Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Qupperneq 72
76 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 DV %éttír Skiptar skoöanir í háskólaráði um Réttindaskrifstofu stúdenta: Atlaga að stúdentum - segir formaður Vöku. Glötum ekki sjálfstæðinu „Þetta er án efa stærsta atlaga sem gerð hefur verið að réttinda- baráttu stúdenta við Háskóla fs- lands,“ segir Þórlindur Kjartans- son, formaður Vöku, um samning Háskólans við stúdentaráð um rekstur réttindaskrifstofu stúd- enta. Þau athyglisverðu tíðindi urðu við afgreiðslu samningsins í háskólaráði í fyrradag að einungis þrír af tíu fulltrúum ráðsins greiddu atkvæði með honum en sex sátu hjá. Þeir sem DV hefur rætt við um málið eru sammála um að óvenjulegt sé að svo skiptar skoðanir séu innan ráðsins og jafnvel sé um einsdæmi að ræða. Réttindaskrifstofan hefur það hlutverk að gæta hagsmuna stúd- enta gagnvart háskólayfirvöldum. Að sögn Þórlinds er Stúdentaráð með gerð þessa samnings gert ábyrgt gagnvart háskólayfirvöld- um um réttindabaráttu stúdenta. „Samkvæmt þessum lögum hefur Hl rétt til beinnar íhlutunar um það hvernig þessi réttindaskrif- stofa er rekin og hefur mjög stranga eftirlitsskyldu sem gerir það að verkum að stúdentaráð get- ur ekki gætt trúnaðar gagnvart stúdent fyrir Háskólanum. Þetta er ekki ósvipað því og ef félag stór- kaupmanna færi með yfirstjórn Neytendasamtakanna. Þarna er verið að fórna langtímahagsmun- um stúdenta fyrir tímabundin þægindi nú- verandi meirihluta,“ segir Þórlind- ur. „Réttinda- skrifstofan er byggð á reglu- gerð hjá stúd- entaráði og auðvitað leit- um við allra leiða til að ijármagna reksturinn á henni. Okkur meirihlutanum finnst eðlilegt að HÍ leggi fjármagn í að reka rétt- indaskrifstofu og það hefur sýnt sig að það er þörf fyrir hana. Það er því beinlínis rangt að við séum að glata sjálfstæðinu frá Háskólan- um,“ segir Finnur Beck, formaður Stúdentaráðs. Óháöur aðili „Það sér það hver maður að stúdentaráð var stofnað fyrir nærri sjötíu árum af stúdentum til þess að vera óháður, sjálfstæður aðili til að gæta hagsmuna stúd- enta. Núna hefur núverandi meiri- hluti gengið svo langt í því að verja afstöðu sína, verja virkið sitt, að allt inni hefur brunnið til kaldra kola á meðan. Nokkrir hlutir sem koma fram í samning- um renna enn frekar stoðum und- ir það að stúd- entaráð sé nú skilgreint sem hluti af stjórn- sýslu Háskóla íslands. Þar má nefna að starfsmenn réttindaskrif- stofu falla und- ir lög um rétt- indaskyldu starfsmanna rikisins," segir Þórlindur. „Háskólinn fékk nýja löggjöf nú í vor og fram að þeim tíma hafði stúdentaráð alltaf fengið hluta af innritunargjöldum, s.s. fastan tekjustofn, en það var fellt niður og meining manna var að Háskól- inn mundi semja við stúdentaráð að fjármunirnir kæmu þannig til stúdentaráðs. Það er einmitt ná- kvæmlega það sem er verið að gera og það hefur verið frekar já- kvætt að mínu mati því með þess- um samningi um réttindaskrifstof- una er Háskólinn að viðurkenna þörfina á að hún sé til staðar sem hefur aldrei verið og i öðru lagi að henni sé best farið í höndum stúd- enta, að þeir annist þjónustu af þessu tagi,“ segir Finnur. „Það hefur mikið verið rætt um kostnaðinn við rekstur stúdenta- ráðs og hvaðan þessir peningar ættu að koma ef Háskólinn borgar þá ekki. Vaka hefur haldið því fram að hægt sé reka ráðið með lágum félagsgjöldum, 4-500 krónur á mann. Samkvæmt þessum samn- ingi er rekstur réttindaskrifstof- unnar metinn á undir þrjár millj- ónir. Það eru sex þúsund nemend- ur í HÍ sem gerir 500 krónur á mann. Þannig að meirihlutinn í SHÍ og Háskólinn hafa sjálfir verð- Lýst eftir