Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 11 Á trúskiptingatímum Hliöstæöa viö nútímann Að vísu hafði á ýmsu gengið án Rómverja: Dætur Lots tældu pabba gamla upp á sig og Jónasi hugkvæmdist sú lygi varðandi framhjáhald sitt að segja eiginkon- unni að hann hafi lent í hvalnum þegar hann lagðist með hónmni. Önnur lýsandi dæmi mætti nefna sem hliðstæðu við nútímann. Mig grunar að engin íslensk María fæði nýjan Frelsara á trú- skiptingatímum okkar. Það væri þó verðugt viðfangsefni fyrir Sam- fylkinguna. En Jesús yrði þá að fæðast án þess að María hafi orðið ófrisk. Pabbalaust bam er ekkert sérstakt. En það að fæða án þess að kona verði ófrísk gæti ekki einu sinni gerst með breyttum fæðingarerfðafrumum í Banda- ríkjunum. Eru jólin að verða alger lygahátíð? Kannski hafa þau alltaf verið það. Kannski voru tím- amir í landinu sem varð Landið helga með fæðingu Frels- arans svipaðir nú- tímanum. Rómverj- ar hafa þá verið hliðstæða við auð- valdið að leggja und- ir sig frumstæðu, iðnu samfélögin sem höfðu lifað fram að því á kvik- fjárrækt, í hæfilegri sátt við náttúruna, og feðradýrkun ver- ið homsteinn samfé- lagsins. Auglýsingamennska sam- tímans AJlt yrði þetta í ætt við auglýs- ingamennsku samtímans. Núna fer auðvaldið hamforum mót- spymulaust. Vegna þess að vinstri sinnar hafa svikið hugsjón sína, „Pabbalaust barn er ekkert sérstakt. En þaö aö fæöa án þess aö kona veröi ófrísk gæti ekki einu sinni gerst meö breyttum fæöingarerföafrumum í Bandaríkjunum." deytt sig andlega og fæða engan Frelsara. Ekki bara það, heldur keppist hver við annan á þeim fyrrverandi al- heimsbæ að skipta um trú og breiða yfir fortíð sína. Því gerist það venju- lega á trúskiptingatím- um: Trúskiptingurinn fer hamfórum við hlið- ina á fyrrum andstæð- ingi. Hann reynir að hreinþvo sig úr verstu vessunum sem frá hon- um renna. Tákn úr fortíöinni Sigurvegarinn hefur aftur á móti skömm og Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur gaman af trúskiptingnum og nýr veitir hinn sifellt rétttrúaði morg- honum ekkert um nasir. Öðru unblaðsandi trúskiptingnum af- lausn. Hann gerir það með því að taka „snilling- inn“ upp á arma sína en dindlar hans mega fylgja. í lokin eignar valdið sér „snill- inginn“ sam- kvæmt lögmáli sínu. Það gerir nafn hans að glingri, verslun- arvöru í þágu þjóðarinnar, jafn- vel heimsins, og nær. Hann upphefur tákn hans úr einu gildir hvort það er Jesús eða fortíðinni. Oft eru þetta „stór- guð veit hvað. menni á sviði andans“. Þannig Guðbergur Bergsson „Núna fer auðvaldið hamförum mótspyrnulaust. Vegna þess að vinstrí sinnar hafa svikið hugsjón sína, deytt sig andlega og fæða engan Freisara. Ekki bara það, heldur keppist hver við annan á þeim fyrrverandi alheimsbæ að skipta um trú og breiða yfir for- tíð sína. “ Biðlistar heilbrigöis- kerfisins Ég er einn af þessum óheppnu íslendingum sem lent hafa í því að þurfa að fara til læknis vegna þess að liðamót hafa bilað, á hné, og eft- ir langa þrautagöngu frá Heródesi til Pílatusar um heilbrigðiskerfið var mér skipað niður á biðlista vegna þess að ég þarf að fá skipt um lið á þessu tiltekna hné. Óréttlætið í góöærinu Fyrir skömmu átti ég þess kost að koma á framfæri hér