Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
9
DV
Utlönd
Pýska lögreglan skaut i gær til bana júgóslavneskan byssumann sem haldið hafði tveimur körlum og einni konu í
gíslingu í banka í Aachen frá því á mánudaginn. Nokkrum mínútum áður hafði byssumaðurinn, sem krafðist peninga,
Heimta að Kohl
leysi frá skjóðunni
Stjórn Kristilega demókrataflokks-
ins, flokks Helmuts Kohls, fyrrver-
andi Þýskalandskanslara, krafðist
þess í gær að hann greindi opin-
berlega frá því hvaðan fjárframlög
í leynisjóði flokksins komu. Aðal-
ritari flokksins, Angela Merkel,
sakaði meira að segja kanslarann
fyrrverandi um lögbrot.
Mikill þrýstingur er á kristilega
demókrata að reyna að draga úr
áhrifum hneykslisins og þeir gagn-
rýna nú Helmut Kohl harkalega.
Er hann varaður við þvi að reyna
að leyna upplýsingum um fjár-
framlögin, sem svara um 90 millj-
ónum íslenskra króna, sem kristi-
legir demókratar fengu á árunum
1993 til 1998.
í grein í Frankfurter Allgemeine
Zeitung leggur Merkel til að flokk-
urinn segi skilið við Kohl.
Angela Merkel, ritari Kristilega
demókrataflokksins, leggur til að
flokkurinn segi skilið við Kohl.
Símamynd Reuter
„Viðurkenning Kohls hefur skað-
að flokkinn. Nú getum við tekið
örlögin í eigin hendur," skrifar
Merkel.
Hún hvetur jafnframt Kohl til að
segja af sér þingmennsku og af-
sala sér titlinum sem heiðursfé-
lagi flokksins. Það er mat Merkel
að „ólöglegt athæfi“ Kohls geti
haft þær afleiðingar að bæði hann
og flokkurinn missi allt traust
kjósenda.
Margir voru þungbúnir á svip er
þeir komu til stjómarfundarins í
Bonn í gær.
Wolfgang Schauble, sem í fyrra
tók við formennsku flokksins eftir
Kohl, sagði að menn hefðu verið
sammála um að allir sem tengdust
málinu, meira að segja Kohl, yrðu
að segja allt sem þeir vissu þegar
rannsókn endurskoðenda, sem
sleppt tveimur gísla sinna. Hann hafði þó á þriðjudagskvöld skotiö annan karlinn og sært. Konan særðist er
byssumaöurinn sprengdi handsprengju inni í bankanum. Á myndinni má sjá sérsveit lögreglunnar utan við
bankann. Símamynd Reuter
Kjell Magne Bondevik brattur:
Stjórnin heldur lík-
legast velli til 2001
Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráöherra Noregs, segir nú meiri lík-
ur en áður á að minnihlutastjórn
hans haldi velli þar til eftir kosning-
arnar á árinu 2001. Og það þótt sam-
eining norska símafyrirtækisins og wWMjgBf,
þess sænska hafi farið út um þúfur.
„Ég hef sagt það áður að likurnar V i jjjf
á að ég sitji i embætti fram að Fl
næstu kosningum væru 50 prósent. [S
Svarið nú er meira en 50 prósent,"
sagði Bondevik á fundi með blaða- rm
mönnum í tilefni jóla og áramóta. W ^ Æ
„Undanfarið ár hefur verið gott ^ f ÆföA
fyrir ríkisstjórnina, enda þótt svipt- j J
ingar hafi veriö nú í árslok," sagði g
forsætisráðherrann.
Samruni símafélaganna rann út í rep|l|lak
sandinn eftir margra mánaða samn- ^
ingaviðræður. Þjóðrembu stjórn- Kjell Magne Bondevik, forsætisráð-
enda fyrirtækjanna tveggja er kennt herra Noregs, er bara ánægður meö
um hvemig fór. sig og sína við aldarlok.
