Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 6
Fráttir Sögulegur þáttur Þorsteins Sæmundssonar í Morgunblaöinu og ævisaga Steingríms: Grænar baunir urðu kostnaður við Chevrolet „í byrjun marzmánaöar 1970 bárust mér ábendingar um þaö úr fleiri en einni átt aö eitthvaö kynni aö vera athuga- vert viö fjárreiöur rannsóknarráðs," sagði í grein Þorsteins. Á sínum tíma voru daglegar framkvæmdir rannsóknar- ráös, fjárreiöur og reikningsskil í höndum Steingríms Hermannssonar sem skipaöur var af menntamálaráöherra. Steingrímur kveöst hafa viljaö sem minnst hafa saman aö sæida viö Þorstein í gegnum tíöina. „Grænubaunamálið" hefur skotið upp kollinum öðru hverju allan minn feril og oftast hafa þeir sem um hafa rætt ekki þekkt nokkurn skapaðan hlut til málavaxta." Svona segir Steingrímur Her- mannsson frá í ævisögu sinni, öðru bindi, þar sem hann vitnar til ferils síns og umtals um hann sem fram- kvæmdastjóri rannsóknarráðs í lok sjöunda áratugarins og i upphaíi þess áttunda - ráð þetta starfaði samkvæmt lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Málið var mjög til umræðu, sér- staklega árið 1971 eftir að einn full- trúi í ráðinu, Þorsteinn Sæmunds- son stjömufræðingur, ritaði greinar í Morgunblaðið og úr urðu margs konar blaðaskrif. Steingrímur var reyndar í kjallaragrein Hauks Þórs Haukssonar viðskiptafræðings í DV í vikunni gagnrýndur fyrir að hafa í ævisögu sinni vegið að æru látins manns í þessu sambandi - bókara sem starfaði fyrir rannsóknarráð á þeim tíma sem Þorsteinn dró fram í dagsljósið óreiðu i bókhaldi ráðsins sem mjög sneri að Steingrími. Fyrst tók Steingrímur erind- inu „hið bezta“ í greinum Þorsteins kom m.a. fram áriö 1971: Á sínum tíma vom daglegar fram- kvæmdir rannsóknarráðs, fjárreiður og reikningsskil í höndum Stein- gríms sem skipaður var af mennta- málaráðherra að fengnum tiilögum ráðsins. Formaður ráðsins var Gylfí Þ. Gíslason menntamálaráðherra. „I byijun marzmánaðar 1970 bár- ust mér ábendingar um það úr fleiri en einni átt að eitthvað kynni að vera athugavert við fjárreiður rann- sóknarráðs. Var þar sérstaklega talað um ferðakostnað og risnu,“ sagði í grein Þorsteins sem kvaðst sem með- limur ráðsins telja að sér bæri skylda til að kanna hvort nokkuð væri hæft í þessum orðrómi. Þorsteinn kom að máli við Stein- grím og óskaði eftir upplýsingar um gjöld ársins 1969. Steingrímur tók honum „hið bezta“ en veitti að sögn Þorsteins þær furðulegu upplýsingar að reikningar ráðsins hefðu aldrei verið lagðir fyrir ráðið sjálft. Af gefnu tilefni... ekki á glámbekk 21. apríl sama ár fékk Þorsteinn bréf frá Steingrími og ljósrit af greiðsluyfirliti rannsóknarráðs fyrir árið 1969, upplýsingar um 12 utan- ferðir en ekkert var tekið fram um kostnað. Steingrímur tók fram að að gefnu tilefni sýndist sér ástæða til að leggja áherslu á að reikningar ráðsins lægju ekki á glámbekk. Þorsteinn gekk síðan mjög eftir því að fá sundurliðaða skýrslu um ferða- kostnað rannsóknarráðs. Kvartaði hann yfir þessu við ráðherra. Eftir mikið þóf fékk Þorsteinn að skoða gögn um kostnaðinn hjá ríkisendur- skoðun eftir að Steingrímur tilkynnti að því miður væru þau komin þang- að. En Þorsteinn var ekki af baki dottinn og fékk leyfí til að skoða gögnin hjá ríkisendurskoðun - meira að segja með aðstoðarkonu með sér. Þá Steingrím og Þorstein greinir síðan ekki á um að sá fyrmefndi hafi brugðist reiður við þeim tíðindum að sá síðamefndi hafi komist í skjölin án vitneskju Steingríms. Skartripir í bílakostnaö Fjórum dögum fyrir alþingiskosn- ingar í júní 1971, þegar Steingrímur var í framboði á Vestfjörðum, birti Morgunblaðið aðra grein eftir Þor- stein um sama mál - var þá nákvæm- Fréttaljós Úttar Sveinsson ar farið í saumana á kostnaðarliðum rannsóknarráðs sem reyndar tengdist greinilega einkaneyslu Steingrims og Surtseyjarfélagsins þar sem hann var formaður. Kom þá m.a. eftirfarandi fram: Reikningur frá skartgripaverslun fyrir hnappa - „Jólagjöf til Jankovic" - var færður til gjalda á viðhald bif- reiðar - Chevrolet Chevy - sem Þor- steinn kvað teljast í flokki forstjóra- bifreiða - bíl sem Steingrimur hafði fengið heimild til að nota í eigin þágu endurgjaldslaust. I málinu kom síðan fram að reikn- ingar Surtseyjarfélagsins og rann- sóknarráðs „blönduðust í ailrikum mæli“ þrátt fyrir að framkvæmda- nefnd hefði áminnt Steingrím um þau mál. I þessu