í DV mínu áliti á Listanum endalausa, þ.e. biölista sjúklinga eftir bæklunar- aðgerðum. Því miður hafa við- brögð fólks sem hefur hringt í mig ekki verið alveg eins og ég bjóst við. Það var nefnilega ekki aðalat- riðið aö ég vaknaði stundum grát- andi af kvölum, þótt það væri not- aö í fyrirsögn til aö hreyfa við fólki, heldur var ég að vekja at- hygli á því óréttlæti að við þegnar þessa gæfusama þjóðríkis þar sem góðærið ríkir skulum þurfa að sitja aðgerðalausir, sárkvaldir og bíða 6-12 mánuði og jafnvel lengur eftir því að fá nauðsynlega læknis- hjálp á bæklunardeild. Ýmsir hafa reyndar hringt í mig og gefið mér góð ráð við verkjun- um, þökk sé þeim. En mér finnst að þeir mættu lika gjaman láta heyra í sér víðar og láta skoðanir sínar í ljós á þess- ari endalausu bið eftir sjálfsagðri læknishjálp svo að þeir sem völd- in hafa átti sig á að bak við nöfn- in á listunum er lifandi fólk, enn- þá flest, með til- finningar og það krefst réttlætis. Annaðhvort er þetta fólk orðið svo sljótt af sín- um þjáningum að það hefur ekki rænu á að láta til sín heyra eða það þorir það ekki vegna þess að það heldur að það verði kannski látiö bitna á því seinna. Bæði þessi viðhorf hef ég orðið vör við. 6000 manns á biðlista Hvað veldur þessum löngu list- um? Eru það hin háu laun heil- „Hvernigmá það vera að eftir alla þá hagræðingu sem við höfum heyrt sagt frá skuli biðlistarnir ekkert hafa styst heldur jafnvel lengst? Hvað sparaðist við hag- ræðinguna? Eða var kannski meiningin með hagræðingunni að fækka sjúklingunum á þann hátt að loka þá bara úti?“ brigðisstéttanna? Það heyrum við gjarnan frá yfírvöldum. En ég er ekki viss um að fólkið í heilbrigðis- stéttunum sé sam- mála því. Fyrir skömmu kom landlæknir fram I sjónvarpi og þar gaf hann þá yfirlýsingu að 6000 manns biðu eftir alls konar að- gerðum á sjúkra- stofnunum um allt land - 6000 manns! Það var ekki að sjá á honum að honum fyndist þetta slæmt ástand. Hann sagði til dæmis að listamir á bæklunar- deildunum væru að styttast, þar væru ekki nema 1100 manns skráðir núna! Og hann sagði líka að það væri nauðsynlegt að hafa einhverja lista til að geta haft stjórn á starfseminni, að mér skildist. En má ég spyrja, hvemig er þá þeim fyrirtækjum stjórnað sem ekki hafa sárkvalda sjúklinga sem stjórnunartæki? Stjómendum sjúkrastofnana er vissulega mikill vandi á höndum að eyða ekki um efni fram þeim fjármunum sem þjóðin treystir þeim fyrir til að reka stofnanim- ar. Að sjálfsögðu vill þjóðin hafa það alveg á hreinu að allir þeir miklu fjármunir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið gangi fyrst og fremst til þeirra sem þeir eru ætlaðir, þ.e. sjúkling- anna. Auðvitað með tilliti til þess að fólkið sem þjónustar þá hafi sæmileg laun og sjúkrahúsin séu búin öllum þeim bestu tækjum sem völ er á. Hver var mein- ingin meö hag- ræöingunni? Fólk vill líka sjá ár- angur af áralangri hagræðingu á spítöl- unum. Hvernig má það vera að eftir alla þá hagræðingu sem við höfum heyrt sagt frá skuli biðlistamir ekkert hafa styst heldur jafnvel lengst? Hvað sparaðist við hag- ræðinguna? Eða var kannski meiningin með hagræðingunni að fækka sjúklingunum á þann hátt að loka þá bara úti? Ég hef