Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 40
Tilvera LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 DV Nornir á Hjaltlandseyj- um eru af kyni uggafólks - talið að þrjú öfl væru öðrum æðri: Frímúrarar, djöfullinn og lögfræðingar, í þessari röð. Hjaltlandseyjar eru klasi á annaö hundraö eyja mitt á milli '+rSkotlands og Fœreyja, fimmtán eyjar eru í byggö og íbúar rúm- lega 22.000. Höfuöborgin Leirvík er á stœrstu eyjunni sem heitir Meginlandiö. Leirvík er á stœrð viö Hafnarfjörö, á sömu breidd- argráöu og Bergen og eilítiö noröar en syösti oddi Grœn- lands. Samkvœmt gamalli gel- iskri þjóösögu eru eyjarnar tenn- ur dreka sem svipar til Miö- garösorms, nema hvað hann missir annaö slagiö tennur sem veröa aö dröngum eöa eyjum í hafinu. Vetumir eru langir og dimmir en sumrin stutt og nætumar bjartar. Lítill sem enginn trjágróður er á Hjaltlandseyjum en mikið um sjó- fugl. Eyjarnar eru vogskornar og hvergi hægt að komast lengra frá sjó en rúman kílómetra. Eyjaskeggjar hafa lengi litið svo á að þær séu sjálfstætt ríki og fyrir um hundrað áram var talið að þrjú öfl væra öðram æðri: Frímúrarar, djöf- ullinn og lögfræðingar, í þessari röð. Guörún Friðriksdóttir Móðir mín er annar af tveimur Hjaltlendingum sem búsettir eru á íslandi og ég hef farið þangað á hverju sumri fré að ég var krakki. Stonehenge norðursins Guðrún Friðriksdóttir, nemi í þjóðfræði, á ættir að rekja til Hjaltlandseyja. „Móðir mín er ann- ar af tveimur Hjaltlendingum sem búsettir eru á íslandi og ég hef farið þangað á hverju sumri frá því að ég var krakki." Guðrún segir að ekki sé vitað hverrar þjóðar fólkið var sem - byggði eyjamar fyrst en almennt sé *alið að það hafi verið Piktar. „Frumbyggjarnir skildu eftir sig mikið af minjum sem reistar voru á fyrstu öld eftir Krist. Minjamar eru virki sem nefnast „broch“ á frum- málinu og eru eins konar Stone- henge norðursins og hafa að öllum líkindum verið til þess að verja eyj- jftírnar. Enginn veit hvernig menn Virkið í Moysa Enginn veit hvernig menn fóru að því aö reisa virkisturnana sem eru gerðir úr risastórum steinum og allt að fímm hæða héir. fóru að því að reisa virkisturnana sem eru gerðir úr risastórum stein- um og allt að fimm hæða háir.“ Sjótröll og uggafólk „Landslag og veðurfar á Hjaltlandseyjum er kjörinn jarðvegur fyrir sögur um verur sem búa í sjón- um, til dæmis er heill hópur af risum og tröllum sem var rekinn út í sjó af öðrum tröllum. Þessar verur kallast sætröll og búa allt í kringum eyjam- ar. Lítið er vitað um sætröllin annað en þau vora rekin af landi vegna þess að þau voru klunnaleg og uppivöðslu- söm. Sætröllin afla sér viðurværis með því að stela fiski af önglum fiski- manna. Margar þjóðsögur fjalla um svo kallað uggafólk. Uggafólkið er í mannsmynd en getur bragðið sér í selslíki og er sagt vera dökkt yfirlit- um og fallegt ásýndum. Uggafólkið er með fingerða ugga sem það sveipar um sig þannig að það lítur út fyrir að vera klætt í fót. Það er sagt vera mjög fiskið, rammgöldrótt og hafa vald yfir veðri og vindum. Elstu nornir eyj- anna eru sagðar vera af uggafólk- skyni. Á Hjaltlandseyjum er því trúað að móðir hafsins haldi verndarhendi yfir sjómönnum og að lítil tröll hjálpi bændum við bústörfin." Ástfangnir af hafmeyju „Risar á Hjaltlandseyjum er líkir íslenskum nátttröflum nema hvað þeir verða að hafa fast land undir fótum og þola illa að blotna í fæt- uma. Risamir, sem lifa á fiskveið- um, forðast rennandi vatn, mýrar og stöðuvötn en sitja þess í stað á stórum steinum nálægt landi og veiða fisk á