Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 22
22 hljómplötur________ Haukur Heiðar Ingólfsson - Á Ijúfum nótum: Notalegt andrúmsloft Það færist mjög í vöxt að gefnir séu út geisladiskar með dægurmúsík þar sem söngvar- ar eru gjörsamlega sniðgengn- ir. Fyrr á árum var erlendum listamönnum að mestu látið eftir að fullnægja þörfmni fyr- ir instrúmental músik. En nú eru nýir tímar og það á við aö því leyti líka að mikið er litið til lagasmíða sem eru aldnar að árum þótt vissulega megi segja að þær séu sumar sí- grænar og eilífar á sinn hátt. I ár eru til dæmis Kristinn Svavarsson og Þórir Úlfarsson á svipuðum (ljúfum) nótum og Haukur Heiðar á diskinum Romantic Sax og Gunnar Gunnarsson að sumu leyti líka nema hann er einn á ferð án aðstoð- armanna. Gítarleikarinn Edwin Kaaber sendi frá sér svipaðan disk fyrir nokkrum árum og fleiri mætti nefna. Lög Jóns Múla eru greinilega einkar vinsæl til flutnings án þenn- an hátt. Jónas Árnason nefndi kvæðabók sína Til söngs og hefur Ingvi Þór Kormáksson varla grunað að lögin yrðu flutt svona mikið án söngs en Anna Pálína bætir úr því i ár með því að taka fyrir texta Jónasar á sínum diski. - Hér er mætt Stúlkan mín eftir Jón Múla, Bláu augun þín eftir Gunnar Þórðarson, Gálgablús eftir Magnús Eiríksson og Vals moder- ato eftir Magnús Pétursson heitinn. Og þau þáttaskil hafa orðið að lag eftir Bubba Morthens, Það er gott að elska, er komið í hóp lyftu- og dinnerlaga. Slík verða örlög jafnvel hörðustu rokkara eftir því sem árin færast yfir. Reyndar passar lag- ið bara rétt þolanlega í þetta músíkumhverfi. Af erlendum lögum má nefna Suður um höf- in, sem er næstum orðið ís- lenskt eftir ofspiiun hérlendis, gríska lagið Never on Sunday, Alone Again (Naturally) eftir Gilbert O’Suflivan, A Night- ingale Sang in Berkeley Squ- are. Allt í allt fjórtán lög. Flutningur laganna er af- slappaður, geðþekkur og hinn vandaðasti en fremur tilþrifa- litill þrátt fyrir að verki séu hinir færustu spilarar sem auk Hauks eru Alfreð Alfreðsson, Ámi Scheving, Einar V. Schev- ing og Vilhjálmur Guðjónsson. En þannig á það víst vera á svona diski. Lagið Solace eftir Scott Joplin flytur Haukur Heiðar einsamall og fer vel með það. Ekki ætti hann að eiga i vandkvæðum með að gera sólópíanóplötu líkt og áðurnefndur Gunnar. Markmiðið hér er hið sama og á Romantic Sax; að skapa notalegt andrúmsloft við ýmsar að- stæður, svo sem við veisluborð. Nú á tímum má raunar eiga von á svona músík úr óvæntustu áttum, ekki bara úr lyftum og í veitingasöl- um. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 JL>"V Ýmsir - Leggur og Skel: ★★★ Fyrir böm og fullorðna Það svífur gamaldags sveita- rómantík yfír vötnunum á Leggi og skel. Myndir Brians Pilk- ingtons í diskbæk- lingi draga ekki dul á að hér er átt við veröld sem var. Flest lögin eru eftir Magnús Þór Sig- mundsson við ljóð eftir Margréti Jóns- dóttur. Þau eru að mestu ætluð börnum og eru lýsandi fyrir horfna tíð líkt og mörg kvæöin í Vísnabókinni frægu. Heiti söngvanna segja sitt um innihaldið; Lambið mitt, Góð- ir vinir, Snotra, Lítill ferðalang- ur, Bláeyg (um brúðu). Magnúsi Þór er þetta greinilega hugleikið efni enda hefur hann áður sótt á svipuð mið. Lög hans bera all- nokkum keim af íslenskum og írskum þjóðlögum en einnig al- þjóðlegum rokkballöðustíl. Hann hefur fyrir löngu fundið sér sinn farveg í lagasmíðum og fágað formið jafnt og þétt. Ingvi Þór Kormáksson Sem dæmi um virkilega vel heppnaðar lagasmíðar má nefna Vetrarljóð, Bláeyga og Draumadísina. Það er eiginlega bara Blómadansinn sem er frem- ur óvönduð smíð. Það á við um lagið í heild sinni en ekki síst óís- lenskar áherslur á öðru atkvæði í orðunum „blómál- far“ og „vorkvöldi". Þetta er nú eina stóra syndin. Verst að þetta gerist í fyrsta sungna laginu. Áður en að því kem- ur er ágætt upphafs- stef í írskum anda, samið af Rafni Jónssyni. En það flýtur hér fleira meö; Maístjaman, Völuvísa Guðmund- ar Böðvarssonar, Bí, bí og blaka og Sofa urtuböm. Þessi lög og ljóð eru í þessari röð aftast á diskinum og hæfa ekki illa því sem á undan hefur farið. Magnús Þór syngur sjálfur nokkur lög ásamt því að leika á gítar. Aðrir söngvarar eru Stefán Hilmars- son, Hreimur Örn Heimisson, Þórann Magnúsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Tóta litla og Ljósálfarnir. Aðrir sem fram koma eru Birgir Bragason bassa- leikari, Jóhann Hjörleifsson trommari, Martial Nardeau flautuleikari, Dan Cassidy og Simon Kuran fiðluleikarar, Egg- ert Pálsson með slagverk og Sig- urður Halldórsson sem leikur á selló. Bæði böm og fullorðnir ættu að geta notið þessara ágætu söngva. /( < \>/i f<JJt f(tttf/.j jjtrtf JtfttJt tt ttt tt tJt X Jt(/tt JJt ic/Jjtl(/(</</(/ta <t <tnjtt/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.