Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 32
Friðrik Þór Friðriksson er nú að leggja síðustu hönd á vinnslu nýjustu kvikmyndar sinnar, Englar alheimsins. Myndin, sem fjallar um ungan mann sem veikist á geði og viðbrögð fjölskyldu og umhverfis við því, verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi. Englar alheimsins, kvik- mynd Friöriks Þórs Friöriks- sonar eftir skáldsögu Einars Más Guömundsonar, veröur frumsýnd 1. janúar nœst- komandi. Sögö er þroska- saga Páls sem þjáist af geö- sjúkdómi og viðbrögðum um- hverfisins viö honum. 1 upphafi kynnast áhorf- endur fjölskyldu hans, œsku- vini og stúlkunni sem hann elskar en síöan er honum fylgt inn á Klepp. Þar koma viö sögu sálufélagar Páls, þeir Óli bítill sem heldur aö hann hafi samiö öll bítlalög- in og sent Bítlunum þau sem hugskeyti, Viktor sem stund- um breytist í Hitler en ber meö sér vissa menntun og fágun og Pétur, herbergisfé- lagi Páls sem fariö hefur yfir um á sýru og trúir því að hann hafi skrifaö doktorsrit- gerö um Schiller í Kína. Ekki períódumynd Handritið skrifaði Einar Már sjálf- ur og segir Friðrik að hann sé trúr sögunni að öðru leyti en þvi að þeir hafi viljað ná fram ákveðnu tíma- leysi. „Ég vildi ekki gera períódu- mynd,“ segir Friðrik. „Þess vegna vildi ég ekki fara mikið út í æsku Páls, þótt ferli sögunnar sé vissulega rakið frá æskuárunum. Ég hef einu sinni áður unnið kvikmynd eftir skáldsögu og í slíkri vinnu reynir maður að finna þessa hárfinu linu milli höfundar og leikstjóra. Það tók töluverðan tíma, en þó ekki eins lang- an og síðast vegna þess að nú bjó ég að reynslunni. Það tók átta ár að vinna handritið að Djöflaeyjunni en ekki nema fjögur ár að skrifa þetta handrit." Hvers vegna tekur þetta svona langan tíma? „Það tekur bara svo langan tíma að komast niður á réttu línuna, en hún fannst og sjálfur er ég ánægður með þessa mynd.“ Var um margar leiðir að velja í handritsgerð? „Það er alltaf hægt að fara margar leiðir þegar unnið er upp úr skáld- sögu. Oft reyna menn að vera trúir bókinni en það er svo margt sem passar í bók en ekki í kvikmynd, þótt hægt sé að nota strúktúr sögunnar." Slegið á fordóma gagnvart geísjúkdómum Um hvað fjallar myndin og frá hvaða sjónarhomi vinnur þú hana? „Hún fjallar um Pál, ungan mann sem veröur veikur, fær geðklofa og það hvemig fjölskyldan og umhverfið bregst við honum.“ J Hvaö varöar sjónarhorniö, þá reyndi ég aö halda fjarlægö frá öliu því sem er læknisfræöilegt, segir leikstjórinn Friörik Þór Friðriksson. Er tekiö á fordómum? „Já, það sem þessi bók hefur kannski áorkað er að hún hefur slegið á fordóma gagnvart geðsjúkdómum. En hún eyddi þeim auðvitað ekki og það er annað að fá krabbamein en geð- sjúkdóm enn þann dag í dag. Það er enn þá litiö svo á geðsjúkdómar séu sjúklingnum eða einhverjum aðstand- endum að kenna á meðan fólk með krabbamein nýtur samúðar. Hvað varðar sjónarhomið, þá reyndi ég að halda fjarlægð frá öllu því sem er læknisfræðilegt. í gamla daga, þegar ég var í menntaskóla, las ég R. Lain og var mjög sammála honum. Hann var anti-klínískur sáifræðingur - og nú em kenningamar hans úreltar og allt j)að - en mér fannst vit í því sem hann sagði. Það brotna ailir niöur einhvem tímann á ævinni. mismikið og misjafiflega lengi og þá er mikil- vægt að sjúklingurinn nái bata í því umhverfi sem hann veikist í.“ Friðrik Þór hefúr áður gert kvik- myndir um fólk sem er utanveltu í samfélaginu. Böm náttúrunnar fjallaöi um ellilifeyrisþega, Skyttumar um smáglæpamann og Djöflaeyjan um braggabúa. Hann segist fremur vilja halda sig við sögur þeirra en að setja sig inn í viðbrögð og úrræði heilbrigð- is- eða félagsmálageirans. „Flestar kvikmyndir sem hafa fjall- að um geðsjúklinga hafa alið á fordóm- um og ranghugmyndum," segir hann. „Við þurfum ekki að líta lengra en á One Flew over the Cuckoo’s Nest, þar sem menn vom beittir raflosti og geng- ust undir lóbótómíu. Ég vildi forðast allt slíkt vegna þess að mér finnst þá verið að taka afstöðu með fagfólkinu. Ég vildi fremur standa með þeim veika og fara minna út í lækningaaðferðir. Þetta vom mínar forsendur en að öðm leyti læt ég Einar um að skrifa hand- ritið." Húmorinn aldrei langt undan Þú talar um tímaleysi myndarinn- ar. Hvað áttu við með því? „Það er tímaleysi sem viðkemur öllu í myndinni, til dæmis sviðsmynd og búningum. Hins vegar nota ég mannvirki eins og ráðhúsið og fleiri byggingar. Það ber ekki að skilja svo að ég sé eitthvað hræddur við tímann en ég vil forðast að fólk geti sagt að þetta hafi verið svona í gamla daga; þetta sé allt öðravísi núna. Ef ég hefði í Djöflaeyjunni fiallað um afmarkað vandamál frá því á braggatímanum, hefði verið hægt að segja að það vandamál heyrði sögunni til. Þess í stað valdi ég að fialla um sammann- lega þætti og geri það aftur núna.“ En núna em geðsjúkdómar mjög - flókið og dramatískt efni. Er myndin . mjög dramatísk? „Nei. Kostur bókarinnar er sá að | hún fiallar um mjög alvarleg mál en húmorinn er aldrei langt undan. Hún er skrifuð af mikilli hlýju vegna þess að Einar þekkir þessi mál af eigin raun. Samt er hann ekkert að velta sér upp úr geðsýkinni. Enda var aldrei meiningin að nudda áhorfend- j um upp úr henni. Ég reyni frekar að finna hinn gullna meðalveg og draga ' út mannlegu þættina, til dæmis vam- arleysi aðstandenda gagnvart þessum sjúkdómi. Svo er það alltaf þessi hárfina lina, að vera normal. Við sjáum bara hvað er normal í dag, þegar við horfum á alla þessa sumarbústaði. Það er svo normal að eiga sumarbústað að fólk sem býr í allri náttúrufegurðinni á Austfiörðum þarf að eiga sumarbú- stað, helst fyrir sunnan." Endurspeglar myndin á einhvem hátt þjóðina eða hennar normalstig? „Það er nú ekki mitt að meta,“ segir Friðrik en bætir síðan við: „Það er lík- lega alveg hægt að greina þessa mynd niður og það er alveg hægt að spegla sig i henni - eða þaö vona ég.“ Þótt handritsvinnan hafi tekið fiög- ur ár hefúr gengiö mjög vel að kvik- mynda, klippa og hljóðsetja. Tökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.