Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 27 Bjatsýni um hlutabréfamarkaðinn meðal verðbréfamiðlara: Erfiðara að benda á góð kauptækifæri - segir Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni hf. „Það er ástæða til bjartsýni þar sem efnahagslífið gengur vel og rekstur fyrirtækja einnig. En það er ekki sama hvar maður fjárfestir. Ástæða er til að ætla að það verði almennt góð hækkun á hlutabréfum á næsta ári. Undanfarnar vikur hef- ur gengi hlutabréfa hækkað óvenju mikið, markaðurinn hefur verið mjög fjörugur. Því spyr maður sig eðlilega hvort það sem hafi hækkað mjög mikið eigi eftir að hækka enn meira. Ég held að mörg fyrirtæki eigi hækkanir inni en kúnstin er að hitta á þau fyrirtæki. Það er orðið erfiðara að benda á góð kauptæki- færi á markaðnum en fyrir nokkrum mánuðum. Ástæðan eru þær miklu hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfum, það eru fáir sem skera sig úr,“ segir Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastof- unni hf. um horfurnar á hlutabréfa- markaði á nýju árþús- undi. Fjölmargir eru að spá í að kaupa hlutabréf fyr- ir áramótin. Bæði tU að nýta skatta- afslátt og eins vegna væntinga um frekari hækkanir á hlutabréfamark- aðnum á næstu misserum. En kúnstin er að fjárfesta rétt, kaupa í fyrirtækjum sem fást á hag- stæðu verði og eiga eftir að hækka. „Sum sjávarútvegsfyrirtæki hafa lækkað og þá spyr maður sig hvort ekki sé að verða kauptækifæri í þeim fyrirtækjum. Gengi fyrirtækja í vinnslu uppsjávarfisks hafa lækk- að og gefið út afkomuviðvaranir en ekkert mun gerast í gengi þeira fyr- irtækja fyrr en fréttist af loðnu, í fyrsta lagi í lok janúar," segir Jafet. Marel og íslandsbanki Viðskiptablaðið gerði í lok nóv- ember könnun meðal nokkurra verðbréfafyrirtækja þar sem þau voru beðin um að benda á vænleg- ustu fjárfestingarkostina meðal fyrirtækja sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands. Svörin voru ólík, eins og sést á meðfylgjandi töflu, þó nokkur fyrirtæki væru nefnd mjög oft. Eftir að hafa tekið saman þau sæti sem fyrirtækin lentu í hjá verðbréfafyrirtækjun- um og gefið þeim einkunn eftir þvi var niðurstaðan sú að Marel væri besti fjárfestingarkosturinn. Sú niðursaða varð einnig í sams kon- ar könnun Viðskiptablaðsins í september. Einungis eitt verð- bréfafyrirtæki, Kaupþing, nefndi Vænlegustu fjárfestingarkostirnir - samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins □ssa Verðbrófafyrirtæki 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti Vlöskiptastofa SPRON SÍF Grandi Jarðboranir Marel fsl. járnblendifél. Fjárvaneur Samherii Grandi íslandsbanki Nvherii FBA FBA Opin kerfi Baugur Tæknival Nýherji Flugleiðir íslandsb. F&M Þormó&ur rammi Opin kerfi Þorbjörn Skeljungur Baugur Kaupþlng Noröurlands Jaröboranir Sæplast ísl. járnblendifél. Marel Grandi Landsbréf islandsbanki Marel Nvherii Þormóður rammi Þorbiöm Kaupþlng Marel Össur Islandsbanki TryggingamiðsL Rugleiðir Marel sem besta fjárfestingarkost- inn, og eitt, Landsbréf, sem næst besta kostinn. íslandsbanki varð í öðru sæti en einungis Landsbréfum fannst hann besti kosturinn en ekkert fyrirtækj- anna nefndi íslandsbanka sem næstbesta fjárfestingarkostinn. Röð fyrirtækjanna verður því að taka með fyrirvara. Hún varð annars þessi: 1. Marel 2. Islandsbanki 3.-4. Grandi 3.