Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Page 62
■*« jgatgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 66. DESEMBER 1999 DV Nykaup Þar sem ferskleikinn býr Heil bökuð epli Fyrir 6: 6 stór epli 50 g sykur 1 dl súkkulaðirúsínur 1 tsk. kanill Stingið kjamann úr eplunum. Takið smábút af kjamamun og stingið aftur í endann á eplinu til að fyllingin leki ekki út þeg- ar eplin eru bökuð. Blandið smjöri, sykri, rúsínum og kanil saman og setjið í eplin. Bakið i 20-30 mínútur við 180° C. Mjög gott er að setja eplin í eldfast mót. Bætið því sem eftir er af fyllingunni á eplin þegar bökun- artíminn er hálfnaður. Sniglabökur með hvíðauksmauki Fyrir 6: 400 g smjördeig, skipt í femt olía til að smyrja formin að innan útstungujám, 8 cm, og form Kjúklingafars: 100 g kjúklingabringa 1 eggjahvita 1 dl rjómi Sniglafylling: 24 sniglar 1 laukur 100 g spínat, ferskt eða frosið 6 hvitlauksrif 3- A msk. ólífuolía til steikingar salt og svartur pipar úr kvöm Hvítlaukssmauk: 12 hvítlauksrif 1 laukur 3 msk. ólífuolía 4 dl kjúklingasoð 1 dl hvítvin, óáfengt 5 dl ijómi 50 g smjör 4- 5 msk. steinselja, fersk, söxuð Smjördeigið flatt út um helm- ing á breiddina (fæst í 400 g pakkningum), stungið út með 8 cm útstungujámi og sett í smurð formin. Hálffyllið með kjúklinga- farsinu og fyllið síðan með snigl- um og sniglafyllingunni. Bakið við 180° C í 30 mínútur. Berið fram með sósunni. Kjúkllngafars: Maukið kjúklingakjötið í mat- vinnsluvél ásamt eggjahvítu. Bæt- *■' ið rjóma saman við ásamt salti og pipar. Þeytið þar til farsið fer að þykkna. Sniglafylling: Saxið lauk, spínat og hvítlauk. Brúniö á pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Setjið tvo heila snigla í hvert smjördeigsform og hellið fyllingunni yfir. Setjið rif- inn mozzarellaost yfir og bakið. Hvítlauksmauk: Léttsteikið laukinn i olíu, brún- ið ekki. Bætið hvítlauk, hvítvíni og kjúklingasoði saman við. Sjóð- | ið niður um helming, bætið þá ™ rjómanum út í og sjóðið þar til sósan hefur þykknað. Bragðbætið j með salti og pipar. Maukið vand- lega í matvinnsluvél ásamt smjöri og saxaðri steinselju. Hellið yfír heitar bökumar. m Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni f þaer fæst. „Þessir réttir eru allir algjört lostæti enda hátíðarmaturinn hjá minni fjölskyldu. Grauturinn er algjört sælgæti og auð- vitaö er nauðsynlegt aö hafa möndlu í honum fyrir möndluverðlaunin," sagði Hjördís Bech Ásgeirsdóttir, matgæö- ingur vikunnar. Jólagrauturinn með rjómalagaðri rifsberjasósu: Gljáður ham- borgarhryggur - og Ijúffengur súkkulaðidesert að hætti matgæðingsins Hjördísar Bech „Þessir réttir eru allir algjört lost- æti enda hátíðarmaturinn hjá minni fjölskyldu. Grauturinn er algjört sæl- gæti og auðvitaö er nauðsynlegt að hafa möndlu í honum fyrir möndlu- verðlaunin," sagði Hjördís Bech Ás- geirsdóttir og bætti svo við: „Súkkulaðidesertinn er rosalega góð- ur og eftirlæti bamanna og reyndar okkar hjónanna líka, við höfum haft hann bæði á aðfangadags- og gamlárs- kvöld.