Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 24
|£5J»«>K5 ílftVíSffffl? Jii tH ð o la~é d w Sá3 •&»# FT?> P.-TTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 S3V Össur Kristinsson: Frumkvöðull ársins - ág er frækornið, starfsfólkið skógurinn Össur Kristinsson, stoðtækjafræöingur og stofnandi Össurar hf., var útnefndur frumkvöðull ársins 1999 af DV, Við- skiptablaðinu og Stöð 2. Össur Kristinsson stoö- tœkjafrœöingur, stofnandi Össurar hf, var útnefndur frumkvööull ársins 1999 aö þessu sinni. Þegar hann veitti viöurkenningunni viö- töku úr hendi Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráö- herra lét hann þau ummœli falla aö bak viö hvern frum- kvööul væri hópur starfs- fólks sem deildi heiöri eins og þessum meö honum. Þannig mœtti líkjafrum- kvöölinum viö frœkorn sem yxi og dafnaöi viö réttar aö- stœöur svo úr yrði vöxtuleg- ur skógur. „Það má segja að í þessu tilviki sé ég frækomið en starfsfólkið skógur- inn,“ sagði Össur við þetta tæki- færi. Rekstur Össurar hf. hefur gengið mjög vel það sem af er árinu 1999 og óendurskoðað árshlutauppgjör gerir ráð fyrir að hagnaður af rekstrinum eftir skatta verði 111 milljónir en hagnaður alis ársins þar á undan var 79 milljónir. Hagnaöur næsta árs er áætlaður 130 milljónir. Fjár- hagsstaða félagsins er sterk, hand- bært fé þess er um 1.100 milljónir og salan hefur farið fram úr áætlun á helstu markaössvæðum fyrirtækis- ins, sem em í Bandarikjunum og Evrópu, en nær öll framleiðsla fyr- irtækisins, eða 95%, fer til útflutn- ings. Á árinu var sölu- og dreifmg- arkerfi Össurar hagrætt nokkuð með því að flytja söluskrifstofu í USA til Baltimore og söluskrifstof- an, sem áður var í Lúxemborg, var flutt til íslands. Á árinu vom tvær nýjar vörur settar á markað, annars vegar ný gerð af tengibúnaði og hins vegar hnéhlíf af nýrri gerð. Stærstu tíðindin af rekstri össur- ar á árinu voru að félagið var 11. október skráð á Aöallista Verð- bréfaþings og í hlutafjárútboði sem fram fór í tengslum við það kom glöggt í ljós að íslenskir fjárfestar hafa mjög mikla trú á félaginu því 8.500 aðilar tóku þátt í útboðinu og Verðlaunin veitt í fjórfla sinn Viðskiptablaðið, DV og Stöð 2 hafa veitt Viðskiptaverðlaunin ár- lega frá 1996 þegar Arngrímur Jó- hannsson og Þóra Guðmundsdótt- ir í Atlanta fengu þau en frum- kvöðull ársins var þá valinn Kári Stefánsson.' Árið 1997 var Finn- bogi Jónsson, þá forstjóri Síldar- vinnslunnar, sæmdur Viöskipta- verðlaununum en Skúli Þorvalds- son var frumkvöðull ársins. Sig- urður Gísli Pálmason fékk svo verðlaunin áriö 1998 en þá var rík- isstjóm íslands valin frumkvöðull ársins. keyptu hlutabréf á útborðsgenginu 24. Boðin voru út 20% hlutafjár en áður höfðu 5% verið seld stofnfjár- festum. Miðað við útboðsgengiö er heildarverðmæti fyrirtækisins rúm- lega 4,1 milljarðm- króna. Ársvelta fyrirtækisins er áætluð um 1,3 milljarðar og hefur vaxið úr 179 milljónum árið 1992. Ævintýraleg saga Saga Össurar er ævintýraleg og mörkuð baráttu og einurð og trú á framleiðslu fyrirtækisins. Össur Kristinsson er alinn upp í Laugar- nesinu en ættaður úr Kjós og Ör- lygshöfn. Hann fæddist bæklaður á fæti og hefur notaö gervifót frá bamsaldri. Össur hætti á öðru ári í Mennta- skólanum í Reykjavík og hélt til náms í stoðtækjafræði í Svíþjóð árið 1962. Þar dvaldi hann samtals í átta ár við nám og störf. Þar kynnt- ist hann eiginkonu sinni, Björgu Rafnar, sem nam meinatækni