Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 40
40
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
jnærmynd
Sr. Gunnar Björnsson í
Holti viö Önundar-
ýjörð er ekhi lengur
starfandi sóknarprestur í
Holtsprestakalli. Þetta var
kunngjört síödegis á fimmtu-
dag meö tilkynningu frá
Biskupsstofu. í tilkynning-
unni kom fram aö sr. Gunn-
ari er veitt þriggja mánaöa
leyfi frá prestsstörfum og sett-
ur í embœtti sérþjónustu-
prests. Gunnar mun í því
embœtti sinna kirkjulegum
verkefnum samkvæmt nánari
ákvöröun biskups. Sr. Gunn-
ar mun áfram sitja prests-
setriö í Holti en prestsþjón-
usta í prestakallinu veröur
nú á ábyrgö sr. Agnesar Sig-
uröardóttur, prófasts ísa-
fjarðarprófastsdœmis.
Varpa öndinni láttar
Þegar þessi tíðindi spurðust út
vörpuðu margir Önfirðingar önd-
inni léttar, enda hafa deilur sókna
í Holti og á Flateyri við sr. Gunn-
ar legið eins og mara yíír byggðar-
laginu undanfarin misseri. Keyrði
þó um þverbak eftir að opinber
Flateyrarkirkja. Nýr prestur mun sinna
og séra Gunnar er læstur úti.
laus) margt hvert." —
„Árni og kona hans hafa að
aukavinnu á böllum að leika fyrir
dansi, þó hvorugt hafi lært músík.
Þykjast þau, að sveitungum finnst,
nokkuð merkileg af þessu og vilja
láta „heilsa sér á gatnamótum", að
því er gárungarnir segja.“ —
„Mér virðist einkum ein fjöl-
skylda, sem stendur upphaflega
fyrir þeim róstum, sem nú hafa
látið á sér kræla. Það eru 3 böm
míns góða meðhjálpara, Magnúsar
Guðmundssonar í Tröð (bróður
Gils Guðmundssonar, fyrrum al-
þingismanns) og tengdaböm hans.
Kona hans er af góðu fólki í Mý-
vatnssveit, en mun löngum hafa
leiðst hér í fjallaþröng hins vest-
firska skammdegis, og enda átt við
geðrænan vanda að stríða. Sjálfur
hefur Magnús reyndar lagst á
sjúkrahús vegna þunglyndis.“
Margt fleira lætur sr. Gunnar
frá sér fara i riti sinu sem vakið
hefur óskipta athygli um land allt.
Ámi Brynjólfsson, tittnefndur í
riti sr. Gunnars, segir fólk eigin-
lega ekki hafa vitað í fyrstu hvort
það ætti að gráta eða hlæja yfir
orðum Gunnars. Svívirðingarnar
og dónaskapurinn sé þó með svo
miklum ólikindum að það segi
meira en ailt annað um hugsana-
ganginn hjá sr. Gunnari. Hann
segir þó að eitt gott hafi komið út
úr þessu, en það er að búið sé að
sjá fyrir öllu skemmtiefni á næsta
þorrablóti í sveitinni.
guðsþjónustu þar á næstu mánuðum
Gunnar á líka vini
Þó þeir séu orðnir æði margir,
íbúar Önundarfjarðar, sem vilja
ekkert með séra Gunnar hafa þá
eru enn margir, sérstaklega á Flat-
eyri, sem segjast ekkert hafa út á
hann að setja. Eitt sóknarbarna sr.
Gunnars á Flateyri tjáði blaða-
manni DV aö ástandið væri alls
ekki Gunnari að kenna. Það hefði
hreinlega verið gerð aðför að hon-
um og á sóknarnefndarfund á dög-
unum hafi greinilega verið smalað
andstæðingum sr. Gunnars. Málið
snúist ekki síður um valdabaráttu
á Flateyri þar sem helstu frum-
kvöðlar í atvinnulífi staðarins til
margra ára hafi beitt áhrifum sín-
um til að losna við séra Gunnar.
Fleiri fylgjendur Holtsklerks taka
í sama streng og Þórður Jónsson í
Vagninum segir að presturinn sé
nú ekki verr liðinn en það að hon-
um sé treyst til að gegna embætti
umdæmisstjóra Lionshreyfingar-
innar á Vestfjörðum. Flestir fylgj-
endur sr. Gunnars viðurkenna þó
að vandamál hafi verið í samskipt-
um við prestshjónin. Það sé þó
ekki vegna sr. Gunnars heldur eig-
inkonunnar, frú Ágústu. Hún er
sögð stjórnsöm í meira lagi og sér-
lega óvarkár í orðavali um sveit-
unga sína.
