Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 37
JLJ'Vr FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 i/éenning Klassísk dæmisaga Eitt af viðbrögðunum við okkar póstmóderna samtíma og hinu margtuggna „hnmi allra gilda“ er endurkoma trúarbragða og goð- sagna. Trúarbókmenntir eru sér- lega áberandi á bókamarkaðnum fyrir þessi jól og þýðing Thors Vil- hjálmssonar á Alkemistanum eftir Paulo Coelho feilur ágætlega inn í þá bylgju. Alkemistinn er kannski ekki trú- arleg bók í hefðbundinni merkingu þeirra orða, hún sver sig í ætt við hálfmystískar dæmisögur sem voru vinsælar i upphafi aldarinnar. Sögusviðið er dæmigert fyrir slíka sögu. Leiðin liggur um Spán og eyðimerkur Norður-Afríku til Eg- yptalands. Sagan £if ijárhirðinum Santiago er líka klassísk að efni og formi. Hann yflrgefur öryggi heima- haganna til að leita að sínum „Ör- lagakosti" og flnna þann fjársjóð sem honum hefur verið spáð. Þetta tekst honum með þvi að hlýða rödd hjartans og vindsins og Allsherjar- sál Heimsins. Leit Santiagos að Ör- lagakosti sínum og leiðsögn Alkem- istans minnir þannig á aðrar dæmisögur sem eiga vinsældir sín- ar nýöldinni að þakka. Það er eiginlega ekki hægt að kalla Alkemistann skáldsögu. Til þess er hún of hreinræktuð dæmi- Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson saga, boðskapur hennar of einradda og svörin sem hún gefur of einhlít. Ekkert rúm er fyrir tvíræðni, leik eða iróníu í þessari bók, þess vegna er erfitt að taka henni á annan veg en annaðhvort að falla fyrir henni eða hafna henni. Allsherjarsál Heimsins og önnur álíka hugtök verða óneitanlega svo- lítið seig undir tönn þegar maður hrífst ekki með frásögninni, þetta er ekki bók fyrir efasemdarmenn og jarðbundnar sálir. Einhverjum finnst kannski bil- legt að afgreiða Alkemistann sem nýaldarrit, en samt verður ekki hjá því komist að tengja bókina og vin- sældir hennar um víða veröld við þá oft og tíðum yflrborðskenndu sjálfsleit sem henni tengist. Boð- skapur sögunnar er afskaplega skýr og einfaldur, maður á að trúa á sjálfan sig og missa ekki sjónar á markmiðum sínum og draumum þótt þægindi eða stundarhamingja sé i boði. Það sem Alkemistinn hefur um- fram margar sögur af svipuðu tagi er bókmenntalegt yfn-bragð og ljóð- rænn stíll sem í íslenskri gerð ber nokkurn svip af þýðandanum, Thor Vilhjálmssyni. Honum fatast ekki flugið fremur en venjulega. Paulo Coelho Alkemistinn Thor Vilhjálmsson þýddi Mál og menning 1999 Frelsari fæddur? Geðveiki hefur löngum verið rit- höfundum hugleikið yrkisefni. Sem dæmi úr heimsbókmenntunum mætti nefna Makbeð, Raskolnikov og Pál Ólafsson í Englum alheims- ins. Nú hefur Eysteinn Bjömsson sent frá sér skáldsögu sem fjallar um þetta viðkvæma efni. Páll Hösk- uldsson, aðalpersóna bókarinnar í skugga heimsins, er óframfærinn ungur maður sem býr yfir ríkri rétt- lætiskennd. Hann fær einskonar köllun um að hann sé útvalinn til að koma mikilvægum skilaboðum á leiðarenda sem geti skipt sköpum í átökum góðs og ills í heiminum. Þessi köllun leiðir hann í verstu ógöngur. Sagan gerist upp úr 1970 og hefst með því að Páll er rekinn úr skóla á Akureyri fyrir að taka upp hansk- ann fyrir lítilmagnann. Hann flytur til Reykjavíkur og þá fara hjólin að snúast. Undarlegur kunningi hans lætur líflð í mótmælum her- stöðvaandstæðinga og í líkræðunni talar presturinn um hann sem geö- sjúkling. Páll vill rétta hlut