Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Síða 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV
Til heiöurs látnum
Fétagi í samtökum Yassers Arafats
skýtur úr byssu sinni upp í toftiö í
göngu tii minningar um alla þá sem
hafa falliö í átökum viö ísraela.
Skotbardagar
veikja friðarvonir
Skotbardagar á Vesturbakkanum
og dauöi Palestínumanns á Gaza í
gær uröu til að veikja enn frekar
vonir manna um að hægt verði að
semja um frið fyrir botni Miðjarðar-
hafsins áður en Bill Clinton lætur af
embætti Bandaríkjaforseta eftir
hálfan mánuð.
Gilead Sher, skrifstofustjóri
Ehuds Baraks, forsætisráðherra
ísraels, ræddi við bandaríska emb-
ættismenn vestur í Washington síð-
degis í gær og fundur var áformað-
ur með Clinton síðar. Sher lýsti því
yfir í gær að hann ætti ekki von á
að Clinton tækist að höggva á hnút-
inn sem friðarviðræðurnar eru
komnar í.
Vatnsskortur ger-
ir lífið leitt í Kína
Vatnsskortur í norðurhluta Kína
er orðinn svo gífurlegur að stjóm-
völd hafa ákveðið að veita vatni úr
hinu mikla Yangtze-fljóti tólf
hundruð kílómetra leið til að bjarga
því sem bjargað verður á þurrka-
svæðunum þar sem helstu ár hafa
þomað upp.
í blaðinu International Herald
Tribune segir að með þessu séu yf-
irvöld að viðurkenna að þurrkarnir
í norðurhluta landsins séu ekki af
náttúrunnar völdum heldur sé um
að kenna eyðingu skóga og öðrum
mannanna verkum.
Það mun taka heilan áratug að
grafa skurðina til að veita Yangtze
norður á bóginn og að minnsta kosti
tvö hundruð þúsund manns verða
fluttir frá heimilum sínum vegna
framkvæmdanna.
Lionel Jospln
Virt franskt dagblaö sagöi í gær aö
franski forsætisráöherrann ætlaöi
aö seg/a af sér snemma á næsta
ári en því var vísaö á bug.
Jospin ekkert á
afsagnarbuxum
Aðstoðarmenn Lionels Jospins,
forsætisráðherra Frakklands, sögðu
í gær að ekkert væri hæft í fregnum
um að hann ætlaði að segja af sér
snemma á næsta ári og einbeita sér
að því að sigra í forsetakosningun-
um sem verða haldnar í marsmán-
uði eða maí.
Dagblaðiö Le Monde hafði eftir
heimildarmönnum sínum sem
standa forsætisráðherranum nærri
að Jospin vildi hafa óbundnar hend-
ur þegar nær drægi kosningunum.
Fastlega er búist við aö Jospin
muni bjóða sig fram gegn Jacques
Chirac, núverandi forseta, þótt
hann hafi ekki lýst því yfir enn.
Skýrsla umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna:
Talsverð geisla-
mengun í Kosovo
Prófanir sem umhverfisstofnun
Sameinuðu þjóðanna gerði sýna að
umtalsverð geislavirkni er á þeim
stöðum í Kosovo þar sem NATO
beitti vopnum með rýrðu úrani.
Þýska dagblaöiö TAZ greindi frá
því í gær að átta staðir af ellefu sem
kannaðir voru í nóvember hafi
reynst að hluta töluvert mengaðir.
Blaðið sagði að úranryk og
ósprungnar sprengikúlur hefðu
fundist og vitnar í bráðabirgða-
skýrslu umhverfisstofnunarinnar
sem dagsett er 29. desember 2000.
Sprengikúlur með úrani á oddin-
um voru notaðar til að rjúfa gat á
brynvarin farartæki Serba, eins og
skriðdreka.
NATO er undir miklum þrýstingi
frá stjómvöldum í nokkrum ríkjum
Evrópusambandsins vegna fullyrð-
inga um að rýrt úran, sem notað var
í vopnum NATO, hefðu valdið
dauða nokkurra friðargæsluliða á
Gæsluliöi í Kosovo
ítralskur friöargæsluliöi sinnir
skyldustörfum sínum í bænum Pec í
Kosovo. Háværar kröfur eru um aö
NATO kanni hvort sprengikúlur meö
rýröu úrani hafi valdiö bæöi sjúk-
dómum og dauöa hjá gæsluliöum.
Balkanskaga eða sjúkdómum sem
hafa verið kallaðir „Balkanskaga-
heilkennið".
Kastljósinu var beint að sjúkdóm-
inum eftir að fréttist að sex ítalskir
hermenn, sem höfðu gegnt herþjón-
ustu í fyrrum Júgóslavíu, hefðu
fengið hvítblæði og dáið eftir að
þeir komust í snertingu við notuð
skotfæri.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins stóð í gær við viðvaranir
forseta síns, ítalans Romanos Prod-
is, um hættumar af úransprengikúl-
unum. Ekki vom þó allir á einu
máli um skaðsemi þeirra á heilsu
manna. Bresk stjómvöld sögðu til
dæmis að engar vísbendingar væru
um að vopnin, sem NATO notaði,
hefðu haft heilsuspillandi áhrif á
breska friðargæsluliða.
Rúmlega 40 þúsund úransprengj-
ur voru notaðar í átökunum í Bosn-
iu og Kosovo.
Grænfriöungar mótmæla kjarnorku
Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace mættu meö hauskúpugrímur fyrir andlitunum í mótmælastööu
fyrir utan umhverfisverndarstofnunina í Santiago, höfuöborg Chiles, í gær. Tilefni mótmælanna er væntanleg sigling
bresks skips meö mjög geislavirkan úrgang fyrir Hornhöföa, syösta odda Suöur-Ameríku, um miöjan janúar.
