Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
Helgarblað
DV
Bónorö í beinni útsendingu:
Vissi ekki að
hún játaðist
morðingja
Ástarsamband-
inu, sem varð opin-
bert fyrir framan
sjðnvarpsmyndavél-
ar, lauk á hörmuleg-
an hátt á komakri
nálægt Dortmund í
Þýskalandi.
Riidiger Selling-
hoff, sem var 34 ára,
var baðaður ljósum
í sjónvarpsverinu
þegar hann spurði
sína útvöldu, Karin
Brúgger: „Viltu gift-
ast mér?“ Karin,
sem var 27 ára, ját-
aðist honum glöð í
bragði.
Þetta var i út-
sendingu á íþrótta-
rás þýska sjón-
varpsins DSF. Millj-
ónir áhorfenda
urðu vitni að því
þegar Rúdiger féíl á
kné og bað
stúlkunnar sinnar.
Nokkrum mánuð-
um seinna var hald-
ið veglegt brúðkaup
og Karin klæddist
hvitum brúðarkjól.
Eftir hjónavígsluna
fluttu brúðhjónin
inn í nýtt raðhús í
bænum Ascheberg.
Þau vörðu hveiti-
brauðsdögunum í að koma sér vel
fyrir í nýja húsinu.
Vinum og nágrönnum þóttu
ungu hjónin geðfelld og þau virtust
ákaflega ástfangin. Heimili þeirra
var smekklega innréttað og Karin
sá um að það væri alltaf skínandi
hreint. Enginn hafði nokkru sinni
heyrt þau rífast eöa tala í reiðileg-
um tón hvort til annars.
Blaðran sprakk
Tveimur vikum fyrir tveggja ára
brúðkaupsafmæli þeirra, þann 14.
ágúst 1999, sprakk blaðran. Þá varð
fyrsta rifrildið. Karin hafði verið í
sturtu í baðherberginu og var í
þann veginn að fara að farða sig.
Um kvöldið ætlaði hún að gegna
þjónsstörfum i veislu eldri félaga i
skotfélaginu. Rúdiger lét sig það
engu skipta. Hann þekkti þessa
gömlu félaga. Þeir voru bara gaml-
ir skarfar sem reyndu við þjón-
ustustúlkurnar. Rúdiger kvaðst
ætla að fara með vinum sínum í
keiluklúbbnum á keppni í Dús-
seldorf.
Karin vissi að þetta yrði
drykkjuferð og að hann kæmi
sennilega ekki heim fyrr en daginn
eftir. Hún geröi ráö fyrir að hann
yrði til lítils gagns það sem eftir
yrði dagsins. Þetta sagði hún við
mann sinn og bað hann jafnframt
um að vera heima. Honum var al-
veg sama um hvað henni fannst
um ferðalagið. Hann ætlaði samt
með keilufélögunum til Dússeldorf.
Hann sagði vinum sinum að þau
hefðu skilið ósátt.
Þegar Rúdiger kom heim
snemma næsta morgun var Karin
ekki heima. Hann hringdi í tengda-
móður sína um áttaleytiö til að
kanna hvort Karin væri þar. Það
var hún ekki. Tengdamóðirin var
an gat spurt hver
hann væri.
Rúdiger tók
sjálfur virkan þátt
í leitinni að eigin-
konu sinni. Hann
dreifði heimatil-
búnum spjöldum
með mynd af Kar-
in. Hann var i stöð-
ugu sambandi við
lögregluna og
spuröi um gang
rannsóknarinnar.
Hann fékk einnig
útvarpsstöð á
svæðinu til að gera
lítinn þátt um
hvarf hennar.
Ohu_
fundur
Rúdiger Sellinghoff
Hamingjusamur meö brúöarvönd Karin.
að búa sig til kirkjuferðar en lofaði
að hringja þegar hún kæmi heim
frá messu. Þaö gæti verið að Karin
kæmi heim til hennar í millitið-
inni.
Ekkert spurðist hins vegar til
Karin. Þegar ekkert hafði heyrst til
hennar um tvöleytið ók Rúdiger á
lögreglustöðina í bænum Lúding-
hausen sem var svolítið stærri bær
en sá er þau bjuggu í. Þar tilkynnti
Rúdiger hvarf eiginkonu sinnar.
Lögreglan hóf strax rannsókn en
það var eins og Karin hefði horflð
af yflrborði jarðar. Menn voru
orðnir vondaufir þegar karlmaður
hringdi í eina vinkvenna Karin og
sagði: „Karin hefur það ágætt. Þið
þurflð ekki aö hafa neinar áhyggj-
ur.“ Hann lagði á áður en vinkon-
Karín Brúgger
Karin, sem var menntaöur þjónn, var 27 ára þegar hún játaöist unnusta sín-
um í beinni sjónvarpsútsendingu. Hún var hamingjusöm og grunaöi ekki hvaö
framtíöin bæri í skauti sér.
