Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 .*» iíiynabðsiá Myndbanda Notting Hill Ástin sigrar að lokum n6Mjcu» ibOomów iBtftUlB , , , Strákur hittir stelpu. Þau kynnst og verða ástfangin. Eitthvað ger- ist sem aðskilur þau og svo lítur út sem þau muni ekki ná saman. Annað þeirra (oftast strákurinn) áttar sig á því að ekkert er mikilvægara en ástin og gerir eitthvað tilkomumikið sem vinnur aftur ástir hins aðilans, þannig að ástin sigrar að lokum. Þannig hljómar grunnsöguþráðurinn í flest- um rómantískum gamanmyndum, sem gjaman líða fyrir að vera klisjukennd- ar og fyrirsjáanlegar, og einnig (sérstaklega bandarískar myndir) fyrir að tæma grínið i fyrri hlutanum og vera svo drekkhlaðnar væmni í seinni hlut- anum. Notting Hill nær að sigla nokkuð skemmtilega fram hjá flestum af þess- um skeijum. Rómantík og gamansemi fær að njóta sín jafnt og þétt alla mynd- ina, og þótt grunnsöguþráðurinn haldi sér þá er fiktað nægilega mikið við hann til að ástarsagan fái að njóta sín og verði ekki leiðinleg. Myndin er ekki beinlínis frumleg, en sinnir vel afþreyingarhlutverki sínu. Julia Roberts og Hugh Grant eru í gamalkunnum rullum sem þau kunna út í gegn, en stjama myndarinnar og sá sem sinnir grínhlutverkinu mest er hinn óborganlegi Rhys Ifans í hlutverki velska furðufúglsins. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Roger Michell. Aöalhlutverk: Julia Roberts, Hugh Grant og Rhys Ifans. Bresk, 1999. Lengd: 123 mín. Öllum leyfð. -PJ Entrapment Missir marks ÁiiaaÉÉÉar a 'vm f jr ^ P' ^ 1 , Gin (Catherine Zeta-Jones) er starfsmaður trygg- ingafyrirtækis sem rannsakar stuld á listaverkum. Um er að ræða einkar útsmoginn þjóf sem sigrast á full- komnustu þjófavömum. Sá sem helst liggur undir grun er einfarinn Mac (Sean Connery) og ákveða Gin og fé- lagar að leggja fyrir hann snöm. Gin á að ræna með honum grímu nokkurri og koma síðan upp um hann en margt fer öðravísi en ætlað er. Entrapment er vita vonlaus allt frá upphafi. Sjáifs- meðvitund Hollywood-hasarmynda sem ég hef lofsamað að undanfómu rís hér hæst/lægst í einfeldningslegri tilvísun til persónunnar Murtaugh úr Lethal Weapon myndunum („of gamall fyrir þetta ragl“). Frásögnin öll er með ein- dæmum klaufalega framsett og persónusköpunin nær ekki nokkurri átt. Róm- antískir tilburðir á milli aðalpersónanna eru svo ósannfærandi að þegar öld- ungurinn Connery glápir á Zetu-Jones skriða eftir gólfum í níðþrönga dress- inu sínu kemur sifjaspell frekar upp í hugann en rómantískar ástir. Og þessi árátta að skella saman gráhærðum gamalmennum og nýjustu kynbombunum er hreinlega að ganga út í öfgar, þótt kaupin kunni að gerast þannig í Hollywood. En hvað með hasarinn, margt má nú fyrirgefa ef hann er í lagi. Aðstandendum myndarinnar tekst aftur á móti að gera jafnvel hann langdreg- inn. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jon Amiel. Aðalhlutverk: Sean Connery, Catherine Zeta-Jo- nes og Ving Rhames. Bandarísk, 1999. Lengd: 113 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Tea with Mussolini í, Enskt snobb og rtalskur fasismi ★★ Myndin segir frá nokkrum enskum konum í Flórens á Ítalíu á fjórða og fimmta áratugnum. Mussolini og fasistaflokkur hans era við völd og kon- uraar gera sér ekki grein fyrir blikum á lofti. Þær verða því innlyksa á ítaliu þegar stríðið brýst út og eyða striðsárunum í varðhaldi á hóteli sem bandarísk kunningjakona þeirra borgar fyrir þrátt fyrir að vera fyrirlitin af sumum þeirra. Allt er þetta byggt á sannri sögu og að miklu leyti stuðst við frásögn ítalsks manns sem var