Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 sr Fréttir Fyrirtækið MT-bílar á Ólafsfirði: Smiðar yfirbyggingar a slokkvi' bifreiðar fyrir Færeyinga DV, Akureyri: Framleiðslufyrirtækið MT-bílar á Ólafsfirði hefur samið við bæjarfélagið Vestmanna í Færeyjum um smíði slökkvibifreiðar af gerðinni MT-2000. Bifreiðin verður afhent næsta vor og er samningurinn mikii lyftistöng fyrir þetta unga fyrirtæki sem starfað hefur um rösklega eins árs skeið og byggir tilveru sína fyrst og fremst á þróun, hönnun og smíði slökkvibifreiða. Þetta er í fyrsta skipti sem slökkvibifreið sem hönnuð er og smíðuð hér á landi er seld til útlanda. Hjá MT-bílum eru frcimleiddar yfir- byggingar úr plasti á slökkvibifeiðar og byggt yfir stóra sem litla vörubíla. í yfirbyggingunum eru vatns- og froðut- ankar, dælur, slöngur og skápar fyrir búnað en það sem gerir bilana fyrst og ffemst brábrugðna öðrum er hversu léttar yfirbyggingamar eru. Hönnun og útfærsla bifreiðanna hefúr alfarið verið i höndum aðaleiganda MT-bila, Sigurjóns Magnússonar, sem bæði er bifvélavirki og varaslökkviliðsstjóri á Ólafsfirði. Sigurjón segir samninginn við Vest- manna mjög mikilvægan fyrir starf- semi MT-bfla og leggi lóð á vogarskál- ar í áframhaldandi uppbyggingu fyrir- tækisins. „Við hönnun á minni gerð- um MT-slökkvibflanna voru þarfir fá- mennari byggðarlaga á Islandi hafðar til viðmiðunar og þess vegna henta bfl- amir afar vel í Færeyjum,“ segir Sig- utjón. Hann segir slökkviliðsmenn í Færeyjum á einu máli um að MT-bflar henti þeim mjög vel og þeir telja það einnig kost að framleiðslan komi ffá Islandi. „Við vorum að keppa við til- boð frá þekktum fyrirtækjum í Dan- mörku og okkur er það mikið fagnað- arefni að MT-bfllinn hafði betur í þeirri samkeppni. Hér heima haíif- margir sýnt bflunum áhuga og heima- markaðurinn skiptir fyrirtækið auð- vitað mestu. Útflutningur er hins veg- ar mikill og góður bónus fyrir okkur, Ólafsfjörð og þjóðarbúið í heild,“ segir Siguijón. -gk Hærra verð til bænda: Mjólkurvörur hækka um tæp 5% - vísitala hækkar 0,15% Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar um 4,88% að meðaltali nú um áramótin samkvæmt ákvörðun verð- lagsnefndar búvöru, svokallaðrar sex- mannanefndar. Heildsöluverð ný- mjólkur hækkar um 3,9%. Að því er nefhdin segir stafar hækkunin aðal- lega af tæplega 6% hækkun á verði til mjólkurffamleiðenda sem tekur gildi 1. janúar. Nefndin segir þessar hækkanir að- eins hafa „óveruleg" áhrif til hækkun- ar neysluverðsvísitölu og segja að bú- ast megi við að hún verði rúmlega 0,1%. Hagstofan telur hins vegar hækkun vísitölunnar óvissa, hún fari eftir viðbrögðum smásöluaðila, en tel- ur þó ekki ólíklegt að hún geti orðið á bilinu 0,1- 0,15%. Þá er enn óljóst hvaða áhrif hækkunin muni hafa á yerð osta. -GAR Nýr samningur: Skipið kem- ur í febrúar eða mars DV; Akuieyri: Haffannsóknastofhun og ASMAR- skipasmíðastöðin í Chfle hafa gert samkomulag um nýjan afhendingar- tíma á hinu fulikomna rannsókna- skipi sem stöðin í Chfle er að smíða fyrir Hafró. Samkvæmt upphaflegum áætlun- um var gert ráð fyrir afhendingu skipsins í ágúst sl. og að það myndi koma til landsins skömmu síðar. Þegar líða tók á sumarið varð Ijóst að ekki kæmi til afhendingar á skip- inu á þeim tíma vegna tafa af ýms- um ástæðum. I fyrsta lagi má rekja tafimar til flókinnar uppsetningar og frágangs framdrifsbúnaðar skips- ins, þ.e. riðstraumsmótorsins sem knýr skipið. Þá hafa tafir skapast af bilunum og óhöppum í flutningi varaaflstöðvar sem er sérsmíðuð fyr- ir þetta skip. Einnig komu fram gall- ar í skrúfubúnaði skipsins. Við próf- anir kom í ijós óeðlilegur hávaði frá skrúfu sem framleiðandi búnaðarins hefúr nú komið í veg fyrir, að ætla má. Nýtt samkomulag um afhending- artima skipsins gerir ráð fyrir að stöðin afhendi skipið í lok janúar á næsta ári og að það komi hingað til lands um mánuði síðar. Afhending- ardagur miðast við núgildandi verk- áætlun, þ.m.t. að umfangsmiklar prófanir á öllum búnaði standist ýtr- ustu kröfúr sem gera verður til haf- rannsóknaskips af fúllkomnustu gerð. Með samkomulaginu hefur Haf- rannsóknastofnun tryggt að stofnun- in verði ekki fyrir beinu fiárhags- legu tjóni af völdum þeirra tafa sem orðið hafa á smíði skipsins. Jafn- framt bendir Hafrannsóknastofhun á að fjárhagsáætlanir um nýsmíðina standist en gert er ráð fyrir að hefld- arkostnaður verði 1,6-1,'7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. -gk R - 350 iT 29 lítra • 900W • Grill úpp! Blástur • f-jölmörg eldunai Símí 530 2800 I Hljóuisyn, Ak'- keti: ja, Spo.í BorgfirO Rorgarnesi. blómsturvellir, Hellissandi. Guðm Hallyrimsson, Grundarfirði. Ásubuð, Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Pokahornið, Tálknafirði. Straumur, Isafirði. Rafverk, Bolungarvik. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Holmavik. Kt. V-Hún Hvammstanga I *•... -! ----j *----* N,A -U.^A.UiU--------«„»:--w----L«.». ...» ' ■ i. Skayn.0..igdDúð, Sauðárkróki. Elektro co. ehf., Dalvik. Radionaust Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. Öryggi, Húsavik. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupstað. Kf. Stoðfirðinga Kf. M . KASK Djúpavogi. KASK, Hbtn, Suðurland: Klakkur. Vik Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavik. Rafborg, Griudavik. ' ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.