Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 43
51
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
I> V Tilvera
Uppskrrftir
Lambalundir
með appel-
sínusósu
Fyrir 6
1200 g lambalundir
salt og pipar
olía til steikingar
Appelsínusósa
1 peli rjómi
börkur og safi úr einni appel-
sínu
1 msk. þurrkuð græn piparkorn
1/2 dl appelsínuþykkni
1 1/2 dl dökkt kjötsoð (eða vatn
og teningur)
2 msk. Grand Mamier líkjör
(má sleppa)
nokkrir dropar sósulitur
kjötkraftur
1 tsk. hunang
salt og pipar
sósujafnari eða maisenamjöl til
þykkingar
Meðlæti
150 g snjóbaunir
18 tsk. kartöflur, soðnar
200 g spergilkál í litlum sprotum
2 stk. appelsínur
'Cl&ÍÍV
Lagið sósuna og haldið heitri
meðan kjötið er steikt. Hitið olíu
á pönnu og snöggsteikið lundirn-
ar, kryddið með salti og pipar. At-
hugið að þegar eldað er svona
mikið af kjöti þarf að steikja það
í tvennu lagi á pönnunni.
Setjið steikt kjötið á grind í 180
C heitan ofn í 2 mínútur. Setjið
eina ausu af sósunni á hvem disk
og raðið lundunum fallega þar
ofan á. Berið fram með baunum,
steiktum kartöflum og appelsínu-
laufum. Diskamir þurfa að vera
heitir.
Appelslnusósan
Rifið börkinn af appelsínunni
með fínu rifjárni og setjið í sjóð-
andi vatn í okkrar sekúndur til
að ná mestu remmunni úr. Setjið
börkinn í pott ásamt öðrum hrá-
efnum í sósuna og látið sjóða við
vægan hita í 10 mínútur. Þykkið
með sósujafnara eða maisena-
mjöli. Bragðbætið með salti og
pipar.
Meðlæti
Afhýðið kartöflurnar og steikið
í olíu á pönnu, þannið að þær
brúnist allan hringinn. Setjið í
ofnskúffu og bakið í 30 mínútur
við 200°C eða 180°C á blæstri.
Kryddið með salti og pipar.
Snöggsjóðið baunirnar og
spergilkálið I léttsöltuðu vatni í 2
mínútur. Afhýðið tvær appelsín-
ur, skerið laufin innan úr og not-
ið sem skreytingu.
Hollráð
Heitan mat skal bera fram á
heitum diskum og kaldan á köld-
um diskum. Sósur og litlir kjöt-
bitar kólna ótrúlega hratt á köld-
um diskum.
Gummi Th., matgæðingur vikunnar:
„Ég hefekki einu sinni reynt að heilla kvenmann meö rómantískum heimatilbúnum kvöldveröi, ég held einhvern veg-
inn að þaö myndi virka alveg þveröfugt. “
Með rúsínur
á teinunum
- í rómantískri bústaðarferð
Nautalundir
800 g nautalundir
McCormick hvitlauks- og
jurtakrydd
olía
Aðferð:
Snyrtið lundina og veltið henni
upp úr kryddinu. Steikið hana í
heitri olíunni svo að hún lokist.
Setjið hana síðan í ofnskúffu og
steikið hana í 185 C heitum ofni í 20
mínútur.
Hunangssteiktar kartöflur
400 g kartöflur
4 msk. hunang
2 msk. vatn
Aðferð:
Afhýðið kartöflurnar í höndun-
um. Snöggsjóðið þær í saltvatni,
færið þær síðan upp og skolið í
köldu vatni. Hitið hunangið á
pönnu og veltið kartöflunum upp úr
því. Bætið við vatni og steikið
áfram stutta stund. Berið kartöfl-
urnar fram með kjötinu.
„Ég er ekki mikið fyrir það að
elda, heldur kýs ég að fara á góðan
veitingastað og geta borðað það sem
mig langar í þá stundina, óháð því
hvort ég kannski nenni að elda það.
Ég hef ekki einu sinni reynt að
heilla kvenmann með rómantískum
heimatilbúnum kvöldverði, ég held
einhvern veginn að það myndi
virka alveg þveröfugt.
En svo er aftur annað mál með
grillið, þar kemst enginn með tærn-
ar þar sem ég hef hælana," segir
Gummi Th., matgæðingur vikunn-
ar.
Guðmundur Th. Jónsson er sölu-
maður fasteigna og mikill matgæð-
ingur að eigin sögn þó hann sé
kannski ekki besti kokkur í heimi.
Með grillið að vopni
„Ég hef jú einu sinni reynt að
heilla konu með matargerð, ég
gleymi því aldrei svo lengi sem ég
lifi. Ég bauð henni í rómantíska
ferð upp í bústað og þar sem ég
Nýkaup
Þarsem ferskleikinn býr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
hafði grillið að vopni hélt ég að ég
væri alveg skotheldur.
Ég tók þessa sólarhringsferð mjög
hátiðlega og sérpantaði nautakjöt á
besta stað i bænum. Fór í þær mat-
reiðslubækur sem ég átti efst uppi í
skáp og keypti hráefni alveg eftir
bókinni. Þvínæst keypti ég bæði
gott rauðvín og hvítvín þar sem
smekkur manna er misjafn og ætl-
aði ekki að klikka á smáatriðunum.
Lagt af stað
Ég var kominn til hennar um sex-
leytið sem var alveg á tíma því
þangað sem leiðin lá var um
klukkutíma akstur. Þegar við svo
komum í bústaðinn var allt eins
prýðilegt og á var kosið. Heitur pott-
ur var á staðnum sem var tilvalinn
eftir góða máltið.
Það var með tilhlökkun að ég
setti kjötið á grillið og ég sagði
stúlkunni að sitja bara róleg og láta
fara vel um sig. Ég held að ég hafi
vart gerst rómantískari, hellti í
rauðvínsglös fyrir okkur, kveikti á
kertum og þarna sátum við og
spjölluðum heillengi. Alltof lengi.
Stúlkan vissi ekki hvað á sig stóð
veðrið þegar ég hentist í loftköstum
út á verönd og að grillinu. Ég trúði
ekki mínum eigin augum. Ég hafði
gleymt úrvalskjötinu á grillinu og
eftir stóðu aumingjalegar rúsínur á
teinunum. Þessi mistök höfðu ekki
verið með í prógramminu, né á inn-
kaupalistanum, því eftir sátum við
með engan mat í sólarhring," sagði
Gummi að lokum. -klj
O
(ÍKS
Gnmmívinnnstofan ehf.
Réttarhálsi 2. sfnti: 587 5588
Skipholti 35. simi: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.