“ Verði ykkur að góðu: Forréttur fyrir 6: Jólagrautur 11 mjólk 60 g hrísgrjón 12 blöð matarlím 1/2-1 stöng vanilla eða 1 tsk. dropar 50 g sykur 1/2 tsk. salt 1/2 1 rjómi 1 mandla Meðhöndlun matarlimsins: Matarlim klippt niður og sett í kalt vatn og látið standa í 10 mínútur. Síð- an er vatni hellt af matarlíminu og sett ofan í sjóðandi vatn og hrært upp. Aðferð: Sjóðið vatn og hellið á hrísgrjón, látið standa yflr nótt. Vanilludropar í mjólk soðið saman. Vatni hellt af grjónum og sett út i mjólkina og soðið í 30-40 min. Þegar búið er að taka grautinn af er uppleyst matarlímið (sem er þá volgt) ásamt sykri og salti bætt út og látiö kólna. Rjómi þeyttiu- og hrærður saman við volgan graut- inn. Möndlu bætt út í. Borið fram með heitri rifsberjasaft. Aðalréttur fyrir 6: Gljáður hamborgarhryggur Hamborgarhryggur 3 msk. hunang 5 msk. púðursykur 1/4 1 rjómi Plantafors (jurtakrydd sem fæst í Heilsuhúsinu) Rifsberjahlaup Aðferð: Hamborgarhryggur er soðinn í vatni í 40 mín. (miðað við 2,6 kg). Síð- an er hryggurinn gljáður með þunnu lagi af hunangi og púðursykri stráð yfir og steikist þá aftur í 40 mín. Rjómalöguð rifsberjasósa Sósan er bökuð upp og þynnt með soði af hryggnum og rjóma bætt út í. Bragðbætt með Plantafors- jurtakryddi og rifsberjahlaupi. Meðlæti: Borið fram með brúnuðum kartöfl- um, rósakáli, broccoli, gulum baun- um, rifsberjahlaupi ásamt ferskum rifsberjum, hrísgrjónum og Waldorf- salati. Svo má auðvitað ekki gleyma jóla- ölinu. Eftirréttur: Sókkulaðidesert 600 g Sirius súkkulaði 8 egg 200 sykur 100 g smjör 10 dl ijómi Aðferð: Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauður og 50 g af sykri. Þeytið hvíturnar og 150 g af sykri út í og blandið síð- an eggjum og súkkulaði varlega saman. Hrærið vel saman. Rjóm- inn þeyttur og blandaður mjög varlega saman við súkkulaði- hræruna. Setjið í viðeigandi skál- ar og kælið í 4-6 tíma. Skreytt með rifsbeijum, súkkulaðispæni og þeyttum ijóma. Ég vil skora á hjónin Pálma og Stellu. Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Heitar perur með appelsínu- og furuhnetusósu Fyrir 6: 4 stk. perur 2 dl sykur 1 dl appelsúnusafi 1 dl rjómi I msk. smjör 1/2 dl sýrður rjómi 1/2 dl ristaðar furuhnetur rifinn börkur af appelsínu smáskvetta af líkjör II vanilluís (eða eftir smekk) Afhýðið og kjarnhreinsið per- umar, skerið svo í 8 báta hveija. Sjóðið saman sykur og appel- sínusafa þar til það brúnast. Tak- ið þá af hitanum og bætið í smjörinu, ijómanum og safanum af appelsínunni. Setjið aftur á hitann. Bætið í sýrða rjómanum, appelsínuberkinum og hnetun- um og látið sjóða uns þykknar. Bræðið smjörið á pönnu og steik- ið perumar upp úr því, helliö sósunni yfir og veltið þar til per- umar em vel hjúpaöar og gljá- andi. Berið fram með ís. Kjúklingabringa með rauðvíns- sósu og sveppum Fyrir 6: 4 stk. kjúklingabringur, bein- lausar 3 msk. matarolía sedt og pipar Rauðvínssósa með sveppum: 400 g sveppir 3 stk. laukur 1 tsk. oregano 1 tsk. timian 4 dl rauövin, óáfengt 1 bréf rauðvínssósa, Knorr eða Toro 3 msk. matarolía Meðlæti: 4 bökunarkartöflur Snöggsteikið kjúklingabring- umar í heitri olíunni og bragð- bætið með salti og pipar. Setjið í eldfast form og steikið í ofni við 200° C í 20 mínútur. Takið úr ofn- inum, skerið hverja bringu í þrjá hluta og leggið ofan á sósuna. Rauðvínssósa með sveppum: Sneiðið lauk og brúnið í heitri oliu, sneiðið sveppina og bætið á pönnuna. Bætið þá kryddi, rauð- vini og rauðvínssósudufti á pönnuna, hrærið vel saman og sjóðið í 2-3 mínútur. Setjið á diska og kjúklingabringurnar ofan á. Meðlæti: Bakaöar kartöflur henta vel með þessum rétti. Bakið þær í 45-60 mínútur við 180-200° C (eft- ir stærð). Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.