Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Side 58
62 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Flugfreyjur með meirapróf Flugfreyjum og flugþjónum er ýmislegt til lista lagt eins og flestir vita. Bandarískar flugá- hafnir eru til að mynda sérþjálf- aðar til að taka á móti bömum og hand- j á r n a farþega sem em m e ð múður. Annars staðar í heiminum leggja flugfélög aðrar áherslur á þjálfunina. Hjá kóreska flugfélaginu Korean Air eru flugfreyjur sendar á átta stunda námskeið í alþjóð- legum mannasiðum auk þess sem þær fullnema sig i listinni að brosa. Japanir eru engir eft- irbátar Kóreumanna i sinni þjálfun en á þeim bæ eiga flug- freyjur til að klæðast trúðsbún- ingum um borð til að skemmta yngstu farþegunum. Auk þess em þær allar sendar á tveggja daga námskeið í Frakklandi þar sem þær innbyrða fróðleik um frönsk rauðvín. ** 333EÐ5 Það besta og flottasta í ferðabransanum í lok árs 1999: Sydney og San Francisco ósigrandi 5ÉRVALIN JÓLATRÉ ★FALLECRI TRÉ ★LÍTILSEMSTÓR ★ENCIR RUNNAR ★ BETRA VERi> ★TOPP ÞJÓNUSTA OPIO TIL KL. 22°° ÖLL KVÖLD TIL IÓLA MIKLATQRGI V/BSÍ S. 562 2040 ELSTA JÓLATRÉSSALA Á ÍSLANDI SENDUM UM LAND ALLT ALASKA ( [Schofí ) . - ■ms!&U*í£J Classic ■táet&i&t. ■ JZ' 0"r---»■■■ ' % fcest í aþótekum, KA-verslunum, Nóatúns-verslunum, Hagkauþs-verslunum. Scholl jóíapakkn ing frábœr jólagjöfá goðu v iii - Leifsstöð kemst inn á topp tíu yfir bestu flugvellina Það er fylgifiskur áramótanna að gera hina ýmsu hluti upp. Annálar og upprifjanir um alla skapaða hluti eru algengir. Condé Nast ferðatímaritið, sem státar af því að vera það út- breiddasta i veröldinni, tekur annan pól í hæðina og birtir ávallt á þessum árstíma niðurstöður könnunar þar sem ferðamenn eru spurðir um hvaðeina er varðar ferðaþjónustu í veröldinni. Þátt- takendur reyndust hátt í fjörutíu þús- und, búsettir í öllum heimshomum. Þeir vora spurðir ítarlegra spuminga um bestu hótelin, bestu bílaleigumar, flugfélögin og þar fram eftir götunum. Þessi könnun mun vera sú umfangs- mesta sem gerð er um ferðatengd efni. Hér á eftir er stiklað á stóm í nokkrum hðum könnunarinnar og skemmtilegt frá því að segja ísland kemst loks inn á topplista. Það er Leifsstöð sem telst til bestu flugstöðva heimsins. Hættulegir keppinautar Síðustu fimm árin hafa borg- imar Sidney og San Francisco trónt á toppnum sem áhugaverð- ustu ferða- mannaborgir heims. Þetta árið bæta báðar borgirnar um betur með þvi að ná yfir 80 heildarstigum (af 100) í fyrsta sinn. Spuming- arnar snerast um gæði veit- ingastaða, við- mót, menningu og umhverfi. Hvað San Francisco snertir þá skorar hún hæst þegar veit- ingahúsamenningu ber á góma og einnig þykja möguleikar til afþreying- ar hinir bestu. Sydney virðist jafngóð á öllum sviðum en skorar þó lægst þegar gæði veitingastaða em annars vegar. Evrópuborgimar Paris og Róm lentu báðar í þriðja sæti og er það mat þeirra sem stóðu að könnuninni að þær séu allra borga líklegastar tii að verða hættulegir keppinautar um toppsætin að ári. Parísarmenn verða