Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 29
37
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001______________
Z>V ______________________________________________________________________________Helgarblað
DV-MYNDIR PJETUR
Wí§90b
og leikstarfsemi.
inu. Héðan var gerður út til
skamms tíma hinn rómaði Tjarnar-
kvartett og enn hefur hljómsveitin
Hundur í óskilum sitt lögheimili og
varnarþing á Tjörn en það er Hjör-
leifur Hjartarson sem er forsprakki
hennar.
Ingibjörg átti sinn þátt í að flytja
þessa menningu til Reykvíkinga en
hún var einn stofnenda leikfélags-
ins Hugleiks sem löngu er orðin
þekkt stofnun í menningarlífi ís-
lands og þar hafa mörg leikrita Ingi-
bjargar litið dagsins ljós. Hún hefur
einnig skrifað fyrir Borgarleikhúsið
og eitt leikrit eftir hana, Ásta mál-
ari, var keypt á síðasta ári og bíður
þar sýningar.
Á Laugasteini situr Ingibjörg við
skriftir og er á samningi um að
skila af sér skáldsögu fyrir vorið,
Hjörleifur er blekbóndi og kennari
og Þórarinn Hjartarson og Margrét
Guðmundsdóttir, eiginkona hans á
Tjöm, em bæði sagnfræðingar. Þvi
má með sanni segja að Tjörn sé
fræðasetur í sveit.
Ég passa ekki fóik
- En svo mælt sé fyrir hönd Reyk-
víkinga, Ragnar, hver á að passa
okkur þegar næsti Suðurlands-
skjálfti riður yfir?
„Ég passa auðvitað ekki fólk. Ég
reyndi eftir megni að skýra út fyrir
fólki þegar Suðurlandsskjálftinn
var hvað væri að gerast og ég tel að
því meira sem fólk veit því rólegra
verður það og sáttara við það sem
er að gerast. Við reyndum að gefa út
viðvaranir og ég tel að fólk hafi ver-
ið ákaflega þakklátt fyrir það. Hvórt
þetta var eitthvað sérstaklega vel
gert hjá mér veit ég ekki en fólk vill
greinilega fá að vita sem mest.
Vandi okkar við að spá fyrir um
skjálfta er talsverður því við þurf-
um að halda fólki upplýstu, án þess
að valda því ótta, og því er þannig
farið að þótt við teljum að hugsan-
lega getum við komið gagnlegum
viðvörunum áleiðis þá eru þetta
enn ekki nákvæm vísindi."
- Urðuð þið varir við mikinn ótta
hjá fólki í tengslum við skjálftann?
„Það var nokkuð og ég tel að það
sé mjög eðlilegt að fólk finni fyrir
ótta þegar skjálfti ríður yfir. Hitt er
svo annað mál að fólk lagar sig ótrú-
lega vel að hættunni og virðist vera
tilbúið að búa rólegt á jarðskjálfta-
svæðum án þess að það valdi því
streitu."
ísland og Indland eru ólík
- Getur orðið jafnsterkur jarð-
skjálfti á íslandi eins og varð á Ind-
landi á dögunum?
„Nei, hámarksstærð skjálfta hér
er í kringum 7 stig en hér verða
skjálftar harðastir rétt við sprung-
una. Á Indlandi eru allt aörar að-
stæður, skjálftarnir geta orðið
miklu stærri og setlögin eru miklu
þykkari og dýpri. Þess vegna ná
áhrif skjálftans þar miklu lengra út
frá upptökum en nokkurn tímann
verður hér.“
- Ragnar er að einu leyti mjög vel
í sveit settur í Svarfaðardal því hér
er vettvangur eins harðasta jarð-
skjálfta sem orðið hefur á íslandi á
seinni tímum en það var Dalvíkur-
skjálftinn sem varð 1934. Enn lifir
mjög margt fólk sem man þessa at-
burði og árið 1994 voru hátíðahöld á
Dalvík til að minnast þessara
áhrifaríku atburða.
Erfiö lífsreynsla
Ragnar gekk í gegnum gríðar-
lega erfiða lífsreynslu 25. október
1999, þegar hann var að koma
ásamt vinnufélaga sínum og vini,
Sigurði Rögnvaldssyni jarðeðlis-
fræðingi, austan frá Húsavík og
voru þeir á leið til Akureyrar.
Ragnar ók bílnum.
