Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og utgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einkavæðing hugans AUra síðustu ár hefur aukizt þátttaka fólks í margvís- legum aðferðum við að bæta líkama og sál. Fólk stundar námskeið og líkamsrækt af miklum krafti og innbyrðir fæðubótarefni. Auglýsingar og kynningar á þessum svið- um eru góður mælikvarði á umsvif markaðarins. í Háskóla íslands og hjá einkaskólum er mikið fram- boð af námskeiðum. Líkamsræktarstöðvar eru í annarri hverri götu. Undralyf og fæðubótarefni fylla hillur sumra verzlana. Alls staðar er nóg af fólki, sem hefur áhuga á þjónustu og vamingi af tagi sjálfshjálpar. Þörfin fyrir að bæta sig og þörfm fyrir að láta gott af sér leiða hafa löngum farið saman og togazt á í senn. Trú- arbrögð, þekkingarieit, enaurhæfing og síjórnmál markast af þessu tvennu. Stundum er þetta í jafnvægi og stundum er önnur þörfin yfirgnæfandi. Áhrifamiklar meðferðarstofnanir segja fóiki að sýna æðruleysi gagnvart umhverfinu og beita sér að því að lækna sjálft sig. Um leið hvetja þær fólk til að hjálpa öðr- um, sem hafa við sams konar vanda að stríða. Þannig fer innhverfa og úthverfa saman í ótryggu jafnvægi. Allt gengur þetta í sveiflum eftir kynslóðum. Áhugi á að bæta heiminn hefur stundum verið meiri en hann er núna, ekki sízt hjá yngstu kynslóðum fullorðinna, en sjaldan hefur fólk, einkum yngstu kynslóðir fullorðinna, lagt eins mikla áherzlu á eigin sjálfsrækt. Stjórnmálaflokkar endurspegla sveifluna. Áhugi hefur minnkað á hugmyndafræði þeirra og möguleikum til að bæta umheiminn. Fólk gengur ekki mikið í stjórnmála- flokka um þessar mundir, nema þá af persónulegum hag- kvæmnisástæðum og þá í fremur smáum stíl. Sveiflan veldur því, að tiltölulega lítið framboð er af fólki til áhugastarfa í þágu annarra um leið og mikil sókn er í aðferðir við að bæta eigin sál og líkama. Hug- arfar fólks er að einkavæðast um þessar mundir alveg eins og umheimur þess er að einkavæðast. í jólasöfnunum til þeirra, sem miður mega sín, ber heldur minna á framlögum einstaklinga og meira á fram- lögum fyrirtækja, sem eru að bæta ímynd sína. í undir- skriftasöfnunum vilja margir skrifa undir, en tiltölulega fáir gefa sér tíma til að safna undirskriftum sjálfir. Einkavæðing hugans er skiljanleg. Hugsjónir fyrri áratuga hafa flestar orðið siðferðilega gjaldþrota. Heim- urinn er ekki á því að láta bjarga sér og allra sízt er ís- land sem þjóðfélag opið fyrir rökum um, að hitt og þetta megi betur fara. Fólk efast bara og ypptir öxlum. Það stuðlar að einkavæðingu hugans, að hvarvetna ríkir sérfræði. Þjóðfélagið rekur stofnanir, sem sinna þeim, er miður mega sín. Ráðuneytum er meira eða minna stjórnað af fólki, sem hefur aflað sér sérfræðilegr- ar menntunar á ýmsum þjóðfélagssviðum. Ekki er hins vegar gott til lengdar, að allir séu önnum kafnir við að bjarga sjálfum sér, tjárhagslega, félagslega, þekkingarlega, siðferðilega eða andlega, en hafi lítinn tíma til að hjálpa náunganum, fjárhagslega, félagslega, þekkingarlega, siðferðilega eða andlega. Nauðsynlegt er fyrir límið í þjóðfélaginu, að fólk lokist ekki of mikið inni í sínum heimi og sinna nánustu, gefi sér tíma til að taka þátt í umheiminum, en láti ekki atvinnumönnum hann eftir. Skaðlegt er, ef sveiflan í átt til einkavæðingar hugans gengur of langt. Enginn er heill, þótt hann bjargi sjálfum sér. Úthverfa þarf að fylgja innhverfunni. Fólk er aðili að umheimi sínum, hvort sem því líkar betur eða verr. Jónas Kristjánsson „Pess vegna skulum viö fyrst og fremst leita þessa Jesú á jóiunum og heiöra hann, í kirkjunni, húsi hans í heim- inum okkar.“ Jól: Hatið endur- lausnar - en frá hverju og til hvers? að gista 1 gripahúsi úti i hafa. Þar fæddist barn- ið. En einmitt þessi barnsfæðing var upphaf gleði sem engan enda tekur og það er hið dá- samlega við jólin og það sem hrífur mann mest. Mennirnir höfðu fyrir löngu fengið fyrirheit um þetta bam, því það átti að verða hinn lang- þráði friðarhöfðingi, Endurlausnari allra manna, sem átti að safna öllum saman til einingar hvers við ann- an og... við Guð, Skap- ara og Drottin alls, því að þetta barn var Sonur „Hér er um að ræða endurlausn til nýrrar tilveru mannsins, lífs í bandalagi við Guð og meðsystk- inin, í einingu, friði og fögnuði. Tilfínningar okkar beinast því í rétta átt þegar við reynum að skapa þannig andrúmsloft á jói- unum Kjallarinn Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup Við erum víst öll sammála um að jól- in séu ein fegursta og ef