heyrt þau sjónarmið að bæklunarsjúkdómar séu sjaldan lifshættulegir og teljist ekki bráða- tilfelli nema í örfáum tilfellum. En mig langar að spyrja: Hefur ein- hver haldbærar tölur yfir sjálfs- morð á íslandi? Hvað er líklegra til að brjóta niður andlegt þrek fólks en endalausar kvalir og bið sem fólk veit ekkert hvenær endar? Gróa Ormsdóttir Kjallarinn Gróa Ormsdóttir prófarkalesari Með og á móti Keyra útvarpsstöðvar of mikiö á jólalögum í desember? Þaö hefur farið fram hjá fæstum að í desember breytist tónlistar- dagskrá útvarpsstöövanna heil- mikið, jólalögin taka öil völd og er keyrt á þeim með auknum þunga allan mánuöinn. Flestir, ef ekki allir, hafa gaman af að heyra jólalög rétt fyrir jól en sumum finnst þó keyra fram úr hófi of- notkunin. Jólalögin í út- varpinu hluti af jólaundirbún- ingnum „Jólin eru nú aðeins einu sinni á ári og þá tel ég það góða tilbreyt- ingu í amstrið við jólaundirbún- inginn að heyra jólalögin í útvarp- inu. Hjá okkur á stöðvum ís- lenska útvarps- félagsins er það regla að byrja að spila jólalög- in fjrrsta sunnu- daginn í að- ventu og því er haldið áfram jvar Guðmundsson fram yfir jól en tóniistarsijóri. siðan skrúfað nánast fyrir þetta enda þá sjálf- sagt allir búnir að fá nóg. Þaö má kannski segja að spilun jólalag- anna sé nokkuð einhæft efni, enda ekki mikil endurnýjun á þeim bæ, en þetta eru lögin sem fólkið vill heyra og þykir vænt um og reyn- um við eftir megni að vera með nokkra flytjendur í gangi á sama laginu. Það hefur vakið athygli að viö skyldum breyta Stjömunni í Jólastjömuna og spila eingöngu jólalög en þessi stöð hefur vakið góð og mikU viðbrögö. Eldra fólk er hrifið og hefur látið okkur vita og þá eru kaupmenn ekki síður hrifnir, nú geta þeir verið með jólalögin í útvarpinu allan afgreiðslutíma verslunarinnar. Þetta var nú meðal annars gert vegna þess að viö erum að breyta Stjörnunni um þessar mundir og verður hún eftir áramót tónlistar- stöð með áherslu á sjöunda ára- tuginn. Viðbrögðin við Jólastjöm- unni hafa verið mikill bónus fyrir okkur, svo það er ljóst að almenn- ingur vill fá góðan skammt af jóla- lögum í desember.“ Jólageðveikin keyrð upp „Án þess að ég ætli að gefa mig út fyrir að vera einhver jólastelandi Trölli þá verð ég að vera samþykkur því að allt of mikið er spilað af jólalögum í desember. Það er líka allt of snemma byrjað að spila þessi lög sem er nátt- úrlega bara hluti af því að keyra jólageð- Gunnar HJáimare- veikina upp í son, bla&amaóur fólki. Það er ör- og h'Jómpiötugagn- rynandi. væntmg og frekja í mörgum jólalögum, til dæmis 1 „Ég vildi að jólin væru alla daga“. Svo er endumýjunin engin, bara sömu klisjurnar ár eftir ár, en ég geri ráö fyrir því að fólki finnist það jólalegt, enda hvað eru jólin annað en gömul klisja? Ágæt klisja auðvitað. En þegar upp er staðið passa sibylj- andi og síöskrandi jólalögin vel við það sem jólin eru orðin; froðu- fellandi kapphlaup í Kringlunni og allt á síðustu stundu. Jólin eru ekki hátíð ljóss og friðar lengur, heldur hátíð stress og kviðar. En það er mjög auðvelt að slökkva á útvarpstækinu ef það fer í taug- arnar á manni, svo þetta böggar mig ekki neitt. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.