Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 52
60 SÝÍðsljÓS________________ Pamela Anderson oq Tommy Lee LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Eldast óvirðulega Það berast stöðugt hinar kátlegustu fréttir af gáfnaljósunum Pamelu Anderson og Tommy Lee og þeirra hjónabandi sem allur heimurinn fylgist með sundur og saman. í nýlegu viðtali segir strandvarðagellan frá því að nú hafi þau loksins róast niður og komið einhverju skipulagi á líf sitt. — „Ég veit að það er rétt ákvörðun hjá mér að vera áfram með honum,“ segir Pammy litla, „en samt hef ég það á tilfinningunni að ég þurfi að láta hendur standa fram úr errnurn." Hún viðurkenn- ir aö hún sjái þau Tommy fyrir sér eldast saman. „Ég verð öll hrukkótt i ruggustól með húðflúrið lekandi niður eftir ökklunum. Þannig sé ég okkur Tommy fyrir mér. Gömul, tannlaus á bekk með húðflúrið og allt draslið, enn haldandi að það sé eitthvað varið í okkur.“ Jæja, þau hafa þá eitthvað til að hlakka til. Pamela Anderson. 56 mmmmllmttm Tveir upplýslii Jólavetnn og snjókarl, tilbúnir í útiveru. ■ IIIPSI* Inniljósascría 35 jólaljós 198 kr. 2.450 kr. Upplýslar garð jólasveinn 70 sm hár. 3,750 kr. Sogskalar fyrir Ijósaseríur í glugga 20 stk. 195 kr. Utiljósasería 80 jólaljós og straumbreytir. 980 kr. Grenibunt 500g 245 kr. /cr&iK. ■ * ... I Grenilengjur 288 sm 395 kr. Fallegir blómvendir frá 495 kír. REYKJAVIK STEKKJARBAKKA 6 • R] mISSlr SÍMI 540 3300 Skemmtilegt jólaskraurfgarðinn. Lýsandi jólasveinn, snjókarl og 2 jólatré. 4.590 kr. í Garðheimum, stœrstu verslunar- miðstöð á landinu með garðyrkju-og gjafavörur gefur að líta fjölbreytt úrval af afskornum blómum, pottablómum, íslensku handverki og allt til að gera fallega og óvenjulega jólastemningu á heimilinu og í garðinum. Og nú höfum við opnað jólatrjáaskóginn. Velkomin í GARÐHEIMA. Opið: Mánud. til laugard. kl. 9-21 Sunnudaga kl. 10-21 Nóg að gera Keanu Reeves hefur nú verið valinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Fishing for Moonlight" sem fjallar mn verð- bréfasala sem bjargar ungri stúlku úr hórukassa og lendir með því upp á kant við rússnesku mafíuna. Keanu hlýtur að vera nokkuð spenntur fyrir hlut- verkinu vegna þess að hann þarf að troða upptöku á henni með skó- horni á milli upptöku á Matrix 2 og Matrix 3. Það byrjar gæfulega Það mætti halda að nú væri Jerry Seinfeld geislandi af lukku, nýtrúlof- aður maðurinn. En því miður var nú bónorðið ekki eins rómantiskt og menn kynnu að halda. Heimildir segja að Seinfeld hafi ekki dottið i hug að bera upp bónorð fyrr en eftir að hann og vinkonan, Jessica Sklar, hefðu lent í alimikilfeng- legu rifrildi og hún virðist hafa sagt honum að eta það sem úti frýs. Bónorð var eina leiðin fyrir Seinfeld til að ná henni aftur og nú er undirbúningur fyrir brúðkaupið í fúllum gangi. Einkennileg stúlka að taka manni sem hefúr sýnt af sér slíka framkomu að hún hefur shtið sambandinu. Kannski hún haldi að hann verði eitt- hvað skárri þegar hann verður kom- inn í hjónabandið. Elle Macpherson. Hvílíkir vinir Framleiðendur Friends-þáttanna, eða Vina, eru sagðir himinlifandi yfir því að hafa náð ofurfyrirsætunni og leikkonunni Elle Macpherson til að leika í þessari yflrgengilega vinsælu þáttaröð. En það eru ekki allir að- standendur þáttanna jafh hoppandi og skoppandi af gleði. Kvenkynið er til dæmis sagt afar áhyggjufullt yflr því að hafa ofúrfyrirsætu í hópnum. í þáttunum leikur Elle stúlku sem flytur inn til Joes sem leigjandi eftir að Chandler flytur til Monicu og það líð- ur ekki á löngu áður en rómantíkin fer að blómstra. Það er sagt að Melissa, kærasta Matts LeBlanc sem leikur Joey, sé þó áhyggjufyllst af öllum og eyðir Matt nú ómældri orku í að koma henni í skilning um að hún þurfi eng- ar áhyggjur að hafa af upptökum á ást- arsenunum sem verða fljótlega teknar upp. Áhyggjur leikkvennanna í þættin- um, Courtney Cox Arquette (eins og hún vill nú láta kalla sig), Lisu Kudrow og Jennifer Aniston sem eru meðal glæsilegustu kvenna í sjón- varpsheiminum, snúast um að þær komi til með að líta út fyrir að vera of hversdagslegar í samanburði við kon- una sem hefur fengið viðumefnið „The Body“ eða „Líkaminn." Illar tungur segja að þær beiti nú öllum ráðum til að fá framleiðandann til að draga úr fegurð Elle með því aö láta hana vera í pokalegum fótum og halda fórðun- inni í lágmarki. Yndislegt að eiga svona vini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.