Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 28
sakamál FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Meðal eyjanna í Karíbahafi er Moskítóeyjan, ein sú minnsta á því hafsvæði. Fyrir um þrjátíu árum var hún nær óbyggð vegna hins mikla fjölda moskítóflugna sem hún dregur nafn af. Nú er Moskítóeyjan einn uppáhaldsstaða rika fólksins og gengur gjarnan undir nafninu „leikvöllur milljarðamæringanna". Meðal þeirra sem þar dveljast stundum eru Margrét prinsessa og Mick Jagger. Fort Shandy Fort Shandy, eða Shandy-virki, er glæsilegt einbýlishús sem liggur mitt á milli húsanna sem breska prinsessan og söngvari Rolling Sto- nes halda til í þegar þau heimsækja eyjuna. Það er reist á rústum gam- als virkis og er í eigu fransks kaup- sýslumanns, Jeromes Seydoux. Hann er sjaldan í húsinu og leigir það þá út. í fyrra leigði hann efn- aðri konu frá Strassbourg í Norð- austur-Frakklandi það, Susie Most- berger, fyrir jafnvirði um sex hund- ruð þúsund króna á viku. Hún hafði á sínum tíma verið kjörin fegurðar- drottning í Elsass en var nú á sex- tugsaldri. Susie hafði aldrei gifst en hafði kynnst Moskítóeyjunni á ferð- um með fyrrverandi elskhuga, Henri Dreyfus, iðnjöfri sem var nú látinn. Hafði hún erft dágóða fjár- upphæð eftir hann. Þar að auki hafði hún erft fyrirtæki eftir föður sinn. Það framleiðir ýmiss konar tæki fyrir tannlæknastofur. “Ég hef ráð á að kaupa allt sem mig langar í,“ er sagt að Susie hafl eitt sínn látið sér um munn fara. Og það voru í raun orð að sönnu. En eitt var það sem hún gat ekki keypt. Langlífi. Susie og Vladimir. Lögreglan var kvödd á vettvang og með henni kom fyrrverandi full- trúi hjá Scotland Yard, Ken Ville, en hann sá um öryggismál á eyjunni. Engu stolið Yfirheyrslur hófust þennan morg- un yfir þremur manneskjum, þjón- ustufólki sem bjó í sérhúsi viö Fort Shandy. Það sagðist aðeins hafa heyrt í bílnum sem Susie kom heim í kvöldið áður, um hálf tólf leytið. Að loknum yfirheyrslum yfir þeim þremur og Lou Bach var lögreglan litlu nær. Dýrum skartgripum hafði ekki verið stolið og allhá fjárupp- hæð í reiðufé sem verið hafði í nátt- borösskúffu var enn á sínum stað. Þá var allur fatnaður óhreyfður, sem og dýr niðursuðu- og niðurlagn- ingavara, frönsk gæsalifur og rúss- neskur kavíar. Kampavín hafði heldur ekki verið tekiö. Það vakti og athygli að Susie hafði verið myrt með bréfahnífl. Þótti ljóst að hún hefði gripið til hans til að verja sig með en á end- anum hefði honum verið beitt á hana sjálfa. í fyrstu beindist grunur að tutt- ugu og eins árs gömlum elskuhuga hinnar myrtu, Vladimir, sem var frá Júgóslavíu. Hún hafði kynnst honum í Strassbourg, hrifist af hon- um og hann orðið elskhugi hennar. Hann var sagður liðhlaupi úr júgóslavneska hernum og var talinn hafa haft ofan af fyrir sér í Frakk- landi með því að vera með efnuðum, eldri konum. Var farinn af eyjunni Susie hafði tekið Valdimir með sér til Moskítóeyjunnar. Þar þykir það að sögn ekki tiltökumál þó kon- ur sem komnar eru af léttasta skeiði eigi sér unga elskhuga og því hafði nærvera Valdimirs ekki vakið sér- staka athygli. Það vakti aftur at- hygli lögreglunnar að nokkru áður hafði Susie keypt líftryggingu og skyldi féð, jafnvirði um þrjátiu milljóna króna, renna til elskhug- ans unga ef hún dæi. hún hefði verið í sambandi við fíkniefnasala á eyjunni. Engu að síður var vændiskona, sem seldi þar fíkniefni, handtekin, grunuð um morðið. Hún var þó sið- ar látin laus, þar eð engar sannanir fundust fyrir sekt hennar. Var nú leitað fleiri hugsanlegra ástæða til morðsins. Hvað gerðist? Eftir nokkurn tíma kom fram sú kenning að Susie hefði verið útsend- ari frönsku leyniþjónustunnar og hefði verið myrt af fulltrúum óþekkts ríkis. Ekkert hefur þó rennt stoðum undir að svo hafi verið, svo vitað sé. Og Frakkarnir fjórir sem boðnir voru til kvöldverðarins sem aldrei var borinn fram eru sagðir - hafa hreinan skjöld. Hvað var það þá sem gerðist? Tæknimenn frönsku lögreglunnar komust að þeirri niðurstöðu eftir DNA-rannsóknir að morðinginn og Léttúðug Susie var gefin fyrir skemmtanir og unga menn. Að kvöldi 26. febrú- ar í fyrra sat hún veislu Tatjönu Copeland, milljarðamærings sem hélt þá til á austurhluta eyjunnar. Susie hafði hlakkað til aö sjá Mar- gréti prinsessu og Mick Jagger, sem höfðu bæði verið boðin. En hvorugt þeirra kom. Prinsessan hafði veikst og verið flutt til Bretlands og Jagger hafði farið yfír á aðra eyju til að horfa á