Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Helgarblað Nornaveiðar 1 Mosfellssveit? - Margrét Pála Ólafsdóttir útskýrir atburðina í Reykjakoti Margrét Pála Ólafsdóttir er ekki venjulegur leik- skólastjóri. Hún mun vera ein kvenna í starfs- stétt leikskólastjóra með magistersgráðu í leik- skólastjórn. Hún hefur að baki 18 ára starfsferil og ncer tólf árum af því eyddi hún í að byggja upp leikskólann Hjalla í Hafnarfirði eftir sínum eigin hugmyndum sem þá þóttu sérviskulegt streð en ganga í dag und- ir nafninu Hjallastefnan. Hjallastefnan í rekstri leikskóla tekur til margra þátta en það sem hún er þekktust fyrir er að leikskól- inn er að mestu kynjaskiptur. Þetta þótti mörgum ekki nógu góð latína í fyrstu en stefnan hefur löngu sannað sig og 11 íslenskir leikskólar eru í dag reknir samkvæmt Hjallastefnunni að meira eða minna leyti. Aukinheldur hefur stefnan orðið að útflutnings- vöru þvi leikskólar i Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa tekið stefnuna upp og starfrækja skóla sína eftir henni. Fyrst á Noröurlöndum Leikskólinn Hjalli mun hafa verið fyrsti leikskólinn á Norðurlöndum til þess að beita kynjaskiptingu sem hluta af skólastefnu sinni. Skólinn hefur hlotið sérstök verðlaun frá Jafnréttisráði fyrir starfið sem þar er unnið og áþekk verðlaun hafa reynd- ar skólar í anda stefnunnar hlotið á Norðurlöndum. Margrét Pála er kona sem hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. Hún hefur ekki heldur gert það í sínu einkalífi því hún hefur staðið í fylk- ingarbrjósti réttindabaráttu samkyn- hneigðra á íslandi og var um skeið formaður Samtakanna 78. Margrét og fyrirtæki hennar, Hjallastefnan ehf., er með þjónustu- samning við Hafnarfjarðarbæ um rekstur leikskólans Hjalla en sl. haust tók hún við starfi leikskólastjóra í Reykjakoti i Mosfellsbæ auk þess að vera bakhjarl leikskólakennaranna sem nú starfa á Hjalla. Reykjakot er meðalstór leikskóli, þar eru um 104 börn á aldrinum 2-6 DV-MYND POK Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjórl í Reykjakotl ,Margir hafa kallaö þetta einelti eöa nornaveiöar í mín eyru en ég tek ekki sjálf afstööu þar um. Hins vegar má nefna aö nornaveiöar miöalda beindust gegn þeim konum sem ekki fóru alltaf sömu leiö og fjöldinn. Þaö hef ég ekki gert, hvorki í mínu einkalífi né fagiega, og vitaskuld hefur mér dottiö í hug aö fordómar búi hér aö baki." ára. Skólinn hefur starfað frá 1994 og hin síðari ár verið rekinn í anda margáminnstrar Hjallastefnu. Óánægjan birtist í lok nóvember var foreldrum allra barna á Reykjakoti sent bréf í kjölfar fundar óánægðra foreldra 29. nóv og talin upp átta atriði sem talin eru valda óánægju í rekstri Reykjakots. Hvatt var til umræðu um málin á for- eldrafundi sem var haldinn 5. desem- ber. 14. desember barst bæjarráði formleg kvörtun undirrituð af for- eldrum fjögurra barna í Reykjakoti. Þar var ýmislegt í rekstri leikskólans gagnrýnt en sérstaklega var fjallað um öryggismál. Vísað var til þess þegar tveir starfsmenn leikskólans óku með Qög- ur börn beltislaus í pallhúsi á jeppa- bifreið frá Reykjakoti niður í íþrótta- hús. Þetta var talið stefna öryggi barnanna í hættu. Gagnrýnt var að nokkur böm hefðu án eftirlits verið send í gönguferð kringum leikskól- ann með fram umferðargötum á tvo vegu. Einnig var gagnrýndur skortur á eftirliti í gönguferð nokkurra drengja áleiðis upp að Skyggni og fullyrt að einn þeirra hefði næstum hlaupið fyrir bíl á leiðinni heim