Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Helgarbiað_________________________________________________________________________________________________PV amann og við sjáum ýmist ósæð reykingamanns eða heila þar sem afleiðingar reykinga eru sjáanleg- ar. Lausnin er svo að reykja ekki. Til að aðstoða fólk við að bregðast við ógninni er bent á símanúmer þar sem hægt er að fá leiðbeining- ar við að hætta reykingum. „Verstu nasistar og kommúnistar" Þótt myndmál skipti miklu máli í áróðri eru orðin líkast til sterkasta vopnið í áróðursstríði. Hægt er að flokka áróður orðanna i þrennt: að kalla aðra ljótum nöfnum; að tala um sjálfan sig með fögrum orðum og beita skrauthvörfum. í máli okkar er alltaf að finna orð sem hafa neikvæða merkingu eða hafa á einhvern hátt öðlast neikvæða tengingu. Þessi nei- kvæðni er oft tímabundin, þ.e. að ekki er vist að orð sem þótti til- tölulega jákvætt fyrir tíu árum sé það enn í dag. Dæmi um orð sem þykja nei- kvæð eru: fasisti, nasisti, komm- únisti, svín, róni, hommi, kven- hatari og svo mætti lengi telja. Þetta eru hins vegar ekki orð sem notuð eru á opinberum vettvangi þar sem líklegt er að slík orð snú- ist gegn þeim er þau mælir. Notk- un orðsins nasisti er afskaplega viðkvæm. Skemmst er að minnast orða Sigurbjörns Einarssonar biskups eftir Kristnihátíð á Þing- völlum. Þar sagði biskup: „Sumt af því sem hefur verið birt á opin- berum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma. Þetta endur- speglar andkristin viðhorf þeirra sem um ræðir.“ Þessi orð komu mjög illa við marga og var biskup meðal annars kærður til siða- nefndar presta. íslandi allt Jákvæð orð eru notuð til að hefja á stall eigin málstað og til að skapa stolt og virðingu þeirra sem heyra eða lesa ræður og rit. Dæmi um jákvæð orð nú á tímum eru: framfarir, lýðræði, hugsjónir, menntun, gróska, samúð, sjálf- stæði, ást og svo mætti áfram telja. Það eru ákveðnar dyggðir sem þarf að minna á. Ágætt dæmi um jákvæða orðanotkun er að finna í nýársávarpi forseta ís- lands: „Sóknin til sjálfstæðis, framfarir til sjávar og sveita, menntun og menning voru hug- sjónir kynslóðarinnar sem fyrir hundrað árum var að hasla sér völl og með krafti gekk fram til Áróöursmálaráðherrann í ham Jósef Göbbels var heilirm á bak viö áröður þriöja ríkisins. íslandi allt - áróður fyrr og síðar góðra verka undir kjörorðinu íslandi allt.“ Varnar- eöa stríðsmálaráöu- neyti Oft skapast nei- kvæðni í kringum ein- stök orð. Þá er stund- um reynt að skipta á gömlum og neikvæðum orðum og nýjum. Stundum er í því sam- bandi talað um skraut- hvörf. Dæmi um skrauthvörf er þegar bandarísk stjórnvöld breyttu nafni stríðs- málaráðuneytis sins í síðari heimsstyrjöld- inni. Eftir breytinguna var nafn ráðuneytisins varnarmálaráðuneytið. Ekkert annað hafði breyst en þjóðin var ekki lengur í stríði heldur að verja hendur sínar. Annað dæmi sem tengist hernaði er að í tíð Reagans var skipt um nafn á MX- flugskeyti Bandaríkja- manna og því gefið nafnið The Peacekeeper eða Frið- arvörður. Ágætt íslenskt dæmi um nafnbreytingu af þessu tagi er þegar nafni Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur var breytt í Félagsþjónust- una: sama stofnun - annað nafn. Einnig má nefna Tölvunefnd. Nafn nefndarinnar er vélrænt og tengist