vitnum Lögreglan lýsir eftir vitnum að árekstri er varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sund- laugavegar miðvikudagskvöldið 15. desember um klukkan 21. Málsatvik voru þau að BMW-bif- reið var ekið norður Kringlumýr- arbraut en rauð Mazda 323 bif- reið, er ók á móti henni, beygði í veg fyrir hana þannig að BMW- bifreiðin sveigði frá og ók á staur. Ökumaður Mazdabifreiðarinnar, er olli tjóninu, er beðinn að gefa sig fram við rannsóknardeild lög- reglunnar og eins þeir er urðu vitni að óhappinu. -hdm Þórlindur Kjart- ansson, formaöur Vöku. Finnur Beck, formaður stúdentaráös. Njáluslóðir Örnefni og staðfræði Njáls sögu Fjallað er um öll örnefni sögunnar og saga þeirra rakin. Á annað hundrað Ijósmynda af sögustöðum Njálu, auk korta. Einnig fylgir bókinni sérstakt sögukort með öllum örnefnum sögunnar. Nauðsynleg handbók fyrir alla sem fara um slóðir Njálu. Falleg bók sem gefur nýja sýn í heim íslendingasagna. Mál og mynd frá Háskólanum, segir Röskva lagt þessa baráttu á 500 krónur á okkur að leggja til að aðildargjald- nemanda. Þeir geta því ekki hald- ið yrði svo lágt,“ segir Þórlindur. ið því fram að það sé vanmat hjá -hdm Kór Menntaskólans aö Laugarvatni söng undir stjórn Hilmars Agnarssonar. DV-myndir Njöröur Helgason Ljúfír jólatónar í helgidóminum DV, Suðurlandi: Það voru fagrir og ljúflr jólatónar sem hljómuðu um Skálholtskirkju á laugardag þegar Kór Menntaskólans að Laugarvatni hélt sína árlegu jólatónleika í kirkjunni. Ásamt kór Menntaskólans kom Kammerkór Biskupstungna fram. Þá söng Egill Ólafsson með kórnum auk bræðr- anna Amars og Rúnars Halldórs- sona sem frægir voru sem The Boys fyrir örfáum árum. Stjórnandi Kórs Menntaskólans að Laugarvatni og Kammerkórs Biskupstungna er Hilmar Agnarsson. -NH Nýjung hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum: Stína fram- sýna ráðleggur „Hún er út á við það sem við erum að ráðleggja viðskiptavinum okkar á hverjum tíma, þannig að það er gert opinbert með þessum hætti,“ segir Andri Sveinsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráð- gjafar hjá Búnaðarbankan- um Verðbréfum, um Stínu framsýnu, en fyrirtækið hóf í síðustu viku að birta dag- lega ráðleggingar i formi verðbréfasafns á innlendum hlutabréfamarkaði. Um er að ræða safn hlutabréfa sem kallað verður Draumasafn spákaupmannsins. Það er Stína framsýna sem ráðleggur fólki og byrjaði hún með tvær milljónir króna sem hún hefur þegar flárfest fyrir. „Við munum birta safn hennar á hverjum virkum degi í 1/2 fimm fréttum okkar á vefnum en það er ekki þar með sagt að hún kaupi og selji bréf á hverjum degi. Þegar hún kaupir eða selur mun hún gera grein fyrir því af hverju hún er að selja eða kaupa og auðvitað ef hún hreyfir sig ekki þá er hún sátt við bréfin," segir Andri. En hver er tilgangurinn með þessu? „Þetta er gert til að virkja almenning þannig að al- menningur eigi auðveldara með að skUja og gera sér grein fyrir hlutabréfamark- aðnum. Fólk getur á auðveld- an hátt fylgst með þessari tU- teknu manneskju og hvemig henni tekst að ávaxta sitt pund. Það era margir sem eru hræddir við að taka fyrstu skrefin á hlutabréfa- markaði og með því að setja þetta í samhengi sem fólk skUur horf- um við auðvitað til þeirra og eins annarra. Við erum búnir að stofna þarna ákveðinn pott og þetta eru bara rauntölur af því, þannig að þetta tek- ur mið af markaðnum hverju sinni.“ Þau fyrirtæki sem Stína framsýna fjárfesti í á fyrsta degi voru Lands- banki og Búnaðarbanki fyrir 500.000, deCode fyrir 400.000 og Marel, SÍF og Flugleiðir fyrir 200.000 hvert. -hdm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.