Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
sr
Fréttir
Fyrirtækið MT-bílar á Ólafsfirði:
Smiðar yfirbyggingar a slokkvi'
bifreiðar fyrir Færeyinga
DV, Akureyri:
Framleiðslufyrirtækið MT-bílar á
Ólafsfirði hefur samið við bæjarfélagið
Vestmanna í Færeyjum um smíði
slökkvibifreiðar af gerðinni MT-2000.
Bifreiðin verður afhent næsta vor og
er samningurinn mikii lyftistöng fyrir
þetta unga fyrirtæki sem starfað hefur
um rösklega eins árs skeið og byggir
tilveru sína fyrst og fremst á þróun,
hönnun og smíði slökkvibifreiða. Þetta
er í fyrsta skipti sem slökkvibifreið
sem hönnuð er og smíðuð hér á landi
er seld til útlanda.
Hjá MT-bílum eru frcimleiddar yfir-
byggingar úr plasti á slökkvibifeiðar
og byggt yfir stóra sem litla vörubíla. í
yfirbyggingunum eru vatns- og froðut-
ankar, dælur, slöngur og skápar fyrir
búnað en það sem gerir bilana fyrst og
ffemst brábrugðna öðrum er hversu
léttar yfirbyggingamar eru. Hönnun
og útfærsla bifreiðanna hefúr alfarið
verið i höndum aðaleiganda MT-bila,
Sigurjóns Magnússonar, sem bæði er
bifvélavirki og varaslökkviliðsstjóri á
Ólafsfirði.
Sigurjón segir samninginn við Vest-
manna mjög mikilvægan fyrir starf-
semi MT-bfla og leggi lóð á vogarskál-
ar í áframhaldandi uppbyggingu fyrir-
tækisins. „Við hönnun á minni gerð-
um MT-slökkvibflanna voru þarfir fá-
mennari byggðarlaga á Islandi hafðar
til viðmiðunar og þess vegna henta bfl-
amir afar vel í Færeyjum,“ segir Sig-
utjón. Hann segir slökkviliðsmenn í
Færeyjum á einu máli um að MT-bflar
henti þeim mjög vel og þeir telja það
einnig kost að framleiðslan komi ffá
Islandi. „Við vorum að keppa við til-
boð frá þekktum fyrirtækjum í Dan-
mörku og okkur er það mikið fagnað-
arefni að MT-bfllinn hafði betur í
þeirri samkeppni. Hér heima haíif-
margir sýnt bflunum áhuga og heima-
markaðurinn skiptir fyrirtækið auð-
vitað mestu. Útflutningur er hins veg-
ar mikill og góður bónus fyrir okkur,
Ólafsfjörð og þjóðarbúið í heild,“ segir
Siguijón. -gk
Hærra verð til bænda:
Mjólkurvörur
hækka um tæp 5%
- vísitala hækkar 0,15%
Heildsöluverð á mjólkurvörum
hækkar um 4,88% að meðaltali nú um
áramótin samkvæmt ákvörðun verð-
lagsnefndar búvöru, svokallaðrar sex-
mannanefndar. Heildsöluverð ný-
mjólkur hækkar um 3,9%. Að því er
nefhdin segir stafar hækkunin aðal-
lega af tæplega 6% hækkun á verði til
mjólkurffamleiðenda sem tekur gildi
1. janúar.
Nefndin segir þessar hækkanir að-
eins hafa „óveruleg" áhrif til hækkun-
ar neysluverðsvísitölu og segja að bú-
ast megi við að hún verði rúmlega
0,1%. Hagstofan telur hins vegar
hækkun vísitölunnar óvissa, hún fari
eftir viðbrögðum smásöluaðila, en tel-
ur þó ekki ólíklegt að hún geti orðið á
bilinu 0,1- 0,15%. Þá er enn óljóst
hvaða áhrif hækkunin muni hafa á
yerð osta. -GAR
Nýr samningur:
Skipið kem-
ur í febrúar
eða mars
DV; Akuieyri:
Haffannsóknastofhun og ASMAR-
skipasmíðastöðin í Chfle hafa gert
samkomulag um nýjan afhendingar-
tíma á hinu fulikomna rannsókna-
skipi sem stöðin í Chfle er að smíða
fyrir Hafró.
Samkvæmt upphaflegum áætlun-
um var gert ráð fyrir afhendingu
skipsins í ágúst sl. og að það myndi
koma til landsins skömmu síðar.
Þegar líða tók á sumarið varð Ijóst
að ekki kæmi til afhendingar á skip-
inu á þeim tíma vegna tafa af ýms-
um ástæðum. I fyrsta lagi má rekja
tafimar til flókinnar uppsetningar
og frágangs framdrifsbúnaðar skips-
ins, þ.e. riðstraumsmótorsins sem
knýr skipið. Þá hafa tafir skapast af
bilunum og óhöppum í flutningi
varaaflstöðvar sem er sérsmíðuð fyr-
ir þetta skip. Einnig komu fram gall-
ar í skrúfubúnaði skipsins. Við próf-
anir kom í ijós óeðlilegur hávaði frá
skrúfu sem framleiðandi búnaðarins
hefúr nú komið í veg fyrir, að ætla
má.
Nýtt samkomulag um afhending-
artima skipsins gerir ráð fyrir að
stöðin afhendi skipið í lok janúar á
næsta ári og að það komi hingað til
lands um mánuði síðar. Afhending-
ardagur miðast við núgildandi verk-
áætlun, þ.m.t. að umfangsmiklar
prófanir á öllum búnaði standist ýtr-
ustu kröfúr sem gera verður til haf-
rannsóknaskips af fúllkomnustu
gerð.
Með samkomulaginu hefur Haf-
rannsóknastofnun tryggt að stofnun-
in verði ekki fyrir beinu fiárhags-
legu tjóni af völdum þeirra tafa sem
orðið hafa á smíði skipsins. Jafn-
framt bendir Hafrannsóknastofhun á
að fjárhagsáætlanir um nýsmíðina
standist en gert er ráð fyrir að hefld-
arkostnaður verði 1,6-1,'7 milljarðar
króna á núverandi verðlagi. -gk
R - 350 iT
29 lítra • 900W • Grill úpp!
Blástur • f-jölmörg eldunai
Símí 530 2800
I Hljóuisyn, Ak'-
keti: ja, Spo.í
BorgfirO
Rorgarnesi. blómsturvellir, Hellissandi. Guðm Hallyrimsson, Grundarfirði. Ásubuð, Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Pokahornið, Tálknafirði. Straumur, Isafirði. Rafverk, Bolungarvik. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Holmavik. Kt. V-Hún Hvammstanga I
*•... -! ----j *----* N,A -U.^A.UiU--------«„»:--w----L«.». ...» ' ■
i. Skayn.0..igdDúð, Sauðárkróki. Elektro co. ehf., Dalvik. Radionaust Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. Öryggi, Húsavik. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupstað. Kf. Stoðfirðinga Kf. M
. KASK Djúpavogi. KASK, Hbtn, Suðurland: Klakkur. Vik Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavik. Rafborg, Griudavik. ' ^