Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 59 Til hamingju með afmælið 24. desember 90 ára Karlotta Jóhannsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 85 ára Serina Stefánsdóttir, Nesgötu 20, Neskaupstað. 75 ára Sólveig Guðlaugsdóttir, Álftamýri 28, Reykjavík. Þráinn Arinbjamarson, Hjallaseli 49, Reykjavík. 60 ára Böðvar Ingimundarson, Lyngholti, Laugarvatni. Hanna Kristín Stefánsdóttir, Hvassaleiti 83, Reykjavík. Ingólfur Sigurmundsson, Vestmannabraut 25, Vestmannaeyjum. Sigurður Hansen, Kringlumýri, Varmahlíð. 50 ára María Huynh, Rekagranda 7, Reykjavík. Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir, Víðimel 45, Reykjavík. Þórir Kjartansson, Smyrlahrauni 38, Hafnarfírði. Öm Sveinbjömsson, Staðarhvammi 11, Hafnarfirði. 40 ára Gunnar Sigurðsson, Sléttahrauni 20, Hafnarfirði. Jóhanna K. Alexandersdóttir, Háseylu 38, Njarðvík. Jón Ingi Benediktsson, Breiðuvík 31, Reykjavík. Lilja Sesselja Ólafsdóttir, Kveldúlfsgötu 28, Borgamesi. Logi Hlöðversson, Strandgötu 41, Eskifirði. Valur Guðmimdur Valsson, Fífuseli 9, Reykjavík. --------7777773 Smáauglýsinga deild DV er opin: • vírka daga kl. 9-22N •laugardaga kl.9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga erfyrir kl. 22 kvölaið fyrir birfingu, Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á fösfudag. aWmilli/i/^ Smáauglýsingar rii^ 550 5000 Guðrún Björnsdóttir hundrað ára í. Guörún Bjömsdóttir, fyrrv. hús- freyja á Bjamarhól, (nú Svarfaðar- braut 17) á Dalvík, til heimilis að dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, verður hundrað ára á aðfangadag. Starfsferill Guðrún fæddist á Hofsá í Svarfað- ardal en flutti á öðru árinu með for- eldrum sínum í Bakkagerði í Svarf- aðardal. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu þá í Skagafjörð þar sem þau bjuggu m.a. í Kolbeinsdal og í Hjaltadal. Guðrún var i farskóla á Hólum í Hjaltadal. Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt, ásamt systur sinni, Jó- hönnu. Guðrún var i vist í Reykja- vík um skeið og sótti jafnframt einkatíma í dönsku. Þá starfaði hún i Reykjavík á saumastofu einn vet- ur. Guðrún flutti aftur norður um 1930 og hóf þá búskap með manni sínum. Þau bjuggu fyrst á Karlsá í fimm ár en fluttu síðan til Dalvikur 1935, reistu sér þá húsið Bjamarhól þar sem Guðrún átti heima til 1979 er hún flutti á Dal- bæ. Guðrún og maður hennar héldu lengst af kindur og eina til tvær kýr á Dalvík. Auk húsmóðurstarfa vann Guðrún við fiskvinnslu og sfldarsöltun. Fjölskylda Guðrún giftist 2G.7. 1930 Þórarni Þorsteinssyni, f. 3.3. 1905, d. 14.4. 1966, búfræðingi og vörubifreiðastjóra. Þór- arinn var sonur Þor- steins Jónssonar, kaup- manns og síðar sím- stöðvarstjóra á Dalvík, og k.h., Ingibjargar Baldvinsdóttur hús- móður. Börn Guðrúnar og Þór- arins em Friðþjófur Þórarinsson, f. 7.3.1932, afgreiðslumaður hjá Flutningamiðstöð Norð- urlands, búsettur á Dal- vík, kvæntur Kristínu Gestsdóttur, lengst af skrifstofu- manni hjá KEA, og eru synir þeirra Þorsteinn, f. 21.10. 1955, bygginga- tæknifræðingur í Reykjavík, en kona hans er Harpa Sigfúsdóttir og eru böm þeirra Silja og Andri Freyr, Bjöm, f. 29.3. 1958, bygginga- meistari og framkvæmdastjóri Tré- verks á Dalvík, kvæntur Helgu Ní- elsdóttur og eru synir þeirra Atli Viðar og Kristinn Þór; Ingibjörg, f. 25.8. 