Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Page 57
61 F p i LAUGAKDAGUR 9. DESEMBER 2000__________________________________________ I>V Tilveran Jakob Þór Haraldsson, nýráöinn markaðs- og atvinnumálafulltrúi á Akranesi: Sóknarfærin eru mikil DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Nýir Skagamenn velkomnir. Jakob Þór Haraldsson, markaðs- og atvinnumálafulltrúi. Hann vill gjarnan að fólk af höfuðborgarsvæðinu flytji til nágrannabæjarins. DV, AKRANESI:____________________ Nýverið tók nýr markaðs- og at- vinnumálafulltrúi Akraness til starfa, Jakob Þór Haraldsson, 38 ára Seltimingur. Hann tók við starfmu af Bimi S. Lárussyni. Jakob Þór er menntaður ferða- málafræðingur og með masters- gráðu i markaðsmálum. Hann var meðal annars framkvæmdastjóri þriggja bæjarfélaga sem mynduðu samtökin Ferðavegurinn í Noregi. Þau samtök era byggð upp á svip- aðan hátt og t.d. Átak Akranes. Jakob hefur unnið við ráðgjafa- störf tengd ferðamálum og fyrir fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar með unglinga. Þá vann hann í fimm ár viö auglýsingastörf, var meðal annars auglýsingastjóri Helgarpóstsins og Heimsmyndar. „Það er í nógu að snúast þessa dag- ana og mér líst vel á nýja starfið. Það sem gerði það að verkum að ég sóttist eftir starfinu er að menntun mín og fyrri starfsreynsla á að nýt- ast mér og Akranesi mjög vel. „Ég tel að sóknarfærin hér á Akranesi séu mikil, í ljósi þess að 2-5% íbúa höfuðborgarsvæðisins gætu hugs- að sér að flytja til nágrannasveitar- félaganna. Þessir aðilar líta á Akranes sem vænlegan kost vegna þess að fjarlægðin er ekki mikil frá Reykjavík, eða um 30 mínútur. Að kaupa sér íbúö hér er mun hag- stæðara en í Reykjavík og ekki þurfa menn að hafa áhyggjur af eldgosum og jarðskjálftum á Skag- anum, ekki í sama mæli og á Suö- umesjum og Suðurlandi, en þaö eru einnig svæði sem Reykvíking- ar velta fyrir sér að búsetja sig á,“ segir Jakob Þór i spjalli við DV. Hann segir ánægjulegt aö sjá þróun mála hjá Norðuráli. MikO- vægt sé að kynna kosti bæjarins fyrir fyrirtækjum og einstakling- um sem til Akraness vilja koma. „Aðaláherslan á næsta ári verð- ur lögð á að kynna írsku dagana sem haldnir verða í annað sinn á Akranesi og enn fremur á nýju söfn- in þrjú, sem á að fara að opna á Görðum, Steinaríki íslands, Land- mælingasafn íslands og íþróttasafn- ið. Þá þarf að koma betur á fram- færi því glæsilega byggðarsafni sem tU staðar er. Það ætti að takast vel miðað við kynni mín af þeim aðU- um sem þar koma nálægt,“ sagöi Jakob Þór Haraldsson. -DVÓ Gallerí Reykjavík: íslenskt landslag í afstrakt formi Málverk eftir Sigurö Atla. Eitt af verkum hans sem eru sýnd í Gallerí Reykjavík. Sigurður Atli Atlason heldur sína fyrstu einkasýningu á olíumál- verkum í GaUerí Reykjavík, Skóla- vörðustíg 16, og verður hún opnuð í dag. Sigurður, sem er fæddur 7. júli 1958, útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987. Sýningin samanstendur af olíumálverkum, unnum á striga, sem eru máluð á síðustu tíu áram. Aðalþema myndanna er íslenskt landslag í afstrakt formi, ásamt fíguratífum túlkunum, óháöum tima og rúmi. Sýningin verður opn- uð kl. 15 í dag og henni lýkur 31. desember. Gallerí Reykjavík er opið mánudaga til fostudaga, 13-18, laug- ardaga kl. 13-17 og sunnudaga kl. 14-17. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. j ______/ Ármúla 8 - 108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Laugardag 11-18 Sunnudag 13-16 VALHUSGOGN 40 ARA Stofnað l.des 1960 ALLT ER FERTUGUM FÆRT í Tf* '■*—v ■ *■ p : | í il>] [< ■ ; , j ' ; iTS i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.