án þess að kennari með í fór tæki eftir því. Svört gluggatjöld og töfrabrögð Fjölmargar aðrar kvartanir hafa verið bornar fram af þessum foreldr- um og lúta þær meðal annars að því að svört gluggatjöld verði sett upp til að byrgja alla glugga leikskólans, kakódrykkja á ákveðnum dögum hafi verið felld niður, leikföngum hafi fækkað, bömin fái ekki að handleika bækur, börnum séu sýnd töfrabrögð með eld og svarin til leyndar um slíkt heima fyrir. Fæstar þessara ásakana hafa verið bomar upp með formlegum hætti en em ítarlega kynntar á heimasíðu sem Garðar Skarphéðinsson heldur úti og heitir Betra Reykjakot. Skemmst er að segja frá þvi að bæjarráð Mosfells- bæjar fól Skólaskrifstofu að rannsaka mál þau sem kvartað var undan. Skrifstofan komst að þeirri niður- stöðu að meðferð leikskólans á mál- um væri eðlileg og sá ekki ástæðu til að hafást neitt að vegna þessara kvartana. Starfsmenn skólans hafa skrifað Birni Þráni Þórðarsyni, yflrmanni fræðslu- og menningarsviðs Mosfells- bæjar, og kvartað undan margendur- teknum ásökunum og ofsóknum á Garðar Skarphéðinsson foreldri: Börnin okkar eru ekkiörugg Garðar Skarphéðinsson er hópi þeirra fernra foreldra sem hafa kvartað undan öryggisbrotum sem hafa átt sér stað á Reykjakoti Hann segir að fjöldi hinna óá- nægðu sé reyndar mun meiri. Ekki mun ofmælt að segja að bæjaryfir- völd í Mosfellsbæ hafl ekkert viljað aðhafast vegna umkvartana for- eldra. Ertu ánægður með það? „Ég er það alls ekki. Bæjaryfir- völd hafa alls ekki tekið á þessu máli eins og við viljum. Forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs getur ekki talist hlutlaus aðOi í um- fjöllun málsins vegna yfirlýsinga- gleði sinnar og fer að auki með rangt mál. Við viljum að yfirvöld viðurkenni alvarleika málanna en það gera þau ekki,“ segir Garðar í samtali við DV. - Mikið hefur verið rætt um starfsmannamál í Reykjakoti og sagt aö flótti hafi orðið en því er jafnframt haldið fram að hlutfall faglærðra hafl hækkað. „Þetta er leikur að tölum þvi starfsmönnum hefur fækkað úr 16 í 11,5 heilsdags stöðugildi. Þetta þýð- ir að hver starfsmaður annast fleiri böm en áður og langtum fleiri en lög og reglugerðir um leikskóla gera ráð fyrir, auk þess fá böm sem þurfa séraðstoð ekki hana lengur." - Var þetta meðal þess sem þið kvörtuðuð undan við bæjaryfirvöld? „Þegar við hófum okkar baráttu var Reykjakot vel mannað en síðan hafa starfsmenn sagt upp eða verið hraktir í burtu og fáir komið í stað- inn.“ - Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ virðast lita svo á að málinu sé lok- ið. Hvað með ykkur? Heldur barátt- an áfram? „Baráttan heldur áfram og henni linnir ekki fyrr en við getum tryggt aö börnin séu örugg inni á leikskól- anum. Ég get ekki séð að neinar ör- yggisreglur nái yfir það þegar leik- skólastjóri kennir börnum að fikta með eld eins og Margrét Pála gerir þegar hún kveikir á eldspýtu fyrir framan börnin og setur upp í sig og segist hafa gleypt eldinn. Það hafa fundist eldspýtur inn i herberjum hjá börnum sem eru á Reykjakoti. Við teljum að henni sé engan veg- inn treystandi. Jafnframt vil ég taka fram að barátta okkar snýr ekki að starfsmönnum eða stefnu skólans heldur að stjórnendum leikskól- ans.“ - Er þá ykkar meginkrafa sú að hún víki úr starfi? „Aðalkrafan er sú að bömin okk- ar séu örugg. Leikskólastjóri sem sýnir svona dómgreindarleysi hlýt- ur að þurfa að víkja fyrir ábyrgari aðila."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.