Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Síða 32
32 sakamál L AU GARDAGUR 18. DESEMBER 1999 LlV Erna Hoffmann. m Framhliö hússins. stundaræði. Hann hefði ákveðið að gera alvöru úr hótunum sínum. Fjögur misheppnuð hjónabönd En hver var saga þessa manns sem fengi nú ákæru fyrir að hafa stytt móður sinni aldur og sprengt hús fjölskyldu sinnar í loft upp? Sú lýsing sem fékkst að lokum af Ed- mund var á þá leið að hann hefði verið með kvenfólk á heilanum. Samskipti hans við veikara kynið höfðu þó ekki orðið honum til fram- dráttar. Undanfarin ár hafði hann lifað á atvinnuleysisbótum og pen- ingum sem móðir hans hafði látið hann fá þegar hann varð félaus. Sagt var að Edmund hefði ekki vilj- að fá sér fasta vinnu því þá hefði hann orðið að greiða framfærslu- styrk konunum fjórum sem hann hafði verið kvæntur en skildi við. Tvær af þeim voru stúlkur frá Háldu annað og meira á ferðinni Það þykir með nokkrum ólikind- um hve öflug sprengingin í húsinu varð. Það líktist í raun meira húsi í hverfi sem orðið hefur fyrir loftárás en húsi þar sem gaskútar sprungu. Ljóst er hins vegar að annað sprengiefni var ekki notað og hefur verið haft á orði að það megi verða ýmsum áminning um hve hættulegt gas geti verið. Eins og fyrr segir varð tjón á nokkrum húsum í næsta nágrenni. í þeim brotnuðu rúður, hurðir rifn- uðu af hjörum og veggir gáfu sig. „Við héldum fyrst,“ sagði Karl Heinz Rettig, einn nágrannanna, „að flugvél hefði hrapað hér í bæn- um.“ Aðeins var þó um að ræða af- leiðingu þess að nokkrir gaskútar voru sprengdir. Er hér var komið var á ný tekið að ræða við næstu nágranna og þeir beðnir að gera grein fyrir því sem þeir vissu um fólkið sem bjó í hús- inu við Zwingenberger Strasse 11. Þá kom í ljós að sambúð Edmunds, móður hans og systur hafði ekki verið góð. Þau höfðu oft rifist og var deiluefnið þá peningar. „Þau rifust alltaf um peninga sem Edmund heimtaði af mæðgunum," sagði einn viðmælenda lögreglunnar. „Ef hann fékk þá ekki hótaði hann að „sprengja kofann í loft upp“. Stund- um hafði hann einnig á orði að hann myndi „brenna ofan af þeim“. Aðspurðir hvemig þeir gætu haft slíkar hótanir orðréttar eftir sögðu grannamir að gluggar á húsinu hefði títt staðið opnir og því hefðu þeir ekki komist hjá því að heyra hvað þar var sagt þegar rifist var. Er hér var komið var ljóst að lög- reglan gat ekki litið svo á að Ed- mund hefði myrt móður sína í Taílandi. Þá hefði hann líkað viljað komast hjá því að greiða meðlag með fjórum bömum sem hann hafði eignast með eiginkonunum fyrrver- andi. Orð móðurinnar Hin aldraða móðir Edmunds hafði, að sögn þeirra sem til hennar þekktu, haft samúð með syni sínum. Ein vinkvenna hennar sagðist eitt sinn hafa spurt hana hvers vegna hún léti son sinn fá peninga. Því hefði móðirin þá svarað þannig: „Hann er sonur minn og ég læt hann ekki standa uppi allslausan meðan ég get orðið að liði.“ Af þessum orðum varð ljóst hve háður Edmund var móður sinni. Því vaknaði sú spurning hvers vegna hann hefði ákveðið að verða henni að þana. Og þeirrar spuming- ar er enn spurt. Þama virðist vanta visst samhengi en á móti kemur að manndráp eiga sér ekki alltaf þær skýringar sem ætla mætti. Hver verður dómurinn? Ákæra hefur verið gefin út á hendur Edmund fyrir morð, fyrir að sprengja húsið í loft upp og fyrir að valda tjóni sem er samanlagt metið á jafnvirði um eitt hundrað milljón- ir króna. En réttarhöldin hefjast ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Margir í Alsbach biða þeirra því þar kunni hin sanna orsök að koma fram. Hún gæti þó valdiö ýmsum vonbrigðum að því leyti til að þar verði ekki flett hulu af neinu óþekktu í samskiptum hins ákærða og móður hans og systur. Ljóst þykir að ákæruvaldið muni einfaldlega segja að Edmund Hofifman hafi myrt móður sina og síðan sprengt húsið í lofit upp til þess að leyna ódæðinu. Það muni nægja til að fá fram sakfellingu og allar vangaveltur um ástæðuna séu óþarfar. Gögnin tali sínu máli. Kari Heinz Rettig. Rifust oft Smábærinn Alsbach við Bergstrasse í Hessen í Þýskalandi hefur lengi verið talinn ímynd sveitasælunnar. Húsin hafa vakið athygli því viðhald þeirra hefur þótt til fyrirmyndar og grasblettir hafa ætíð verið slegnir af natni, svo sumir hafa haft á orði aö á þá hljóti að hafa verið beitt nagla- klippum en ekki sláttuvélum. Um- hverfis vaxa