Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Utlönd Prinsessan brosti en lét ekkert uppi Japanska prinsessan Masako kom í gær í fyrsta sinn fram opin- berlega síðan fjölmiðlar ærðust yfir fregninni að hún kynni að vera barnshafandi. 13 þúsund Japanir fógnuðu prinsessunni við keisarahöllina í tilefni 66 ára af- mælis keisarans. En Japanir, sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að fá að vita hvort erfingi er á leiðinni, urðu fyrir vonbrigðum því prinsessan var þögul sem gröfin. Sex ár eru síðan Masako og krónprins Japans, Naruhito, voru gefin saman og enn bólar ekkert á bami. Japanir hafa verið með mögu- lega þungun prinsessunnar á heil- anum síðan dagblað birti frétt þess efnis 10. desember síðastlið- inn að prinsessan kynni að vera komin 5 vikur á leið. Þegar prinsessan fór í ómskoðun 13. des- ember var æsingur fjölmiðla svo mikill að þeir fylgdust með bil hennar úr þyrlu. Bankaræningi á biluðum bíl Bilaður bíll stöövaði flótta vopnaðs bankaræningja sem tek- ist hafði að krækja sér í um 4 milljónir islenskra króna í banka í Svendborg í Danmörku. Ræning- inn hafði skipulagt ránið vel og lagt stolnum bfl fyrir utan bank- ann. Hann hljóp meö ránsfenginn út úr bankanum en gat ekki start- að bílnum. Bankaræninginn lagði því á flótta á tveimur jafnfljótum en ekki leið á löngu þar til lög- reglunni haföi tekist aö hlaupa hann uppi. Uppbyggingarstarfið hafið eftir hamfarirnar í Venesúela: Björgunarþyrla fórst og 8 með Uppbyggingarstarfiö eftir aur- skriðumar og flóðin í Venesúela í síðustu viku er hafið. Talið er að allt að þrjátíu þúsund manns kunni að hafa látið lífið í þessum verstu hamfórum í sögu Rómönsku Amer- íku. Hermenn héldu áfram aö eltast við gripdefldarmenn á hamfara- svæðunum við Karíbahafsströnd Venesúela. Julio Montes, ráðherra í stjóm Venesúela, sagði að stjómvöld ætl- uðu að leggja andvirði rúmlega fimmtíu mUljarða íslenskra króna þegar í stað í viðgerðir á vegum, raf- magnslínum og vatnslögnum á 100 kUómetra breiðu belti í Vargas-hér- aði. Þar sem áður voru íbúðablokkir og sumarleyfisstaðir miðstéttarfólks úr höfuðborginni Caracas er nú að Hugo Chavez, forseti Venesúela, gerir að gamni sínu viö unga pilta sem misstu heimili sín í náttúru- hamförunum í síðustu viku. miklu leyti eins og landslag á tungl- inu. Björgunarstarfið i Vargas hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. í gær fórst þyrla sem var að flytja fólk sem komst lifandi úr náttúruhamfor- unum. Átta manns létust, þar af þijú böm. Þetta er fimmta þyrluslysið frá því björgunaraðgerðir hófust. Áður hafði ekki orðið manntjón. Hermenn eru við eftirlitsstörf á hamfarasvæðunum og hafa þeir handtekið fjölda manna sem hafa lát- ið greipar sópa um eigur fólks. Varðsveitir íbúanna halda einnig uppi eftirliti, vopnaðar prikum, hafnaboltakylfum og stundum al- vöruvopnum. Varðeldar hafa verið kveiktir víða til að bægja burtu lyktinni af rotn- andi líkum. Börnin í Deir Al Lateen kirkjunni á Gaza duttu aldeilis í lukkupottinn í gær þegar jólasveinar heimsóttu þau og færðu þeim gjafir. Um það bil tvö þúsund kristnir menn búa á Gaza og kristnar kirkjur þar eru þrjár. Forsætisráðherra Rússlands í spámannslíki: Tsjetsjeníustríðið brátt búið Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 28. des- ember 1999, kl.15.00 á eftir- ________farandl eign:_____ Árbakki, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen. Gerðar- beiðendur eru Samskip hf., Lánasjóður landbúnaðarins, Landsbanki íslands hf. og Búnaðarbanki íslands hf. SÝSLUMAÐURINN RANGÁRVALLA- SÝSLU Uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu eiga ekki von á góðu. