Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Utlönd Prinsessan brosti en lét ekkert uppi Japanska prinsessan Masako kom í gær í fyrsta sinn fram opin- berlega síðan fjölmiðlar ærðust yfir fregninni að hún kynni að vera barnshafandi. 13 þúsund Japanir fógnuðu prinsessunni við keisarahöllina í tilefni 66 ára af- mælis keisarans. En Japanir, sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að fá að vita hvort erfingi er á leiðinni, urðu fyrir vonbrigðum því prinsessan var þögul sem gröfin. Sex ár eru síðan Masako og krónprins Japans, Naruhito, voru gefin saman og enn bólar ekkert á bami. Japanir hafa verið með mögu- lega þungun prinsessunnar á heil- anum síðan dagblað birti frétt þess efnis 10. desember síðastlið- inn að prinsessan kynni að vera komin 5 vikur á leið. Þegar prinsessan fór í ómskoðun 13. des- ember var æsingur fjölmiðla svo mikill að þeir fylgdust með bil hennar úr þyrlu. Bankaræningi á biluðum bíl Bilaður bíll stöövaði flótta vopnaðs bankaræningja sem tek- ist hafði að krækja sér í um 4 milljónir islenskra króna í banka í Svendborg í Danmörku. Ræning- inn hafði skipulagt ránið vel og lagt stolnum bfl fyrir utan bank- ann. Hann hljóp meö ránsfenginn út úr bankanum en gat ekki start- að bílnum. Bankaræninginn lagði því á flótta á tveimur jafnfljótum en ekki leið á löngu þar til lög- reglunni haföi tekist aö hlaupa hann uppi. Uppbyggingarstarfið hafið eftir hamfarirnar í Venesúela: Björgunarþyrla fórst og 8 með Uppbyggingarstarfiö eftir aur- skriðumar og flóðin í Venesúela í síðustu viku er hafið. Talið er að allt að þrjátíu þúsund manns kunni að hafa látið lífið í þessum verstu hamfórum í sögu Rómönsku Amer- íku. Hermenn héldu áfram aö eltast við gripdefldarmenn á hamfara- svæðunum við Karíbahafsströnd Venesúela. Julio Montes, ráðherra í stjóm Venesúela, sagði að stjómvöld ætl- uðu að leggja andvirði rúmlega fimmtíu mUljarða íslenskra króna þegar í stað í viðgerðir á vegum, raf- magnslínum og vatnslögnum á 100 kUómetra breiðu belti í Vargas-hér- aði. Þar sem áður voru íbúðablokkir og sumarleyfisstaðir miðstéttarfólks úr höfuðborginni Caracas er nú að Hugo Chavez, forseti Venesúela, gerir að gamni sínu viö unga pilta sem misstu heimili sín í náttúru- hamförunum í síðustu viku. miklu leyti eins og landslag á tungl- inu. Björgunarstarfið i Vargas hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. í gær fórst þyrla sem var að flytja fólk sem komst lifandi úr náttúruhamfor- unum. Átta manns létust, þar af þijú böm. Þetta er fimmta þyrluslysið frá því björgunaraðgerðir hófust. Áður hafði ekki orðið manntjón. Hermenn eru við eftirlitsstörf á hamfarasvæðunum og hafa þeir handtekið fjölda manna sem hafa lát- ið greipar sópa um eigur fólks. Varðsveitir íbúanna halda einnig uppi eftirliti, vopnaðar prikum, hafnaboltakylfum og stundum al- vöruvopnum. Varðeldar hafa verið kveiktir víða til að bægja burtu lyktinni af rotn- andi líkum. Börnin í Deir Al Lateen kirkjunni á Gaza duttu aldeilis í lukkupottinn í gær þegar jólasveinar heimsóttu þau og færðu þeim gjafir. Um það bil tvö þúsund kristnir menn búa á Gaza og kristnar kirkjur þar eru þrjár. Forsætisráðherra Rússlands í spámannslíki: Tsjetsjeníustríðið brátt búið Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 28. des- ember 1999, kl.15.00 á eftir- ________farandl eign:_____ Árbakki, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen. Gerðar- beiðendur eru Samskip hf., Lánasjóður landbúnaðarins, Landsbanki íslands hf. og Búnaðarbanki íslands hf. SÝSLUMAÐURINN RANGÁRVALLA- SÝSLU Uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu eiga ekki von á góðu. