Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 11
11
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
X>V Skoðun
Barbí verður öryrki
„Ég er veik. Pabbi á að passa
mig,“ sagöi yngsta bamið á heimil-
inu eldsnemma að morgni rigning-
ardags í austurborg Reykjavíkur.
„Ég er með barkabólgu," áréttaði
stúlkubarnið og var eins og sérfræð-
ingur í háls-, nef- og eymasjúkdóm-
um í framan þar sem hún horfði
galopnum augum á foreldra sina til
skiptis.
Faðirinn var því öldungis óvanur
að þurfa að axla ábyrgð á veikindum
barna sinna. Framan af starfsæv-
inni hafði hann unnið íjarri heimili
og þá féll það eðlilega í hlut konunn-
ar að hjúkra börnunum og plástra
þau eftir atvikum. Fyrirkomulagið
hentaði honum ágætlega, enda fór
honum betur úr hendi að fást við
spriklandi þorska og risandi brotsjói
en lítið barn í sálarkreppu eða með
blóðnasir. Þannig höfðu árin liðið
eitt af öðru án þess að karlmennska
hans biði hnekki.
Síðan urðu breytingar á högiun
hans og skrifstofustörf í landi tóku
við af baráttunni viö Ægi konung.
Vistaskiptin höfðu þó ekki í för með
sér breytingar á hlutverki hans inn-
an fjölskyldunnar. Konan sá um
plástrana en hann um
bíóferðir og annað
sem kallaði á
skipulagningu.
Börnin uxu úr
grasi og urðu full-
veðja fólk en alltaf
bættust ný við sem
þurfti að hlúa að í
amstri dagsins. En
konan breyttist líka
og hún fikraði sig
meira og meira inn á
hans svið með vinnu
utan heimilis. Þetta
gerðist nógu rólega til að
hann uggði ekki að sér.
Fyrst fór fimm barna
móðirin að vinna í hálfu
starfi og siðan smájókst það
án þess að viðvörunarkerfi
hans yrði þess vart. Seinna
varð honum hugsað til þess að
ferillinn heföi verið líkt og hjá
orrustuþotu sem flýgur svo lágt
að radargeisli óvinarins nær ekki að
lesa í ferðir hennar.
„Verður þú ekki kominn snemma
heim á morgun?" spurði hún hann
eitt síðdegi og slökkti á ryksugunni.
Hann lá í stofusófanum og las þriðja
bindið af Einari Ben, svona til að ná
sér niður eftir erfiðan dag í vinn-
unni. „Jú, Af hverju spyrðu? Þarftu
að fara í hárgreiðslu?" sagöi hann,
örlítið pirraður yfir að vera truflað-
ur í slökuninni.
Vaktavinna
„Nei, ég er búin að ráða mig á
vaktir," sagði konan eins og ekkert
væri eðlilegra og kveikti aftur á
ryksugunni. Honum krossbrá og
hann missti Einar Ben á gólfið með
dynk. „Á ég þá að sjá um börnin?"
kallaði hann en rödd hans kafnaði i
soghljóðum ryksugunnar. Hann
hækkaði röddina og konan slökkti
aftur. „Á ég þá að sjá um börnin og
elda?“ kallaði hann óþarflega hátt i
þögnina sem ríkti eftir að ryksugan
þagnaði. Konan hallaði sér fram á
ryksugurörið og minnti hann eitt
augnablik á borgarstarfsmann sem í
algjöru tímcdeysi hvílir fram á
skóflu sína. „Já,“ sagði hún. Það
heföi mátt heyra fiður falla til jarð-
ar þar sem ryksugan og hjónin
þögðu öll á meðan beðið var eftir
næsta útspili. Hann leit á Einar Ben
„Hvað er að þér,
manneskja? Komdu í
Barbíleik, “ sagði
stúlkan við hann.
„Þú mátt vera Ken. “
sem lá opinn á grúfu á gólfinu. Síð-
an leit hann á ryksuguna og kon-
una. Hann hugsaði með sér að þær
væru samvaxnar en skammaðist sín
fyrir karlrembuna. Hann kyngdi
munnvatninu og horfði á brosandi
konuna. Hugur hans vann á leiftur-
hraða þar sem hann leitaði undan-
komuleiðar. „Er ekki nóg hjá þér að
vera i hálfu starfi?" spurði hann en
konan hristi höfuðið.