stöng. I bræðiköstum rífa risarnir upp heilu björgin og kasta þeim langt út á haf. Drangar í hafinu eru því iðu- lega eignaöir ákveðnum risum og sagt að þeir hafi komið þeim fyrir til að geta veitt. Frægustu risarnir á Hjaltlandseyjunum hétu Saxi og Hermann og bjuggu á eynni Unst. Einu sinni veiddi Hermann hval og bað Saxa að lána sér stóran ketil til að sjóða hann í. Saxi heimtaði að fá hálfan hvalinn að launum en það þótti Hermanni of mikið svo þeir fóru að rífast. Rifrildið endaði með því að þeir köstuðu björgum hvor í annan eins og risar gera þegar þeir reiðast. Sagan segir að Saxi og Her- mann hafi orðið ástfangnir af sömu hafmeyjunni og hún hafi ætlað að eiga þann sem fyrr næði til norður- pólsins án þess að snerta land. Þeir stukku því báðir í sjóinn og hafa ekki sést eftir það, Hjaltlendingum til mikils léttis." Tröllln mlnnka „Tröll og risar á Hjaltlandseyjum hafa verið að minnka í gegnum tíð- ina. Upphaflega komu stór tröll frá Noregi en hafa verið að minnka til að passa betur inn í flatlendið. Tröflin eru hálfgerðir trölllingar og hafa smám saman runnið saman við aðrar verur eins og haugbúa og litla fólkið sem býr í hólum, rústum og gömlum virkjum víðs vegar um eyjamar. Trölllingar eru mjög heillaðir af tónlist og dansi og kemur fyrir að þeir ginni til sín góða hljóðfæraleik- ara, einkum fiðluleikara, og haldi þeim hjá sér í langan tíma. Þegar mönnum er sleppt aftur eru þeir leystir út með gjöfum en hafa ekki hugmynd um hvað þeir hafa verið lengi í álögum. Stundum hafa menn heyrt tónlist úr hólum eða öðrum bústöðum trölllinga og lagt hana á minnið, sumir segja að bestu fiðlu- lög Hjaltlendinga séu samin af tröll- lingum. Trölflingar eru stöðugt uppteknir án þess að þeir hafi mikið að gera. Þeir hafa umtalsvert vald yfir góðu og illu og eiga það til að vingast við fólk. Þeir eru sagðir vera stríðnir, mállaus maður sem lokkar böm niður í fjöru með fallegum skeljum og steinum. Njuggle er það sama og við köll- um nykur og sögum af þeim svipar til íslenskra nykursagna. í nýrri sögum um hjaltlenska nykurinn er búið að bæta á hann kringlóttum hala sem hann notar eins og utan- borðsmótor til að komast hratt á milli staða.“ Guðrún segir að lokum að menn- ing íslands og Hjaltlandseyja sé að mörgu leyti lik og að íslendingar ættu hiklaust að gera sér ferð þang- að. „Það er svo margt að sjá og ótrú- lega fallegt þar.“ Jarlshof Minjarnar á Hjaltlandseyjum eru eins konar Stonehenge norðursins. Höfnin í Leirvík Höfuðborgin er á stærstu eyjunni sem heitir Meginlandið. Leirvík er á stærð við Hafnarfjörð, á sömu breiddargráöu og Bergen og eilítið norðar en syðsti oddi Grænlands. jafnvel illkvittnir á köflum og þjófóttir. Áður fyrr þegar börn hurfu á eyjunum var trölflingunum kennt um og sagt að þeir rændu þeim, einnig kom fyrir þeir rændu konum sem nýbúnar voru að eignast böm. Á eyj- unni Unst var talið að heill kynstofn kunal-trölllinga gæti að- eins eignast drengi og þess vegna rændu þeir mennskum konum. Kunal-trölflingar voru sagðir ljótir, óheilbrigðir og fýlulegir og mennsk- ar konur sem áttu með þeim böm dóu iðulega meðan á fæðingu stóð.“ Tangie og njuggle „Tangi eða þangi er vera sem býr í hafinu eða á ströndinni. Helsta iðja þanga er að ganga á land og stela litlum strákum og stelpum. Stundum kemur hann ríðandi á stórri öldu með höfuðið og axlir þakið þangi og þara og hrifsar til sín börn. Hann getur líka birst sem Víkingahátíð / febrúar ár hvert er haldin mikil víkingahátíð á Hjaltlandseyjum. kip@ff.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.