Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 54
58 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 DV afmæli_________________________ Halldór Hlífar Árnason Halldór Hlífar Árnason, verk- stjóri hjá Olíufélaginu Essó á Gelgjutanga, Arahólum 2, Reykja- vík, er fímmtugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á Blönduósi og ólst upp í Eyjakoti í Vindhælis- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var í farskóla í Vindhælis- hreppi, stundaöi nám við Héröaös- skólann í Reykjanesi við Djúp 1965-67, lauk meiraprófi bifreiða- stjóra 1969 og hefur sótt ýmis nám- skeið er lúta að starfi hans. Fjölskylda Halldór kvæntist 25.7. 1970 Guð- rúnu Jónsdóttur, f. 1.11. 1950, for- stöðumanni. Hún er dóttir Jóns Mars Ámundasonar, f. 11.10. 1921, lengst af bónda í Bjarghúsum i Vest- urhópi í Vestur-Húna- vatnssýslu, nú i Reykja- vík, og k.h., Jóhönnu Björnsdóttur, f. 4.8. 1930, húsfreyju og leið- beinanda. Sonur Halldórs og Guðrúnarer ÁrniHall- dórsson, f. 28.10. 1970, rekstrarhagfræðingur í doktorsnámi við Við- skiptaháskólann í Kaupmannahöfn, en kona hans er Katrín Ásta Gunnarsdóttir, f. 6.4. 1972, kandidatsnemi i tölfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og eru synir þeirra Egill Tumi, f. 16.8. 1996, og Halldór Skúli, f. 20.6. 1999. Bræður Halldórs eru Daníel, f. 16.4. 1948, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þor- björgu Svansdóttur, f. 3.10. 1950, skrifstofu- manni; Bragi, f. 26.12. 1950, slökkviliðsstjóri á Blönduósi, , kvæntur Svandísi Torfadóttur, f. 29.9. 1951, starfsmanni við bamaheimili. Foreldrar Haildórs: Ámi Davíð Danielsson, f. 16.5.1911, d. 28.6. 1970, bóndi að Eyjakoti í Vindhælishreppi, og Heiðbjört Lilja Hall- dórsdóttir, f. 23.8. 1918, húsfreyja og verka- kona, nú búsett á Blönduósi. Ætt Árni var sonur Daníels, ijós- myndara á Sauðárkróki, Davíðsson- ar, b. á Gilá í Vatnsdal, Davíðsson- ar. Móðir Daníels var Þuríður Gísladóttir, frá Mosfelli i Svínadal. Móðir Árna Davíðs var Magnea Aðalbjörg Árnadóttir, b. í Lundi í Fjótum Magnússonar, oddvita á Hl- ugastöðum Ásmundssonar, b. á Ámá, Árnasonar. Móðir Magnúsar var Aðalbjörg Magnúsdóttir. Móðir Árna var Ingibjörg Sölvadóttir, b. á Þverá í Hrollleifsdal, Þorlákssonar. Móðir Magneu Aðalbjargar var Baldvina Ásgrímsdóttir, b. á Skeið- um í Fljótum, Ásmundssonar, b. á Bjarnastöðum, Jónssonar. Móðir Baldvinu var Guðrún Sveinsdóttir, b. í Minna-Holti, Þorsteinssonar og Gunnhildar Magnúsdóttur. Halldór Hlífar Árnason. Sigurjón Helgi Kristjánsson Sigurjón Helgi Kristjánsson, sölu- maður hjá Marks & Spencer í Aber- deen i Skotlandi, 61F Logie Place, Aberdeen, AB16 7UP, verður fertug- ur á aðfangadag. Starfsferill Sigurjón fæddist í Reykjavík og ólst við Baugsveg í Skerjafirði. Hann var í Miðbæjarskólanum og síðan Melaskóla, lauk gagnfræða- prófl frá Hagaskóla 1976, verslunar- prófi frá VÍ 1978, stúdentsprófl frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1980 og stundaði síðan nám í tölvu- fræði viö Háskólann í Kent í Kant- arborg. Auk þess sótti hann nám- skeið í sprengitækni. Sigurjón var verslunarstjóri hjá Tónborg í Kópavogi um skeið. Eftir háskólanám starfaði hann á eigin vegum við forritun og þýðingar og var auk þess dreiflngarstjóri hjá út- gáfu Æskunnar. Þá stofnaði hann bókaútgáfuna Ósiris sf. Sigurjón flutti til Ólafsvíkur 1986 og var þar leiðbeinandi við grunn- skólann. Hann flutti til Reykjavíkur ári síðar og hóf störf sem tölvari hjá Löggildingarstofunni þar sem hann hafði yfirumsjón með