krikketleik. Forsætisráðherra eyjaklasans sem Moskítóeyja er hluti af, Sir James MitcheÚ, var einn gestanna og ræddi hann um hríð við Susie. Er á kvöldið leið hafði hún fengið sér allnokkur glös og hafði þá gert tilraun til að dansa magadans. „Franska daman hagar sér venju- lega eins og léttúðug táningsstúlka,“ sagði lafði Alexander, sem er gift forstjóra fyrirtækis á eyjunni sem sér um efnahagsmál hennar. Siðar haföi Susie, að sögn, reynt að leggja snörur sínar fyrir einn herranna í boðinu en án árangurs. Fór snemma heim Um ellefuleytið um kvöldið hélt Susie heim. Vinkona hennar, Lou Bach, ók henni. Susie sagði þá að daginn eftir hefði hún boðið fjórum Frökkum til kvöldverðar. „En ég er kennd, þreytt og nenni varla að taka á móti þeim. Vonandi kemurðu og hjálpar mér að hafa ofan af fyrir þeim.“ Næsta morgun kom þeldökk þjón- ustustúlka með glas af appel- sínusafa til Susie en hann var hún vön að fá sér áður en hún borðaði morgunverð. Þjónustustúlkan heyrði ekkert hljóð úr svefnher- berginu þegar hún bankaði á hurð- ina og ákvað því að ganga inn fyrir. En hún var vart komin inn fyrir þröskuldinn þegar hún heyrðist gefa frá sér hátt óp. Susie lá í blóði sínu á gólfinu við hlið snyrtiborðs sem oltið hafði um koll. Susie Mostberger. Fort Shandy. Þegar ræða átti við Valdimir kom hins vegar í ljós að hann hafði yfir- gefíð eyjuna tiu dögum áður til að hefja nám i hótelfræðum í Sviss. Hann hafði því fjarvistarsönnun sem ekki varð hrakin. Að vísu var ljóst að hann hefði getað ráðið leigu- morðingja en Ken Ville lýsti því yfír að hann teldi það frekar ólíklegt. Leigumorðingi myndi hafa komið með morðvopnið með sér en ekki farið að takast á við fómarlambið og að lokum vegið það með hnífi sem það hefði ætlað að beita gegn honum. Þegar kannaö var hverjir aðrir gætu hagnast fjárhagslega á dauða Susie kom í ljós að eigur hennar áttu að ganga til tveggja kvenna, áttaíu og sex ára gamaÚar móður hennar og systur í Strassbourg. Var vinsæl Susie hafði verið vinsæl meðal marga á eyjunni. Fiskimenn komu stundum til hennar og gáfu henni af feng sínum. Hún þótti ekki snobbuð þrátt fyrir efni sín og átti það til að bjóða fiskimönnum og vinum þeirra til sín. Taldi lögreglan ólíklegt að morðinginn væri úr þeirra hópi. Yfirvöld á eyjunum litu svo á að morðið væri ekki góð kynning fyrir Moskítóeyjuna. Blöð sem hafa fjall- að um málið segja að það sé ein af ástæðunum til þess að þeim hafi gengið frekar illa að afla sér upplýs- inga um rannsóknina. Önnur ástæða sé sú að yfirvöldunum sé ekki um það gefið að segja of náið frá því ljúfa lífi sem ríka fólkiö þar lifi. Susie Mostberger var franskur rikisborgari og því komu fulltrúar frönsku lögreglunnar til eyjunnar. Það leiddi aftur til yfirheyrsla yfir ríku og þekktu fólki og í því sam- bandi kom upp sú spurning hvort Susie hefði neytt fíkniefna. En ekk- ert kom fram sem benti til þess að hin myrta hefðu bæði skilið eftir á bréfahnífnum húðraka og blóð sem hefðu að geyma erfðaefni þeirra. Reyndar er það niðurstaða tækni- deÚdarmannanna að verið geti að þrjár persónur hafi komið inn í svefnherbergi Susie. Hún hafi skynjað hættu, viljað verja sig en verið yfirbuguð og myrt. Tekin hafa verið DNA-sýni úr hundruðum manna á Moskitóeyju en engin þeirra hafa komið heim og saman við þau sem fundust á hnífn- um. Sú skýring sem mest hefur veriö haldið á lofti er sú að innbrotsþjóf- ar hafi verið á ferð. Það þykir þó draga verulega úr líkunum á þvi að svo hafi verið að engu var stolið, hvorki dýrum skartgripum, reiðufé né öðru. Úupplýst Morð Susie Mostberger er því enn óupplýst. Meðan svo er ganga tvær eða þrjár persónur, sem taldar eru bera ábyrgð á því, lausar. En hverjar gætu það'verið? Samkvæmt kenningum þeirra sem fara með rannsókn mála af þessu tagi er fyrst kannað hverjir hagnast geti á glæpnum. í þessu til- viki var um þrjár persónur að ræða. Tvær þeirra, móðir hinnar myrtu og systir, eru hafnar yfir allan grun. Þá er ástmaðurinn Valdimir einn eftir en hann var handan Atlants- hafsins þegar morðið var framiö. En átti hann sér vitorðsmenn? Þvi er ósvarað. Ýmsir telja að morðið verði aldrei upplýst. Parísarblaðið Le Figaro segir að það sé eins og yfirvöld vilji ekki að niðurstaða fáist og af þeim ummælum má ef til vill ráða að morðið tengist einhverju í lífi efna- fólksins sem heimsækir eyjuna, ein- hverju sem best sé að komist ekki í hámæli. Morð á Moskítóeyiu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.