Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 25
33^ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 enn arsms 25 slíks starfs er að þriðjungur tekna félagsins á síðasta ári var tilkom- inn frá vörum sem verið höföu á markaði skemur en tvö ár. I ljósi þess að allir samkeppnisaðilar búa við sama aðgang að hráefni byggist árangur fyrst og fremst á þekkingu og hæfi starfsmanna til að fram- leiða samkeppnishæfar afurðir. I dag er mikið talað um samruna í þessari grein en Jón Sigurðsson, forstjóri ÖssurEir, hefur sagt að ætlun þeirra sé að Össur haldi því forustuhlutverki sem fyrirtækið hefur haft í þessum iðnaði. Reikn- að er með að markaðurinn fyrir stoðtæki stækki um 6-8% árlega á næstu árum og er margt sem hefur áhrif á því sviði. Heildarmarkaður- inn fyrir stoðtæki i heiminum velt- ir um 100 milljörðum króna árlega svo Össur hf. hefur um 1% mark- aðshlutdeild í dag og ættu sóknar- færin þvi að vera næg. En frum- kvöðullinn er ekki lengur í for- stjórastólnum heldur lítur á það sem sitt hlutverk að styðja við bak- ið á því sem hann átti svo ríkan þátt í að skapa. Frjótt og lifandi fólk „Mitt hlutverk í dag er tvíþætt. Ég sit í stjóm almenningshlutafé- lagsins Össurar hf. og er ráðgjafi við þróunardeild sama fyrirtækis, sagði Össur Kristinssson í samtali við DV þegar hann var spurður um breytta starfstilhögun en Össur lét reyndar af daglegri stjóm fyrir- tækisins 1989. „I þróunardeOd starfar mjög margt afar frjótt og lifandi fólk, mér liggur við að segja galdra- menn. Þau kalla stundum í mig ef þau vilja ræða einhvað sérstaklega eða fá álit mitt á því sem þau eru að fást við. Það er mikilvægt að kasta hugmyndum milli manna og ótrúlega skemmtilegt að sjá hvern- ig þær þróast og lifna við. Slík „brainstorm“-vinna er skemmtileg og nauðsynleg." í útboðslýsingu er minnst á hugsanlega samvinnu eða samein- ingu sem geti verið rökrétt skref í náinni framtíð fyrirtækisins. Eru slíkar viðræður í gangi? „Það get ég ekkert sagt um. Þaö eru stjómendur Össurar sem stýra því. Við erum í mjög góðri aöstöðu hér á íslandi sem eina framleiðslu- fyrirtækið i þessari grein sem er á markaði. Við erum einnig rétt staðsett í heiminum að mínu mati því við erum vel tengd bæði Amer- íku og Evrópu en stórir keppinaut- ar okkar á hvorum stað eiga erfitt með að ná fótfestu á báðum mörk- uðum. Þess vegna erum við vel í sveit sett.“ Lárétt stjórnskipulag mikilvægt Fyrirtækið hefur notið mikillar velgengni þó róðurinn hafi ef til vUl veriö erfiður í fyrstu. Hverju þakkar Össur þessa velgengni? „Það er þrotlaus vinna, þolin- mæði og þrjóska sem knýr mann til að endurtaka hlutina aftur og aftur. Maður fær einhveija hug- mynd sem maður hefur trú á að geti gengið en síðan tekur hún ótal breytingum og þróast inn á ný notkunarsvið. Við höfum náð að laða til okkar vel menntað fólk sem er frjótt og óhrætt við að koma fram með hug- myndir sínar og við treystum því. í okkar fyrirtæki er mjög lárétt stjómskipulag. Allir tala við alla og bera virðingu fyrir samstarfs- mönnum sínum. Þetta er mjög mikilvægt og hefur alltaf verið for- gangsatriði hjá okkur.“ Hvaða gildi hefur viðurkenning af þessu tagi fyrir Össur hf.? „Okkur þykir óskaplega vænt um þessa viðurkenningu. Þó ég veiti henni viðtöku þá geri ég það auðvitað fyrir hönd alls fyrirtækis- ins og þess starfsfólks sem þar vinnur. Ég vO sérstaklega þakka Björgu Rafnar, eiginkonu minni, sem hef- ur stutt mig dyggilega gegnum öll árin. Ég vil einnig þakka Jóni Sig- urðssyni, forstjóra Össurar, og Pétri Guðmundarsyni. Þeir hafa stýrt fyrirtækinu gegnum upp- byggingu af festu og öryggi." -PÁÁ Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, fékk Viðskiptaverölaunin 1999. Helsti rökstuðningur nefndarinnar fyrir því að veita Gunnari Emi Krist- jánssyni, forstjóra SÍF, Viðskiptaverð- launin 1999, var á þann veg að árið 1999 hefði verið stórmerkt í sögu SÍF vegna þess að þá var ákveðið að sam- eina SÍF og