Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 33
JLÞ’SF FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
fréttir 33
Mér fmnst gott að fara svangur úr
bíó; ekki pakksaddur. Þetta er eins og
með kúrekamyndimar í gamla daga
þegar maður bað Guð að láta þær
aldrei enda. Svo enduðu þær og maður
var enn þá svangur þótt búið væri að
leysa allar flækjur myndarinnar. Það
var bara svo gaman í bíó.“
Þú segist sjáifúr vera ánægður með
myndina.
„Já, þetta var einstaklega ljúf mynd
að vinna. Ég held að ég hafi aldrei haft
betri sam-
starfsmenn og
leikararnir
stóðu sig upp á
tíu. Það var
mjög góður
andi í settinu
og ég man ekki
eftir neinu al-
varlegu vanda-
máli. Venju-
lega koma upp
tuttugu vanda-
mál á dag þeg-
ar verið er að
gera kvik-
mynd. Það var
eitthvert
lukkudýr yfir
okkur.“
Með hlut-
verk Páls í
myndinni fer
Ingvar Sigurðs-
son. Félaga
hans á geð-
deildinni leika
þeir Baltasar
Kormákur,
Hilmir Snær
Guðnason og
Bjöm Jörund-
ur. Foreldra
Páls leika þau
Margrét Helga
Jóhannsdóttir
og Theódór Júl-
iusson en önn-
ur hlutverk em
í höndum Þórs
Tulinius, Pét-
urs Éinarsson-
ar, Egils Ólafs-
sonar, Jóns
Karls Helga-
sonar, Friðriks
Steins Friðriks-
sonar, Söm
Margrétar
Mikaelsdóttur
og Halldóru
Geirharðsdótt-
ur. -sús
hófúst í ágúst síðastliðnum og var
þeim lokið í september.
„Þetta er allt að verða svo auðvelt
eftir að farið var að nota tölvur við
klippingu og hljóðsetningu. Það skiptir
líka máli að vita hvað maður vill. Það
er hægt að lenda í því að taka heil
ósköp af efni og það er sérstaklega al-
gengt að ungir kvikmyndaleikstjórar
geri það vegna þess að þá geta þeir
bjargað sér út úr ýmsum vandamálum.
Hvað þessa mynd varðar þá var
meðgangan löng en þegar hún kom var
hún kristalstær og þá er auðvelt að
vinna hana.“
Englar alheimsins er unnin í sam-
vinnu við Þýskaland, Danmörku og
Noreg og þegar er búið að kaupa hana
til Svíþjóðar og Finnlands. Dreifing er
í höndum sama fyrirtækis og dreifði
Geitabúskapur á Islandi:
Kasmírull og geitaostur
- geitur óþekkari og sjálfstæðari en kindurnar
DV. Suðutiandi:
íþróttaálfurinn sjálfur.
Börnin á Egilsstöðum skemmtu sér konunglega þegar íþróttaálfurinn birtist.
íþróttaálfur í heimsókn
Stóra stundin í 20 ára afmælishá- sem átti athygli barnanna óskipta.
tíð leikskólans á Egilsstöðum á dög- Myndirnar eru frá fjörugri sam-
unum var uppákoma íþróttaálfsins komu. DV-myndir Skúli Magnússon
dönsku mynd-
inni Festen
sem sýnd var
hér á kvik-
myndahátíð
fyrr á árinu.
En er þetta
löng mynd?
„Nei, hún er
um 95 mínút-
ur. Það hefur
verið tíska á
seinustu árum
að vera með
langar myndir,
svona tveggja
og hálfs tíma
langar en ég er
ekki hrifinn af því. Allar myndir
Woodys Allens eru 82 mínútur og það
finnst mér gott.“
Einstaklega Ijúf mynd að
vinna
Geitabúskapur hefur verið frekar
á uppleið hér á landi á undanförn-
um árum eftir nokkra lægð í grein-
inni. Enginn stórbúskapur er þó í
geitaræktinni, heldur eru menn yf-
irleitt með nokkrar geitur með öðr-
um skepnum. DV heimsótti Hinrik
Ó. Guðmundsson, formann félags
geitabænda, sem býr á Bóli í Bisk-
upstungum. Hinrik er með 17 geit-
ur, 9 gemlinga og 8 eldri dýr. Hirða
geitanna og umgengni við þær er
svipuð og við sauðfénað. Þær eru
fóðraðar á sama fóðrinu. Yfir sum-
artímann eru þær á túninu í kring-
um húsin á Bóli en þær koma yfir-
leitt inn á nóttunni. Hinrik segir að
geiturnar séu heldur óþekkari í um-
gengni.
