Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
"58
I
Engin ástæða til að sökkva
Eyjabökkum ókeypis
-13 milljarða tap af væntanlegri virkjun. Eyjabakkar metnir einskis virði í útreikningum
Halldór Laxness sagði
einhvers staðar aó íslend-
ingar vœru þrœtugjarnir
en mest gefnir fyrir orö-
hengilshátt og tittlingaskít
og þegar einhver legði
raunveruleg rök til mál-
anna setti menn hljóða og
þeir fœru hjá sér.
Hagfrœðingar hafa
reiknað út hvað eftir ann-
v að að sýnt sé að tap verði
af Fijótsdalsvirkjun en
þaó virðast fáir vilja taka
mark á málflutningi af því
tagi.
„Ég vil nýta náttúruna þegar það
er skynsamlegt. Ég lagði ekki mat á
verðmæti Eyjabakka í útreikning-
um mínum því ég kann það ekki. Ég
geri mér ekki grein fyrir þvi hve
mikils virði þeir eru en það er eng-
>in ástæða til að sökkva þeim ókeyp-
is - hvað þá að borgað sé með þeim
eins og mér sýnist allt stefna I
núna.“
Þannig farast Sigurði Jóhann-
essyni hagfræðingi orð þegar DV
vildi fræðast nánar um afstöðu hans
til væntanlegrar Fljótsdalsvirkjun-
. ar.
: Sigurður er 38 ára gamall hag-
fræðingur, sonur Jóhannesar Zoega
fyrrverandi hitaveitustjóra í
Reykjavík og Guðrúnar Benedikts-
dóttur konu hans. Hann lærði hag-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla
og lauk prófi þaðan 1987. Hann var
m.a. ritstjóri Vísbendingar um hríð
en hélt síðan utan tii doktorsnáms
við Kent State University í Banda-
ríkjunum og er að ljúka doktorsrit-
gerð sinni um þessar mundir.
13-11 milljarðatap
Sigurður skrifaði grein í tímarit-
ið Frjálsa verslun fyrir skömmu þar
sem hann reiknaði út arðsemi vænt-
anlegrar Fljótsdalsvirkjunar.
Sigurður komst, í sem skemmstu
máli, að þeirri niðurstöðu að miðað
við þann stofnkostnað sem Lands-
virkjun áætlar og miðað við það
verð sem rafmagn er nú selt á til
stóriðju verði 13 milljarða tap af
byggingu virkjunarinnar.
í forsendum hans er miðað við að
rafmagn verði selt á 88 aura hver
kílówattstund sem er það meðalverð
sem stóriðja greiddi í fyrra. í grein
sinni í Frjálsri verslun segir Sigurð-
ur m.a.
Mikil áhætta tekin
„Aðaláiitaefnið er hvaða ávöxtun-
arkröfu eigi að nota. Opinberar
framkvæmdir í Bretlandi hafa verið
núvirtar með 6% ávöxtunarkröfu en
Alþjóðabankinn gerði lengi kröfu
um 7% arð til framkvæmda sem
hann lánaði til. Einnig sést stund-
Sigurður Jóhannesson hagfræðing-
ur hefur reiknað út aö 13 milljarða
tap verði af byggingu Fljótsdals-
virkjunar. Hann segist viija nýta
náttúruna þegar það er skynsam-
legt.
um 5% ávöxtunarkrafa. Krafan er
vegið meðaltal af vöxtum af lánum
sem í boði eru og óskum um ávöxt-
un eigin fjár. Óvissa um rafmagns-
sölu á seinni endingarárum Fljóts-
dalsvirkjunar sem lesa má úr yfir-
lýsingum iðnaðarráðherra, ýtir
ávöxtunarkröfunni upp á við. Engin
ástæða er til að gera lítið úr þessari
óvissu. Minna má á að árið 1991 var
Blönduvirkjun fullbúin en enginn
vissi hvað átti aö gera við hana. Þá
má nefna að Landsvirkjun tekur á
sig töluverða áhættu með því að
láta orkuverð sveiflast með verði á
áli. Ef ríki og sveitarfélög taka
ábyrgð á lánum fyrirtækisins verð-
ur að bæta við kostnaði af því.
Hér er gert ráð fyrir að stofn-
kostnaður Fljótsdalsvirkjunar,
spennistöðva, lína og annars sem
henni fylgir sé 25 milljarðar króna.
í tölunni eru vextir á virkjunar-
tíma. Hins vegar eru ekki taldir
með 3 milljarðar sem þegar hafa far-
ið í rannsóknir og annan undirbún-
ing. Þar sem búið er að eyða þessum
peningum hafa þeir ekki áhrif á það
hvort virkjað verður.
Landsvirkjun telur rekstrar-
kostnað 0,7% af stofnkostnaði vatns-
aflsvirkjana á ári en hærra hlutfall
af línum og öðrum búnaði. í dæm-
unum hér á eftir er rekstr-
arkostnaður 0,8% af heildarfjárfest-
ingunni. Landsvirkjun afskrifar
stíflur, veitur og önnur mannvirki á
60 árum en vélbúnað og spenni-
stöðvar á 30 árum. Orkugeta Fljóts-
dalsvirkjunar er 1.250 GWst. á ári.
Útkoman er að 10 milljarða tap
verði af fjárfestingunni, um 240 þús-
und krónur á hverja fjögurra
manna fjölskyldu í Reykjavík (að
ótöldum 3 milljörðum sem þegar
hefur verið varið í undirbúnings-
kostnað). Rafmagnsverð til stóriðju
þyrfti að hækka um tæp 60% frá
meðalverði ársins 1998 ef virkjunin
á að bera sig. Orkuverðið yrði þá
140 aurar á kwst. Ef undirbúnings-
kostnaður er talinn með fer .tapið í
13 milljarða. Orkuverð þarf að fara
yfir 150 aura á kwst. til þess að fá
inn fyrir honum lika.“
1 þessum útreikningum Sigurðar
hefur iðnaðarráðherra gagnrýnt að
hann gefi sér að orkugeta Fljótsdals-
virkjunar sé 1.250 GWst. sem sé of
lítið. Hið rétta sé 1.400 GWst. Um
þetta segir Sigurður:
„Það er ekki rétt að ég gefi mér
þessa forsendu. Töluna fékk ég frá
Landsvirkjun eins og reyndar allar
upplýsingar sem ég byggi útreikn-
inga mína á fyrir utan vextina.
Finnur Ingólfsson og Jón Krist-
jánsson tönnlast á því að „hagfræð-
ingar“ gefi sér allar forsendur og
velji þær sem koma illa út fyrir
virkjunina. Þetta er alvarleg ásökun
en alröng. Það sem gerðist er að
Landsvirkjun breytti mati sínu í
1.400 GWst. Ég hef ekkert vit á virkj-
anaverkfræði og þetta er áreiðan-
lega rétt hjá þeim.
Ef ég breyti mínum útreikningum
240 þúsund á fjögurra
manna fjölskyldu
Virkjunin kostar 25
milljarða
Fékk allar tölur frá
Landsvirkjun