Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 15
15
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 ____________________________________________________________
Dv ___________________________________ '__________Helgarblað
Kuru-veikin er skyld Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:
Eftirlifendur átu líkama lát-
inna ættingja
Á fyrri hluta og um miðbik síð-
ustu aldar geisaði sérstök veiki á
Nýju-Gíneu. Um miðja öldina voru
íjölmargir vísindamenn komnir til
eyjarinnar að rannsaka þennan
undarlega sjúkdóm sem nefndur
hefur veri kuru. Sjúkdómurinn var
bundinn við einstakan ættbálk. Ein-
kenni sjúkdómsins eru svipuð ein-
kennum Creutzfeldt-Jakob sjúk-
dómsins og er talið að hvort tveggja
sé af sama meiði.
Um 1950 voru íbúar á South Fore
á Nýju-Gíneu um átta þúsund. Á ár-
unum 1957-1968 létust um 1100
manns úr veikinni. Átta sinnum
fleiri konur smituðust af veikinni
en karlar. Eldra fólk og börn urðu
einnig sérstaklega fyrir barðinu á
þessum dularfulla sjúkdómi.
Stig sjúkdómsins
Eins og Creutzfeldt-Jakob, lagðist
kuru á miðtaugakerfið. Eftir að
maður hafði sýkst liðu yfirleitt þrír
til sex mánuðir áður en einkenni
sjúkdómsins komu fram. Fyrstu
einkenni voru óstöðugleiki í tali og
sjón, stjórn handa minnkaði og
skjálfti færðist yfir líkamann. Á
öðru stigi hætti sjúklingurinn að
geta gengið óstuddur og skjálftinn
jókst verulega. Miklir vöðvakippir,
óstöðugt geðslag, óvænt hlátursköst
og þunglyndi. Á þriðja stigi missir
sjúklingurinn stjórn á þvagi og
saur, vöðvavefir hrörna, skjálfti
eykst, sjúklingurinn verður þvoglu-
mæltur og á erfitt með að kyngja og
magasár verður viðvarandi. Fjórða
stig sjúkdómsins var dauði.
Ekki erfðir - ekki vírus
Fyrst í stað töldu vísindamenn að
kuru-veikin væri erfðafræðilegur
sjúkdómur; veikin virtist liggja
mjög í ættum. Veikin reyndist hins
vegar of algeng og of lífshættuleg til
að það gæti reynst rétt. Þegar það
var afsannað héldu menn helst að
um vírus væri að ræða. Vísinda-
menn gerðu tilraunir með apa og
sprautuðu heilavessum úr sýktu
fólki i heilbrigða simpansa og eftir
nokkuð langan tíma kom í ljós að
apinn var sýktur af sömu veiki. En
ekkert mótefni var að finna við hin-
um meinta vírus.
Mannát
Eftir frekari rannsóknir kom í
ljós að sjúkdómurinn barst mann
fram af manni með mannáti. Hefð
var fyrir því hjá ættbálknum að
leggja sér til munns líkama látinna
ættingja. Ástæðan fyrir þvi að mun
fleiri konur sýktust af sjúkdómnum
var sú að konurnar
voru stærri hluti af
athöfninni.
Móðurættin sá um
að koma líkinu fyrir.
Konurnar fjarlægðu
hendur, fætur og
aðra útlimi, fjar-
lægðu heilann og
opnuðu brjóstholið
og náðu í innyflin.
Kjötið var talið líkt
svínakjöti og þótti
gott. Konurnar gáfu
börnum sínum og
eldra fólkinu oft heil-
ann og önnur líffæri.
Það var ástæða fyrir
hárri tiðni sjúkdóms-
ins hjá börnum og
eldra fólki.
Barst með mannáti
Eftir frekari rann-
sóknir kom í Ijós aö
sjúkdómurinn barst
mann fram af
manni meö mann-
áti. Hefö var fyrir
því hjá ættbálknum
aö leggja sér til
munns líkama iát-
inna ættingja.
...og fyrstu verðlaun
"ALLRA FLOKKA"
úrið 2001 fær...
t
I
„ALLIR FLOKKAR"
Bílar sem efstir urðu I
sfnum flokkum:
Dísiljeppar
Mitsubishi Pajero Shogun Dl-D
Palljeppar
Ford Ranger Double Cab
Lifstíll
SuzukiJimny
Lúxus
Jeep Gr. Cherokee V8 lim. edit
Stærri jeppar
LandRoverDiscoveiyV8
Minni jeppar
Mitsubrshi fájero Pinin farina GLS
Breska tímaritið „Off Road
& 4 Wheel Drive", nóvember
2000, þar sem allir jepplingar
og jeppar voru prófaðir.
SU ZUKl JIMINY
í umsögn dómnefndar segir m.a.:
„Frábært verð, frábær hönnun og frábærir aksturseiginleikar."
„Jimny SoftTop er með litla, kraftmikla vél og sérlega gott fjórhjóladrifskerfi sem er
auðtengt og með möguleika á lágri gírskiptingu þannig að hann kemst leiðar sinnar
við allar aðstæður." IVERÐ: 1.490.000,-
JANÚAR
TILBOÐI
Sjálfskiptan Jimny á
verði beinskipts ef þú
seqir okkur nvar þú
sást þetta tilboð.
(Verð sjálfskiptingar:
130.000 kr.).
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Borgarnes: Bílasala Vesturlands, simi 437 15 77. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95.
Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, simi 453 66 70. Akureyri: BSAhf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bílasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, slmi 471 30 05.
SUZUKI
■V//