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að endalok styrjaldar- innar í Tsjetsjeníu væru ekki langt undan og aðrir embættismenn spáðu Rússum sigri innan tíðar. Rússneski herinn hélt uppi hörð- um loftárásum og skothríð úr stór- skotaliðsbyssum á vígi uppreisnar- manna múslíma í fjalllendinu í Tsjetsjeníu sunnanverðri. Stór- skotaliðsárásir voru einnig gerðar á héraðshöfuðborgina Grozní. Talsmaður vopnaðra sveita heimamanna sem hliðhollar eru stjómvöldum í Moskvu sagði að Grozní væri um það bil að falla. „Grozní verður undir stjóm okk- ar innan sjö daga,“ hafði fréttastof- an Interfax eftir talsmanninum. Stríðsreksturinn í Tsjetsjeníu hef- ur aukið mjög vinsældir Pútíns for- sætisráðherra, eins og sannaðist best í kosningunum á sunnudag þar sem tveir flokkar sem styðja stjóm- völd hlutu mikið fylgi. Pútín sagði í gær að meira jafnvægi væri nú í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, þar sem kommúnistar hafa ekki sömu yfirburðastöðuna og áð- ur. Hann átti þó ekki von á að stjómarmálum vegnaði þar betur. Stuttar fréttir dv 470 saknað eftir sjóslys Nær 470 manns var saknað eft- ir að þegar farþegaferja sökk und- an strönd Filippseyja í morgun. Reynir að stöðva flótta William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins í Bretlandi, reynir nú að stöðva flótta manna sinna yf- ir í Verka- mannaflokkinn. Skipaði Hague í gær stuðnings- mönnum aö fylkja liði og bannfæra ekki þá sem ekki taka undir andstöðu hans við sameiginlega mynt Evr- ópusambandsríkjanna. Mannskæður jarðskjálfti Talið er að yfir 20 hafi látið líf- ið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir vesturhluta Alsír í gær. Tugir létust í átökum Yfir 40 létu lífið í átökum milli kristinna og múslíma í Indónesíu í gær. Kveikt hefur verið í yfir 170 heimilum, kirkjum og öðrum byggingum á Bumeyju. Ástríðuglæpur Áttræður argentínskur maður skaut og særði 25 ára gamla ást- konu sína og framdi síðan sjálfs- morð eftir að hafa komist að því að hún ætlaði að yfirgefa hann. Ástkonan kom til heimilis manns- ins fyrr á árinu sem vinnukona. Aho og Halonen leiða Esko Aho, frambjóðandi Mið- flokksins, og Tarja Halonen, fram- bjóðandi Jafnaðarmannaflokks- ins, njóta mest fylgis fyrir forseta- kosningamar í Finnlandi í næsta mánuði. Óttast hryðjuverk Ótti Bandaríkjamanna við hryðjuverk vex meir og meir eftir, því sem nær dregur áramótiun. Hafa bandarísk yfirvöld varað al- menning við og beðið hann að til- kynna um gmnsamlegt atferli. Blair bjargaði Peter Mandelson, ráöherra mál- efna N-írlands í bresku stjóm- inni, segir í biaðaviðtali í dag að það hafi verið hörmu- legasta reynsla lífs hans þegar hann neyddist til að segja af sér ráðherra- embætti í fyrra. Mandelson sagði af sér eftir að í ljós kom að hann haföi fengið lánuö nær 400 þús- und pund til að kaupa hús af Geoffrey Robinson, samráðherra sínum. Robinson sagði einnig af sér vegna málsins. í viðtalinu seg- 1 ir Mandelson að hann hafi fengiö 3 mikinn stuðning frá Tony Blair 3 forsætisráðherra og fjölskyldu i hans. 1 86 blaðamenn falla 86 blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn hafa látið lífið við störf sín það sem af er þessu ári. Flestir létust á Balkanskaga, í Rússlandi og i Sierra Leone. Lavamat 8682 S9■ 9T/£lkr. star. I Lavamat 62310 j Lavamat W 80 | ILavamatW 1030 Lavamat 74620 j Vindingarhraði: 160071200/ 1000/800/600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerfi • Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1200/800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla • „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerii • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1400/1000/800 /600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Sími 530 2800 Tilboðsverð Tilboðsverð Tilboðsverð áður 76.900 UMOOOSMENN Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirdínga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð. Búðardal. Vesttirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafiröi. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrimsfjarðai, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammslanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabuð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Áusturland: Sveinn Guðmundsson, Eqilsstöðum. Kf. Vopnafirdinga, Vopnafirði. Kf. Stóðfiröinga. Verslunin Vík. Neskaupslað. Kf. Fáskrúðslirðinga. Fáskrúðsiirði. KASK. Hofn. KASK D|upavogi. Suðurland: Mosiell. Hellu. Árvirkinn, Sellossi. Rás, Þorlákslióln. Brimnes. Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Ralborg. Grindavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.