tegundarpróf- unum á hinum ýmsu mælitækjum. Hann var auk þess leiðbeinandi á námskeiðum til löggildingar á vigt- arkönnum auk þess að vera fulltrúi íslands í norrænni fagnefnd Alþjóöa samtakanna um lögmælifræði. Er Löggildingarstofan var einkavædd hóf Sigurjón störf hjá Pósti og síma. Jafnframt því lék hann í ýmsum sjónvarpsauglýsingum. Sigtn-jón flutti til Skotlands 1997 og hefur átt þar heima síðan. Hann starfaði til skamms tíma hjá Chubb Security Per- sonnel Ltd sem vakt- maður hjá fyrirtækjum í olíuiðnaðinum. Hann er nú söluráðgjafl hjá Marks & Spencer í Aberdeen. Sigurjón var trúnað- armaður á vegum SFR, hefirn starfað í góð- templarareglunni, í Sam-Frímúrararegl- unni og á vegum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari Daga Heilögu. Hann var einn helsti hvatamaður að stofnun Hollvinafélags Hagaskólans. Hann starfar nú í Starfleet Command, Qu- adrant 2, Deep Space Station Bon-Accord sem hefur það mark- mið að safna fé fyrir hin ýmsu líknarmál- efni. Fjölskylda Bróðir Sigurjóns var Ronald Michael Krist- jánsson, f. 10.5. 1951, d. 9.6. 1994, prentari. Foreldrar Sigurjóns: Kristján J. Sigurjóns- son, f. 5.4. 1923, d. 11.8. 1983, skipstjóri á Áma Friðrikssyni, og Bella Mcdonald Sigurjóns- son, f. 16.10. 1930, fyrrv. símamær, búsett í Reykjavík. Sigurjón Helgi Kristjánsson. Baldur Baldursson Baldur Baldursson, matráðsmaður og ráð- gjafi, Stifluseli 10, Reykjavík, verður fimmtugur á aðfanga- dag. Starfsferill Baldur fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sjúkra- liðaprófi 1973, stundaði nám við Vélskóla ís- lands 1975-76, og við Hótel- og veitingaskól- an íslands 1987-88. Baldur Baldursson. Baldur hefur stund- aði ýmis almenn störf til sjós og lands. Hann starfar nú við Meðferð- arstoð ríkisins fyrir unglinga að Stuðlum. Þar hefur hann starfað frá 1989. Fjölskylda Eiginkona Baldurs: Kristín Gunnarsdóttir, f. 7.5. 1953, skrifstofu- maður. Hún er dóttir Gunnars Magnússonar skipstjóra og Kristinar Valdimarsdóttur. Þau skildu. Dóttir Baldurs og Ingu Ólafar Ingimundardóttur, f. 31.10. 1950, d. 12.1. 1996, er Anna Jóna, f. 5.2. 1972, búsett á Húsavík, en maður hennar er Þráinn Ingólfsson, f. 17.9.1968, og eru börn hennar Bjarki Grettisson og Ingvi Leó Þráinsson. Böm Baldurs og Kristínar eru Valdimar Kristinn Baldursson, f. 30.11. 1974, búsettur í Noregi; Malena Bima Baldursdóttir, f. 19.11. 1977, háskólanemi, í sambúð með Pétri Sigurðssyni, f. 19.6. 1977. Albræður Baldurs: Bjöm Baldurs- son, f. 9.5.1942, þýðandi í Reykjavík; Kolbeinn Baldursson, f. 14.10. 1944, sjúkraliði í Reykjavík; Bragi Sigurð- ur Baldursson, f. 28.12.1952, rafvirki í Reykjavík. Hálfsystir Baldurs, samfeðra, er Guðrún Baldursdóttir, f. 5.6. 1940, sjúkraliði í Kópavogi. Foreldrar Baldurs: Baldur Kol- beinsson, f. 1.1. 1914, d. 20.4. 1981, vélstjóri í Reykjavík, og Anna Guð- björg Bjömsdóttir, f. 15.2j 1914, hús- móðir. Baldur tekur á móti gestum í fé- lagsheimili Rafveitunnar, þriðju- daginn 28.12. milli kl. 18.00 og 21.00. Guðrún Bjarney Samsonardóttir Guðrún Bjarney Samsonardóttir húsmóðir, Bjarteyjarsandi, Hval- fjarðarstrandarhreppi, verður ílmmtug á jóladag. Fjölskylda Guðrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hvammsvík í Kjósarsýslu. Hún giftist 12.12. 1971 Jónasi Guð- mundssyni, f. 1.2. 1944, verktaka. Hann er sonur Guðmundar Jónas- sonar, f. 16.5. 1903, d. 1991, bónda á Bjarteyjarsandi, og k.h., Guðbjargar Guðjónsdóttur, f. 15.3. 1909, fyrrv. húsfreyju á Bjarteyjarsandi. Börn Guðrúnar og Jónasar eru Guðbjörg Elva, f. 3.2. 