Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Síða 35
r I>V LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 imm 43\ Skokkið á sér margar jákvæðar hliðar Það væri hægt að tína til hundrað góðar ástæður fyrir því að hefja skokkæfingar. Helsta ástæðan er að skokkið er sennilega áhrifamesta aðferðin til að ná góðu líkamsá- standi. Hálftíma skokkæfingar á dag að jafnaði fjóra daga vikunnar er árangursríkasta aðferðin tii að bæta heilsuástand sitt á stuttum tíma. Skokk er áreiðanlega aðgengileg- asta íþróttagrein veraldar. Þaö skiptir nánast engu máli hvar þú býrð eða hvar þú ert á ferðalagi, nánast alltaf er hægt aö finna hent- ugt svæði til að skokka. Engin þörf er á að leita uppi líkamsræktar- stöðvar eða kaupa sér umfangsmik- inn og dýran útbúnað. Það eina sem þarf til aö stunda skokkið eru góðir skór og hentugur fatnaður sem oft- ast er til staðar. Allir vita hvemig á að skokka og ef einhver telur sig ekki vita hvemig á að bera sig að þá er auðvelt að nálgast þær upplýsing- ar. Umsjón (sak Örn Sigurðsson Skokkið er einhver áhrifaríkasta aðferðin til að losna við streitu. Til- tölulega stuttar æfingar geta haft kraftaverkaáhrif í þeim efnum. Að sama skapi eru fáar íþróttagreinar jafn áhrifaríkar til að brenna kalor- ium og léttast. Hver einstaklingur kýs sér hraða að sínum hentugleika en þó ættu skokkarar að reyna að leggja eitthvað á sig. Átakalaust skokk kemur að tiltölulega litlum notum. Þeir sem hafa á annað borð skokkað þekkja vel vellíðunartil- finninguna sem því fylgir. Þar er ekki einungis átt við hina þægilegu endorflntilfmninguna að loknum æflngum heldur einnig ánægjuna yfir því að hafa staðið við markmið- in. Sjálfstraustið og sjálfsímyndin vex í samræmi við æflngaálagið. Með því að taka þátt í almennings- hlaupum geta menn borið sig sam- an við marga bestu hlaupara lands- ins. í almenningshlaupum keppa allir hlauparar á öllum getustigum á jafnréttisgrundvelli. Skokkið hefur þann kost fram yf- ir margar aðrar íþróttagreinar að vera fjölskylduvænt. Það er ekkert því til fyrirstöðu að öll fjölskyldan geti stundað skokkið í sameiningu. Flestir skokkarar fmna sér reyndar hlaupahópa til að æfa með og fá út úr því mikla ánægju. í nánast öllum þéttbýliskjörnum landsins er að flnna skokkhópa. Hvernig á að byrja? Það eru margir sem hafa ætlað sér að byrja að skokka en aldrei kom- ið sér að verki. Ýmis gagnleg ráð er hægt að gefa byrjendum. Þeir sem eru ekki í góðu líkamsformi ættu að hafa samband við heimilislækni sinn eða annan sérfræðing og biðja hann að kanna ástandið. Það er sérstak- lega mikilvægt fýrir fólk sem hefur ekki hreyft sig árum saman og hlað- ið á sig aukakílóum. Ástand líkam- ans er oft hægt að mæla á hlaupa- bretti og niðurstöðurnar segja oft til um hvort heilsunni er hætta búin við að hefja skokk. Það er töluleg staðreynd að fólki sem skokkar 5 km að jafnaði eða lengra er síður hætt við hjartaáfalli. Þrátt fyrir þá staðreynd er ráölegt að leita ráða sérfræðinga um hvort óhætt sé að hefja æfingar. 