„Ég er búin að gera vaktaplan
næsta mánuðinn. Þetta hentar ágæt-
lega og þá daga sem þú vinnur fram
eftir er ég á morgunvakt. Þú sækir
stelpuna þegar ég er á kvöldvakt,"
sagði hún blíðlega og fitlaði annars
hugar við- ryksugubarkann. Honum
fannst sem hann heyrði brothljóð
þar sem höggið kom af fullum þunga
á karlmennskuímyndina. Síðdegið
var ónýtt og hann fiskaði Einar
Ben upp af gólfinu og lokaði
bókinni án þess að hafa
fyrir því að leggja á
minnið hvar hann
var staddur í
lestrinum.
Hægum
skrefum
gekk hann
fram hjá
ryksugunni og
konunni og
Æ með ör-
ómeðvitað unnið hylli stúlkunnar og
stóð orðið jafnfætis móðurinni. Nú
var það liðin tíð að hún kallaði ein-
ungis eftir móður sinni þegar eitt-
hvað bjátaði á. í hans hlut kom að
hugga bamið eftir að dúkkan hafði
orðið fyrir „morðtilraun". „Vinkona
mín reyndi að drepa Barbí með
nagla," stundi hún upp milli ekka-
soganna og faðirinn tók hana i fang
sér og lýsti fullri samúð með brúðu
og barni. í framhaldinu bjó hann til
leik þar sem Barbí var orðin 75 pró-
sent öryrki en fékk engar bætur
vegna þess að Ken þénaði svo vel.
Honum fannst tilvalið að tengja Bar-
bíleikinn þjóðfélagsumræðunni.
Barbí fór á þingpalla og hlustaði á
umræður um öryrkjafrumvarpið. Þá
fór hún í mótmælagöngu fyrir utan
Alþingi og reif kjaft við ráðherra
sem hné í ómegin og varð líka ör-
yrki. Feðginin náðu með þessu að
tengja saman veruleika og leik og
endirinn varð sá að dúkkan með
naglasárið skrifaði Hæstarétti bréf
og krafðist skýringa á kjörum
öryrkjanna og nýföllnum
dómi en fékk ekkert
svar. Bamið
sýndi leik föð-
urins skiln-
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Laugardagspistill
mg og
áhuga en
var ekki
visst
um
hvað
ör-
orka ffil
lítið
titr-
andi
hendi
setti hann
bókina upp í
hillu. Hann fann
sárt til þess að mikil
tímamót vora í lífi
hans og eitt andartak
hugleiddi hann hvort
ekki vantaði einhvers
staðar háseta á bát. Síðan
beit hann á jaxlinn og náði
valdi á tilfinningum sínum.
Manneskja
Mánuðir liðu og hin nýja verka-
skipting á heimilinu vandist ótrú-
lega vel. Þau síðdegi sem konan
vann sinnti hann bömum og heim-
ilisstörfum með þeirri reisn sem
hægt var að ætlast til af manni sem
notið haföi forréttinda allt sitt líf.
Einar Ben rykféll í bókahillunni en
hann þurrkaði af honum einu sinni
í viku. Síðdegin fóra í að perla með
stúlkubaminu, lesa bamabækur og
elda mat. Einu sinni reyndi hann að
samræma vinnu og áhugamál og hóf
upplestur úr Einari Ben fyrir bamið
sem brást illa við.
„Hvað er að þér, manneskja?
Komdu í Barbíleik," sagði stúlkan
við hann. „Þú mátt vera Ken.“
Faðirinn varð nokkuð hugsi þar
sem hann lokaði Einari Ben á sömu
blaðsíðu og mörgum mánuðum
áður. Hvað meinti bamið með að
hann væri manneskja? Af hverju
var hann ekki lengur maður?“ Hann
hristi þessar hugsanir af sér og tók
við Barbídúkku stúlkunnar. Stirð-
um fingrum en fumlaust klæddi
hann dúkkuna úr samkvæmiskjól
og i bíkini og feðginin lifðu sig inn í
fulikominn heim Barbí.