1933, fyrrv. skólastýra Hús- stjórnEirskólans í Reykjavík, ekkja eftir Bjama Kristinsson lyíjafræðing og eru synir þeirra Kristinn Jón, f. 6.8. 1964, nemi i Bandaríkjunum, og Þórarinn, f. 19.2.1967, verkfræðingur í Reykjavík, en kona hans er Erna Bjömsdóttir og em börn þeirra Þor- björn og óskírð dóttir. Guðrún er nú ein á lífí níu systk- ina. Foreldrar Guðrúnar voru Bjöm Bjömsson, f. 25.9. 1871, d. 26.4. 1934, bóndi í Svarfaðardal og í Skagaflrði og síðast á Sauðárkróki, og k.h., Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 14.6.1867, d. 25.12. 1954, húsfreyja. Guðrún Björnsdóttir. Pétur Jónsson Pétur Jónsson byggingameistari, Miðtúni, Hvanneyri, verður fimm- tugur á jóladag. Starfsferill Pétur fæddist á Akranesi en ólst upp á Innri-Skeljabrekku í Andakíl. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni, lærði húsasmíði við Iðnskólanum á Akranesi og í Skipasmiðstöð Þorgeirs og Ellerts. Að loknu iðnámi fluttu Pétur og fjölskyldan frá Akranesi til Árhus í Danmörku og vann Pétur hjá Sa- broe-verksmiðjunum á árunum 1972-73. Eftir heimkomu 1973 fluttu þau að Hvanneyri og hafa búið þar síðan þar sem Pétur hefur unnið við smíðar. Frá árinu 1977 hefur Pétur verið sjálfstæður byggingaverktaki og séð um byggingu fjölda húsa á Hvann- eyri og víðar. Pétur er slökkviliðs- stjóri í Slökkviliði Borgarfjarðar- dala. Pétur hefur tekið þátt í ýmsum fé- lagsmálum, var i Lionsklúbbi Borg- arfjarðar í tíu ár, þar af formaður í eitt ár, formaður Veiðifélags Anda- kílsár frá árinu 1984. Hann hefur starfað í Oddfellowhreyfingunni á Akranesi frá 1986 og gegnt þar trún- aðarstörfum. Hann hefur verið fé- lagi í Þjóðdansahópnum Sporinu í Borgarfirði undanfarin ár og stund- ar hestamennsku í frístundum. Pétur kvæntist 13.9. 1969 Svövu Sjöfn Kristjánsdóttur, f. 9.6. 1949, húsmóður og skrifstofumanni. Hún er dóttir Kristjáns Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, bænda á Ós- landi f Skagafirði, sem bæði eru lát- in. Börn Péturs og Svövu Sjafnar eru Ómar Pétursson, f. 5.5. 1971, húsasmiður, bú- settur í Danmörku, en kona hans er íris Björg Sigmarsdóttir og er þeirra sonur Sigmar Aron; Kristján Ingi Pét- ursson, f. 29.7. 1976, húsasmiður, búsettur 1 Árdal í Andakíl en kona hans er Anna Sig- ríður Hauksdóttir og er þeirra dóttir Svava Sjöfn; Kristín Péturs- dóttir, f. 5.9. 1980, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Systkini Péturs eru Gísli Jóns- son, f. 17.6. 1946, bóndi, búsettur að Nýhöfn í Melasveit, kvæntur Odd- björgu Leifsdóttur; Þorvaldur Jóns- son, f. 28.5. 1954, bóndi og frjótækn- ir, búsettur að Innri-Skeljabrekku í Andakíl, kvæntur Dag- nýju Sigurðardóttur. Foreldrar Péturs eru Jón Gislason, f. 18.9. 1922, bóndi á Innri- Skeljabrekku, og k.h., Kristín Pétursdóttir, f. 28.12. 