Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 57
JLlV LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Netvædd landakort Landakortabækur eru mesta þarfaþing en því miður vilja þær úreldast með árunum. Fyrir skömmu kom ein af betri kortabók- um heimsins út á vegum National Geographic Society og er þetta sjö- unda útgáfa bókarinnar. Það þykir þó sæta enn meiri tíðindum að bók- in hefur verið sett á Netið en stofn- unin vinnur nú að uppsetningu eins öflugasta kortavefs heims. Vef- urinn er nánast fuilbúinn og hægt að finna hann á slóðinni www.national- ■ geography.com/mapmachine. Það verður keppikefli þeirra sem ann- ast vefmn að uppfæra landakort eins oft og þörf þykir i framtíðinni. Þá er mælt með því að þeir sem eiga eldri útgáfur af Atlasnum eða aðrar gamlar kortabækur einfald- lega hlaði niður nýjum kortum þar sem það á við og setji inn í bækur sínar. Fflar leika fótbolta Filum á Taílandi er margt til lista lagt og eitt afþvíertil að mynda að leika knatt- spymu. Kúnstir fíl- anna hafa griðarlegt aðdráttarafl meðai hund- raða þúsunda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Á dög- unum héldu Taílendingar svo ár- lega fílahátíð þar sem 250 fílar voru látnir sýna gestum og gangandi hvert hlutverk þeirra hefur verið í gegnum aldimar. Annars hefur þessi stærsta skepna, sem gengur á jörðinni, einkum það hlutverk í dag að skemmta ferðamönnum en enn munu innfæddir þó nota dýrin til erfiðisverka Indlandsferð í ársbyrjun Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, hefur gert samn- ing við Samvinnuferðir-Landsýn um átta daga ferð til Nýju Delhi á Indlandi í byijun næsta árs. Gull- debet- og Veltukorthöfum SPRON bjóðast hagstæð kjör. Verðið er frá 79.800 krónum á manninn. Þeim bjóðast einnig svokölluð Ferðalán. Ferðin er ekki eingöngu hugsuð fyrir viðskiptavini bankans en sé ekki greitt með kortum frá SPRON kostar ferðin frá 89.800 krónum. Þetta mun verða í fyrsta sinn sem flogið er í beinu leiguflugi frá íslandi til Indlands. Flogið er frá Keflavík til Delhi 11. janúar og aft- ur heim 19. janúar. Frá Delhi er hægt að komast í ferðir til Jaipur og Agra; en þar ein stórkostlegasta bygging í heims; Táj Mahal. Heilagleikínn fer með heils- una •Jerúsalem reynist mörg- um ferðamann- inum ofviða vegna hins trú- arlega mikil- vægis í sög- unni. Þekktur er svokallaður Jerúsalem-sjúkdómur sem leggur um 200 ferðamenn á ári hverju. Hin- ir sjúku fara bókstaflega yfir um þegar þeir dvelja í borginni og oft á tíðum eru einkennin sú að þeir teija sig vera persónur úr Biblíunni. Olifúfjall og staður krossfestingar- innar á Golgata eru algengustu stað- imir þar sem fólk veikist. Á Kfar Shaul sjúkrahúsinu í norðvestur- hluta horgarinnar eru læknar vanir að takast á við þennan vanda og að þeirra sögn eru flestir útskrifaðir eftir fáeina daga í meðferð. . ferðir Á daginn, meðan birta leyfir, er farið í gönguferöir, bæöi léttar og svo aðrar meira krefjandi. Má þar nefna gönguferð inn í Tungur, upp á Réttarfell og ef til vill upp á Útigönguhöfða. Áramót með ferðafélaginu Útivist: Brennur, flugeldar og blysför Ferðafélagið Útivist mun nú sem endranær fagna nýju ári í Básum. í skálum Útivistar er gistirými fyrir áttatíu manns og hefur ávallt verið fullbókað í þessa ferð. Að