hálfpartinn tekinn í fóstur af þessum konum á bamsaldri. Einhvem vegmn hefur maður á tiifmningunni að minningar þessa manns séu svolítið sótthreinsaðar. Allt er þetta voða nærgætið og góðlátlegt og þær meginpersónur sem haga sér á gagnrýniverðan hátt fá allar uppreisn æra að lokum. Persónusköpunin er einum of rósrauð til að hægt sé að taka hana al- varlega. Boðskapurinn (umburðarlyndi, hjálpfysi, o.s.frv.) ristir ekki djúpt en það má hafa nokkurt gaman af samskiptum missnobbaðra enskra kvenna við alþýðlegar bandarískar konur og ítalska fasista. Svo er ekki verra að hafa slatta af ágætum leikkonum í stykkinu. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Aðalhlutverk: Cher, Judi Dench, Joan Plowright, Maggie Smith, Lily Tomlin, Baird Wallace og Charlie Lucas. ítölsk, 1999. Lengd: 116 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Merry Christmas Mr. Lawrence Jól í fangabúðum ,Lawrence (Tom Conti), sem hinn sérstæði tit- ^ ’ ill myndarinnar óskar gleðilegra jóla, er milli- göngumaður vestrænna fanga og stjómenda japanskra fangabúða. Með nokkrum klókindum tekst honum að gera sem best úr mjög svo eríiðum aðstæðum. Yflrmaður búð- anna Yonoi (Ryuichi Sakamoto) er þó orðinn langþreytt- ur á (andlegri) mótspymu fanganna. Þegar hinn dularfulli Jack CeUiers (Dav- id Bowie) bætist i hóp þeirra sýður endanlega upp úr. Áhugamenn um stríðs- myndir hafa aldeUis haft úr nógu að moða þessa mánuðina. Ekki er nóg með að Saving Private Ryan og Thin Red Line hafl att kappi á myndbandaleigun- um nýverið heldur hafa sígUdar stríðsmyndir verið endurútgeftiar og nú bæt- ist Merry Christmas Mr. Lawrence í hóp þeirra - þótt hún tilheyri nánar tU- tekið undirgrein fangabúðamynda. Atburðarásin er þó ekki bundin við búð- imar og vindur henni áfram víða bæði í tima og rúmi. Sumum áhorfendum kann að finnast slUuir frásagnarmáti tU trafala en sjálfum þykir mér hann lukkast vel í alla staði. Og raunar mætti segja að myndin rísi hæst í áhrifa- mUdum endurminningum CeUiers sem Bowie túlkar listavel. Aðrir leikarar stahda sig ekki síður og ekki hægt að segja annað en samvinna hinna ólíku menningarkima er koma að gerð myndarinnar sé vel heppnuð. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nagisa Oshima. Aðalhlutverk: Tom Conti, Dawid Bowie og Ryuichi Sakamoto. Nýsjálensk/japönsk/bresk, 1983. Lengd: 124 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Sean Connery: Tvígengill njósnar- ans James Bonds ákvörðun að velja hann, eftir aðeins eitt viötal, í hlutverk njósnara hennar hátignar - James Bond. Stjarna var fædd. Bond og aftur Bond Myndirnar From Russia with Love (1963), Goldfinger (1964), ThunderbáU (1965) og You only Live Twice (1967) gerðu Bond að vinsælustu hetju hvíta tjaldsins og Conn- ery að vinsælustu stjömunni. En það eru gömul sannindi og ný að stjörnur og leikarar þurfa ekki að vera sama fyrir- bærið. Aðrar myndir Conn- erys vöktu takmarkaðan áhuga áhorfenda og við það var kappinn ekki sáttur. Hann var fastur í hlutverki njósnarans og ákvað að kljúfa sig frá honum. Hann sam- þykkti engu að síður að leika í Diamonds Are Forever (1971) fyrir metgreiðslu, auk þess sem hann lék kappann hinsta sinni í Never Say Never Aga- in (1983). í takt við titil þeirrar myndar binda þó enn margir Bond- aðdáendur vonir við að hann endur- taki leikinn. Staoio Vin sældir Conn erys hafa litið Ungur og myndarlegur James Bond. dvínað áratugina þrjá eftir helstu Bond-myndirnar. Engu að síður eru margar myndir hans (sem hafa al- mennt notið mjög misjafnra vin- sælda) lítt eftirminnilegar og eiga sumir lesendur eflaust erfltt með rifja þær eldri upp. Meðal þeirra þekktari eru Murder on the Orient Express (1974), The Man Who Would Be King (1975), Outland (1981), The Name of the Rose (1986) og The Un- touchables (1987) en fyrir hana hlaut hann óskars-verðlaun fyrir bestan leik i aukahlutverki. 