Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Skil á jólagjöfum geta skapað vandamál: Ekki skilaréttur samkvæmt lögum - mikilvægt að halda kassakvittunum til haga Nú er ekki langt að bíða þar til landsmenn fagna fæðingu frelsar- ans og því ófáir pakkamir sem verða opnaðir af því tilefni. En þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að gefa og þiggja gjafir brennur því miöur við að þiggjendur vilja eða þurfa einhverra hluta vegna að skila einhveijum af gjöfunum. En þá getur málið vandast. Þegar um gjafir er að ræða hefur viðkomandi ekki keypt vöruna sjálfur. Því er varla hægt að ætlast til að kassa- kvittun fylgi hverri gjöf sem er skil- yrði margra verslana fyrir skilum á vörum. Hvemig er þá tekið á slík- um málum? Stórt vandamál „Þetta er eitt stærsta vandamálið hjá okkur eftir jólin. Meginmálið er að samkvæmt lögum er enginn skilaréttur á ógölluðum vörum. Það er einvörðungu skilaréttur í svo- kallaðri fjarsölu og á það t.d. við þegar keyptar em vömr á Netinu og sjónvarpsmarkaði. í Svíþjóð þekkist það að almennt er vikufrest- ur á að skila vörum," segir Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Ef fólk er í vafa hvort viðkom- andi þurfi að skila gjöf þá mælum við eindregið með að fólk semji um það fyrirfram þegar kaup em gerð og að það komi fram á nótu. Því er um að gera að halda kassakvittun- um til haga. Verslunin setur regl- umar og ef hún synjar þeim sem biðja um skilarétt þá bendum við kaupendum á að beina viðskiptum sínum annað. Því er um aö gera að tryggja sig því eins og tryggingafé- lögin segja: Þú tryggir ekki eftir á,“ segir Jóhannes. Skiptið um rafhlöðu Skynsamlegt er að nota jólin sem tilefni til að skipta um raf- hlöður i reykskynjurum heimilis- ins. Dæmin sanna að reyk- skynjarar geta bjargað lífi fjöl- skyldna ef eldur kemur upp, eru ódýrasta líftrygging sem völ er á. Sú trygging verður hins vegar lít- ils virði ef reykskynjarinn virkar ekki vegna þess að rafhlaðan er úr sér gengin. Ekki í kverkina Reykskynari á ekki að vera al- veg í kverkinni mUli lofts og veggjar en þar vill oft myndast loftrúm sem heldur reyk frá. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að hafa vaðiö fyrir neðan sig við kaup á jólagjöfum og athuga skilarétt. DV-mynd E.ÓI. Netið öruggt „Við ábyrgjumst allt sem við selj- um. Ef þú lendir i því að kaupa vöru sem uppfyllir ekki þína kröfu máttu skila henni,“ segir Þór Curt- is hjá netversluninni Hag- kaup@vísir.is. Þór segir öruggara að kaupa inn á Netinu en að fara út í búð. Verslunaraðilinn hafi allar upplýsingar um kaupandann og því sé afar auðvelt að finna allar upplýsingar um viðskiptin. Ekki þurfi að hafa áhyggur af týndum kvittunum og slíku. Öllum bókum skipt Engar breytingar verða á reglum verslana um skil á bókum. Sam- kvæmt upplýsingum frá bóksölum er meginreglan sú að skipta má öll- um bókum séu þær í plastinu. Auk þess að skipta hjá söluaðilum má einnig heimsækja útgefandann. Mikið afsláttarstríð hefur staðið í bóksölunni. Því spyrja margir sig hvort þeir græði peninga komi þeir með bók sem keypt var á sérstöku tilboðsverði, t.d. 2200 krónur, og fái andvirði bókarinnar á viðmiðunar- verði til baka. Því er til að svara að engin leið er að sjá á hvaða verði bæk- urnar voru keyptar nema þær séu merkt- ar sérstaklega með lím- miðum eða slíku og þeim verði ekki náð af nema rífa plastiö. Loks má taka fram að víðast má skila bókum hvenær sem er, skila- tíminn