Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Síða 28
28
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
DV-MYND ÞOK
Mikael Torfason
„Ég er ánægöur aö þessi mikla vinna hafi skilaö sér í góöum dómum. Ég er þó oröinn svo brynjaöur aö ef ég
fengi slæma dóma fyndi ég eitthvaö jákvætt viö þá - alveg eins og ég reyni aö hanga í því neikvæöa núna. “
Lýg ekki
að lesendum
Mikael Torfason á eina af
athyglisverðustu bókum ársins,
Heimsins heimskasti pabbi
Mikael Torfason kvaddi sér
hljóös í íslenskum bók-
menntum með bókinni
Falskur fugl árið 1997. í fyrra kom út
hjá Forlaginu bókin Saga af stúlku og
í ár gaf JPV-forlag út bókina Heims-
ins heimskasti pabbi sem af mörgum
er talin ein af bestu bókum ársins og
er án efa sú athyglisverðasta.
Ófrísk eftir Baltasar?
Heimsins heimskasti pabbi er
kannski fyrst og fremst samtimasaga,
reyndar svo mikil samtímasaga að
inn í hana fléttast raunverulegar
nafngreindar persónur. Til dæmis
ásakar Marteinn Máni, stómasjúk-
lingur, aðalsöguhetja og sögumaður,
konuna sína um að hafa haldið fram
hjá sér með Baltasar Kormáki. Mar-
teinn útlistar líka skoðanir sínar á
Ingibjörgu Sólrúnu og Kolbrúnu Hall-
dórsdóttur á hispurslausan og sumir
myndu segja, hrottafenginn, hátt.
Hefur einhver af þeim sem nefndir
eru i bókinni haft samband við þig?
„Ég sá Hilmi Snæ á kaffihúsi um
daginn en ég tranaði mér ekkert fram.
Þaö hvarflaði að mér þegar ég kom út
úr flugvélinni frá Kaupmannahöfn aö
það væri kannski ekki svo skemmti-
legt að hitta þetta fólk. En þetta er
nauðsynlegt fyrir trúverðugleika sög-
unnar. Það stendur fremst í bókinni
að þetta sé skáldsaga.
Baltasar, Hilmir og Ingvar eru bara
eins og Davíð Oddsson. Við eigum
þessa drengi nema þeir stígi út úr
samfélaginu og starfinu sínu. Maður
„Úlfhildur er bara ein-
hver bókmenntafrœðing-
ur sem setur hlutina í
hápólitískt samhengi. Ég
veit ekki hvað hún á við.
Er það ekki pólitísk rétt-
hugsun að láta móður
bregðast í bók?“
hefur séð forsíðumar með þeim. Mað-
ur veit ef konurnar þeirra eru óléttar;
það koma myndir af því í Séð og
heyrt. Það væri ekki hægt að skrifa
samtímasögu án þess að þeir kæmu
við sögu eða væru í bakgrunninum."
Mikael gengur að þessu leyti skrefi
lengra en aðrir höfundar og má þar
minnast umræðu um leikverkin
Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason og
Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símon-
arson þar sem áhorfendur telja sig
þekkja ákveðnar persónur þótt þær
heiti öðrum nöfnum. Hvað þetta varð-
ar segir Mikael: „Ég lýg ekki aö les-
endum.“
Samtíminn svikinn
Allar bækur Mikaels hafa fjallað
um samtimann. Af því skapast ákveð-
in sérstaða því íslenskir rithöfundar
hafa oft verið gjarnir á að skrifa sögu-
legar skáldsögur.
Hvaða gildi heldurðu að bók sem er
skrifuð árið 2000 og fjallar um árið
1850 hafi fyrir lesanda árið 2100?
„Þær hafa ekkert gildi. Bækur Guð-
bergs munu lifa þvi þær eru samtíma-
skáldsögur. Bækur Laxness voru sum-
ar sagnfræðilegar en þá bjó hér allt
önnur þjóð. Sú þjóð leitaði sjálfsmynd-
ar sinnar í gegnum sögu. Við erum
löngu hætt því. Það fagnaði énginn
þegar Thor gaf út sögu sem geröist á
Sturlungaöld. Það vissu allir að hann
hefði átt að fjalla um sinn aldur,
hvemig væri að vera gamall. Hann
svíkur það sem höfundur. Margir ís-
lenskir höfundar svíkja samtímann
með því að fjalla ekki um hann.“
Heldurðu að þeir treysti sér ekki til
þess?