„Ef þær fara að verða óþekkar þá
getur verið vont að eiga við þær,
þær eru mun sjálfstæðari en kind-
urnar." Geitabændur eru milli 40 og
50 á landinu. Stofninn er um 400
dýr. „Það voru um 200 geitur fyrir
nokkrum árum, síðan hefur þetta
verið heldur upp á við,“ sagði Hin-
rik.
Afurðir geitanna eru mjólkin,
kjötið og ullin sem er notuð til
bandframleiðslu. „Það er vel hægt
að mjólka geiturnar, afurðirnar eru
úrvalsgóðar, þetta hefur verið gert
hér á landi. Mjólkursamlagið í Búð-
ardal prófaði að búa til geitaost fyr-
ir nokkrum árum, þeir blönduðu
saman geita- og kúamjólk, það lík-
aði mjög vel. Enn er verið að spyrja
eftir honum, tveimur árum eftir að
framleiðslunni var hætt.“
Geitaostur og kasmírull
Hinrik segir að það hafi helst ver-
ið geitabændunum sjáifum að
kenna að framleiðslu geitaostsins
var hætt. „Við erum ekki nógu dug-
legir að mjólka þær, það er líka heil-
mikil vinna. Fyrir nokkrum árum
voru keyptar mjaltavélar fyrir kind-
ur, það var prófað að mjólka með
þeim geitur, það tókst þokkalega en
það er heilmikil vinna. Það væri
nauðsynlegt að fólk prófaði þetta
aftur því að ekkert mál er að koma
afurðunum i samlagið þó að langt sé
að koma mjólkinni því það má
geyma hana í frysti i 5-6 vikur án
þess að það skemmi hana,“ sagði
Hinrik.
Hárin af geitunum eru afar verð-
mæt og sjaldgæf. „Þetta er svoköll-
uð kasmírull sem af þeim kemur,
það er heilmikil vinna að ná hárun-
um heilum af þeim. Það verður að
greiða þau af því þau skemmast ef
þau eru klippt. En tilraunir með
það hafa enn ekki verið gerðar hér
á landi,“ sagði Hinrik.
Fitulaust geitakjöt
Geitakjöt hefur aðeins sést á
markaði hér á landi. KÁ á Selfossi
Hinrik Ó. Guömundsson í geitahúsinu meö geiturnar sínar.
DV-mynd Njöröur
hefur verið með það öðru hvoru i
kjötborði sínu en SS hefur séð um
að slátra fyrir geitabændur. Þeir sjá
síðan sjálfir um að koma því á
markaðinn. „Geitakjötið er alls ekki
vont. Ég hef alltaf sagt að kjötið sé
alger hátíð því að ekki er vottur af
fitu í því. Það er heldur þurrara og
grófara en kindakjöt en alveg úr-
valskjöt,“ segir Hinrik.
íslenski geitastofninn er sérstak-
ur stofn líkt og íslenska sauðféð. Þó
má segja að íslenski stofninn skipt-
ist í tvo meginstofna, þær sem al-
gengastar eru út um land og siðan
svokallaðan Þerneyjarstofn sem er
mun sjaldgæfari. Einkenni þeirra er
að sögn Hinriks að þær eru kollótt-
ar og golsuflekkóttar. Hann er með
nokkur dýr af þeim stofni.
„Þær eru greinilega talsvert öðru-
vísi dýr, þær eru til dæmis þreknari
og stærri. Vandamálið hjá okkur
með að viðhalda þessum sérstaka
stofni og breiða hann út er aðallega
það, að um geitur gilda sömu varn-
arlínur og um sauðféð, þannig að út-
breiðsla stofnsins er erfið,“ sagði
Hinrik. Hann segir að það starf sem
fer fram við að reyna að viðhalda
þessum sérstaka stofni sé kostnað-
arsamt og allur stuðningur við það
sé mjög vel þeginn. Hægt sé að hafa
samband við Bændasamtökin vegna
þess og félag geitabænda. -NH