íslenskar sjávarafurðir í eitt fyrirtæki. Sameining þessara tveggja risa em stærstu tíðindi í ís- lensku viðskiptalifi seinni ár og er táknræn fyrir þær miklu breytingar sem íslenskt atvinnulíf er að ganga í gegnum þessi misseri. Eftir sameininguna sem gengur reyndar ekki formlega í gildi fyrr en 29. desember, verður SÍF stærsta fyr- irtæki á Islandi með áætlaða 53 millj- arða ársveltu. Starfsstöðvar hins sam- einaða fyrirtækis verða í 15 löndum og starfsmenn alls um 1700 en þar af 1570 erlendis. Sumir halda því reyndar fram að þama hafi orðið til stærsta fyrirtæki íslandssögunnar en margar aðferðir em til að reikna slíkt út og ekki allir sammála. „Lífið hefur verið saltfiskur hjá SÍF,“ sagöi Gunnar þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Svo verður áfram en eitthvað fryst og ferskt verð- ur hluti af lífinu líka.“ Erum stærstir í heiminum á okkarsviði En er SÍF stærsta fyrirtæki í heimi á sínu sviði? „Það er allur samanburður afstæð- ur. Ef við berum okkur saman við önnur fyrirtæki sem við keppum við í sölu á sjávarafurðum þá veit ég ekki um neitt sem er stærra en sameinað fyrirtæki okkar. Ef við hins vegar berum okkur saman við suma af þeim sem við erum að semja við, t.d. stórmarkaðakeðjur, þá erum við ekki mjög stórir.“ Á undanfórnum árum hafa verið gerðar miklar breytingar á starfsemi og uppbyggingu SÍF. Það hefur eink- um birst í mikilli uppbyggingu fyrir- tækisins erlendis. EVrirtækið hefur markvisst fjáifest í starfseminni er- lendis bæði með uppbyggingu sölu- skrifstofa og dótturfyrirtækja en einnig með kaupum á erlendum fyrir- tækjum. Er nú svo komið að SÍF telst meðal leiðandi fyrirtækja á sviði salt- fiskssölu í heiminum en SÍF rekur dótturfyrirtæki og söluskrifstofur í átta löndum. Þegar það er haft í huga að fyrirtækið var stofnað 1932 sem sölusamlag sem lengst af hafði einka- leyfi á útflutningi á saltfiski frá Is- landi er þetta undraverð breyting. Gunnar Öm Kristjánsson hefur verið forstjóri SÍF frá þvi í ársbyrjun 1994 og hefur stýrt þvi af festu og ör- yggi gegnum breytingatíma en um líkt leyti og hann settist við stjómvöl- inn, í árslok 1993, var einokun SÍF aflétt og það var því neytt til þess að fóta sig í samkeppni við aðra sem vildu gjaman spreyta sig á útflutn- ingi á saltfiski. Fyrsta stórverkefni Gunnars sem forstjóra SÍF var því að sfjóma breytingum á því úr sölusam- lagi í hlutafélag. Fyrirtækið hefur alltaf skilað hagn- aði undir hans stjóm og síðastliðið ár varð afkoman betri en nokkm sinni fyrr en þá varð 500 milljóna hagnaður af rekstrinum. Endurskoðandinn sem varð forstjóri Gunnar Öm kom nokkur sérstæða leið í forstjórastólinn hjá SÍF því hann haslaði sér völl á vinnumarkaði sem endurskoðandi. Fyrst starfaði Gunnar á Endurskoðunarskrifstofu Þorgeirs Sigurðssonar en strax þegar hann fékk löggildingu sem endur- skoðandi, árið 1984, hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur og stofnaði endurskoðunarskrifstofuna Hagskil sem hann rak allt til þess að hann tók við sem forstjóri SÍF1994. Gunnar átti einnig þátt í því að stofna tölvufyrir- tækið TOK sem hannaði bókhalds- búnað fyrir smærri og stærri fyrir- tæki. TOK varð harla lífseigt því þeg- ar það var sameinað Tæknivali árið 1998 var það elsta starfandi tölvufyrir- tæki landsins. Það var Ragnar Gíslason sem var samstarfsmaður og meðeigandi Gunnars i Hagskilum en Ragnar er rekstrarþróunarstjóri SÍF í dag. Það má segja að leiðir Gunnars hafi legið inn í SÍF þegar hann varð endurskoðandi fyrirtækisins og tók mikinn þátt i undirbúningi að því að breyta því í hlutafélag. Um líkt leyti var Magnús Gunnarsson, þáverandi forstjóri, að hætta og stjómarmenn í SÍF, einkum Sighvatur Bjamason í Eyjum og Karl Njálsson í Garðinum, lögðu hart að Gunnari að taka við, sem hann og gerði. Afskipstjóraættum Gunnar er af þekktum skipstjóra- ættum sem er vel við hæfi hjá manni sem stýrir stóm saltfisksfyrirtæki. Afi hans í fóðurætt var Páll