Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Efnið sem maður hefur innanstokks Petur Gunnarsson ræðir um Myndina af heiminum: Biskupar nú á dögum skrífa um trúna, dauöann, engla og líf eftir þetta líf. Ágústínus skrifar hins vegar um alla tilveru mannsins. 14. bók í Borg guös fjatl- ar til aö mynda öll um gredduna og þar eyðir hann mestu púöri í lim karlmannsins. „Heimspekin í verkinu er „Við erum hér og nú, en við erum ekki fœdd í gœr. “ Hvernig vió erum og hvernig við hugsum á sér rœtur langt aftur í fortíð- inni, “ segir Pétur Gunnarsson sem hefur mi sent frá sér bók- ina Myndin af heiminum - Skáldsaga íslands 1 sem kemur út hjá Máli og menningu og hefur þegar verió tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna. „ Viðleitni mín í verkinu sem ég kalla Skáldsögu íslands er að reyna aö grafast fyrir um þessar rætur. Reyna að fram- kalla þennan ósýnilega hluta af okkur sjálfum. -Þegar hugurinn hvarflar að því sem þú hefur verið að þýða hin síð- ari ár - tvö bindi af 1 leit að glötuð- um tíma eftir Marcel Proust, ansi umfangs- og efnismikið verk - það lítur út fyrir að Myndin af heimin- um verði það einnig. Geturðu rak- iö einhver áhrif frá verki Prousts? „Ég kem ekki auga á það í fljótu bragði. Rætur þessa verks ganga nokkuð lengra aftur. Ég rek upp- hafið til þess að ég gerði útvarps- þátt áriðl982 sem ég kallaði Mynd- ina af íslandi, og fjallaði um ís- landssöguna, landnámið og upp úr, til okkar daga. Þar fór ég að máta mig við sögulegt efni og hef síðan komið mér niður á aðferð þar sem ég er i raun í tveimur tímum i senn. Verk Prousts er annars eðlis, það er hans persónusaga jafnhliða umfjöllun um samtímann. Hann fer ekki mikið aftur á bak í tíma. Ég er hins vegar alltaf í nútiman- um að skoða fortíðina og í fortíö- inni að skoða nútímann - það er innangengt í báðar áttir.“ Pétur segir alls óvíst hvaða stefnu verkið tekur, en aðferðin er þarna; nútíð og fortíð samferða, heimspeki, skáldskapur og sagn- fræði í bland. Heldur höfundurinn að hann sé kominn á rétta hillu? „Ég hef nú ekki haft á tilfinning- unni að ég væri á rangri hillu,“ segir Pétur og hlær. „Ætli það sé annars ekki gangverkið í því að vera rithöfundur að þjálfa sig i því að miðla á æ gagngerari hátt því efni sem maður hefur innanstokks. Kannski hef ég fengið þessa hug- mynd fyrir 18 árum en verið van- búinn til þess að fylgja henni eftir - aðeins haft löngunina. Þá fer heilmikil vinna í að þjálfa sig upp í aö skrifa verkið. En það er ekki hægt að tala um hvenær maður byrjaði og hvenær maöur endaði. Það gerist ómeðvitaö líkt og ef maður ætlaði í ferðalag til Ind- lands. Þá byrjar maður ósjálfrátt að kynna sér landið og allt sem lýt- ur að ferðinni, kostnað viö hana og búnað. Það er svolítið svipað þegar ráðist er i verk af þessum toga.“ Skemmtílegur höfuðverkur - Það fer óvenju lítið fyrir sjálf- inu í bókinni - svona miðað við önnur skáldverk. „Já, en það er persóna sem teng- ir mig og lesandann við heims- mynd einstaklingsins. Hún kemur öðru hvoru við sögu en hverfur inn á milli. Stundum er hún dvín- andi og stundum vaxandi og stund- um full, en lýtur sínum lögmálum - er bara eins og tunglið á himnin- um. Höfundurinn gefur sér líka rúm í verkinu og kemur jafnvel fram í eigin persónu.“ -Varstu aldrei hræddur við að þú værir að ætla þér of mikið? Þú ert að skrifa veraldarsöguna alla ... „Jú,“ segir Pétur og hlær. „Ég var oft hræddur viö það. Sannleik- urinn er sá að þegar maður byrjar að mata skáldverk á fræðOegu 21. öldin mun verða öld þar sem maðurinn mun í auknum mœli líta til alheimsins, fugla himins og akursins liljugrasa. efni, þá eru engin takmörk fyrir því hvað það getur táknað mikla vinnu. Skáldverk sem er eingöngu samið á þess eigin forsendum og er bara uppspuni og skáldskapur, þaö lýtur sínum lögmálum en þegar maður er komin í slagtog með fræðunum getur maöur endalaust lesið, tekiö nótur og velt hlutunum fyrir sér. Það hefur vissulega verið höfuðverkur, en líka mjög skemmtOegt og lífgefandi." Trúin komin í eina skúffu Pétur las heimspeki í Frakk- landi og segist aOtaf öðrum þræði hafa verið í félagsskap fræðanna. „Vinna rithöfundarins við að lesa aðra höfunda er eins og að læra sundtökin með kút í grunnu lauginni, en þegar kútnum sleppir fer maður í djúpu laugina og ef að- stæður leyfa: hafdjúpið sjálft. Þá erum við komin út í köfun. Það þýðir ósjálfrátt minni skáldsögu- lestur og meiri þekkingarleit.