Tafir á flugi eftir
aö þota hrapaði
Miklar tafir uröu á farþegaflugi
um Stanstead-flugvöll við London
í gær eftir að flutningaflugvél af
gerðinni Boeing 747 frá kóreska
flugfélaginu hrapaði skömmu eft-
ir flugtak. Allir fjórir í áhöfn vél-
arinnar týndu lífi.
Flugvellinum var þegar í stað
lokað og öllu flugi aflýst. Þá var
nærliggjandi vegum lokað fyrir
allri umferð.
Kóreska flutningaþotan varð
eitt eldhaf þegar hún hrapaði til
jarðar á ræktarlandi skömmu eft-
ir flugtak. Þotan var á leið til
Mílanó á Italíu. Að sögn fjölmiðla
voru sprengiefni um borð.
„Þetta var alveg hryllileg upp-
lifun,“ sagði sjónarvotturinn Jeff
Whalley í viðtali við Sky sjón-
varpsstöðina. Hann sagði að þot-
an hefði hrapað nærri hraðbraut
og að litlu hefði munað að illa
færi fyrir ökumönnum.
Embættismenn sögðu að annar
svarti kassinn úr þotunni væri
fundinn.
flokkurinn hefur leitað til vegna
málsins, hefst. Schauble vildi hins
vegar ekki tjá sig um grein
Merkel.
Upp komst um leynisjóði Kristi-
lega demókrataflokksins þegar
þýska þingið hóf rannsókn á ásök-
unum um að starfsmenn flokksins
hefðu þegið greiðslu gegn því að
liðka fyrir sölu á stríðsbílum til
Sádi-Arabíu árið 1991. Það var
stjórn Kohls sem samþykkti við-
skiptin.
Sjálfur hefur Kohl þvertekið fyr-
ir að gjafimar til flokksins hafi
haft áhrif á ákvarðanir stjórnar
hans. Saksóknaraembættið íhugar
nú hvort ákæra eigi kanslarann
fyrrverandi.
Bandaríkjamenn
á varðbergi
vegna ofbeldis
Bill Clinton Bandarikjaforseti
sagði í gær að gífurlegar varúðar-
ráðstafanir yrðu gerðar til að
koma i veg fyrir árásir skæruliða
um áramótin.
Clinton sagði fréttamönnum,
þegar hann heim-
sótti fátækra-
hjálp í Was-
hington, að viö-
búnaðurinn væri
meiri í kjölfar
handtöku karl-
manns frá Alsír í
síðustu viku. Al-
sírbúinn hefur nú verið ákærður
fyrir að smygla sprengjuhlutum
inn til Bandaríkjanna.
í viðtali sem forsetinn veitti
sjónvarpsmanninum Larry King
og sýnt verður í dag segist hann
ráðleggja bandarískum borgurum
að gera það sem þeir ætluðu sér
yfir hátiðarnar. Hann hvetur þó
almenning til að vera á varðbergi
og tilkynna allt grunsamlegt til
viðeigandi yfirvalda.
ri^iTÍld^Q
Sérverslun með gamla muni og húsgögn
Langholtsvegi 130, s(mi: 533 33 90
Ný sending!
Úrval af smáhlutum til gjafa
Opið: Mán. - laug. 12:00 - 19:00 / Sunnud. 12:00 -18:00
IKola / brenniofnar
frá ca. 1940/frá kr. 85.000,-
RAÐGREIÐSLUR
Furubekkir frá ca. 1900 / frá kr. 42.
Furuskápar frá ca. 1900 / frá kr. 47.000,
Félag járniðnaðarmanna
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör
stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta
starfsár.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal
skila til kjörstjórnar, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 30,
Reykjavík, ásamt meðmælum a.m.k. 99 fullgildra félagsmanna.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess
tillögur um 1 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs
rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 20. janúar 2000.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Tilvalin
10-30%
afsláttur
af jólabókum
í Húsasmiðjunni
Skútuvogi
HUSASMIÐIAN
Sími 525 3000 • www.husa.is