hug- myndinni um Stóra bróður í hugum margra. Ný stofnun fékk heitið Persónuvernd. Hitler í áróöursham „Þaö ríkir uppiausnarástand á götunum. Háskóiarnir eru fullir af stúdentum sem eru meö mótmæli og óeiröir. Kommúnistar vilja eyöileggja landiö okkar. Rússland ógnar okkur meö mætti sínum og Ríkiö er í hættu. Já, hættu sem steöjar aö okkur innan frá og utan. Viö þurfum lög og reglur. Án þess getur þjóöin ekki lifað af. “ Úr ræöu Adolfs Hitlers frá árinu 1932. Einn af ykkur Ákveðin áróðurstækni felst í þvi að látast vera hluti af ákveðn- um hópi. Þannig hafa frambjóð- endur til forseta í Bandaríkjunum lengi reynt að telja fólki trú um að þeir séu „einn af fólkinu". Flestir hafa þeir þó verið milljónamær- ingar með góða imyndarsmiöi. Clinton lét mynda sig á McDon- ald’s, Bush gamli hataði spergilkál og elskaði að veiða fisk. Ronald Reagan var myndaður við viðarhögg og Carter kynnti sig sem lítillátan hnetubónda frá Ge- orgíu. Þeir voru „venjulegir Bandaríkjamenn". Biðraðaráróður Biðröð við búð bendir til þess að þar sé eitthvað merkilegt að fá - af hverju ekki að skella sér í röð- ina? Það er rík tilhneiging hjá mannskepnunni að vilja tilheyra ákveðnum hópi. Einna skýrast kemur það í ljós þegar börn vilja gera þetta og hitt - alveg eins og hinir krakkarnir. Þegar á fullorð- insaldur er komið hætta menn að viðurkenna þessa tilhneigingu en oft og tíðum er hún þó enn til stað- ar. Á þessa tilhneigingu spila áróð- ursmeistarar. Grundvallarhugs- unin er þessi: Fyrst allir aðrir eru að gera þetta, af hverju ekki ég? Allir kannast við auglýsingar þar sem lögð er áhersla á vinsældir þess sem auglýst er: mest sótta leikrit ársins; mest seldi bíll árs- ins og svo framvegis. Rök í anda þessarar áróðurstækni hafa verið notuð í sambandi við Evrópusam- bandsaðild: það er biðröð við inn- göngudyr Evrópusambandsins; af hverju erum við ekki þar lika? Þrjár raddir Góðar ræður einkennast oft af sterkum andstæðum. Þar eru not- uð brögð áróðursins þar sem dregnar eru upp skýrar andstæð- ur. Oft er ekki um beinan og hreinan áróður að ræða heldur eru meðul áróðursins nýtt til að skapa góð áhrif. Ef litið er á hinar þrjár árlegu ræður, nýársávörp forseta ís- lands, forsætisráðherra og bisk- ups, þá er hægt að sjá hvernig þeir beita mismunandi andstæð- um í ræðum sínum til að koma ákveðnum boðskap á framfæri. í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar eru meginandstæðurnar stundar- gróði peningahyggju öndvert lang- tímahagsmunum mennta og menningar: „Hagsældin á liðnum árum og léttfenginn auður í við- skiptum með verðbréfin hafa á skömmum tíma skapað i huga margra þá fölsku trú að áhætta sé ætið rétt, að hin gömlu gildi, ábyrgð og varkárni, séu úrelt þing. [...] Saga íslendinga og forn- ar bækur eru arfur sem þjóðimar í Vesturheimi hafa nú heiðrað með einstökum hætti, íslenskum hagsmunum til vegsauka og ávinnings í framtíðinni." í ræðu forsætisráðherra eru andstæðurnar hamagangur og friðsæld. Davíð Oddsson talar um „hamagang" vegna verðbólgu og fólskuverk gamalla hugsjóna. Öndvert því er friðsæld og stöðug- leiki: „Það er þvi ekki að undra að hljóðara sé um hugsjónirnar nú á dögum en þegar hersveitirnar sáu um undirleikinn. En það merkir ekki að öllum sé sama um allt og engum sé lengur mikið niðri fyrir. Öðru