Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 27
27
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
Helgarblað
I>V
Eg biö aö heilsa
Guöni Fransson lék og söng meö Einari Kristjáni Einarssyni frumsamiö lag
viö kvæöi Jónasar, Ég biö aö heilsa.
í salnum eru þrír með
þverslaufu.
Forsetinn heldur stutta ræðu
um verðlaunin og Bessastaði.
Formaður bókaútgefenda heldur
stutta ræðu um verðlaunin, bók-
menntir og gagnrýni á Islandi. Síð-
an gefur hann forsetanum orðið.
Hann tilkynnir hver hlýtur verð-
launin.
Hógvarð
Stundin er hátíðleg. Veðrið er
fallegt og rithöfundur horflr hug-
fanginn út um gluggann.
Enginn trumbusláttur. Forset-
inn vindur sér nokkuð beint í að
tilkynna hver hlýtur verðlaunin.
Konur þeytast um salinn vopn-
aðar bökkum með rauðum og hvít-
um áfengum vökvum og gulum óá-
fengum. Brauðmeti hverfur ofan í
hálsa.
Brátt hverfur fólkið út um dym-
ar. Út í febrúarvorið. Heim að lesa
bækur, skrifa bækur, tala um
bækur. Vona að næsta ár verði
það á sama stað - og kannski i
öðm hlutverki. -sm
Skáld á hlýjum vetri
Skáldiö og fyrirsætan Thor Vil-
hjálmsson hlaut ísiensku bók-
menntaverölaunin fyrir Morgunþulu
í stráum sem kom út áriö 1998.
Guðmundur Páll Ólafsson er höf-
undur Hálendisins og fær verð-
laun. Gyrðir Elíasson er höfundur
Gula hússins og hlýtur líka verð-
laun.
Guðmundur Páll heldur hóg-
væra ræðu, líkir sér við pípara og
syngur og flautar lítið lag. Þakkar
mörgum, þakkar óvinum hálendis-
ins fyrir að hafa haldið fyrir sér
vöku svo hann drifi sig að skrifa
bókina.
Gyrðir heldur hógværari ræðu.
Hann er enginn æsingamaður.
Hann er ljóðrænn eins og textinn
sem hann skrifar.
Gyrðir talar um gull, silfur og
brons. Hann hefði sætt sig við
bronsið - alveg eins og Vala.
Guðmundur PáU og Gyrðir
þakka fyrir sig. 750 þúsund krón-
um ríkari en deila launum sínum
með okkur hinum með tUstuðlan
skattstjórans.
Nú andar suðrið
Guðni Fransson frelsar okkur
undan oki Inga T. Hann flytur nýtt
lag sitt við Ég bið að heUsa. Nú
andar ekki lengur suðrið, sæla
vindum þýðum. Nú andar suðrið
sæla, vindum þýðum. Guðni leik-
ur á klarínett, Einar Kristján Ein-
arsson á gitar. Guöni syngur líka
fyrir okkur.
Eftir lagið er partíið leyst upp
og gestir ganga sjálfala um salinn
i leit að hentugum viðmælendum.
Þurfa ekki að eigra lengi til að
finna félaga sína. SpjaUa.
DV-MYNDIR HARI
I fylgd með
fullorðnum
Klappao
Viöstaddir klappa verðlaunahöfum lof í lófa. Á eftir er klappaö á axlir.
- íslensku bókmenntaverðlaunin
veitt á Bessastöðum
Virðuleg hjón ganga heim að
Bessastöðum en bUarnir þeysa
fram hjá þeim svo pUs konunnar
flaksast í kjölsogi bifreiðanna. Þau
skUa sér heUu og höldnu upp að
óðali forsetans nokkru eftir að við
rennum i hlað. Á hlaðinu eru
þónokkrir mættir til að fylgjast
með afhendingu verðlaunanna.
Bókaútgefendur, fjölmiðlafólk, rit-
höfundar, skáld og háskólamenn.
Jafnan er fólkið vant kokkteUboð-
um, jafnvel hér á Bessastöðum.
Það er vordagur í febrúar. Löt
ský liggja við jörðina og hvUa sig,
búa sig undir að vindurinn ráðist
á þau með offorsi eins og karlar á
Þorláksmessu, of seinir að ná í
gjafir fyrir konur sínar. HvUdin er
góð.
Þrátt fyrir hlýindin skiptir gras-
ið ekki litum heldur sefur kar-
rígult á jörðinni. Grasið þekkir
klæki vetrarins. Bíður vorsins.
í einfaldri röð ínn í sai
Gestimir dorma á hlaðinu og
spjalla hver við annan um lands-
ins gagn og nauðsynjar, list og list-
leysi samtímans, úrbætur og úr-
ræði. Síðan er ísinn brotinn og
einhver býst tU inngöngu. Aðrir
fylgja á eftir.
Tekið er á móti gestum á höfð-
inglegan hátt og þeim boðið að
hengja utanyfirflíkur sínar í þar
tU gerð hengi sem þekkjast á flest-
um heimUum. Fólki er visað inn í
herbergi sem er skrýtt með mál-
verkum, rómverskri úlfynju og
fóstursonum hennar, leirtaui og
faUegum ljósabúnaði. Á gólfinu
látlaus motta sem heldur gestun-
um á sér þar tU forsetinn stígur
inn úr salnum. Svo tU sjálfvirkt
raðast gestimir í einfalda röð og
streyma fram tU forsetans sem
réttir þeim hönd og bíður vel-
komna. Röðin rennur inn í salinn
og í átt aö listamönnum sem þar
dýrka fram tóna úr hljóðfærum
sinum. FaUegir tónar liðast um
salinn þar sem hátt er tU lofts.
Tónamir mæta örlögum sínum
ýmist í eyrum viðstaddra eða enda
for sína í reglulegu mynstri lofts-
ins.
Þrír með þverslaufu
Mér líður eins og barni í fylgd
með fuUorðnum innan um
skáldjöfrana.
Það eru aUtof margir komnir
inn i salinn. Hógværð fremstu
gestanna við aö færa sig nær
ræðusvæðinu stuðlar að snertingu
þeirra sem aftast standa. Tilnefnd-
ir höfundar horfa hver á annan og
velta fyrir sér niðurstöðu dóm-
nefndar.
í salnum eru átta með alskegg
og aUt karlmenn, sem betur fer.
Forsetinn stiUir sér upp. Hann
er með dumbrautt bindi.