1 því sam- bandi skiptir máli hvort hjartveiki sé ættgeng hjá viðkomandi einstaklingi eða hvort byrjendurnir séu stórreyk- ^ ingamenn. -ÍS Gamlárshlaup ÍR 31. desember: Slakar aðstæður drógu lítillega úr þátttöku Erla Gunnarsdóttir íþróttakennari náði 2. sætinu i kvenna- flokki. Gamlárshlaup ÍR, sem jafnan fer fram á síðasta degi ársins, á sér langa hefð og þátt- taka hefur jafnan verið góð. Á síðasta degi ald- arinnar (fyrir þá sem telja að árið 2000 sé byrjun á nýrri öld) var reyndar minni þátttaka en á undanfömum ámm en ástæðuna má aðallega rekja til þess að aðstæöurnar föstu- daginn 31. desember siðastliðinn i Reykjavík voru heldur óhagstæð- ar. Þó munaði ekki miklu á fjöldanum en keppendur vom 232 talsins sem hlupu þessa hefðbundnu 10 km. Til samanburðar má geta þess að árið 1998 voru keppendur 286, árið 1997 vom þeir 270 og 242 árið 1986. Eins og undanfarin ár voru margir af bestu hlaupumm landsins meðal þátttakenda og margir náðu ágætisárangri þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði. Björn Margeirsson (fæddur 1979) náði besta tíma allra keppenda, hann hljóp á 34.55 mínútum. Burkni Helgason (1978) kom þar skammt á eftir á tímanum 34.55. Sigur- björn Árni Amgrímsson (1973) náði þriðja besta tima keppenda, 35.52 mínútum en Ragnar Guð- mundsson (1968) kom fjórði í mark á 36.22 mínútum. Ekki ófrægari kappar en Arnaldur Gylfason (37.15) og Bjartmar Birg- isson (37.52) komu í næstu sætum þar á eftir. Þessir piltar kepptu allir í aldursflokknum 19-39 ára. Það kom fáum á óvart að Stein- ar Jens Friðgeirsson (1957) skyldi ná besta tímanum í aldursflokkn- um 40-44 ára, 38.01 mínútu en Guðmann Elísson (1958) varð þar annar á 38.35 mínútum. í næsta aldursflokki fyrir ofan, 45-49 ára urðu Þórhallur Jóhannesson (1953) og Jóhann B. Kristjánsson fyrstir og jafnir í mark á tíman- um 43.03. Birgir Sveins- son, sem fæddur er 1945, kom fyrstur í mark i aldursflokknum 50-54 ára á 42.46 mínútum. Olav Ómar Kristjánsson (1948) varð annar á 43.40. Gunnar J. Geirs- son (1944) varð fyrstur í flokki 50-59 ára karla á 48.11 og rúmri minútu síðar (49.13) varð Baldur Jónsson sem einnig er fæddur 1944. Unnsteinn Jóhannsson, sem fædd- ur er 1931, kom fyrstur í mark í 60+ aldurs- flokknum á 53.04 en Berghreinn G. Þor- steinsson (1936) hljóp á 53.38. Ágætur tími náðist í flokki stúlkna 18 ára og yngri. Þar var mikil keppni um fyrsta sætið og Gígja Gunnlaugsdótt- ir (1982) náði að vera flmm sekúndum á undan Rakel Ingólfsdóttur (1985) þegar hún hljóp á 45.53 minútum. Besta tímanum í kvennaflokki náði hins vegar Bryndís Erntsdóttir (1971) í ald- ursflokknum 19-39 ára, 42.57 mín- útum. Hin frækni íþróttakennari Erla Gunnarsdóttir (1962) kom þar skammt á eftir á 44.13 mínút- um. I kvennaflokki 40-44 ára varð Sigurbjörg Eðvarsdóttir (1958) hlutskörpust á 48:51 en Elísabet Jóna Sólbergsdóttir fylgdi fast á eftir á 49:15 mínútum. Bryndís Magnúsdóttir (1950) náði fyrsta sætinu í 45-49 ára aldursflokknum á fyrirtaks tima, 47:11 mínútum en Matthildur Hermannsdóttir sem lenti í öðru sæti hljóp á 56:20. Lítill munur var á tveimur fystu sætunum í aldursflokknum 50-54 ára, Fríða Bjarnadóttir (1946) kom þar fyrst í mark á 50:17 en Ingi- björg Jónsdóttir (1949) var aðeins tveimur sekúndum á eftir í mark. «• Ágústa G. Sigfúsdóttir sem fædd er árið 1941 kom fyrst í mark i 55+ aldursflokknum á 64:08 mín- útum og Guðrún Kvaran (1943) á eftir henni á 67:25 mínútum. -ÍS forskotl f vlðsklptum ð Vísl.ls visir.is Notaðu vísifingurinn! Leiktu þér á Krakkavef Vísis.is visir.is Notaðu vísifingurinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.