„Ég veit ekki hvort þeir fatta þetta.
Það er samt búið að segja þetta í nokk-
ur ár. Thorar Bandaríkjamanna fjalla
mest um samtíma sinn og fjórða hver
bók er kannski sagnfræðileg.
Þetta er sorglegt. Menn eru alltaf að
leita eftir virðingu. Thor hefði aldrei
fengið bókmenntaverðlaun ef hann
hefði fjallað um gamalmenni og
hvernig þau upplifa kynlíf, börn og
barnaböm.
Það er búið að búa til svona bók-
menntaverðlaun. Þegar Einar Már
komst næst því að skrifa rosalega
samtímaskáldsögu, Engla alheimsins,
fékk hann enga tilnefningu til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna. Hún
slysaðist bara á borð útlendinga og
þeir sáu að einhver var að fjalla um
samtimann á Islandi."
Já, bókmenntaverðlaunin
Ákvöröun bókaútgefenda að láta
eina manneskju ráða tilnefningum í
flokki fagurbókmennta hefur vakiö
nokkrar deilur.
Hvert er viðhorf þitt til íslensku
bókmenntaverðlaunanna?
„Bókmenntaverðlaun hafa bara
slæm áhrif. Þau skipta engan máli
nema þann sem fær þau. Verðlaunin
eru marklaus þegar það er bara ein
manneskja í nefndinni. Þetta er búið
til að auglýsa nokkrar bækur og selja
þær.
Fólk er búið að fatta þetta og það
verður ekkert sniðugt að fá þessi
verðlaun. Það eru margir búnir að
segja þetta ár eftir ár og em farnir að
hljóma eins og einhveijir sérvitring-
ar, bitrir og beiskir. En núna þegar
kom í ljós að ein kona átti að ráða öllu
hugsaði fólk: „þetta er rotið“ - eins og
það sé eitthvað nýtt.“
Sumir hafa velt því fyrir sér hvers
vegna niðurstaða útgefenda varð að
velja einn. Mikael veit svarið við því.
„Útgefendur eru, eins og höfundar,
svo hræddir um að einhver verði reið-
ur út í þá. Útgefendur eru eins og
börn alkóhólista. Þeir urðu svo
hræddir um að ef þeir fengju þrjá eða
fjóra í nefnd þá yrðu nefndarmenn
ósammála þegar þeir byrjuðu að ræða
bækurnar. Þá yrðu nefndarmenn
óvinir þeirra sem skipuöu þá í nefnd-
ina.“
Pólitísk rétthugsun
Þrátt fyrir að dómar um Heimsins
heimskasta pabba hafi almennt verið
mjög jákvæöir setti Úlfhildur Dags-
dóttir spumingarmerki við það að
mamman í sögunni hefði bmgðist -
henni fannst það ekki sérlega frum-
legt.
„Úlfhildur er bara einhver bók-
menntafræðingur sem setur hlutina í
hápólitískt samhengi. Ég veit ekki
hvað hún á við. Er það ekki pólitísk
rétthugsun að láta móður bregðast í
bók? Á ég að biðja mæður landsins af-
sökunar? Þetta er bara mgl. Sæti ég
uppi með Félag einstæðra feðra ef fað-
irinn hefði bragðist?
Það er mjög áhrifamikiö þegar móð-
ir bregst. Úlfhildur Dagsdóttir á engin
böm og hefur ekki hugmynd um það.
Mæður sem bregðast era dæmdar af
samfélaginu, systrum og mæðmm. Af-
staða mín er því frekar femínísk.
Ég las einu sinni ritgerð um Sögu
af stúlku í Tímariti Máls og menning-
ar. Það var gaman að sjá að einhver
hafði tekið sér tíma í að lesa bókina.
Samt var þetta eitthvað sem ég skildi
ekki og átti ekki að skilja; ég var ekki
í markhópnum. Ég passaði mig á því
að eiga ekki þetta eintak svo ég færi
ekki að skoða það.
Bókmenntafræðingar eru sýrðir.