sambandi kom m.a. fram að reikningur Steingríms til Surtseyj- arfélagsins fyrir grænar baunir og kjötbollur hefði verið greiddur af rannsóknarráði og upphæðin færð til gjalda á Chevroletbíl rannsóknarráðs. Eftir þetta var máliö kallað „Grænu- baunamálið". Bíllinn á verkstæöi í klukku- tíma á dag, allt áriö En þar með var saga Chevroletbif- reiðarinnar ekki öll sögð þvi Þor- steinn dró fram ýmsa „kynlega reikn- inga“ um bílinn: „Séu lagðar saman vinnustundir á verkstæðisreikningum koma út 342 stundir, þ.e. nálægt einni stund á dag árið um kring að meðaltali," sagði í grein Þorsteins og hann hélt áfram: „Sú spuming hlýtur að vakna hvort þama hafl ekki slæðst með reikning- ar fyrir viðhald annarra bifreiða en bifreiðar rannsóknarráðs, R-10816.“ Og Porsteinn var ekki hættur: Hann taldi fram þrjá varahluta- reikninga frá SÍS sem samkvæmt númerum tilheyrðu bifreið af gerð- inni Scout - einkabíl Steingríms á þeim tíma. Síöan taldi hann upp nokkra reikninga þar sem strikaö hafði verið yfir númerið G-1149 (einkabíl Steingríms) og því breytt i R-10816 (bíl rannsóknarráðs). „Varla ætlar Steingrímur að halda því fram að bókari ráðsins hafi tekið upp á því?!“ sagði Haukur Þór Hauks- son í sinni grein í DV í vikunni um sama atriði. Þorsteinn sýndi síðan fram á á sín- um tíma að bensín hefði verið keypt á Chevrolet-bíl rannsóknarráðs þannig sem svaraði til þess að eyðsla hans var að meðaltali 16 lítrar á sól- arhring, alla daga ársins. Ónákvæmni bókarans, segir Stein- grímrn- Um framangreind atriði segir Steingrímur Hermannsson m.a. í ævi- sögunni: „Þó aö ónákvæmni bókarans hjá Rannsóknarráði hafi því miður orðið til þess að „grænar baunir“ hafi fylgt mér á ferlinum hefur mér aldrei dott- ið í hug að áfeilast hann, enda má segja að ég hefði getað komið í veg fyrir villur með strangara eftirliti. Þorsteinn Sæmundsson er hins vegar einn þeirra fáu manna sem ég hef kosið að hafa sem minnst saman við að sælda". í ævisögunni segir Steingrímur jafnframt að bókarann hafi verið mis- tækur. Steingrímur segir enn fremur: „Ég gat fúslega viðurkennt að ákveðnir þættir í fjármálum Rann- sóknarráðs voru ekki eins og best varð á kosið. Mér var til að mynda ætluð-bifreið til afnota samkvæmt ráðningarsamningi. Árið 1968 var bíllinn kominn nokkuð til ára sirrna og ég gerði tillögu um að nýr yrði keyptur vegna yfirvofandi viðhalds- kostnaðar. Því var hafnað af mennta- máiaráðuneytinu. Viðhaldið lét hins vegar ekki á sér standa. Meðan við- gerðir stóðu yfir varð að samkomu- lagi milli mín og Pálma gjaldkera að best væri að ég lánaði minn bíl með- an verkstæðisvinna stæði yfir og tæki annað hvort kflómetragjald eða keypti á hann bensín og minni háttar viðhald fyrir fé frá ráðinu. Þorsteinn gerði ekki veður út af því að ekki hefði verið fjárfest í nýjum bíl heldur gerði hann tortryggilegt að tekið hefði verið bensín á minn eigin bíl á kostnað ráðsins...“ Atvinnumálanefnd Akureyrar: Sveinn hlaut hvatningarverðlaun DV, Akureyri: „Ég er afar þakklátur fyrir þenn- an styrk og vonandi koma sem flest- ir að þessu máli sem og frekari upp- byggingu ferðaþjónustunnar hér á svæðinu í framtíðinni," sagði Sveinn Jónsson i Kálfsskinni á Ár- skógsströnd er hann veitti í gær við- töku hvatningarverðlaunum at- vinnumálanefndar Akureyrarbæj- ar, en verðlaunin eru að upphæð fimm hundruð þúsund krónur. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndarinnar, sagði er hann afhenti Sveini verðlaunin að þau væru veitt fyrir ómetanlegt starf að atvinnumálum, sérstaklega þátt hans í uppbyggingu ferðaþjón- ustu á svæðinu. „Gamall draumur, sem Sveinn hefur lengi borið í brjósti, er um það bil að rætast en það er bygging kláfTerju upp á Hlíð- arfjall. Hann hefur unnið að því verki um árabil og hvorki sparaö tíma né peninga til þess að sjá þenn- an draum sinn verða að veruleika. Vonir standa til að stofnun félags um uppsetningu og rekstur kláf- ferju í Hlíðarfjalli veröi í byrjun ársins 2000 og stefnir hann að því að flytja fyrstu farþegana upp á topp fflíðarfjalls í maí árið 2001,“ sagði Valur Knútsson. Sveinn sagði við þetta tækifæri að verulegur skriður væri kominn á kláfferjumáliö. Eftir almennan fund sem haldinn var um málið á Akur- eyri á dögunum hefðu fjölmargir komið að máli við sig og lýst sig til- búna aö taka þátt í verkefninu. -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.