Kransinum hent
Margar sögur hafa líka komist á
kreik, sumar sannar og aðrar logn-
ar. Ein nýleg saga hefur þó ekki
komist á prent fyrr en nú, sem þó er
ósönnuð, en gjaldkeri sóknarnefnd-
arinnar á Flateyri, Guðmundur
Björgvinsson, segir 99,99% líkur á
að séra Gunnar eigi þar hlut að
máli. Málsatvik voru þau að þriðju-
daginn 26. október hugðust Flateyr-
ingar og aðstandendur þeirra er fór-
ust i snjóflóðinu mikla á Flateyri
þann sama dag 1995 halda kyrrðar-
stund við minningarstein um þá
látnu skammt frá kirkjunni. Var
keyptur mikill og fagur krans sem
leggja átti við steininn af þessu til-
efni. Vegna leiðinlegs veðurs var
ákveðið að fresta því að leggja
kransinn við steininn en þess í stað
var honum komið fyrir á statifl fyr-
ir framan gráturnar í kirkjunni.
„Þegar ég kom í kirkjuna ásamt
öðrum á laugardeginum til að huga
að kransinum var hann horfmn af
þeim stað sem við skildum við
hann. Þegar betur var að gáð fannst
kransinn sem troðið hafði verið í
svartan ruslapoka og honum hent
inn í geymslu eins og hverju öðru
rusli. Mönnum féllust hendur yflr
þessum verknaði."
Guðmundur segir að kransinn
hafi veriö á sínum stað um miðjan
dag á föstudeginum en hann hafi
séð til séra Gunnars í kirkjunni
nokkru síðar. Guðmundur viður-
kennir að engin rannsókn hafl farið
- situr enn sem fastast í Holti og sinnir sárþjónustu
varð greinargerð séra Gunnars
um meint deilumál sem hann
sendi prófasti til kynningar prest-
um á svæðinu. Þar lýsir séra
Gunnar þeim sem átt hafa í úti-
stöðum við hann af mikílli ná-
kvæmni, bæði i andlegu og líkam-
legu tilliti. ! varnarriti sr. Gunn-
ars, sem hann kallar „memorand-
um“, er m.a. að finna þessi um-
mæli um sóknarbömin:
„Stundum hefur mér þótt íbú-
amir minna á Amish-fólkið i
Bandaríkjunum. Þetta er harðdug-
legt bændafólk (Ámi Brynjólfsson
á Vöðlum reyndar pasturslítill,
óduglegur til vinnu og hálfheilsu-
Forseti Islands og Margrét Danadrottning eru meöal þeirra sem heimsótt
hafa prestshjónin í Holti í Önundarfiröi. DV-mynd GVA
fram á þessu máli og enginn verið
sakfeOdur en erindi um málið hafi
veriö sent biskupi. Líkumar bendi
samt eindregið á klerkinn í Holti.
Ástæðu þess að prófasturinn, sr.
Agnes Sigurðardóttir, var fenginn
til að halda þessa kyrrðarstund seg-
ir Guðmundur vera þá að sr. Gunn-
ar hafi ekki ansað erindum og ekki
látið ná í sig.
Heimsóknir bannaðar
DV hefur einnig itrekað reynt
að ná sambandi við sr. Gunnar í
því augnamiði að gefa honum
tækifæri til að koma skoðunum
sínum á frcunfæri en sjaldnast hef-
ur verið svarað í símann í Holti.
Þegar svarað hefur verið hefur sr.
Gunnar þvertekið fyrir að eiga
orðastað við blaðamann eða að
láta neitt eftir sér hafa. Þá lagði
hann blátt bann við að blaðamað-
ur heimsækti hann að Holti síð-
astliðinn miðvikudag.
Þó sr. Gunnar Bjömsson hafi
nú verið settur í nýtt embætti, og
þar með vikið úr embætti sóknar-
prests, þá er framtíð hans enn
óráðin. Hann hefur æviráðningu
sem prestur og skipun biskups er
aðeins til þriggja mánaða. Um ára-
mótin á kæmnefnd að ljúka sínu