hans viö prestinn sem bregst ókvæða við og kærir Pál fyrir meiðyrði. Upp úr þeim viðskiptum hefst krossferð Páls gegn „púkum í prestslíki sem fitna og fitna á kostnað almennings með því að þverbrjóta allt sem Kristur hefur boðað“ (164-5). Hann fer að heyra raddir, tekur upp á því að standa upp í kirkjum og lýsa spillingunni innan prestastéttarinn- ar og vara sóknarbörn við úlfum í sauðargæru. En þrátt fyrir fagran frelsisboðskap og göfugan tilgang er honum allstaðar úthýst enda vill mannkynið ekki láta frelsa sig (72). Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir Það er engin lognmolla í sögunni. Hver stórviðburðurinn rekur annan og finnst manni stundum nóg um. Réttarhöld, nauðgun, fangelsisdvöl, táknrænir draumar og bókmennta- vísanir; öllu þessu ægir saman og meiru til. Ádeila sögunnar beinist að spilltu þjóðfélagi, hræsnurum og svikurum og spurt er stórra spum- inga. Leggja prestar blessun sína yflr skugga heimsins? Svikja þeir og ljúga með guðs orð á vör? Hver er geðveikur, sá sem stendur vörð um sannleikann og réttlætið eða hinn sem lifir í spillingunni og breiðir jafnvel yfir hana? Og skoðun höf- undar er afdráttarlaus eins og hún kemur fram meö orðum Sólrúnar, stúlkunnar sem Páll elskar: „Það þarf mikið hugrekki og staöfestu til að halda fast við sannfæringu sína og vera reiðubúinn að kosta öllu til. Og mér finnst þú ekki vera geðveik- ur. Kannski ertu bara heilbrigðari en við hin“ (214). Sagan er bréf til Sólrúnar, rituð með eins konar leyniletri enda að- eins ætluð þeim tveimur aflestrar eins og hann segir í bókarlok. Hver kafli hefst á tilvitnun í ljóð eftir Stein Steinarr og tengjast þær til- vitnanir efni kaflanna misvel. Ljóðabók Steins var gjöf Sólrúnar til Páls. Persónusköpun ristir ekki djúpt, samtöl sögunnar eru stirð og bókleg og það eru einræður Páls líka. Páll er ekki trúverðugur í sveitamennsku sinni, sjúklegri skarpskyggni og sannleiksleit. Sól- rún er heldur klisjuleg, þæga stelp- an sem brýst undan valdi föður síns. Fangarnir á Hrauninu eru skemmtilegar týpur og hafa allir lýsandi viðumefni. Sveinn, drykk- felldur leikari, er klén persóna sem allt í einu hverfur úr sögunni og prestamir em vitaskuld varmenni. Sagan öll er yfirdrifin, einkenni- lega gömul í hettunni og Páll Hösk- uldsson hittir ekki í mark, hvorki sem heilbrigður mannkynslausnari né geðveikur. Eysteinn Björnsson I skugga heimsins Ormstunga, 1999 41 Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir hjálpina á liðnum árum Starfsfólk Blóðbankans BAINKININ yefou mea hjartanu / FmlSt af |óSatilkaðum. Ekta pelsar á kr. 135 þús, aldamóta/árshátíSadress 11.900, samkvæmisveski, handofin rúmfeppi frá 5.900, handunnin húsgögn, gamaldags klukkur og styttur, samkvæmisveski, dúkar og mottur í úrvali. Sigurstjarnan alla daga tii jóla 10-21, sunnudaga 13-18, ÞoHálcsmessu 10-23 í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. alkar \7 —. > .'v'DV l N; virkir viskíbörnin? i Fæst í öllum betri Auglýsendur, athugið! Smáauglýsingadeild sfmi 550 5000 Opið: Miðvikudaginn 22. desember, kl. 9-22. Fimmtudaginn 23. desember, Þorláksmessu. kl. 9-18. Sunnudaginn 26. desember, kl. 16-22. Lokað: Aðfangadag Jóladag Síðasta blað fyrir jól kemur út fimmtudaginn 23. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út eldsnemma mánudaginn 27. desember. Gleðileg jóli i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.