Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 56
Nýr Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 ^ Helsinki: Islendingur í lífshættu Ríkharður Hördal, þekktur for- vörður í íslenskum myndlistarheimi, ^ slasaðist lífshættulega þegar hann varð undir bíl í Helsinki í Finn- landi síðastliðinn sunnudag. Svo virðist sem Rik- harði hafi skrikað fótur í hálku með fyrrgreindum af- leiðingum. Hlaut hann mikil inn- vortis meiðsl i slysinu og er nú haldið sofandi á sjúkrahúsi ytra. Ríkharður hefur verið búsettur í Helsinki í nokkur ár og starfar þar sem deildarstjóri forvörsludeildar Vantaa-stofnunarinnar. Ríkharður var einn af stofnendum og eigendum '(~*‘Morkinskinnu i Reykjavík sem ann- ast sem kunnugt er forvörslu, við- hald og hreinsun málverka og list- muna alls konar. -EIR Ríkharöur Hördal. Garðyrkjustjóri vill snjó Að sögn Jóhanns Pálssonar, garð- yrkjustjóra í Reykjavík, er veðrið ekki enn farið að hafa áhrif á trjágróð- ur í borginni. „Ég fer aftur á móti að verða órólegur ef þetta heldur svona áfram mikið leng- ur. Trjágróður gæti hugsanlega farið að hreyfa sig og sumar víðiteg- undir, sem blómstra áður en þær laufgast, gætu farið illa ef það frýs ofan í blómgunina. Einnig er hætt við að plöntur frá Suður-Evrópu fari að hreyfa brumin.“ Jóhann segist ekki hafa séð nein út- sprungin tré enn þá en það sé hugsan- legt að þingvíðir hafi gert það á ein- staka stað. „Þingvíðir byrjar yfirleitt að blómstra langt á undan laufgun og , hann hefur stundum blómstrað fyrir áramót. Blómin á þingvíðinum eyði- leggjast flest vor en hann þarf að vera kominn lengra á leið til að brumin skemmist. Garðeigendur þurfa ekki að hafa áhyggjur strax en það mætti alveg kólna og snjóa fljótlega til aö hlífa plöntunum." -Kip Jóhann Pálsson. Tveir ultu Tvær bifreiðar ultu með stuttu millibili á Hellisheiði í gær. Vakti það undrun löggæslumanna því aksturskilyrði voru með ágætum. Rétt fyrir klukkan 15 valt Volkwagen Golf á heiðinni miðri og tveimur tímum síðar fór Mazda-bif- reið sömu leið. Ökumenn bifreið- p sluppu með skrekkinn. -EIR DV-MYND PJcTUR Skiltin þvegin Eitt af störfum vegageröarmanna er aö halda vegskiltum hreinum og læsilegum. Ljósmyndari DV rakst á Bjarna Skjaldarson, starfsmann Vegageröarinnar, viö skiltaþvott á brúnni yfir Hörgá í Eyjafiröi. Útibússtjóri ÁTVR á Selfossi: Brennivínspeningar inn á einkareikning - til að liðka til fyrir sveitungum - fjármálastjórinn sáttur Selfoss Umdeitd greiöasemi útibússtjóra ÁTVR. Árni Guðmundsson, útibússtjóri ÁTVR á Selfossi í 16 ár, hefur í all- mörg ár látið hluta af áfengissölu útibús síns renna í gegnum einka- reikning sinn í Búnaðarbankanum á Hellu. Hafa stórir viðskiptavinir hans á Suðurlandi undrast þessa ráðstöfun með opinbert fé: „Ég hef gert þetta til að liðka til fyrir sveitungum mínum sem ann- aðhvort hafa þurft að láta senda sér áfengi eða láta einhvern sækja það fyrir sig. Þeir hafa þá lagt inn á reikninginn minn og ég síðan skrif- að út ávísun í dagslok og lagt með öðru innleggi," sagði Árni Guð- mundsson útibússtjóri sem að mati viðskiptavina sinna er með þessum hætti að blanda saman eigin fjár- málum og hins opinbera. „Það má orða það sem svo en sjálfur hef ég aldrei litið svo á. Þetta hefur verið greiðasemi við fólk og þetta hef ég gert með vitund og samþykki eins af yfirmönnum mínum hjá ÁTVR i Reykjavík," sagði Árni útibússtjóri. Árni staðhæfir að hann hafi skif- að út ávísun af einkareikningi sín- um í Búnaðarbankanum á Hellu í lok hvers dags fyrir þeim áfengisút- tektum sem þannig var greitt fyrir. Peningarnir hafi aldrei legið til lengri tíma inn á einkareikningun- um: „En það er ef til vill öruggast að hætta þessu sjái menn eitthvað at- hugavert við þetta. Ekki hef ég hagnast á þessum viðskiptum." Emma Marinósdóttir, fjármála- stjóri ÁTVR, kannaðist ekki við einkareikning útibússtjórans á Sel- fossi þegar hún var innt eftir starfs- háttum hans í viðskiptum við Ár- nesinga. Eftir athugun í gögnum sínum og eftir að hafa haft samband við viðskiptabanka fyrirtækisins, sagði hún: „Það er rétt að umræddur reikn- ingur er á nafni útibússtjórans og kennitölu en vegna ÁTVR. Þarna hafa allar færslur komið inn og far- ið út samdægurs. Við gerum ekki athugasemdir við þetta en breytum fyrirkomulaginu þegar við tökum nýtt tölvukerfi í gagnið innan skamms. Þá á ekki að þurfa að hafa þennan hátt á lengur.“ -EIR Uppsagnir stýrimanna hjá Landhelgisgæslunni: Vonast er eftir farsælli lausn Þrettán stýrimenn hjá Landhelg- isgæslunni hafa sagt upp störfum og munu því hætta í apríllok að loknum þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Talsmenn Landhelgis- gæslunnar vonast til að málið leysist farsællega og að búið verði að ná sáttum áður en til uppsagn- anna kemur. Stöðurnar hafa ekki verið auglýstar lausar og óljóst er hvort af því verður. Einn stýrimannanna, sem ekki vildi koma fram undir nafni, sagði í samtali við DV að hann væri þeg- ar farinn aö leita að nýrri vinnu en ætlar að vinna út uppsagnar- Vandi hjá Gæslunni Þrettán stýrimenn hjá Landhelgis- gæsiunni hafa sagt upp störfum. frestinn. Hann segir að einnig gæti komið til þess að uppsagnar- fresturinn lengdist um þrjá mán- uði þar sem ríkið hefur lögleg úr- ræði til að framlengja frestinn. Hann segir að til greina komi að draga uppsögnina til baka ef borg- uð yrðu mannsæmandi laun því vinnan sé bæði skemmtileg og áhugaverð. Einnig segir hann að stýrimennirnir vilji fá meira fri og nefnir sem dæmi að stundum hafi menn verið á vakt í þrjár vikur samfleytt án þess að fá frí. Stýri- maöurinn telur að hann sé í full- um rétti til að segja upp starfinu þar sem hann hafi ekki verið ævi- ráðinn þegar hann hóf störf fyrir þrettán árum. Ríkið telur hins vegar að um ólögmæta uppsögn sé að ræða hjá stýrimönnunum. -MA Útsala Rafkaúp Ármúla 24 • sími 585 2800 Gæði og glæsileiki smort (sélbaðstofa) : Grensásvegi 7, sími 533 3350. Í i í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.