Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
I>V
Fréttir
íbúar í Hvalfjarðarstrandarhreppi:
mi
liHiX
Mótmæla lagningu
nýrrar rafmagnslínu
- 500 manns hafa skrifað sig á undirskriftarlista
íbúar í Hvalfjarðarstrandarhreppi
eru óánægðir með þá fyrirætlun
Landsvirkjunar að leggja Sultar-
tangalínu 3 í gegnum hreppinn. Um
er að ræða háspennulínu sem getur
flutt allt að 400 þúsund kilóvolt og
koma nokkrar leiðir til greina við
lagninguna að mati hönnuða. „Við
teljum allar leiðirnar ófærar með
öllu,“ segir Reynir Ásgeirsson, íbúi í
Hvalfjarðarstrandarhreppi. Hann hef-
ur ásamt fleirum staðið fyrir undir-
skriftasöfnun í hreppnum til að mót-
mæla lagningunni á línunni. Alls eru
íbúar i hreppnum um 200 en mun
fleiri heimsækja hann þar sem mikið
er um sumarbústaði á svæðinu.
Reynir segir að söfnunin hafi geng-
ið mjög vel og um 500 manns hafi
skrifað sig á listann nú þegar. í dag
eru í Hvalfjarðarstrandarhreppi þrjár
rafmagnslinur og telja íbúarnir því
tímaskekkju að bæta við þeirri
Qórðu. Að sögn Reynis eru nokkrar
ástæður fyrir því að íbúamir eru á
móti línunni. „Við teljum að þetta lýti
og fólk óttast rafmagnslínur eins og
þessar,“ segir Reynir. Einnig séu bú-
skaparhættir í hreppnum breyttir og
í dag sé komin upp geysilega mikil
ferðaþjónusta, stór sumarbústaða-
byggð og skógrækt. íbúarnir vilja
frekar að linan verði lögð í jörðina
sem er dýrari framkvæmd. Reynir
segir að íbúarnir hafi átt góð sam-
skipti við Landsvirkjun og vilji að
málið verði rætt málefnalega og tekið
verði tillit til þeirra sjónarmiða.
Ákveðið hefur verið að funda með
Friðriki Sophussyni, forstjóra Lands-
virkjunar, um málið á mánudag og
verða honum þá afhentir undir-
skriftalistarnir.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar, segir að mál-
ið sé á undirbúningsstigi og fyrirtæk-
ið hafi rætt við landeigendur og sveit-
arstjórnarmenn um mögulegar leiðir
og hvort einhverjar leiðir séu betri en
aðrar. „Það er ótímasett hvort eða
hvenær þessi lína verður lögð,“ segir
Þorsteinn og bætir við að fyrirtækið
sé eingöngu að sinna lagaskyldu
sinni um að anna aukinni eftirspurn
eftir rafmagni. Þörf sé á öflugum
tengingum á þessum slóðum vegna
rafmagnsnotkunar á Faxaflóasvæð-
inu og á Grundartanga.
Hann segir að farið verði eftir öll-
um lögum um umhverfismat og al-
menningi gert kleift að kynna sér
málið ítarlega og gera athugasemdir.
Spurður um þá leið að leggja línuna í
jörð segir Þorsteinn að erfltt sé að
fara þá leið þegar um svo háa spennu
sé að ræða. Slíkt margfaldi kostnað-
inn og sé ekki gerlegt á lengri leiðum.
-MA
Þrotabú Sæunnar Axels:
Fasteignir
á útsölu
Dauðsfall vistmanns Grundar:
Rannsókn landlæknis lokið
Birgir ísleifur og peningarnir
Stjórn Seölabankans sér enga ástæöu til aö slaka á því aöhaldi í peninga-
málum sem veriö hefur miöaö viö núverandi aöstæöur. Telur bankinn aö
veröbólga hér á landi þurfi ekki aö fara yfir 3 prósent á árinu takist aö halda
launaskriöi undir 2 prósentum og dragi úr þenslu á vinnumarkaöi.
Fjör á Framadögum
Framadagar háskólastúdenta voru haldnir í Háskólabíói i gær en þargafst
stúdentum kostur á að kynna sér atvinnulífiö á víöum grundvelli. Ekki skorti
áhugann og var kynningarbás DV vel sóttur af kátum stúdentum sem litu
framtíöina björtum augum.
Rannsókn Landlæknisembættisins
á því hvernig dauða vistmanns hjúkr-
unardeildar Elli- og hjúkrunarheimil-
isins Grundar bar að, er lokiö.
Aðstandendur konunnar töldu
hjúkrunarheimilið ekki hafa sinnt
skyldum sínum vegna skorts á starfs-
fólki og töldu að betur hefði mátt
sinna konunni á meðan hún lá á
hjúkrunardeild Grundar. Konan, sem
var heilsutæp fyrir, veiktist alvarlega
á hjúkrunardeildinni í desember síð-
astliðnum og var flutt á sjúkrahús
þar sem hún lést.