-4. Opin kerfi 5. Jarðboranir 6.-7. Nýherji 6.-7. Þormóður rammi 8.-10. SÍF 8.-10. Samherji 8.-10. Baugur Gefur vís- bendingu Jafet segist í geta tekið undir margt í könnun Viðkiptablaðsins en varasamt sé að ganga blint að svona lista. „Ef allir gerðu það mundi gengi á þessum fyrir- tækjum hækka mjög mikið. En þessi listi gefur ákveðna vísbendingu," segir Jafet. Hann undirstrikar að, eins og all- ir sem að hlutabréfaviðskiptum koma, að hlutabréf séu langtíma- Jafet Olafsson hjá Verð- bréfastofunni hf. fjárfesting sem taki á sig sveiflur á löngum tíma. Rétt samsett hluta- bréfasafn gefi mun betri ávöxtun en nokkurn tíma skuldabréf eða bankainnistæður. Galdurinn sé hins vegar að setja safnið rétt sam- an. í þeim efnum eiga menn óspart að nýta sér sérfræðinga verðbréfa- fyrritækjanna. Bullandi ávöxtun Þeir sem ekki vilja kaupa i ein- stökum fyrirtækjum og hafa ekki tíma né aðstöðu til að fylgjast með hluta- bréfamarkaðnum og tíðindum sem kunna að hafa áhrif á hann, geta fjárfest í hluta- bréfasjóðum. Þeir eru margir starfandi hér á landi. Nafnávöxtun þessara sjóða hefur nær undantekninga- laust verið mjög mynd- arleg á síðastliðnu ári eins og meðfylgjandi tafla sýnir, um og yfir 20% hjá flestum. Upp- lýsingar um ávöxtun sjóðanna má nálgast á vefsíðum verðbréfafyrir- tækja. Þar fæst betri yfir- sýn yfir gengi sjóðanna yfir lengra tímabil. Ráðlegt er að skoða tölurn- ar i töflunni með fyrirvara um þær upplýsingar. -hlh Margar smágreiðslur í lífeyrissjóði enn á sínum stað: Stubbarnir blða útgreiðslu fólk á ekki að þurfa að hafá áhyggjur af smágreiðslum sem greiddar eru í ýmsa lífeyrissjóði vegna vinnu í styttri tíma, t.d. sumarvinnu. Margir kannast við það að hafa greitt í stuttan tíma í ólika lífeyris- sjóði, t.d. á skólaárum og í upphafí starfsferils sins. Oft getur verið um lágar upphæðir að ræða, t.d vegna sumarvinnu á eyrinni, í fiski, í versl- un eða á sjúkrahúsi. Ófáa fýsir að vita hvað orðið hefur um þessa lífeyr- isstubba eins og þeir eru gjaman nefndir. Hjá Landssamtökum lífeyrissjóða var DV tjáð að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af lifeyrisstubbunum. Lífeyr- isiðgjöldin frá því á árum áður væru alls ekki glatað fé. Inneign i sjóðunum biði þess einfaldlega að verða greidd út, annaðhvort þegar lífeyrisaldri væri náð eða vegna fráfalls. Leit óþörf Þegar kemur að töku lífeyris er kennitala viðkomandi slegin inn hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Þá kemur fram yfirlit þar sem sjá má í hvaða sjóði viðkomandi hefur greitt og hvenær hann greiddi siðast í þá. Á það við urri alla, hvort sem þeir eiga mikla inneign eða litla. í framhaldinu em málin könnuð nánar m.t.t. út- borgunar. Lífeyrisþegi þarf því ekki að leita uppi inneign sína hér og þar og eiga á hættu að lífeyrisréttindi tap- ist vegna gleymsku. Almennt gildir sú regla að ef inn- eign í lífeyrissjóði er yfir 3 punktum (þumalputtaviðmið sjóðanna) þá greiðir viðkomandi lífeyrissjóður llf- eyri út til lífeyrisþega. Sé inneignin hins vegar undir 3 punktum rennur inneignin i þann sjóð sem lífeyrisþegi greiddi siðast í. Þetta er gert til hag- ræðingar þar sem sjóðimir vilja forð- ast kostnað við að senda t.d. 120 krón- ur á mánuði til sjóðfélaga. Sameining stubba í einn sjóð er þó háð því að viðkomandi sjóðir séu aðilar að