sögn Guð- fínns Pálssonar er miðasalan komin í fullan gang og ekki áður verið seldir jafnmargir miðar á þessum tíma. Áramótaferðin stendur í fjóra daga. Farið verður úr bænum að morgni 30. desember og komið í bæ- inn síðla dags 2. janúar árið 2000. „Það er alltaf fjölbreyttur hópur fólks sem kemur í þessa ferð. Sumir eru fastagestir en allir eiga það sam- eiginlegt að hafa áhuga á útiveru og vilja skemmta sér utan við ys og þys þéttbýlisins á þessum tímamótum. Við gerum margt til að gestum okk- ar líði vel og skreytum skálana hátt og lágt,“ segir Guðfinnur. Kvöldvökur eru fastur liður á kvöldin og þá safnast fólk saman við söng og aðra skemmtan. Fjörugt fólk spilar á hljóðfæri, stjómar fjöldasöng og allir leggja eitthvað til málanna til að gera kvöldin sem eft- irminnilegust. „Á gamlárskvöld kveikjum við að venju í stórri brennu þar sem allir safnast saman, kveðja gamla árið og fagna því nýja. Auk þess verður heljarmikil flug- eldasýning. Á nýárskvöld er fyrir- huguð blysfor á einhvern heillandi stað en sú ákvörðun verður tekin síðar.“ Á daginn meðan birta leyflr er farið í gönguferðir, bæði léttar og svo aðrar meira krefjandi. Má þar nefna gönguferð inn í Tungur, upp á Réttarfell og ef til vill upp á Úti- gönguhöfða. -aþ Píramídarnir í Giza: Leigðir út fyrír stórfé Nýaldarsinnar flykkjast nú til Eg- yptalands sem aldrei fyrr. Ástæðan er sú að það mun í tísku að koma saman til hugleiðslu í hinum 4500 ára gömlu píramídum. Að sögn munu um fjöru- tiu hópar að meðaltali sækjast eftir inngöngu í píramídana en það kostar stórfe að taka þá á „leigu.“ Bara stað- festingargjaldið er 100 þúsund krónur og siðan kostar sjö þúsund á mann og öll herlegheitin standa yfir í þijár klukkustundir. Nýaldarsinnar og aðrir píramídavinir eru þó tilneyddir að hverfa frá um miðjan mánuð því þá verður píramídunum lokað fram yfir nýár. Búist er við þúsundum ferða- manna á svæðið á gamlárskvöld, en þá mun franski tónsnillingurinn Jean- Michel Jarre stjóma stórtónleikum fyrir utan píramídana. 65 Síðir ekta pelsar. Verð aðeins kr. 135.000. Aldamóta / jóladress. Handunnin gjafavara í úrvali. Opið virka daga kl. 10-18, laugard. I0-I5,sunnud. 13-15. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. GlcesUegar haðvöntr Fáanlegar í stáli og gylltu VIÖ atyfijum vlA bakltt á þéH alkar MjMg virkir^T ój viskíbörnin? 1 í* N - % - - '5 ■ Fæst í öllum betri Flugleiðir búnir að leysa 2000-vandann: f Aramótaflug fellt niður Flugleiöir tilkynntu í vikunni að undirbúningi vegna 2000-vandans í tölvum og tækjabúnaði félagsins væri lokið. Unnið hefur verið að lausn máls- ins frá árinu 1997 og fjöldi tölvukerfa verið endumýjaður á tímabilinu. Flugleiðir hafa líkt óg fjöldi annarra alþjóðlegra flugfélaga, ákveðiö aö felia niður flug um næstu áramót. Ástæðan er einfaldlega sú að eftirspum eftir flugi um þau merku tímamót er í lág- marki. Á gamlársdag er áætlað að fjór- ar þotur félagsins komi til íslands úr áætlunarflugi frá Evrópu og að morgni nýársdags er áætlað að sex þotur fé- lagsins fljúgi til ýmissa áfangastaða í Evrópu. Sófar . stólar . svefnsófar Alma Clara 158.000,- kr. Hornsófi, 230 cm x 230 cm. höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 ser nus Igögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.