“ - UmíjöOun um trú og trúmál fær líka mikið pláss sem viðfangs- efni í bókinni. „Já, það helgast af því að á mið- öldum var trúin leikmyndin öO. Þó að nú hafi trúin skroppið saman í aðeins eina skúffu innan leik- myndarinnar. Ég ijaOa um kristni- tökuna sem var svo ofarlega í hug- um manna á þessu ári og þá rek ég mig á það að kristnitakan á íslandi er sérkennOega takmörkuð. Átök- in virðast svo smá í sniðum. Það er engu líkara en íslendingar hafi orðið kristnir á eirnn nóttu! Það helgast væntanlega af því að heiðn- in styðst ekki við neinar ritaöar bókmenntir, heldur kemur kristn- in með ritmálið. Maður hefur á tO- finningunni að þetta hafi verið mjög ójafn leikur og kristnin hafi ýtt heiðninni áreynslulaust tO hlið- ar. Þvi varö mér starsýnna á hina upphaílegu kristnitöku, sem fór fram í Rómaveldi. Þar er hið gagn- stæöa uppi á teningnum, þá mætir kristnin mörg hundruð ára gam- alli menningu, sem á sína trú, súi- ar bókmenntir og sina heimspeki. Þar standa harövítug átök i 250 ár. Mér þótti ég þurfa að fara aftur tO Rómar tO þess að meta kristnitök- una.“ Ágústínus skrifar um gredduna „Það sem vekur mesta furðu þegar kristnin mætir heiðninni er hin róttæka afstaða kristninnar tO kynlifsins. Að kristnin skuli segja sjálfum grunnþætti tOverunnar: kynlífinu stríð á hendur! HeOagur Ágústínus, einn af grundvallar- hugsuðum eða arkitektum kristn- innar skrifaði verkið Borg Guðs, þrjú þúsund blaðsíöna doðrant sem íjaOar um aOar hliðar mann- lifsins. Og þá meina ég aOar. Sem aftur segir manni heilmikið um stöðu kristninnar á miðöldum. Biskupar nú á dögiun skrifa um trúna, dauðann, engla og líf eftir Mannsœvin er löng og við búum við svo mikið öryggi að okkur finnst himnaríki fremur óspennandi staður. þetta líf. Ágústínus skrifar hins vegar um alla tOveru mannsins. 14. bók í Borg guðs fjallar tO að mynda öO um gredduna og þar eyðir hann mestu púðri í lim karl- mannsins. Hvemig beri aö útskýra hegðun hans og hvemig greddan komi tO sögunnar með syndafaO- inu. Borg Guðs var lesin um aUa Evrópu og í hverju einasta klaustri hafði hún svipaðan sess og Orða- bók Menningarsjóðs á heimOum nútímafólks á íslandi. Höfundur Njálu þekkti alveg örugglega verk Ágústinusar og hugleiðingar hans um hegðun limsins." Pétur segist ekki eingöngu íhuga þessar sögur vegna þess að honum fmnist þær skemmtUegar eða skrýtnar heldur segir hann það mikOvægt að við skUjum hvernig hugmyndir okkar um okkur sjálf em tilkomnar. „Lif miðaldamannsins er svo stutt, brothætt og takmarkað. Mað- ur skilur svo vel að hann skuli meðtaka boðskap kristninnar um lífið sem táradal, þar sem jarðnesk tOvera mannsins er sett innan sviga. ÖU innræting kirkjunnar miðar að því aö fá manninn tU þess að afsala sér þessari jarð- nesku tUveru fyrir himnesku til- veruna sem tekur við. Þetta horfir öfugt við nútlmamanninum. Mannsævin er löng og við búum við svo mikið öryggi að okkur fmnst himnaríki fremur óspenn- andi staður. Afstaða okkar tO trú- mála hefur skUjanlega tekið breyt- ingum, en þörf mannshis tU þess að fmna lífi sinu tUgang og átta sig í tUverunni er alveg jafn rík. En mín tilfinning er að nútímamaöur- inn sé ákaflega vannærður hvað snertir fullnægju þessarar þarfar. Ég hef þá trú að framtíðin eigi eft- ir aö gefa þessu mun meiri gaum en gert er í dag.“ -Verður þá afturhvarf tU gam- aUa hugsana og gOda? „Nei, ekki afturhvarf. Það sem ég á við er að 21. öldin muni verða öld þar sem maðurinn muni í auknum mæli líta tU alheimsins, fugla himins og akursins lilju- grasa.“ -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.