Samband Fóður og bams varð
smám saman mjög náið. Hann hafði
þýddi að öðra leyti en því að fólk
sem svoleiðis væri háttað um væri
sífellt að rífast við ríkisstjórnina. Á
endanum varð stúlkan leið og krafð-
ist þess að Barbí hætti að vera ör-
yrki en yrði þess í stað heilbrigðis-
ráðherra og það varð úr. Hún lagði
til að dúkkan fengi að eignast bam
en hann harðneitaði því. Ken starf-
aði nefnilega sem verðbréfasali með
rífandi tekjur og þau fengju þá eng-
ar barnabætur. Þá harðneitaði hann
þeirri uppástungu stúlkunnar að
Barbí keypti hús. Tekjutengingin
myndi valda þvi að þau fengju engar
vaxtabætur. Barbí varð því áfram
barnlaus heilbrigðisráðherra, bú-
andi í leiguhúsnæði.
Kynlaus vera?
Hann náði þjálfun í að plástra
barnið, jafnvel þó ekki sæist
skráma. Matseldin kom smám sam-
an og hann náði tökum á flókinni
matargerðarlist, svo sem þeirri að
baka pönnukökur af hárréttum
styrkleika og elda buff þannig að
það var í senn bragðgott og ör-
ugglega laust við Creutzfeldt-
Jakob-bakteriuna. Þetta
voru góðir tímar og þar
sem hann þurrkaði af
raulaði hann fyrir
munni sér: „Hvað er
svona merkilegt við
það að vera karlmað-
ur?“ Ranghugmyndir
um að hann væri orð-
inn kynlaus vera skutu
öðru hvoru upp kollin-
um en hann barði þær
niður og bannaði baminu
að kalla sig manneskju. Ein
regla var þó án undantekn-
inga. Þegar bamið veiktist kom
það í hlut móðurinnar að vera
heim og hjúkra. Honum fannst í
sjálfu sér nóg að taka við böm-
um og heimili eftir að vinnu-
tíma lauk. Reyndar gekkst
hann upp í því að hafa axlað
hluta af þeirri vinnu sem fylg-
ir því að eiga fjölskyldu og
reka heimili. Meðal vinnufé-
laganna hafði hann mörg orð
um hversu mjúkur maður
hann væri og hve mikla alúð
hann sýndi jafnréttinu. Hann
skynjaði aðdáun kvenna á
vinnustaðnum en skynjaði jafn-
framt að hann var orðinn hálf-
gerð homreka í karlahópnum.
Þeir óttuðust augljóslega að
eiginkonurnar fréttu af um-
breytingunni. Karlamir
fældust og hurfu á braut
þegar hann byrjaði að tala
um veröld Barbí og hann
stóð oftar en ekki einn í
kvennafans og reifaði mál-
efni bama og fór reiprenn-
andi með nokkrar upp-
skriftir.
Veikt barn
Móðirin leit áhyggjufull á
barnið sem lýsti hálsbólgu sinni og
heimtaöi að vera heima. Hún leit á
klukkuna og síðan á mann sinn: „Ég
þarf að vera mætt eftir 10 mínútur,“
sagði hún og bamið vippaði sér í
fang fóðurins. „Drifðu þig bara,
pabbi passar mig,“ sagði stúlkan.
Hann sá að engrar undankomu var
auðið. Bamið haföi talað og hann til-
kynnti sig í fyrsta sinn á ævinni
fjarverandi frá vinnu með veikt
barn. Móðirin og eiginkonan smellti
kveðjukossi á feðginin og hvarf út í
morguninn. Stúlkan horfði beint í
augu hans. „Við skulum koma í Bar-
bíleik," sagði hún og dreif sig inn í
herbergi og sótti dúkkuna. Hún rétti
hana í átt til fóður síns. „Hún getur
verið öryrki ef þú vilt en hún má
ekki rífast við ráðherra," sagði hún
og brosti út að eyrum. Þar sem leik-
urinn hófst hugsaði hann með sér að
kannski væri ekki svo vitlaust að
vera manneskja og hann stefndi
Barbí fyrir dóm fyrir að svíkja út ör-
orkubætur með því að falsa tekjur
Kens.
