Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001
DV
Helgarblað
Ragnar Stefánsson og Ingibjörg Hjartardóttlr eru flutt noröur í Svarfaöardal
„Hér er ööruvísi samfélag, fólkiö skiptir sér meira hvaö afööru, á jákvæöan hátt. Hér er fólk sjátfu sér nægt, þaö er meira skapandi en þiggjandi. Hér er til dæmis gróiö kórstarf
Þau jákvæöu og sterku viöbrögö sem ég hef oröiö var viö fmnst mér staöfesta aö fólk vill ekki aö landsbyggöin fari í eyöi. “
„Skjálftinn“ kominn nc
- DV heimsækir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing
og Ingibjörgu Hjartardóttur á nýju heimili þeirra á
Laugasteini í Svarfaðardal
Þegar stóri Suöurlandsskjálftinn
hristi suðurhluta landsins snarpt á
þjóðhátið íslendinga 17. júní 2000
sat helsti jarðskjálftafræöingur
landsins, Ragnar Stefánsson, ásamt
konu sinni, Ingibjörgu Hjartardótt-
ur, og drakk þjóðhátiðarkaffl á Dal-
vík. Einum og hálfum tíma síðar
var hann kominn til Reykjavíkur til
að meta gögn, spá um framhaldið og
upplýsa skelfda þjóð á þann rólega
og yfirvegaða hátt sem honum ein-
um er lagið.
Um nýliðin áramót fluttu Ragnar
og Ingibjörg, kona hans, alfarin
norður í Svarfaðardal og búa þar á
Laugasteini. Laugasteinn stendur
fyrir ofan túnið á Tjöm í Svarfaðar-
dal en þar er Ingibjörg fædd og alin
upp. Laugasteinn er stórt 20 ára
gamalt hús, fyrrverandi dýralækn-
isbústaður með viðbyggðum fjár-
húsum og bílskúr. Þaö telst nokkurt
sérkenni á innréttingum á Lauga-
steini að innangengt er úr íbúðar-
rými í útihús og stór gluggi er á
veggnum milli fjárhúsa og íbúðar
svo heimilismenn geta virkilega
fylgst með lífi sauðkindarinnar sem
i þessum dal er jafnmerkilegt og líf
mannanna.
Húsið heitir Laugasteinn vegna
lauga i nágrenninu en í næsta húsi
er sundlaug Svarfdæla, stórmerki-
legt steinsteypt hús eftir Guðjón
Samúelsson, byggt árið 1929 og enn
í fullu gildi.
Það er verið að breyta húsinu á
Laugasteini þar sem Ragnar og Ingi-
björg munu búa á efri hæðinni en
Hjörleifur, bróðir Ingibjargar, á
neðri hæðinni. Til skamms tíma bjó
Kristján Hjartarson á Tjörn en hann
hefur tekið sig upp og flutt til Dan-
merkur og leigt Þórarni Hjartar-
syni, bróður sínum, jörðina á með-
an. Það er því ekki ofmælt um þau
Tjarnarsystkini að þau halda tryggð
við æskustöðvamar.
Betra nsftl fyrlr norftan
Ragnar mun halda áfram að vera
yfirmaður jarðeðlissviðs Veðurstofu
Islands, þar sem vinna 14 starfs-
menn, hér eftir sem hingað til og
því eðlilegt að byrja á því að spyrja
hver sé hugmyndafræðin bak við
þessa búferlaflutninga:
„Það er kannski engin sérstök
hugmyndafræði. Þessi vistaskipti
áttu sér talsverðan aðdraganda því
okkur hefur lengi langað til þess að
búa í sveit. Ég var mikið í sveit sem
krakki og hef alltaf kunnað vel við
mig úti á landi.“
- En getur Ragnar sinnt starfi
sínu sem vísindamaður frammi í af-
skekktum dal á Norðurlandi?
„Þetta er afar erilsamt starf og
annasamt og vera kann að ég hafi
betra næði hér til þess að stunda
rannsóknarstörf."
Hugmyndin er sú að Ragnar komi
suður til Reykjavíkur einu sinni í
mánuði og dvelji í viku í senn. Þess
utan hafi hann búsetu nyrðra og
hafi samskipti við Veöurstofuna og
mælitæki gegnum síma, tölvupóst
„Það var mikill efnismað-
ur, góður félagi og vinur
minn sem dó í þessu slysi.
Þetta var mjög erfið
reynsla og sár. Ég veit ekki
hvort hún hefur haft mót-
andi áhrif á mig til lífstíð-
ar á annan hátt en þann
að þetta mun fylgja mér
álla œvi.“
og önnur þau áhöld sem nútíminn
býður upp á.
Sami aðgangur aö gögnum
Ragnar segir að enn sem komið
er sé mjög góð reynsla af þessu fyr-
irkomulagi en tölvusambandið sé
enn ekki komið í það horf sem á eft-
ir að verða. Hann segist telja að
hvað varðar erlend samskipti þá sé
enginn munur á Reykjavík og út-
löndum eða Svarfaðardal.
„Þegar allt verður farið að virka
eins og það á að gera þá mun ég
hafa sama aðgang að viðvörunum,
gögnum og mælingum eins og ég
hefði á Veðurstofunni. Þar verður
enginn munur á og ef eitthvað ger-
ist þá myndi ég án efa fljúga suöur
þegar i stað.“
Að ganga gegn straumnum
- Margir hafa látið í ljós þá
skoðun að þeim lítist ekki alltof
vel á að helsti vísindamaður þjóð-
arinnar á sínu sviði sé ekki á
staðnum þegar skjálfti ríður yfir.
Hvernig hafa menn tekið þessum
áformum ykkar hjóna?
„Mjög margir hér hafa boðið
okkur velkomin. Það hefur komið
mér á óvart hve margir í Reykja-
vík hafa óskað mér til hamingju