Endi var bund-
inn á þetta allt við
óhugnanlegan
fund veiðimanns.
Hann rakst á nak-
ið konulík á akri
við bæinn Werl.
Þetta var Karin.
En hvernig stóð á
því að hún var
þama? Akurinn
var í um 60 kíló-
metra fjarlægð frá
heimili hennar.
Hvers vegna var
hún nakin? Og hver var morðing-
inn?
Lögreglan dró fljótt þá ályktun
aö ástæða væri til að leita að morð-
ingja Karin meöal hennar nánustu.
Rannsókn leiddi meðal annars í
ljós að Karin hefði aldrei farið að
heiman án þess að vera með úrið
sitt eða gleraugun sin. Þessir hlut-
ir fundust ekki nálægt líkinu. Þess
vegna hlyti hún þegar að hafa ver-
ið látin þegar hún var skilin eftir
úti á akrinum.
Lögreglunni þótti liklegt að eig-
inmaður hennar kynni að vera
morðinginn. En lögreglan vissi
einnig að Rúdiger var með pott-
þétta fjarvistarsönnun. Hann hafði
verið með vinum sinum nóttina
sem Karin var myrt. Vinimir stað-
festu það allir. Enginn þeirra hafði
tekið eftir neinu óvenjulegi í fari
Rúdigers þetta kvöld og um nótt-
ina.
Það var svo sem ekki undarlegt
því hann hafði alls ekki verið með
vinum sínum. Hann fór að vísu
með þeim í lestinni til Dússeldorf.
En á jámbrautarstöðinni kvaðst
hann þurfa að fara á salemið. Þeir
sáu hann ekki eftir það en enginn
þeirra hafði saknað hans.
Rúdiger fór ekki á salernið eins
og hann hafði sagst ætla að gera.
„Tengdamóðirin var
að búa sig til kirkju-
ferðar en lofaði að
hringja þegar hún
kæmi heim frá
messu. Það gæti ver-
ið að Karin kæmi
heim til hennar í milli-
tíðinni. Ekkert spurð-
ist hins vegar til
Karin.“
Hann tók næstu lest til heimabæj-
ar síns. Þangað sótti hann Karin
sem lá nakin á baðherbergisgólf-
inu eins og hann hafði skilið við
hana. Hann hafði kyrkt hana með
handklæði áður en hann settist ró-
legur upp í lestina til Dússeldorf
með félögum sinum. Nú bar hann
. nakið lik hennar út í bil sinn og
ók um 60 kílómetra leiö til Werl.
Þar faldi hann líkið á akrinum.
Hjartalaga rósakrans
Við útfór hennar grunaði eng-
an að Rúdiger væri viðriðinn
morðið. Hann hafði pantað
hjartalaga krans með 50 rósum. Á
borðanum var áletrunin: „Ástar-
kveðja, Rúdiger" Hann grét sárt
og allir í líkfylgdinni fundu til
samúðar með ekkjumanninum
sem hafði misst eiginkonu sína á
svo sviplegan hátt.
Það var ekki fyrr en lögreglan
hafði farið enn einu sinni yfir nið-
urstöður rannsóknarinnar sem
hún komst að þeirri niðurstöðu að
Rúdiger gæti verið morðinginn.
Hann var sóttxu- daginn eftir jarð-
arforina og þegar hann var spurð-
ur í þaula viðurkenndi hann morð-
ið.
Vildi ráða öllu í lífi hans
Hann útskýrði seinna við réttar-
höldin að hjónaband þeirra Karin
hefði verið mistök af beggja hálfu.
Hún hefði reynt að breyta honum
og viljað ráðu öllu i hans lífi. Orða-
sennan fyrmefnt kvöld hafði ekki
verið fyrsta rifrildið þeirra en þau
höfðu leynt ósættinu vel. Hann
hefði fengið brjálæöiskast þegar
hún ætlaði að banna honum að
fara á keilukeppnina samtimis því
sem hún ætlaði sjálf út aö
skemmta sér.
Keiluspil var í raun það eina
sem hann hafði ánægju af í þessu
hjónabandi og nú hafði hún einnig
ætlað að svipta hann þeirri
ánægju. Hann bar því við að hann
hefði framið glæpinn í geðshrær-
ingu. En dómstóllinn í Múnster
tók ekki mark á þeirri yfirlýsingu.
Rúdiger var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi.
Raðhúsið í Ascheberg
Sellinghoffhjónin bjuggu sér fallegt heimili í þessu endaraöhúsi í litlum
bæ í Þýskalandi.
Fallhlifin var morðvopn
Öryggisbúnaður í fallhlíf
Andreu Ulrich virkaði ekki.