Skoðanir annarra
Vandi í Kólumbíu
„Stjórn Clintons
og þingið arfleiddu
Bush að áætlun
sem kölluð er Kól-
umbíuáætlunin og
skuldbindur
Bandaríkin til að
eyða 1,3 milljörð-
um dollara á
tveimur árum í Kólumbíu, að mestu
i hernaðaraðstoð og eyðingu kóka-
plöntuakra. Stjómvöld í Wash-
ington munu meöal annars sjá kól-
umbíska hernum og lögreglunni
fyrir um 50 nýjum þyrlum. Því mið-
ur er ólíklegt að helstu markmið
áætlunarinnar náist, sem eru meðal
annars að draga úr magni kókaíns á
götum Bandaríkjanna, að auka við
þau landsvæði sem stjórn Kólumbíu
ræður yfir og draga úr ofbeldisverk-
um. Kólumbía hefur alla burði til að
verða suður-amerisk útgáfa af því
ógæfuhlutverki sem Bandaríkin
gegndu í Sómalíu 1993 þegar 18
bandarískir hermenn féllu þegar
stjórnvöld í Washington reyndu að
koma á röð og reglu í stjómlausu
landi.“
Úr forystugrein New York Times
31. janúar.
Hreyfingarleysi slæmt
„Nútímalífið er fullt af þversögn-
um. Ef við gætum okkar ekki geta
einhverjar þeirra kostað okkur lífið.
Tökum skortinn á hreyfmgu sem
ógnar lífi margra Dana. Hann er af-
rakstur lífsstíls þar sem líkaminn
fær allt of litla hreyfingu. Við pris-
um þægindin og þægilegar lausnir í
einkalífinu og í vinnunni en við
gjöldum það of dýru verði, að sögn
vísindamanna. Skortur á hreyfmgu
er í dag stærsti áhættuþátturinn
meðal þjóðarinnar sem heildar.
Hættan á að deyja fyrir aldur fram
tvöfaldast ef maður lifir þannig að
maður verður aldrei móður. Maður
sem er passlega þungur en hreyfir
sig of lítið er i meiri hættu á að
deyja en of þungur maður sem
hreyfir sig. Það er í raun jafnhættu-
legt að hreyfa sig ekki og að
reykja."
Úr forystugrein Polltiken 31.
janúar.
Kúariðan breytir
„Kúariðunni virðist ætla að
takast það sem stjómmálamönnum
Evrópusambandsins hefur mistek-
ist, nefnilega að breyta landbúnað-
arstefnu sambandsins. Niður-
greiðslur til evrópska landbúnaðar-
ins, þar sem tObúinn áburður er
óspart notaður, og tO iðnaðarbú-
anna eru gífurlegar. Helmingnum af
fjárlögum Evrópusambandsins er
varið í þetta og bændur innan sam-
bandsins eru meðal valdamestu
þrýstihópanna. En nú eru neytend-
ur í Evrópu búnir að fá nóg og
Þýskaland hefur gefið í skyn að
gera þurfi matvælaframleiðsluna
vistvænni. Og breyti Þýskaland um
stefnu gera aðrir innan Evrópusam-
bandsins það líka.“
Úr forystugrein Aftonbladet 31.
janúar.
Lockerbie-gátan
„Eitt skelfileg-
asta hryðjuverk
sögunnar var
framið þegar far-
þegaþota fuO af
farþegum sprakk
yfir skoska bænum
Lockerbie. Dómur-
inn, sem loks hefur
faOið eftir 12 ár, vekur blendnar tO-
fmningar. Það er léttir, ekki síst fyr-
ir ættingja fómarlambanna 270, að
einn hinna seku hafi fundist. Sam-
tímis er þó mörgum spumingum
ósvarað. Það er ekki búið að benda
á og dæma heOann á bak við
hryðjuverkið. AOt bendir tO að lí-
biski leyniþjónustumaðurinn sem
var dæmdur hafi verið verkfæri
annarra. FuOyrt er að Gaddafi Lí-
bíuleiðtogi beri ábyrgðina. Einnig
hefur verið fuUyrt aö aðalmennim-
ir tengist Sýrlandi og að þeim hafi
verið stjórnað frá íran. Dómurinn
yfir einum undirmanni er frekar
sárabót fyrir ættingjana en lausn á
samsærinu."