Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 14
viðtal LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Jón Kalman Stefánsson rithöfundur hefur skrifaö þrjár bækur sem gerast í sömu sveit. Ætlaði að verða bóndi eða geimfari - Jón Kalman Stefánsson rithöfundur heillaðist af sveitinni „Ætli þaö séu ekki ein sex ár frá því ég fór aö reyna viö sagnaskrif en það gekk heldur brösuglega fyrstu tvö árin. Meö hæfilegum ýkj- um má segja aö tvær skáldsögur og nokkrar smásögur hafi farið í rusla- körfuna áöur en ég „datt“ niður á söguheiminn bak viö brekkuna Þannig lýsir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur sagnaheimi þriggja skáldsagna sem hann hefur skrifaö og gerast allar í sömu sveitinni. Þetta eru: Skuröir í rigningu, Sum- arið bakviö brekkuna og nú síðast kom út Birtan á íjöllunum. Áður haföi Jón gefiö út þrjár ljóðabækur. Þessar bækur þrjár eru nokkurs konar þrileikur eöa trílógía eins og slík verk eru jafnan nefnd á bók- menntamáli. í bókunum þremur eru sömu persónur, í misjafnlega áber- andi hlutverkum frá einni bók til annarrar og sögusviðið er alltaf það sama, sveitin bakviö brekkuna. Þar fer mannlífinu fram með nokkrum stórmerkjum og undrum. Þar er aldrei lognmolla og fátt sýnist um algerlega venjulegt fólk og kyrrðin og rósemin, sem oft einkenna sveitalífiö, eru oftast víðs fjarri. Hvenær byrjar maður að skrifa og nvenær hættir maður? Ákvaðstu að þetta yröu þrjár bækur strax þegar þú settist viö skriftir þeirrar fyrstu? „Nei, það var ekki fyrr en ég byrj- aöi á miðbókinni, Sumrinu. Þetta hófst reyndar allt með smásögu sem ég skrifaði og setti síðan niður í skúffu og hefur aldrei verið birt en í henni uppgötvaði ég söguheiminn. Það er hins vegar sjálfsagt að taka fram að þó þetta sé þríleikur þá er söguþráður þeirra í ekki línulegur milli bóka og ég held að bækumar standi allar þrjár sem sjálfstæð saga eða sögur og ætti ekki að skipta les- andann svo miklu máli í hvaða röð hann les bækumar.“ Hvar er sveitin þín, Jón? Jón Kalman er fæddur og alinn upp í Reykjavík, nánar tiltekið í Safamýrinni sem samt er viðs fjarri í bókum hans. En hvar er þessi dul- arfulla sveit þar sem menn skrifa biblíutilvitnanir á spjöld með fram veginum, Guð birtist í stutta heim- sókn og það jafngildir viðurkenn- ingu á rithöfundi að nefna hrút eft- ir honum. Er svona sveit til í raun og veru? „Sumir halda því fram að um leið og þú orðir eitthvað þá verði það til. Orð eru til alls fyrst og svo framveg- is. En söguheimurinn á sér auðvitað ákveðna fyrirmynd og kallast á við ýmislegt í fortiö minni en því er sem betur fer oft þannig farið að þegar maður horfir til fortíðar getur verið erfitt að greina á milli raun- verulegra atburða og ímyndaðra. Ætli óvissan þama á miili sé ekki oft uppspretta skáldskapar. En ég hef rekið mig á að þegar ég tel mig greina „rétt“ frá einhverjum at- burði virðist enginn kannast við hann og þegar ég síðan tel mig spinna eitthvað upp úr ímyndunar- aflinu er sagt við mig: Já, þetta var svona, nákvæmlega svona.“ Ætlaði að verða bóndi en geimfari í frístundum En hvar er þessi sveit sem þú not- ar sem fyrirmynd í söguheimi þín- um? „Ég dvaldi langdvölum í sveit vestur í Dölum, í Miðdölum, á bæ sem hefur reyndar breyst í sumar- hús. Ég fór alltaf vestur um leið og skóla lauk og vildi hvergi annars staðar vera. Fór þangað í jólafríinu, páskafriinu og eftir skólaskylduna vann ég þrjú haust í sláturhúsinu í Búðardal og dvaldi í sveitinni fram undir jól. Lengi framan af var ég staðráðinn í að verða bóndi og svo geimfari í frístundum. Ég hafði þó lengi áhyggjur af því að ég er óskap- lega klaufskur og bóndi þarf helst að vera handlaginn og kunna margt fyrir sér en ég bjóst nú hálfvegis viö að detta einn dag á höfuðiö og vakna upp sem þúsundþjalasmiður; það hefur ekki gerst enn.