Það var kaldur vetrardagur, al-
hvít jörð og hrímuð, skyggni lítið
og launhált. Veðrið hafði lagt hvítt
hrím yfir allt, umferðarmerki,
stikur og hvað sem merkja mátti
veginn. Þegar þeir félagar nálguð-
ust vegamótin þar sem leiðin til
Húsavíkur tengist þjóðvegi eitt í
Ljósavatnsskarði varð Ragnari of
seint ljóst að vegamót væru fram
undan. Á vegamótunum er vinkO-
beygja, 90 gráða horn.
„Bíllinn fór fram af veginum og
áfram í sömu stefnu og við ókum.
Hann fór eina heila veltu. Ég slapp
algerlega ómeiddur en í veltunni
rakst stór steinn í gegnum þak
bílsins í höfuð Sigurðar sem fékk
mjög slæman höfuðáverka."
Sigurður mun hafa látist sam-
stundis. Hefur þessi lífsreynsla
haft mótandi áhrif á Ragnar?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Það var mikill efnismaður, góður
félagi og vinur minn sem dó í
þessu slysi. Þetta var mjög erfið
reynsla og sár. Ég veit ekki hvort
hún hefur haft mótandi áhrif á
mig til lífstíðar á annan hátt en
þann að þetta mun fylgja mér alla
ævi.“
- Ertu forlagatrúar?
„Nei, ég get ekki sagt að svo sé
en ég tel að stundum geti menn
fundið á sér hluti með einhvers
konar fjarskynjun eða eðlisávís-
un.“
- Dreymdi þig fyrir þessum at-
burði?
„Nei.“
Berdreymi eða fjarskynjun?
- Hefur þig dreymt fyrir jarð-
skjálfta?
„Nei, en einu sinni fyrir mörg-
um árum þá bjó ég á Ránargötu og
þá dreymdi mig að ég sæi einhvers
konar eldgos koma upp í götunni
þar sem ég bjó og í lok draumsins
var mig farið að dreyma eldgos í
Heklu. Ég var vakinn með tölu-
verðum fyrirgangi nóttina á eftir
því þaö var eldur laus i götunni.
Það var dálítið bókstaflegt því það
logaði í rafmagnsköplum niöri í
götunni. Ég leit því út og sá í meg-
inatriðum það sama og ég hafði
séð í draumnum.
Þetta tel ég að sé dæmi um ein-
hvers konar fjarskynjun eða sjötta
skilningarvit okkar að verki.“
Við þetta bætir Ragnar svo sögu
um að foður hans hafi dreymt fyr-
ir Vestmannaeyjagosinu 1973 þeg-
ar hann í draumi sá eldhnött
koma úr suðri. En er ekki raunvís-
indamaður frekar ólíklegur
draumspekingur?
„Ég held að stundum vitum við
hluti án þess að vita að við vitum
þá. Þau 90% heilans sem við not-
um lítt eða ekki starfa án okkar
vitundar og oft tökum við rétta
ákvörðun og byggjum hana á ein-
hverju sem viö köllum sjötta skiln-
ingarvitið eða innsæi en er
kannski rökrétt niðurstaða þegar
allt kemur til alls.
í þessu dáemi sem ég lýsti, þegar
kviknaði í götunni þar sem ég bjó,
þá kann að vera að eldurinn hafi
verið byrjaður að búa um sig
löngu áður en hann braust út og
ég skynjað það án þess að verða
þess raunverulega var.“
Vil móta vitund manna
- Ragnar er löngu landsfrægur
fyrir afskipti sín af stjórnmálum en
hann var þekktur róttæklingur á
sínum yngri árum og gekk þá í fylk-
ingarbrjósti í bókstaflegri merkingu
þess orðs en hann var einn af leið-
togum Fylkingarinnar sem var
mjög róttækur byltingarflokkur.
Ertu hættur að skipta þér af stjórn-
málum, Ragnar?
„Ég hef aldrei hætt að skipta mér
af stjómmálum. Ég hef oft skrifað
greinar í blöðin og tekið afstöðu
þegar mér hefur þótt ástæða til. Ég
hef alls ekki í hyggju að hætta því
þótt ég hafi ekki undanfarið haft
eins mikinn tíma og ég vildi. Það er
hægt að hafa mikil áhrif í stjórn-
málum með öðrum aðferðum en því
að fara í framboð. Ég vil vera í þeim
hópi sem mótar vitund stjórnmála-
manna og tryggir þannig málum
framgang."
Hænur í einelti
Við göngum með þeim hjónum í
heimsókn til hænsanna sem eru af .
íslensku kyni og Ragnar kallar
landnámshænsi. Hænur og hanar
góna á gesti og víst eru þau falleg í
öllum regnbogans litum.