sam- komulagi lífeyrissjóðanna. Langflest- ir lífeyrissjóðir eru þar aðilar. Margir sjóðir Hver og einn lífeyrissjóður heldur yfirlit yfir þá sem greitt hafa í sjóð- inn. Hins vegar er hvergi á einum stað hægt að fá ítarlegt yfirlit yfir stöðuna eða áunnin réttindi í hverj- um lífeyrissjóði eins og þau eru í dag. Til þess þarf að leita til hvers sjóðs fyrir sig. Og þá geta margir komist að þvi að margt smátt gerir eitt stórt og lífeyrissmál þeirra eru í betra horfi en þá grunaði. Það er þó háð því að sjóðirnir hafi staðið sig vel og séu sterkir. Lesið yfirlitin Lífeyrissjóðir senda reglulega yfir- lit um iðgjaldagreiðslur til virkra fé- laga. Sjóðirnir hafa ítrekað bent fólki á að lesa þessi yfirlit og ganga úr skugga um að allar iðgjaldagreiðslur hafi skilað sér í lífeyrissjóðinn. Þeir sem ekki hafa greitt í tiltekinn lífeyr- issjóð síðustu misseri, og eru þ.a.l. ekki lengur virkir, verða hins vegar að leita til skrifstofa sjóðanna um yf- irlit. -hlh Hvað má kaupa? Einungis kaup í innlendum hlutafélögum sem ríkisskatt- stjóri hefur staðfest, hlutabréf í félögum sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands, samvinnu- hlutabréf og stofnfjárbréf í sparisjóðum skapa rétt til frá- dráttar. Lista yfir samþykkt hlutafélög má fmna á vefsíðu Ríkisskattstjóra á www.rsk.is. Kaup umfram sölu Frádráttur frá skatti miðast við fjárfestingu á árinu í hluta- bréfum umfram verðmæti seldra hlutabréfa. Frá kaup- verði dregst söluverð allra seldra hlutabréfa á árinu. Frá- drátturinn getur numið 60% af verðmæti keyptra hlutabréfa umfram verðmæti seldra hluta- bréfa en þó aldrei hærri fjár- hæð en kr. 80.000 hjá einstak- lingi og kr. 160.000 hjá hjónum. Ekki er heimilt að millifæra ónýttan frádrátt til næsta árs sé fjárfest umfram hámark á ár- inu. Til lækkunar kaupverði kemur ekki neikvæður mis- munur frá fyrri árum og nei- kvæður mismunur vegna seldra hlutabréfa á árinu fLyst ekki á milli ára. Gullin regla Fjármálafyrirtæki flagga mjög vænlegum ávöxtunartöl- um þegar fjárfestingarkostir eru auglýstir. En ávöxtunartöl- urnar lýsa einungis því sem hefur gerst, ekki því sem mun gerast. Enginn sér þannig fram í tímann að hann geti gefið óbrigðula spá um gengi hluta- bréfa fram í tímann. Þvi er ástæða til að ítreka þá gullnu reglu að ávöxtun í fortíð er eng- in ávísun á ávöxtun í framtíð. Langtíma fjárfesting Að ofansögðu má ráða að fjár- festing í hlutabréfum er áhættu- fjárfesting. Það getur gengið vel og það getur einnig gengið illa. Ekki er þó alltaf ástæða til að örvænta og selja þó gefi á bát- inn. Yfirleitt er litið á hlutabréf sem langtímafjárfestingu þannig að sveiflur, á t.d. einu ári, jafnast út með tímanum. Reynslan sýnir að hlutabréf eru ábatasamari fjárfestingarkostur en verðbréf til lengri tíma litið. Sjóðir vænlegir Þeir sem hafa áhuga á að fjár- festa í hlutabréfum en hafa hvorki tíma né getu til að koma sér upp „réttu“ safni hlutabréfa eða fylgjast náið með gengi mis- munandi bréfa ættu að ihuga kaup i hlutabréfasjóðum. Sjóð- imir eru í vörslu fjármálafyrir- tækja og er stýrt af sjóðsstjórum sem hafa af því atvinnu að ávöxtun þeirra verði sem best. Sjóöimir hafa líka þann kost að dreifa áhættunni, áfall hjá einu hlutafélagi er vegið upp af vel- gengni annars. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.