til vill lang- fegursta hátíð árs- ins. Allir reyna að halda þau hátíðleg. Og hverjum, sem ekki hefur tæki- færi til þess, finnst hann vera einmana og yfirgefinn. Við höldum jólin að mestu hátíðleg inn- an fíölskyldunnar. Við fáum gott að borða. Við reynum að skapa í hópnum andrúmsloft ein- ingar, friðar og innri gleði, því við teljum að það eigi við á jólunum. En flest okkar vita þó, að það er ekki eina og ekki heldur djúptækasta inntak jólaatburðarins. Upphaf gleði sem engan enda tekur Það sem þá gerð- ist var í fyrstunni raunalegt. Karlmaður var á ferð með konu sína sem komin var að barnsburði. Yfirvöld landsins heimtuðu að þau færu þessa för. Þau fundu engan viðunanlegan gististað og urðu, á miðjum vetri, Guðs. Og nafn hans var Jesús, en það merkir: Guð frelsar. Jólin snúast því um Jesúm og endurlausnina, frá sundurlyndi, frá stríði og eymd, frá hryggð og þján- ingum. Og frá djúptækustu ástæð- unni til alls þessa: frá syndinni. Hér er um að ræða endurlausn til nýrrar tilveru mannsins, lífs í bandalagi við Guð og meðsystkinin, í einingu, friði og fógnuði. Tilfmn- ingar okkar beinast því í rétta átt þegar við reynum að skapa þannig andrúmsloft á jólunum. En það andrúmsloft verður því aðeins varanlegt að það byggist á Jesú, baminu í Betlehem, og að það barn leggi blessun sína yfir það. Þess vegna skulum við fyrst og fremst leita þessa Jesú á jólun- um og heiðra hann, í kirkjunni, húsi hans í heiminum okkar. Fagnaöarár endurlausnar Það skulum við gera á komandi ári með sérstöku þakklæti, því við höldum nú upp á 2000, fæðingar- dag Jesú. Og það getum við haldið áfram að gera allt næsta ár, því þá höldum við hátíðlegt hið mikla fagnaðarár endurlausnar okkar. Það er einkum í landinu okkar sem það getur leitt til nýs og dýpri skilnings á jólaatburðinum, því við minnumst þess samtímis að forfeður okkar játuðust fyrir 1000 árum undir trúna á þennan Jesúm sem Endurlausnara. Megi það leiða okkur til innilegri ein- ingar við Guð, Föður Jesú, við Jesúm sjáifan, við ijölskyldu hans, kirkjuna og með þeim hætti hvers við annnað. Þá veitist okkur frið- ur hans og fógnuður og þá verða alltaf „gleðileg jól“. Jóhannes Gijsen Skoðanir annarra Sjónvarpið læsi dagskránni „I raun skiptir engu máli hvort þeir þættir sem rík- issjónvarpið býr til eru skemmtilegir eða hvort fólki líka þeir yfirleitt. Þeir sem borga afnotagjöldin geta ekki sýnt óánægju sína í verki og hætt að borga af- notagjaldið. Þannig að gagnrýnin á keppinautinn vegna hækkana á áskriftargjaldi þeirra er tómt píp að mínu mati. Ef áskrifendum Stöðvar 2 og Sýnar líkar ekki verðið á þjónustunni eða ef dagskráin stenst ekki kröfur þeirra þá einfaldlega hætta viðkomandi að greiða fyrir hana. Einfaldast væri fyrir RÚV að læsa dagskrá sinni og þá kæmi best í ljós hverjir vildu horfa á RÚV og hverjir ekki.... Einnig má minna á að hér á landi er rekin sjónvarpsrás sem kostar ekk- ert að horfa á.“ Steinþór Jónsson i pistli sínum í Mbl. 22. des. Ónákvæmar hrossasöluskýrslur „Það er ekkert hægt að segja til um það, í hve mikl- um mæli menn hafa sammælst um þetta. Enda bein- ist rannsóknin ekki sérstaklega að þeim þætti. Það má segja að það hafi verið ákveðinn lenska í sam- bandi við hrossamálin hér á landi, að menn hafa ekki verið mjög nákvæmir í skýrslugerð. En ég held að menn geri sér alltaf betur og betur grein fyrir því, menn sem eru í atvinnurekstri af þessu tagi, að hann verður að vera allur uppi á borðinu. Samband milli ríkja er orðið svo náið, ekki síst í Evrópu, þannig að annað gengur ekki upp.“ Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstj. í viðtali við Dag 22. des. Kjarasamningar eða efnahagsslys? „Hörð átök á vinnumarkaði eru vafalítið eitthvert versta slys sem íslenskt efnahagslíf gæti lent í um þessar mundir. Möguleikar atvinnulífsins til þess að koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar eru þó afar takmarkaðir, laun hafa hækkað mjög mikið síð- ustu ár og kostnaður fyrirtækjanna hefur hækkað að sama skapi.... Launþegar mega heldur ekki við hörð- um átökum þrátt fyrir að fulltrúar þeirra tali digur- barkalega. Heimilin hafa aukið skuldir sínar síðustu ár og mega afar illa við því að tekjur skerðist vegna átaka á vinnumarkaði, auk þess sem aukin verðbólga kemur allt eins illa við heimilin eins og fyrirtækin.... Því miður er kröfugerð verkalýðsforystunnar ekki til þess fallin að bjóða upp á átakalausa samninga.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 22. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.