“ Þekkja kunnugir fólkið í sveit- inni sem persónur í sögum þínum. Hafa sveitungarnir gagnrýnt með- ferðina á sér á síðum skáldsögunn- ar? „Jú, jú, sumir þykjast þekkja einhverja, og stundum meö réttu, en fólk er líka sem betur fer duglegt að lesa persónur inn í bækurnar, sér fyrirmyndir sem ég hafði ekkert hugsað út í. Og það er bara gott.“ Heimaslóðir Sturlunga Nú eru Dalir æskuslóðir nokk- urra andans jöfra á sviði íslenskra bókmennta. Þama ólst Jóhannes úr Kötlum upp, þarna var Stefán frá Hvítadal og Steinn Steinarr ólst þama upp. Voru áhrif þessara manna nálæg þegar þú varst að vaxa úr grasi þar vestra? „Ekki man ég til þess, var svo sem ekkert að velta því mikið fyrir mér í þá daga og þetta var nú eigin- lega ekki heimasveit neins þeirra, nema kannski Jóhannesar. Hitt er svo annað mál að Miðdalir em sögusvið ýmissa atburða Sturlungu og heimaslóðir Sturlunga. Bærinn Sauöafell var til dæmis hluti af hversdeginum en svo vissi maður af miklum atburðum úr fortíðinni honum tengdum og það stækkaði vissulega bæinn og fólkið þar.“ Margt sem gerist i þessum bókum er ekki í anda hefðbundins raunsæ- is. Varstu að leita að þínu eigin raunsæi? „EQaust, þótt sú leit hafi verið ómeövituð. Hver höfundur hlýtur að skrifa út frá sinni skynj- un; ég skrifa eins og ég skynja heim- inn. Það er líka í senn fólsun og ein- fóldun að lýsa atburðum - og per- sónum - eins og þeir blasa við, þá ertu bara að lýsa yfirborðinu. Mað- ur verður að draga eitthvað upp úr djúpunum og þá um leiö gárast yfir- borð svokallaðs raunsæis og óvænt- ir hlutir gerast. Kannski er ég að reyna að draga fram hið sanna og djúpa raunsæi." Hamsun las ekki gagn- rýni Jón Kalman fékkst á árum áður stundum við að skrifa bókmennta- gagnrýni í Morgunblaðið. Finnst honum það skipta máli hvemig er skrifað um bækur hans? „Einu kröfurnar sem ég geri til gagnrýnenda er að þeir vinni af samviskusemi og rökstyðji álit sitt. Síöan getur maður verið sammála eða ósammála eftir atvikum. Mjög jákvæður dómur er einskis virði ef hann er illa unninn. Á sama hátt getur neikvæður dómur sem er flausturslega unninn varla sett mann úr jafnvægi; maður jafnar sig í það minnsta fljótt. Svo má heldur ekki gleyma því að álit gagnrýnand- ans er skoðun eins manns. Ég geri ráð fyrir að höfundar, eins og annað fólk, séu misviðkvæmir fyrir gagn- rýni og umfjöllun um þá. Sumir höf- undar ná svo miklu sjálfsöryggi að þeir steinhætta að lesa umfiallanir um verk sín. Að Knut Hamsun látn- um fundust til dæmis bækur sem höfðu verið skrifaðar um verk hans en hann hafði ekki haft fyrir að skera upp úr þeim.“ Eru Eyjabakkar í bókinni? í bókinni Birtan á fiöllunum er hart tekist á um náttúruna og auð- lindir hennar og menn dragast í fylkingar vegna nýtingar náttúr- unnar og landsölu. Ertu þama að skrifa um þinn samtíma, þ.e. Eyja- bakka og Fljótsdalsvirkjun? „Ég held að samtíminn komi alltaf við sögu í verkum rithöfunda. Stundum er djúpt á honum en í öðrum verk- um vakir hann rétt við yfirborðið. Það er hins vegar varasamt fyrir höfunda að draga samtíðaatburði hráa inn í skáldskap sinn, þá er hætt við að ádeilan slævi skáldskap- inn, kæfi hann jafnvel, eöa þá að hún verði um of bundin við sinn samtíma og vísi ekki út fyrir sig í tima. Það hefur hins vegar oft gefist vel að auðga ádeiluna með íroníu og ýkjum; eitt frægasta dæmið um slíkt er hin makalausa bók Bulga- kofs, Meistarinn og Margarita. En ég neita því ekki aö Eyjabakkarnir leituðu stundum á mig meðan ég VEum að Birtunni." Hvar hefur þú skipað þér í fylk- ingu gagnvart Fljótsdalsvirkjun og þeim framkvæmdum sem þar eru fyrirhugaöar? „Lögformlegt umhverfismat ætti að vera það sjálfsögö krafa að það væri óþarfi að nefna þaö. Mér finnst hegðun sumra þingmanna og ráð- herra, sem reka málið áfram, bera keim af öfgum, já og hroka. Þannig fólk verður að stoppa, það er skylda okkar." -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.