og síðar læknisfræði. Þau eiga tvö börn, Bjama og Lilju, og þrjú bama- böm. Össur stofnaði 1971 samnefnt fyr- irtæki. Fjögur félög fatlaðra voru upphaflega meðeigendur og fyrir- tækið stofnað fyrir hvatningu frá þeim. Þetta voru Sjálfsbjörg, Lands- samband fatlaðra, SÍBS, Styrktarfé- lag lamaðra og fatlaðra og Styrktar- félag vangefinna. Fyrirtækið var fyrst til húsa í Há- túni og helsta verkefni þess hefð- bundin stoðtækjasmíði eftir máli. Þáttaskil urðu 1984 þegar fyrirtækiö flutti sig um set að Hverfisgötu og þá voru félögin keypt út og Össur og fjölskylda hans urðu aðaleigendur. Alltaf að leita Þótt hefðbundin stoðtækjasmíði væri framan af helsta verkefni var Össur stöðugt að leita fyrir sér með nýjar lausnir og það var fyrst um 1980 sem hann kom fram með fyrstu frumgerð hinnar nýju hulsu sem framleiösla fyrirtækisins byggðist lengi á. Þetta varð ákveðin bylting í gerð stoðtækja og hefur farið með miklum hraða víða um heim. Huls- an er úr mjúku efni sem er framleitt í samviimu við bandarískt fyrir- tæki og samsetning þess algert hernaðarleyndarmál. Iðnaðarnjósnir Þetta hefur leitt til þess að erlend- ir keppinautar hafa sýnt fyrirtæk- inu meiri áhuga en hæfilegt þykir. Þegar Össur hf. flutti í nýtt húsnæði við Grjótháls fyrr á árinu varð vart við ljósmyndara sem var óvenju þaulsætinn við að mynda húsið að utan. Þetta reyndist vera fótgöngu- liði frá bandarísku fyrirtæki sem var að reyna að ná myndum inn um gluggana enda lítið um gluggatjöld fyrstu dagana. Þetta er eitt fárra dæma um iðnaðarnjósnir á íslandi sem upp hafa komist. Með gerö Iceross-hulsunnar var brotið blað í gerð stoðtækja og Öss- ur var iðinn við að sækja ráðstefn- ur í heimi stoðtækjanna og kynna þessa nýjung sína en með þeim hætti náði hann til mjög margra lykilmanna á skömmum tíma. Það spillti ekki fyrir að össur var þekkt- ur fyrirlesari á þessum vettvangi fyrir og hefur fyrr og síðar fengið margar viðurkenningar sem slíkur og er í heimi stoðtækjanna áreiöan- lega einn frægasti íslendingur sem uppi hefur verið. Það þurfti að leggja mikið undir þegar framleiðslan á nýju uppfinn- ingunni hófst og um tíma var íbúð- arhús Össurar sjáifs, foreldra hans og fleiri fjölskyldumeðlima lagt að veði. En trúin á hugmyndina brást aldrei og dæmið gekk upp. össur hefur sagt frá því að Jónas Rafnar bankastjóri gegndi lykilhlutverki á þessu erfiða tímabili, skammtaði fjármagn en missti aldrei trúna á fyrirtækið. Stríð og friður í fyrirtækinu hafa menn aldrei hætt að þróa hluti og hugmyndir sem tengjast stoðtækjum. Það sem byrjaði með einni grunnhugmynd og einni tegund af hulsu hefur fætt af sér margþætta framleiðslu. í dag býður össur hf. upp á 400 vöru- númer sem fyrirtækið selur um allan heim gegnum þétt net um- boðsaðila. Össur hf. og framleiðsla þess hefur komið talsvert við sögu í þeim striðsátökum sem sett hafa svip sinn á Evrópu undanfarin ár en fyrirtækið hefur unniö mikið með stríðshijáðu fólki og margir muna eftir sjónvarpsmyndum þar sem einfættur drengur í Júgóslavíu, fómarlamb stríðsins, setti á sig gervifót með hulsu frá Össuri og hljóp mn salinn. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki í þessari grein að leggja fé í þróun og rannsóknir og sú upphæð fer nærri að tvöfaldast hjá Össuri hf. milli ára. Sem dæmi um nauðsyn Össur Kristinsson, og Gunnar Örn Kristjánsson með viðurkenningar sinar. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.