„Þessar tvær eru hafðar afsíðis,“
segir Ragnar og bendir á tvær
þeldökkar hænur sem húka undir
jötu.
„Þær eru lagðar í einelti, „mobb-
aðar“, af þessum þremur hönum
sem eru hérna og við erum að reyna
að hlífa þeim.“
Þannig eru vandamál í samskipt-
um víðar en á torgum stórborga og
þeir sem skera sig úr fjöldanum
eiga alltaf erfitt uppdráttar.
Hænsnin búa í hluta af viðbyggðu
útihúsi en þar eru enn fremur heim-
ilisfastar nokkrar kindur sem Hjör-
leifur bróðir Ingibjargar á, svo og
tvær kindur sem Ragnar og Ingi-
björg eiga og eru upphafið að fjár-
stofni þeirra. Það kemur í ljós að
draumur Ingibjargar er aö koma sér
upp einni kú. Draumurinn er að
kýrin legði mjólk til heimilisins en
jafnframt fengi kálfur hennar, en
kálfar eru forsenda mjólkurfram-
leiðslu, að ganga meö móður sinni
og nýta mjólkina að vild.
Draumurlnn mun rætast
Þarna glittir því óneitanlega i
gamla hippadrauminn um hófstillt-
an sjálfsþurftarbúskap í nánum
tengslum við náttúruna þar sem
maðurinn fær að njóta sín og er
hluti af sköpunarverkinu frekar en
herra þess. Þegar horft er af hlaðinu
á Laugasteini út yfir dalbotninn
sem fellst í faðma við sjóinn við
sjónarrönd og fjöllin handan Eyja-
fjarðar standa alhvít og foldgná yfir
sléttum haffletinum er auðvelt að
trúa á þennan draum sem er líka
draumurinn um kyrrð og ró og
þögn fjarri urri negldra hjólbaröa á
malbiki og neyðarópum sjúkrabíla
og lögreglu.
Það er ekki laust við að Ragnar
verði sposkur á svip þegar hann
hlýðir á vangaveltur konu sinnar
um kúabúskap i smáum stíl.
„Ég skilgreini mig sem fræða-
bónda,“ segir hann svo.
„Ingibjörg er kannski listabóndi
en hún hefur meiri áhuga á búskap
heldur en ég. Það getur vel verið að
einhverjum þyki þetta draumórar
og óraunsætt brölt. En við höfðum
velt þessu vel fyrir okkur og langaði
virkilega til þess að gera þetta og
það er aldrei of seint að breyta til og
engin ástæða til að sitja alltaf kyrr í
sama fari. Ég held að draumurinn
muni rætast." -PÁÁ ,
»rður
með þennan áfanga og lýst ánægju
sinni með að við skulum stiga
þetta skref og látið í ljósi löngun
til þess að gera eitthvað þessu
líkt.“
- Þið eruð að ganga gegn
straumnum með þessu því flestir
virðast vera á suðurleið:
„Mér hefur alltaf líkað vel í
Reykjavík og borgin er mér afar
kær. Hér er öðruvísi samfélag,
fólkið skiptir sér meira hvað af
öðru, á jákvæðan hátt. Hér er fólk
sjálfu sér nægt, það er meira skap-
andi en þiggjandi. Hér er til dæm-
is gróið kórstarf og leikstarfsemi.
Þau jákvæðu og sterku viðbrögð
sem ég hef orðið var við finnst
mér staðfesta að fólk vill ekki að
landsbyggðin fari i eyði. Við vilj-
um ekki sjá sveitir þessa lands
leggjast í auðn og þess vegna fögn-
um við öllum sem stiga skref gegn
þeirri þróun. Ég held að okkur
þyki öllum vænt um landsbyggð-
ina.“
Menningarbólið Tjörn
- Það er í takt við menningarhefð
Svarfdæla að þau hjón setjist að í
túnfæti Tjarnar en þar hefur löng-
um verið höfuðvígi þeirrar menn-
ingar sem sprottin er upp í hérað-
Ragnar er þekktasti jarðskjálftafræðingur íslands
„Ég held aö stundum vitum viö hluti án þess aö vita aö viö vitum þá. Þau 90% heilans sem viö notum lítt eöa ekki starfa án okkar vitundar og oft tökum viö ~
rétta ákvöröun og byggjum hana á einhverju sem viö köllum sjötta skilningarvitiö eöa innsæi en er kannski rökrétt niöurstaöa þegar allt kemur til alls. “