1 fram- haldi fylgdu endumýjaðar vinsæld- ir með myndum sem Indiana Jones and the Last Crusade (1989) og Hunt for Red October (1991) en heldur hef- ur sigið á ógæfuhliðina á 10. ára- tugnum og myndir sem The Aven- gers (1998) og Entrapment (1999) eru best gleymdar. Gullna spurningin er auðvitað hvort hann hefði ekki betur haldið tryggð við njósnarann því að hann losnaði hvort eð er aldrei undan álögum hans. -Bjöm Æ. Norðfjörð Sean Connery er áberandi í fjölmiðl- um um þessar mundir. Ekki er nóg með að nýjasta mynd hans, Entrap- ment, sé að skila sér á myndbandaleig- umar heldur era Bretar farnir að deila um það eina ferðina enn hvort beri að aðla hann eður ei. Eflaust hefðu þeir gert það fyrir lifandi löngu ef skoska stjarnan væri ekki jafnákafur baráttu- maður fyrir sjálfstæði Skotlands og raun ber vitni. Það tattúar ekki hver sem er „Scotland Forever" á handlegg- inn á sér. Það er vissulega löngu kom- inn tími til að rifja upp feril þessa merkismanns og hvar byrjurn við ann- ars staðar en í Skotlandi. Sean Connery í hlutverki sínu í The Rock. Upphafsár Thomas (Sean) Connery fæddist í Edinborg 25. ágúst árið 1930. Ekki bjó hann við allsnægtir fyrstu árin en faðir hans var vörubílstjóri og móðirin skúringarkona. Aðeins níu ára gamall byrjaði piltur að sendast með mjólkurflöskur i von um að létta undir með foreldrum sínum. Þrettán ára yflrgaf hann skólann fyrir fullt og allt og reyndi fyrir sér í ýmsum störfum en tveimur árum síðar gekk hann í breska sjóherinn. Ekki minnkaði starfsfjölbreytnin að því ævintýri loknu þar sem hann gerðist m.a. múrhleðslumaður, líf- vörður og líkkistupússari. Fritím- ann notaði hann til likamsræktar og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að sitja fyrir í myndlistartím- um og við ljósmyndun sundfatnað- ar. Árið 1950 var hann síðan fulltrúi Skotlands i keppninni Hr. Alheimur og gerði sér lítið fyrir og náði þriðja sæti. Leikferill hans hófst þó ekki fyrr en árið 1951 er hann fékk lítiö hlut- verk í uppsetningu á South Pacific í London. Önnur sviðshlutverk fylgdu i kjölfarið en upp úr 1954 fór hann að fikra sig i átt að sjónvarpi og kvikmyndum. Óhætt er að segja að ekkert útlit hafi verið fyrir að ferill hans væri á uppleið þegar framleiðandi myndarinnar Dr. No (1962), Harry Saltzman, tók þá Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKIIR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. I NÝ 1 10 things 1 hate about you SAMMyndbönd Caman 2 1 3 Matrix Wamer Myndir Spenna 3 2 3 EíTv CIC Myndbönd Gaman 4 3 4 Crael intentions SJufan Speraia 5 7 2 The thirteenth fioor Skrfan Spenna 6 4 5 Traecríme Wamer Myndir Sperau 7 NÝ 1 In dreams CIC Myndbönd Sperma 8 6 « Forces of nature CIC Myndbönd Ganun 9 NÝ 1 Simply irresistible Skrfan Gaman lð 5 5 Resurrectkm Myndform Spenu 11 8 9 Arfinton raod j Háskólabíó Spenu 12 12 5 Happiness Skrfan Drama 13 9 5 Plunkett & MacLeane Háskólabió Spenu 14 13 7 Whoaml Skrfan Spenu 15 NÝ 1 Svartur köttur, hvrtur köttur Háskólabió Gaman 16 lð 6 Life i$ beautiful Skrfan Gaman 17 11 8 Civil action CIC Myndbönd Sperau 18 16 4 Perdita Durango Háskólabíó Spenu 19 NÝ 1 Sex, the Annabel Chong story SAMMyndbönd Drama 20 15 2 Just the ticket Bergvik Caman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.