miðast ekki eingöngu við dag- ana mili jóla og nýjárs. -hól/hlh Fyrstu viðbrögð Góð regla er að ræða eldvarnir á heimilinu og hvemig skuli bregðast við, t.d. vera sam- mála um út- gönguleiðir, staðsetningu slökkvi- tækja og að mikilvægt sé að að skríða en ekki ganga ef hiti og reykur er mik- ill. Fyrstu við- brögð við eldsvoða eru einfóld og í þessari röð: Bjargaðu sjálfum þér og öör- um. Hringdu í slökkvilið. Reyndu að slökkva ef hægt er. Lifandi Ijós - lifandi hætta Fátt er notalegra en logandi kertaljós til að lífga upp á umhverf- ið. Margir skreyta híbýli sín með alls kyns kertum og kertaskreyting- um um jólin. Að mörgu er hins veg- ar að hyggja þegar skreytt er með kertum því mörg óhöpp að þeirra völdum verða hérlendis ár hvert. Áætlað er að árlega nemi bruna- tjón af völdum kertaljóss hérlendis um 20-40 milljónum króna. Oftar en ekki eiga slík slys sér stað í jóla- mánuðinum þegar vinir og vanda- menn hittast til að eiga ánægjulega stund saman. Við athugun markaðsdeOdar Lög- gildingarstof- um landið kom í kerta- stjaka er gífurlegt. Því mið- ur er það svo að gæðin eru afar mismunandi og í sumum tilfellum er beinlínis um hættulega vöru að ræða. Þetta á einkum við um kerti og kertastjaka þar sem undirflöturinn getur hitn- að óeðlilega mikið. Enn fremur er mikið um kerti sem eru þannig að lögun að ómögulegt er að þau passi í kertastjaka. Þar með er hættunni í mörgum tilfellum boðið heim. Teljós Teljós sem einnig eru kölluð sprittkerti eða vermikerti eru um margt frábrugðin venjulegum kertum og þurfa sérstakrar að- gæslu við. Vaxið í þeim verður fljótandi stuttu eftir að kveikt er á þeim. Því er ekki ráðlegt að færa kertið úr stað meðan kveikt er á því. Látið teljósin alltaf brenna út af sjálfu sér eða slökkvið á þeim með kerta- slökkvara. Notið aldrei vatn. Gætið þess að hafa teljósið í kerta- stjaka sem þolir háan hita. Sumir stjakar eru með þunnan botn og getur undirlag þeirra þvl sv- iðnað þegar vax teljóssins hitnar. Setjið teljósið aldrei beint á dúk eða borð. Kertaskreytingar Kertaskreytingar eru afar vinsæl- ar á þessum árstíma., Hafið kertaskreyt- ingar ætíð á óeld- fimu undirlagi, t.d. gleri eða málmi. Gætið þess að kertalog- inn nái ekki til skreytingar- innar. Hafið í huga að kerti brenna mis- hratt en oft- ast eru upplýsing- ar um brennslu- tima á umbúð- um kert- anna sem er gagnlegt að lesa. Þar sem festingar fyrir kerti eru misjafnlega öruggar er gott ráð að nota sjáifslökkvandi kerti því þau slökkva á sér sjálf þegar u.þ.b. 5 sm eru eftir af kertinu. Einnig er hægt aö fá svokölluð eldtefjandi efni til að úða yfir skreytingar þannig að minni hætta er á eldsvoða ef kertalogi berst í skreytinguna. Útikerti Útikerti loga flest ein- göngu á kveiknum n þó eru til kerti þar sem allt yfir- boð vaxins logar. Þá getur loginn íáð allt að 50 hæð og slegist til í all- ar áttir. Varist snerta form útikerta með berum höndum. Eldur getur bloss- að upp ef vatn eða snjór slettist á vax kertisins. Æskilegt er að koma kertunum þannig fyr- ir að þau sjáist vel og að ekki sé hætta á að börn og fullorðnir reki sig í þau. Þeir sem klæð- ast víðum fatnaði þurfa að gæta sérstakrar varúð- ar í nánd við slík kerti. Þó að fátt sé notalegra en logandi kertaljós í skammdeginu er því vert að hvetja almenning til sér- stakrar aðgátar og varúðar við með- höndlun á kertiun og kertaskreyt- ingúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.