1925, húsfreyja. Ætt Jón er sonur Gísla Jónssonar og Þóru Þor- valdsdóttur sem voru bændur fyrst á Súlunesi síðar á Innri-Skelja- brekku. Kristín er dóttir Péturs Þorsteins- sonar og Guðfinnu Guðmundsdótt- ur sem voru bændur á Mið-Fossum í Andakíl. Pétur og Svava taka á móti gest- um í tilefni afmælisins fimmtudag- inn 30.12. Pétur Jónsson. Franklín Jónsson Franklín Jónsson, fyrrv. bóndi að Odda i Suðvestur-Geysisbyggð í Kanada, Jörfabakka 12, Reykjavík, verður átt- ræður annan í jólum. Starfsferill Franklín fæddist að Odda í Geysisbyggð í Kanada og ólst þar upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf eins og þau tíðkast á þeim Franklín Jónsson. slóðum. Hann var í barna- og unglinga- skóla i átta ár. Franklín stundaði fé- lagbú i Odda, ásamt Einari bróður sínum, á árunum 1938-90 er Ein- ar lést. Þá brá Franklín búi. Franklín kom fyrst til íslands 1991. Hann hef- ur verið búsettur hér á landi sl. ár og hefur nú fengið íslenskan ríkis- borgarrétt. Franklín yrkir á íslensku og ensku og beitir þá ætið fyrir sig stuðlum og höfuðstöfum. Franklín hefur þýtt mörg ljóð Stephans G. Stephanssonar, s.s. Sig- urð trölla, Á ferð og flugi, Kolbeins- lag og fleiri smá kvæði. Fjölskylda Franklín er ókvæntur og bamlaus. Systkini Franklins: Jóna Kristín, f. 1917, búsett að Hausum í Magnús- ville;Einar Daníel, f. 1918, nú lát- inn, var bóndi i Odda; Elín Magda- lena, f. 1923, búsett- í Brandon i Kanada; Lilja Soffla, f. 1928, nú lát- in, var búsett í Winnipeg. Foreldrar Franklíns voru Guð- mundur Magnús Jónsson, f. 19.3. 1875, d. 1951, bóndi að Syðri-Odda í Suðvestur-Geysisbyggð, og k.h., María Einarsdóttir, f. 3.1. 1886, d. 1955, húsfreyja. Guðmundur Þórðarson Guðmundur Þórðarson gæslu- stjóri, Lindarhvammi 14, Hafnar- firði, verður sextugur annan í jól- um. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum og auk þess í Arnarfirði og Dýrafirði. Hann var í Miðbæjarskólanum, lauk gagnfræðaprófi og landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1956, lærði vélvirkjun í Héðni og lauk vélvirkjaprófi 1966. Guðmundur hefur stundaði ýmis störf um dagana, unnið við virkjun- arframkvæmdir, stundað loðnu- bræðslu og verið til sjós. Þá starfaði hann við viðhaldsstörf hjá Lýsi hf. um skeið. Guðmundur hóf gæslustörf á veg- um forsætisráðuneytisins fyrir níu árum og hefur starfað við það síðan í Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg. Guðmundur hefur sinnt félags- störfum og unnið fyrir ýmis félög og félagasamtök. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Guðný Hálfdánardóttir, f. 26.2. 1934, hús- móðir. Hún er dóttir Hálfdáns Þor- steinssonar og Guðbjargar Daníels- dóttur en þau voru lengst af búandi að Vattarnesi. Systkini Guðmundar eru Ingvar Þórðarson, f. 28.1. 1941, húsasmiður á Höfn í Homafirði, kvæntur Guðnýju Svavarsdóttur frá Höfn og eiga þau sex böm; Stefán Ragnar Þórðar- son, f. 19.11.1948, skipa- smíðameistari og trétæknir f Jönköping í Svíþjóð, og á hann tvo syni; Símon J. Þórðar- son, f. 9.6. 1952, blikk- smiður í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Júlíusdóttur og eiga þau þrjú böm og þrjú barnabörn. Foreldrar Guðmundar voru Þórð- ur Guðmundsson, f. 10.7. 1919, d. 24.5. 1972, lengst af verslunarmaður og skrifstofustjóri f Reykjavík, og k.h., Ingi- björg Ingvarsdóttir, f. 23.6. 1920, d. 11.2. 1995, húsmóðir. Ætt Foreldrar Þórðar voru Guðmundur Þóröarson frá Hóli og k.h., Ingi- ' björg Filippusdóttir frá Gufunesi. Foreldrar Ingibjargar voru Ingvar Ámason frá Bíldudal, og k.h., Stefan- ía Ragnhildur Jónsdótt- ir húsfreyja. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. *► Guðmundur Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.