þó að bæta úr kurteisinni því þeir skora lágt þeg- ar spurt er um vingjamlegt viðmót. New York haftiar í 12. sæti og líður eins og París einkum fyrir slæmt við- mót. Leifsstöö í áttunda sæti Flugvellir em margir stórir og erfið- ir yfirferðar. I þessum flokki ber Singapúrflugvöllur höfúð og herðar yflr aðra flugvelli; fær toppeinkunn fýrir meðhöndlun farangurs og almenn þægindi. Það að umferð gangi greið- lega og auðvelt sé að rata virðist skipta ferðamenn hvað mestu þegar þeir dæma flugvelli. Þá er aðlaðandi um- hverfl ótvíræður plús. Leifsstöð hefúr ekki áður náð inn á topplistann en ger- ir það nú og haftiar í áttunda sæti. Þægindi við millilendingar og tengiflug er sá þáttur sem fær besta einkunn þegar Leifsstöð var metin. Aðeins tveir í fimm ár hefur Sydney ýmist verið í fyrsta eða öðru sæti list- ans yfir áhugaverðustu og skemmtilegustu borgir heims. aðrir flugvellir í Evrópu náðu inn á listann; Schiphol lenti í öðra sæti og flugvöllurinn í Zúrich lenti i 4. sæti. Aftur á móti töldust verstu flugvellir Evrópu vera í Aþenu og Mílanó og á botninum var Metropolitan-flugvöllur í Detroit i Bandarikjunum. Singapúrflugfélagið hefúr lengi átt fast sæti á topplistanum er nú á toppn- um. Breska flugfélagið Virgin Atlantic kemur vel út og svipaða sögu er að segja um Cathay Pacific. Þýska flugfé- lagið Lufthansa og SAS hverfa hins vegar út af listanum í ár. Það sem skiptir mestu þegar spurt er um gæði flugfélaga er sætispláss og matur. Bestu borginar ' 1. Sydney 85,2 2. San Francisco 83,1 í 3. París 78,0 [3. Róm 78,0 5. New Orleans 76,4 6. Hórens 75,7 7. Charleston 75,6 8. Melbourne 74,7 9. Feneyjar 74,5 10. Vancouver 74,0 Bestu flugfélögin 1. Singapore Airlines 79,5 2. Virgin Atlantic 67,7 3. Cathay Pacific 66,1 4. Swissair 62,6 5. Japan Airlines 62,0 6. Air New Zealand 61,3 7. South African Airways 59,6 8. Qantas 58,1 9. Thai Airways 57,6 10. All Nippon Airways 55,7 Ritz langbest Mörg fleiri atriði vom tekin fyrir í könnuninni. Má nefna að bílaleigan Hertz þykir hafa betri þjónustu en aðr- ar bílaleigu, Crystal Cruise skipar efsta sætið þegar skipafélög era annars veg- ar og Silverasea þegar smærri skip era annars vegar. Hótel era metin á ýmsa vegu í könn- uninni en skemmst er frá því að segja að Ritz-hótelkeðjan er óvíræður sigur- vegari í flokki stærri hótela. Ritz-hótel- ið í Chicago fær hæstu einkunn hótel í Bandaríkjunum, Ritz í París er besta hótel Evrópu og Ritz Millenia í Singa- pore er besta hótel Asíu og að lokum fær Ritz í San Juan hæstu einkunn hót- ela í Karabíska hafinu. Bestu flugvellirnir 1. Singapore 73,9 2. Amsterdam/Schiphol 60,9 3. Pittsburgh 57,3 4. Zúrich 56,5 5. Orlando 56.3 6. Hong Kong/Chek Lap Kok 55.1 7. Tampa 55,0 8. KEFLAVÍK 54,0 9. Vancouver 53,9 10. Sydney/Kingsford Smith 53,3 Leifsstöð þykir áttunda besta flugstöð heims og fær góða einkunn fyrir þægilegt viðmót. San Francisco skorar hæst þegar gæði veitingastaða og fjölbreyttir möguleikar til afþreyingar eru annars vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.