1970, starfar við þungavinnuvélar, búsett í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Stefán Smári Lárusson, f. 17.11. 1968; Guðlaug Helga, f. 29.8. 1971, húsmóðir í Reykjavík, en sam- býlismaður hennar er Unnar Karl Halldórsson, f. 12.10. 1973 og eru synir þeirra Fannar Öm, f. 23.12. 1994, Fjölnir Máni, f. 26.11. 1998, og Sölvi Freyr, f. 26.11. 1998; Amfinn- ur, f. 5.3. 1973, starfar við þunga- vinnuvélar, búsettur í Reykjavík, en sambýliskona hans er Inga Lára Sigurðardóttir, f. 6.5.1978; Guðjón, f. 26.2. 1975, starfar við þungavinnu- vélar, búsettur í Reykjavík, en sam- býliskona hans er Þórdís Þórisdótt- ir, f. 12.8. 1974; Samson Bjami, f. 19.10.1983, nemi við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi en unnusta hans er Vala Gauksdóttir, f. 10.1.1983; Dofri, f. 3.3. 1987, nemi við Heiðarskóla. Systkini Guðrúnar eru Jóna Guð- björg, f. 4.1. 1951, bankastarfsmaður í Reykjavík; Sigríður, f. 17.5. 1953, veitingamaður, búsett í Reykjavík; Helgi, f. 3.6. 1954, sjómaður, búsett- ur í Vogum á Vatns- leysuströnd; Margrét, f. 28.11. 1955, kennari á Húsavík; Valgerður, f. 23.9. 1957, húsmóðir í Reykjavík; Guðbjöm, f. 1.11. 1958, starfsmaður við þungavinnuvélar, búsettur í Reykjavík; Bára, f. 12.4.1960, versl- unarmaður, búsett í Kópavogi; Þorbjörg, . f. 13.5. 1961, húsmóðir í Reykjavík; Hrönn, f. 5.7. 1965, húsmóðir, búsett í Danmörku. Foreldrar Guðrúnar: Samson Samsonarson, f. 30.8. 1917, d. 1978, bóndi í Hvamms- vík í Kjós, og k.h., Guðlaug Helga Guðbjömsdóttir, f. 2.5. 1929, hús- freyja. Ætt Foreldar Samsonar vora Samson Jóhanns- son og Bjarney Svein- bjarnardóttir frá Þing- eyri í Dýraflrði. Foreldrar Guðlaugar voru Guðbjörn Guð- laugsson og Jóna Odd- ný Halldórsdóttir en þau bjuggu á ýmsum stöðum. Guðrún tekur á móti gestum í félagsheimil- inu Hlöðum á Hval- fjarðarströnd á afmæl- isdaginn milli kl. 15.00 og 21.00. Guðrún Bjarney Samsonardóttir. Til hamingju með afmælið 23. desember 80 ára_________________ Guðbjörg Lilja Ámadóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Kristjana Vigfúsdóttir, Hvammi, Húsavík. Zophonias Mámsson, Meltröð 4, Kópavogi. 75 ára Aðalheiður Kolbeins, Aðalstræti 4, Patreksflrði. Egill Jón Benediktsson, Sunnuílöt 2, Garðabæ. 70 ára Baldur Helgason, Langholtsvegi 184, Reykjavík. Hjörtur Hjartarson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi. 60 ára Bjamflnnur Hjaltason, 'Rjúpufelli 24, Reykjavík. Bjöm Friðfinnsson, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. Hrönn Sigmundsdóttir, Hringbraut 75, Keflavík. Óskar G Sigurðsson, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði. Tómas Sigurðsson, Jaðarsbraut 31, Akranesi. 50 ára______________________ Ásdís Friðriksdóttir, Hólagötu 5, Njarðvík. Birgir M. Valdimarsson, Birkihlíð 37, Sauðárkróki. Bjöm Ragnar Sigtryggsson, Víðihvammi 1, Hafnarfirði. Eyjólfur Valdemarsson, Aðallandi 6, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Grundarstíg 14, Sauðárkróki. Guðrún Ingibjörg HaUdórsdóttir, Kirkjuvegi 19, Selfossi. Jóhanna Guörún Sigurðardóttir, Birkiteigi 6b, Keflavík. Róbert Pálsson, Bylgjubyggð 33, Ólafsfirði. 40 ára Ingunn Ósk Sturludóttir, Vigur, Isafirði. Kristbjörn Svansson, Höfðabrekku 25, Húsavík. Pétur Eggert Eggertsson, Háaleitisbraut 155, Reykjavik. Sigríður Ragnhildur Valsdóttir, Hlíðarbyggð 28, Garðabæ. Tryggvi Snorrason, Meðalholti 4, Reykjavík. Notaðu vísifingurinn Frípóstur weitir þér aukið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.