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að endalok styrjaldar- innar í Tsjetsjeníu væru ekki langt undan og aðrir embættismenn spáðu Rússum sigri innan tíðar. Rússneski herinn hélt uppi hörð- um loftárásum og skothríð úr stór- skotaliðsbyssum á vígi uppreisnar- manna múslíma í fjalllendinu í Tsjetsjeníu sunnanverðri. Stór- skotaliðsárásir voru einnig gerðar á héraðshöfuðborgina Grozní. Talsmaður vopnaðra sveita heimamanna sem hliðhollar eru stjómvöldum í Moskvu sagði að Grozní væri um það bil að falla. „Grozní verður undir stjóm okk- ar innan sjö daga,“ hafði fréttastof- an Interfax eftir talsmanninum. Stríðsreksturinn í Tsjetsjeníu hef- ur aukið mjög vinsældir Pútíns for- sætisráðherra, eins og sannaðist best í kosningunum á sunnudag þar sem tveir flokkar sem styðja stjóm- völd hlutu mikið fylgi. Pútín sagði í gær að meira jafnvægi væri nú í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, þar sem kommúnistar hafa ekki sömu yfirburðastöðuna og áð- ur. Hann átti þó ekki von á að stjómarmálum vegnaði þar betur. Stuttar fréttir dv 470 saknað eftir sjóslys Nær 470 manns var saknað eft- ir að þegar farþegaferja sökk und- an strönd Filippseyja í morgun. Reynir að stöðva flótta William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins í Bretlandi, reynir nú að stöðva flótta manna sinna yf- ir í Verka- mannaflokkinn. Skipaði Hague í gær stuðnings- mönnum aö fylkja liði og bannfæra ekki þá sem ekki taka undir andstöðu hans við sameiginlega mynt Evr- ópusambandsríkjanna. Mannskæður jarðskjálfti Talið er að yfir 20 hafi látið líf- ið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir vesturhluta Alsír í gær. Tugir létust í átökum Yfir 40 létu lífið í átökum milli kristinna og múslíma í Indónesíu í gær. Kveikt hefur verið í yfir 170 heimilum, kirkjum og öðrum byggingum á Bumeyju. Ástríðuglæpur Áttræður argentínskur maður skaut og særði 25 ára gamla ást- konu sína og framdi síðan sjálfs- morð eftir að hafa komist að því að hún ætlaði að yfirgefa hann. Ástkonan kom til heimilis manns- ins fyrr á árinu sem vinnukona. Aho og Halonen leiða Esko Aho, frambjóðandi Mið- flokksins, og Tarja Halonen, fram- bjóðandi Jafnaðarmannaflokks- ins, njóta mest fylgis fyrir forseta- kosningamar í Finnlandi í næsta mánuði. Óttast hryðjuverk Ótti Bandaríkjamanna við hryðjuverk vex meir og meir eftir, því sem nær dregur áramótiun. Hafa bandarísk yfirvöld varað al- menning við og beðið hann að til- kynna um gmnsamlegt atferli. Blair bjargaði Peter Mandelson, ráöherra mál- efna N-írlands í bresku stjóm- inni, segir í biaðaviðtali í dag að það hafi verið hörmu- legasta reynsla lífs hans þegar hann neyddist til að segja af sér ráðherra- embætti í fyrra. Mandelson sagði af sér eftir að í ljós kom að hann haföi fengið lánuö nær 400 þús- und pund til að kaupa hús af Geoffrey Robinson, samráðherra sínum. Robinson sagði einnig af sér vegna málsins. í viðtalinu seg- 1 ir Mandelson að hann hafi fengiö 3 mikinn stuðning frá Tony Blair 3 forsætisráðherra og fjölskyldu i hans. 1 86 blaðamenn falla 86 blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn hafa látið lífið við störf sín það sem af er þessu ári. Flestir létust á Balkanskaga, í Rússlandi og i Sierra Leone. Lavamat 8682 S9■ 9T/£lkr. star. I Lavamat 62310 j Lavamat W 80 | ILavamatW 1030 Lavamat 74620 j Vindingarhraði: 160071200/ 1000/800/600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerfi • Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1200/800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla • „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerii • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1400/1000/800 /600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Sími 530 2800 Tilboðsverð Tilboðsverð Tilboðsverð áður 76.900 UMOOOSMENN Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirdínga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð. Búðardal. Vesttirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafiröi. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrimsfjarðai, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammslanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabuð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Áusturland: Sveinn Guðmundsson, Eqilsstöðum. Kf. Vopnafirdinga, Vopnafirði. Kf. Stóðfiröinga. Verslunin Vík. Neskaupslað. Kf. Fáskrúðslirðinga. Fáskrúðsiirði. KASK. Hofn. KASK D|upavogi. Suðurland: Mosiell. Hellu. Árvirkinn, Sellossi. Rás, Þorlákslióln. Brimnes. Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Ralborg. Grindavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.