarg úr gabbró", líklega hráefnið i högg- myndina Snót, sem varð til á fyrstu mánuðum Sigurjóns á íslandi. Margt í íslensku þjóðfélagi kom Sigurjóni einkennilega fyrir sjónir fyrst í stað. Fyrir slysni hafði mikið magn af leir sem hann hafði haft með sér frá Danmörku verið flutt á sorp- haugana, og þegar Sigurjón fór þang- að að grennslast fyrir um afdrif leirs- ins blasti við honum meira rikidæmi en hann hafði áður séð í sorpi. Á stríðsárunum þurftu jafnvel sóma- kærir Kaupmannahafnarbúar að láta sig hafa það að gramsa á sorphaug- um borgarinnar eftir gömlum koks- eða kolaleifum, svo mikill var skort- urinn á eldiviði þar í landi. „Það er auðsjeð að þið hjer í Reykjavík hafið ekki þurft á undanförnum árum að spara eins og Hafnarbúar," segir Sig- urjón við Valtý Stefánsson. í desember 1945 komu Tove og Gunna til landsins með „Drottning- unni“ og fluttu þegar í stað út á Laug- ames, þar sem Sigurjón var búinn að innrétta vistarverur fyrir þau og mála veggi sterkum litum. Frá Kaup- mannahöfn hafði hann haft með sér gifsafsteypur af frægum höggmynd- um grískra og egypskra listamanna og Valþjófsstaðahurðinni til viðbót- ar. Þessi verk hengdi Sigurjón upp á veggi, en í öndvegi hékk stór eftir- prentun af Guernicu eftir Picasso, sem var mikið uppáhaldsverk Sigur- jóns fyrir formræna dirfsku þess og pólitiskt inntak. Kaflinn er styttur og bœtt við millifyrirsögnum. sunnaévisir.is osfrvQvislr.ls Gefum okkur Öllum betri framtíð w Ert þú aflögufær?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.