Kvöldið sem konan veiktist var
enginn hjúkrunarfræðingur á vakt á
deildinni. Hins vegar töldu forráða-
menn Grundar sig hafa gætt fyllsta
öryggis, þar sem fjórða árs lækna-
nemi var á vakt umrætt kvöld með yf-
irlækni heimilisins og hjúkrunarfor-
stjóra á bakvakt.
Forráðamenn elliheimilisins hafa
andmælarétt og er nú beðið eftir því
að sá frestur renni út áður en niður-
stöður rannsóknarinnar verða sendar
aðstandendum gömlu konunnar og
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra. Það verður væntanlega gert
eftir tvær vikur. -SMK
DV, AKUREYRI:_______________________
Skiptum í þrotabúi fiskverkun-
arstöðvar Sæunnar Axels á Ólafs-
firði fer að ljúka að sögn Ólafs
Birgis Árnasonar skiptastjóra.
Ólafur segir að einhver dómsmál
séu í gangi varðandi skiptin en
þau séu á lokastigi. Siðustu fast-
eignir þrotabúsins verða seldar á
uppboði í næsta mánuði en Ólafur
Birgir segir að sáralitið verð hafi
fengist fyrir þær fasteignir sem
seldar hafi verið til þessa. „Þetta er
verðlaust og fer nánast á útsölu-
veröi þegar fótunum hefur verið
kippt undan rekstrinum," segir
Ólafur Birgir. Lýstar kröfur i
þrotabúið námu um 640 milljónum
króna og fæst sáralítið upp í þær.
-gk
Rannsakar sjálfa sig
Hafin er rann-
sókn innan lögregl-
unnar í Reykjavík
vegna staðhæfinga
þess efnis að ís-
landspóstur hafi
fengið upplýsingar
hjá lögreglunni um
fortíð umsækjenda
um störf hjá fyrirtækinu. Ingimund-
ur Einarsson, aðstoðarlögreglustjóri
í Reykjavík, lítur málið alvarlegum
augum og segir starfsmenn lögregl-
unnar verða látna svara til saka
reynist staðhæfingar þessar á rök-
um reistar.
Boeing á Héraði
Tvær Boeing-þotur Flugleiða
lentu á Egilsstaðaflugvelli i gær
vegna sviptivinda sem voru í Kefla-
vík. Vélarnar voru báðar að koma
frá Bandaríkjunum. Fjöldi farþega
var um borð og höfðu þeir gaman af
útsýninu austur á Héraði. Þoturnar
tóku eldsneyti á Egilsstöðum og
flugu við svo búið til Keflavíkur.
Grænmetiskæra
Samkeppnisstofnun hefur kært
Búnaðarbankann, Sölufélag garð-
yrkjumanna og Grænmeti ehf. til
lögreglu fyrir að hafa vísvitandi
veitt rangar upplýsingar vegna yfir-
töku Grænmetis ehf. á Ágæti ehf.
fyrir rúmu ári. í framhaldinu aftur-
kallaði Samkeppnistofnun ársgamla
ákvörðun sína um að aðhafast ekki
vegna yfirtökunnar.
Handtekinn og hissa
Islenskur ráðgjafi um rækjuveið-
ar um borð í skipi í eigu Nasco var
handtekinn í Rússlandi á dögunum
án þess að hafa unnið til saka að
eigin sögn. Rækjuráðgjafmn, Hrafn
Margeir Heimisson, hefur kvartað
við utanríkisráðuneytið og vill
skýringar á framferði rússnesku
lögreglunnar.
Tveir á tvo
I tengslum við heilsuátak DV,
Leið til betra lífs, verður haldið
Streetball-körfuboltamót í Vegg-
sporti í Reykjavík í dag og hefst
mótið klukkan 13. Leikið verður á
eina körfu, tveir á móti tveimur.
Vegleg verðlaun.
Hætta í Úlfarsá
Borgaryfirvöld
hafa beint þeim til-
mælum til stjóm-
enda Áburðar-
veksmiðjunnar að
þieir hætti vatns-
töku í Úlfarsá. Er
talið að vatnstakan
mengi Úlfarsá og
seiðadauða.
Börn í rannsókn
1600 íslensk leikskólabörn verða
rannsökuð með tilliti til sýkinga og
sýklaofnæmis á næstunni. Rannsókn-
in er liður í samevrópsku verkefni og
styrkt af Evrópusambandinu.
Karlar og fæöingar
Fæðingarorlof
samkvæmt nýjum
lögum var greitt út í
fyrsta sinn hjá
Tryggingastofnun
ríkisins í gær. Nú
geta karlmenn í
fyrsta sinn fengið
fæðingarorlof og
mun vera töluverð eftirspum eftir því.
Nýtt kjúklingabú
Starfsemi kjúklingabús íslandsfugls
á Árskógsströnd hófst formlega í gær.
Reiknað er með um 600 tonna ársfram-
leiðslu til að byija með. Áhersla er
lögð á heilbrigðismál og sóttvamir.
RÚV sagði frá. -EIR
geti valdið þar