Franz Þorláksson, skipstjóri í Reykjavík, ættaður að vestan en móðurafi hans var Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson sem einnig stýrði skipum nær alla starfsævi sína. Gunnar var á sínum yngri árum þekktur fótboltakappi sem lék með Víkingi allan ferilinn enda alinn upp í Víkingshverfinu. Hann lék með meistaraflokki Víkings til 1981 og var einnig í svokölluðu Faxaflóaúrvali sem var nokkurs konar undirbún- ingsdeild fyrir unglingalandsliðið. Gunnar lék með unglingalandsliðinu í nokkur ár og var fyrirliði þess. Mikill ávinningur Þetta er þvi augljóslega merkisár í sögu þessa aldna félags en hverjir em helstu kostir sameiningar fyrirtækj- anna? „Það em mikil samlegðaráhrif sem birtast með ýmsum hætti. Nýtt sam- einað fyrirtæki mun eiga miklar eign- ir sem nýtast betur en áður. Það verð- ur ákveðinn spamaður í skrifstofu- haldi, upplýsingamálum og ýmsum öðrum þáttum sem em fyrirtækjun- um sameiginleg. Sameinað fyrirtæki á að geta sparað í flutningum, um- búðakaupum, hráefhiskaupum, trygg- ingum og fjármögnun einfaldlega með betri nýtingu. Síðast en ekki síst styrkir þetta markaðsstöðu fyrirtækisins gríðar- lega. Sölunet okkar nýtist mun betur Svona leit Gunnar út áriö 1973 þeg- ar hann var sem ákafastur i fótbolt- anum. og við getum boðið við- skiptavinum okkar mun betri þjónustu og fjöl- breyttara úrval en áður. Svo dæmi sé tekið styrkir þetta mjög stöðu okkar í samningum við stórar verslunarkeöjur sem gjaman vilja skipta við fyrirtæki sem bjóða upp á breitt vömúrval." Nýir vendir sópa betur Samranaferlið var flókin vinna sem tók nokkra mánuði en nú er lokið kostgæfnisathugun (due diligence) og leiðir hún í ljós að hluthafar SÍF munu eignast 71% í hinu nýja félagi en hlut- hafar ÍS 29%. Málinu verður formlega lokið 29. desember þegar hluthafa- fundir beggja félaga greiða atkvæði um hana. ÍS hafði ári fyrr staðið í áþekkum viðræðum við SH sem ekki fékkst nið- urstaða í. Skipti það máli að síðan hafa orðið breyt- ingar á yfirstjóm ÍS? „Það skipti auðvitað máli. ÍS hafði gengið í gegnum miklar breyting- ar og náð að straumlínu- laga reksturinn mikið. Það er ekkert launungar- mál að viðhorf höfðu breyst mikið. Það er eftir að fera í gegnum og end- m-skoða reksturinn hjá nýju fyrirtæki og þeirri vinnu á að vera lokið seinni hluta næsta árs. Þá eiga öll markmið sam- einingarinnar að hafa náðst.“ Blokkamyndun á undanhaldi Markar þessi sameining þáttaskil í þeirri blokkamyndun sem oft hefur verið talin einkenna íslenskt atvinnu- líf? „Ég held reyndar að þessi blokka- myndun sé meira áberandi í fjölmiðl- um en í raunveruleikanum. Þau sjón- armið ryðja sér mjög til rúms að leggja mat á hluti eftir viðskiptaleg- um forsendum og það réði ferðinni í þessu máli. Við gerum það sem við teljum vænlegt frá viðskiptalegu sjónarmiði og kemur hluthöfunum vel. Pólitík eða blokkamyndun kem- ur því ekkert við.“ SÍF hefur þanið talsvert út væng- ina síðustu ár og keypt fyrirtæki hér og þar um heiminn. Verður framhald á því með nýju ári? „Við skoðum hvert tækifæri þegar það býðst og getum lítið sagt um hvenær það verður. Það er mikil geij- un á þessu sviði. Um aflan heim em fyrirtæki að sameinast eða verið er að selja þau. Við hljótum að fara eft- ir því sem er hagstæðast hverju sinni. Ég spái því að á fyrstu árum nýrrar aldar eigum við eftir að sjá mikla uppstokkun í þessum viðskipt- um.“ Er þá sameining við SH ekki líka möguleiki? „Alveg eins og hver annar. Það fyr- irtæki hefur kosið að fara nokkuð aðrar leiðir í sínum markaðsmálum en við og tíminn mun leiða í ljós hvor leiðin er betri." Hvaða þýðingu hefur viðurkenn- ing af þessu tagi fyrir þig og fyrirtæk- ið? „Þetta er í mínum augum viður- kenning á því að við höfum verið að gera rétt. Það skiptast á skin og skúr- ir i þessari atvinnugrein. Við erum með gott starfsfólk sem hefur staðið sig vel og þessi verðlaun staðfesta það.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.