Ég hitti einn um daginn sem sagði
mér að saurpokinn á maganum á
stómasjúklingnum Marteini Mána í
Heimsins heimskasta pabba væri
tákn um það að bera syndir sínar ut-
an á sér. Þetta er svo mikið rugl. Það
er alltaf hægt að finna svona út. Það
var bara þannig að ég var með svona
poka og lánaði honum til að gera
hann að almennilegri persónu. Það er
ekki flóknara en það.“
Gul hús og blá hús
Heldurðu aö bókmenntafræðingar
haldi almennt að höfundar hugsi sér-
staklega um þá og táknfræði ýmissa
kenninga þegar þeir setjast við skrift-
ir?
„Ég held að þeir séu famir að halda
það. Þeir átta sig þó ekki á því að
þjóðin tekur ekki mark á neinum bók-
menntafræöingi. Stærstu gagnrýnend-
urnir þessi jólin eru Kolbrún Berg-
þórsdóttir og Hrafn Jökulsson sem
eru þekkt og em í sjónvarpinu. Fólk
er ekki með einhvem bókmennta-
fræðing hjá Mogganum á hreinu og
les eftir honum.
Fyrir utan þá 800 sem kaupa Tíma-
rit Máls og menningar og lesa Gyrði
þá veit fólk að bókmenntafræðingar
ljúga. Þeir fjalla um sögumar í þeim
tilgangi að athuga hvort þær eru
skrifaðar fyrir þá og þeirra fræði. Al-
menningur vill að fólk segi sér hvort
bækurnar séu skemmtilegar og góðar
svo það geti keypt sér til að lesa.“
Heldurðu að einhverjir höfundar
skrifi sérstaklega fyrir bókmennta-
fræðinga?
„Já. Sumir höfundar eru mjög með-
vitaðir um það. Nýjasta bók Gyrðis á
að vera „enn eitt púsl í Gyrðisgát-
una“. Hann lifir sig alveg inn í hlut-
verkið. Hann er með einhverja gátu í
gangi: Gul hús og blá hús. Maður sem
hjólar að einhverjum vita. - Þetta er
ekki um neitt en það er vel gert. Hann
kann þetta. Hann á kannski eftir að
gera eitthvað sem selst í meira en 800
eintökum og einhver vill lesa. Hann
hefur gengist svo upp í hlutverkinu að
hann mígur yfir samtímann.
Ég held að ég sé heiðarlegri gagn-
vart samtimanum og samferðafólki
mínu. Þótt ég nafngreini það þá míg
ég allavega ekki yfir það.“
Varö fjölskyldumaöur
Hvemig fer það saman að vera
aggressífur höfundur og íjölskyldu-
faðir?
„Ég les ekki upp úr bókunum mín-
um fyrir bömin mín,“ segir Mikael og
glottir við tönn. „Þegar ég eignaðist
fyrsta bamið mitt varð ég fjölskyldu-
maður og það var einmitt það sem ég
þurfti. Þá hætti ég að djamma með
vinum mínum og fékk sjálfsaga.
Heimilið er umgjörðin sem ég þurfti
til að skrifa og gefast aldrei upp.
Ég lít ekki á mig sem aggressífan
höfund. Það lítur bara þannig út af
því að það hefur verið ákveðinn
tepruskapur ríkjandi. Það má ekki
tala um bækur annarra og allt á að
vera svo settlegt. Þess vegna er bara
einn í nefndinni sem tilnefndi til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna. Ég
er greinilega svo naífur að segja hvað
mér finnst. Vonandi held ég því áfram
og verð ekki hræddur við aö mæta
fólki á götu.“
Hangi í því nefkvæða
En fyrir uppreisnargjaman höfund
hlýtur að vera erfitt að fá góða dóma.
„Ég reyni að halda í þetta neikvæða
svo ég telji mér ekki trú um að bókin
sé algóð. Ég er miklu betur undirbú-
inn undir dómana því ég er að koma
að utan og hef ekki séð neitt í sjón-
varpinu og blöðum. Ég skoðaði ekki
bókina í búöinni eða er að bögga út-
gefandann minn.
Ég er mjög ánægður að þessi mikla
vinna hafi skilað sér í góðum dómum.
Ég er þó oröinn svo brynjaður að ég ef
ég fengi slæma dóma þá fyndi ég eitt-
hvað jákvætt við þá - alveg eins og ég
reyni að hanga í því neikvæða núna.“
-sm