kirsuberjatré og síð- sumars svigna greinar vínviðarins á ekrunum í héraðinu undan þungum berjaklösum. Sé litið upp í hæðirnar blasa við gamlir kastal- ar. Þarna er sveitasælan allsráð- andi og þeir sem leggja leið sína þangað hafa gjarnan á orði að það sé ferðakostnaðarins virði. Sprengingin En fostudag einn, klukkan tíu mínútur fyrir þrjú síðdegis, var kyrrðin rofin og íbúar Alsbach hrukku við svo um munaði. Þá skalf þessi bær sem hefur stundum verið nefndur eftir Þyrnirósu. Skyndilega varð mikil sprenging í tvílyftu íbúðarhúsi við Zwingen- berger Strasse 11. Hvellurinn var svo mikill að hann heyrðist langa vegu og bergmálaði í fjöllunum um- hverfis. Allir íbúarnir, 4.000 talsins, heyrðu hann. Ellefu þeirra urðu fyr- ir braki, ýmist úr húsinu sem sprengingin varð í eða sex húsum í nágrenninu en ýmislegt úr þeim þeyttist langa vegu. Þeir sem slösuð- ust voru allir lagðir inn á spítala. Brátt varð ljóst að einn íbúa Als- bach hafði látist í sprengingunni. Eða svo var talið. Það var hin átta- tíu og sex ára gamla Erna Hoffman en illa brunnið lík hennar fannst í rústum hússins. Reyndar höfðu menn hálft í hvoru búist við að finna þar lík sonar hennar, hins fimmtíu og tveggja ára gamla Ed- munds Hoffmanns, en það var hvergi að sjá. Edmund var atvinnu- laus vélaviðgerðarmaður sem hafði sest að hjá gamalli móður sinni og búið þar um hríð. Leit að honum í Alsbach bar ekki árangur. Ekki slys Rannsóknarlögreglumenn og tæknimenn komu brátt að húsinu og var hafin skipuleg leit til að varpa ljósi á hvað valdið hefði þess- ari miklu sprengingu. Meðan þessi rannsókn stóð yfir kannaði réttar- læknir ástand líks frú Hoffman og sá nær strax að hún hafði hvorki dáið í sprengingunni né brunnið inni. Hún hafði verið stung- in til bana með hníf. Margar stungur voru á brjósti hennar og hálsi. Var ljóst að þær hafði hún fengið áður en húsið sprakk í loft upp. Hún hafði því, með öðrum orðum, verið myrt. Ljóst var því að morð hafði verið framið í Alsbach og það í fyrsta sinn í manna minnum. Grunur beindist strax að Edmund Hoffman. Var hans nú leitað á ný en þá kom fram að hann hafði farið til Frankfurt klukkustundu fyrir sprenginguna. Lögreglan hafði sam- band við sjónvarpsstöðvar og bað um að lýst yrði eftir honum. Jafn- framt var lýsing á honum send ýms- um lögreglustöðvum. Vart hafði honum verið lýst í sjónvarpi er hann gaf sig fram. Sagan Edmund skýrði svo frá að hann hefði sætt ofsóknum af hendi móður sinnar og systur en þær höfðu báð- ar búið undir sama þaki og hann. Hann sagðist geta rennt stoöum undir þá fullyrðingu sína því eitt sinn hefði hann orðið að hringja á lögregluna eftir að hann hefði feng- ið grun um að þær hefðu sett eitur í matinn hans. Þá hefði hann verið fluttur á sjúkrahús þar sem blóðsýni hefði verið tekið af honum. Aðspurður hvort eitur hefði fundist í blóði hans svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. Staðfesting fékkst hins vegar á því að hann hafði haft samband við lögregluna og verið færður á sjúkrahús. Edmund var nú borið á brýn að hafa stungið móður sína til bana og sagði hann það þá hafa gerst fyrir misskilning. Hann hefði ekki ætlað Hluti rústanna. sér að ráða hana af dögum. Þau hefðu farið að rífast meðan hann hefði haft eldhúshníf í hendi sér og í augnabliksbræði hefði hann misst stjórn á sér. Frásagnir nágranna Meginástæðan til þess hve skjótt var hægt að lýsa eftir Edmund var aðstoð nágranna. Þeir gáfu greinar- góða lýsingu á honum en þeir höfðu einnig frá ýmsu athyglis- verðu að segja um það sem gerst hafði við húsið að morgni dagsins sem sprengingin varð. Edmund hafði hvað eftir annað sést á hlaupum milli sjálfs hússins og skúrs að húsa- baki. Þeir sem næst bjuggu sögð- ust hafa vitað að þar hefðu gaskút- ar verið geymdir. Er tekið var að bera saman frásagn- ir fólks úr næstu húsum varð ljóst að Edmund hlaut að hafa verið að undirbúa sprenginguna sem varð móður hans að bana. Sagan um að hann hefði ráðist á hana með hnífi í stundarbræði gat því vart staðist. Þess í stað komust rannsóknar- menn á þá skoðun að Edmund hefði undirbúið morðið vandlega. Hann hefði ákveðið að ráða móður sinni bana og dylja glæpinn með þvi að sprengja húsið síðan í loft upp. Hefði þannig verið frá öllu gengið að sprengingin yrði sem öflugust. Edmund Hoffmann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.