Harold Shipman kann að hafa myrt 297 sjúklinga sinna:
Einhver afkastamesti fjölda-
morðingi sem sögur fara af
Breski raðmorðinginn og heimil-
islæknirinn Harold Shipman myrti
hugsanlega 297 sjúklinga sína, að
því er fram kemur í nýrri skýrslu
sem bresk stjórnvöld sendu frá sér í
gær. Læknirinn er því einhver af-
kastamesti íjöldamorðingi sem sög-
ur fara af.
Shipman hefur þegar verið sak-
felldur fyrir að myrða fimmtán
eldri konur með því að sprauta í
þær heróíni. í skýrslunni segir að
hundruð annarra sjúklinga hafi orð-
ið fómarlömb mannsins sem hefur
hlotið viðurnefnið Dauði læknir.
„Miöað við svipaðar læknastofur
voru dauðsfóllin sem Shipman stað-
festi 297 fleiri," sagði prófessorinn
Richard Baker, höfundur skýrsl-
unnar.
Baker sagöi á fundi með frétta-
mönnum að hann hefði rannsakað
dánarvottorð og umsóknir um lík-
Dauöl læknir
Breski heimilislæknirinn Harold
Shipman er meöal afkastamestu
raömoröingja sem sögur fara af.
brennslu frá Shipman og að á
grundvelli þeirra teldi hann að'
Qöldi sjúklinga Shipmans sem létust
við dularfullar aðstæður væri frek-
ar 236. Þá eru með taldir fimmtán
sjúklingarnir sem hann hefur verið
sakfelldur fyrir að myrða.
Bamabarn eins fómarlambsins
sagði í gær að Shipman ætti að játa
á sig glæpina.
„Sumar fjölskyldumar vita ekk-
ert hvað þær eiga til bragðs aö taka.
Þær geta ekki snúið sér neitt,“ sagði
Jane Ashton Hibbert í samtali við
BBC. „Ef hann viðurkenndi sekt
sína yrði þetta allt miklu auðveld-
ara fyrir fjölda fjölskyldna."
Miðað við þær tölur sem eru i
skýrslunni er Shipman næstur á eft-
ir Pedro Armando Lopez frá Kól-
umbíu sem er mesti fjöldamoröingi
sögunnar. Hann er talinn hafa myrt
300 ungar stúlkur.
Nyrup vinnur á
IfeffSÉIitei'íl Danskir jafnaðar-
I menn hafa bætt við
\ J sig 2,5 prósentustig-
L 4 um eftir nýársræðu
B - AI Rasmussens forsæt-
w \ isráðherra og
J hrókeringar hans á
' ™ ■ ■ stjóminni þremur
dögum fyrir jól. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í nýrri skoðana-
könnun sem gerð var fyrir danska
viðskiptablaðið Borsen.
Laxeldismenn reiðir
Skoskir laxeldismenn em æfir yf-
ir fullyrðingum um að hættulegt
magn eiturefna eins og díoxins gæti
leynst í eldisfiski. Því er haldið
fram í mynd sem sýnd verður i
breska sjónvarpinu BBC á sunnu-
dag. Laxeldismenn segjast vissir um
að framleiðsla þeirra sé i háum
gæðaflokki.
Hlustaði ekki á páfa
Jóhannes Páll páfi hefur látið
hafa eftir sér að Bill Clinton, fráfar-
andi Bandaríkjaforseti, sé eini
þjóðarleiðtoginn sem hann hafi ekki
getað átt samræður við. Clinton
dáðist bara að fallegum veggmynd-
um þegar hann ræddi við páfa í
Vatíkaninu en hlustaði ekki, að
sögn læknis, á páfa.
Umræðan hræddi
E-pillunotkun hefur minnkað
meðal ungmenna í Vejle í Dan-
mörku i kjölfar mikillar umræðu í
fjölmiðlum um skaðsemi þessa vin-
sæla fíkniefnis.
Ákærur í fínu lagi
Dómstóll í
Moskvu úrskurðaði
i gær að ákærur á
hendur fjölmiðla-
kónginum Vladímír
Gúsinskí um flár-
svik væru í fullu
gildi. Þar með var
hnekkt úrskurði
annars og lægri dómstóls frá í síð-
ustu viku um að ákærumar skyldu
niður faUa. Margir telja ákærumar
aðfór Kremlverja að tjáningarfrels-
inu. Gúsinskí er í haldi á Spáni.
Mir skal til jarðar
Forsætisráðherra Rússlands und-
irritaði í gær tilskipun þess efnis að
hin aldna geimstöð Mir skyldi tekin
af sporbaug um jörðu og látin falla í
sjóinn.
Vinirnir með vopnin
Nokkrir banda-
menn Slobodans
Milosevics, fyrrum
Júgóslavíuforseta,
eru enn með vopnin
sem þeim voru af-
hent á meðan
Milosevic var enn
við völd. Að sögn
innanríkisráðherra Júgóslavíu er
um að ræða sjálfvirka riflla,
leyniskytturifQa, gasbyssur og þús-
undir skota. Enginn bandamann-
anna hefur leyfl til að vera með
þessar byssur.
Bent á Continental
Franskir flugslysarannsakendur
sögðu í fyrsta skipti í gær að málm-
stykki sem talið er eiga þátt í því að
Concorde-þota Air France fórst í
flugtaki í Paris á síðasta ári hafi
komið úr vél bandaríska flugfélags-
ins Continental.