nær. En framvegis verður baráttan friðsamari." Stór hluti táknheims okkar á rætur sínar í kristinni trú og Bibl- íunni. Sá sem er vel að sér í þeim fræðum er þar af leiðandi vel bú- inn til ræðuskrifa. í ræðu biskups íslands er að finna mjög sterkar andstæður og er gildishlöðnum orðum stillt upp hverjum and- spænis öðrum: „Hátíðin mikla á Þingvöllum stendur upp úr vegna ólýsanlegrar fegurðar landsins og viðmóts fólksins sem þar var. Sú birta, hlýja og gleði var bros Guðs yfir landi og lýð. Barnaskarinn sem björtum röddum söng þar Kristi lof gleymist ekki og gefur vonir um framtíð lofsöngs og trú- ar i landinu okkar. Vorboði og vonar. [...] Um hana [kirkjuna] hefur líka blásið býsna hart. Það reynist jafnan auðvelt að draga dár að henni, rangfæra, hæða og smá. Ofdramb og heimsins hroka- geip er samt við sig. Og virðingar- leysið gagnvart því sem heilagt er veður uppi.“ Tilfinnlngarnar ríkja Því fleiri raddir sem samfélagið eignast því erfiðara verður að nota áróður þar sem hann þarf að ná til margra og skírskota til hluta sem eru öllum sameiginleg- ir. Auglýsingafólkið hefur fyrir löngu áttað sig á því að áróður þess verður að stóla á sammann- lega reynslu, á tilfinningar. Þar leika ástin og hatrið aðalhlutverk- ið - eins og ástin á Rikinu og hat- rið á gyðingum forðum. -sm Áróður setti mark sitt á síðustu öld. Lýðrœði á Vesturlöndum varð til þess að stjórnvöld þurftu að beita öðrum aðferðum við að koma málum sín- um fram heldur en tíðkast hafði í tíð kónga og keisara sem gátu stjómað að eigin geð- þótta og þurftu ekki að hugsa um að þeir gœtu misst fylgi í nœstu kosn- ingum. Það var frekar að þeir misstu höfuðið. Geð- þótti valdhafa var enn til staðar en nú varð að rétt- lœta hann á einhvem hátt. Svarið við nýjum kröfum var að ráða áróð- ursmeistara til að koma réttum skilaboðum á framfœri. sr Hræðsluáróður Frægasta og jafnframt ógeð- felldasta áróðursverk síðustu ald- ar er uppgangur Adolfs Hitlers og nasismans í Þýskalandi. Með hjálp áróðursmeistarans Göbbels tókst að skapa aðstæður og orð- ræðu sem hreif fólk á band nas- ismans þrátt fyrir ógnina og ógeð- ið sem undir lá. Nasistar notuðu óttann til að afla sér fylgis eins og sést í eftirfarandi tilvitnun í orð Adolfs Hitlers árið 1932: „Það ríkir upplausnarástand á götunum. Háskólarnir eru fullir af stúdentum sem eru með mótmæli og óeirðir. Kommúnistar vilja eyðileggja landið okkar. Rússland ógnar okkur með mætti sínum og Ríkið er i hættu. Já, hættu sem steðjar að okkur innan frá og utan. Við þurfum lög og reglur. Án þess getur þjóðin ekki lifað af.“ Notkun útvarps og kvikmynda var mjög þróuð. Allt myndmál: herbúningar, fánar, umbúnaður um ræðuhöld, gæsagangur her- mannanna; allt er þetta til aö skapa ímynd þess að skapa þá til- finningu að agi og harka hersins og stjórnvalda muni bjarga ríkinu frá glötun. Ræðustúfurinn hér að framan er gott dæmi um vel mótaðan áróður í ræðu. Þar birtist ógnin sem steðjar að (kommúnistar vOja eyðileggja landið okkar) og hvað er til ráða (Við þurfum lög og regl- ur). Þetta eru grundvallarreglur hræðsluáróðurs og við sjáum þetta stundum í auglýsingum. Gott dæmi eru auglýsingar sem hafa nokkuð lengi verið sýndar í sjónvarpi og eru frá Tóbaksvarn- arnefnd. í þeim sést venjuleg manneskja sem dregur að sér reyk úr sígarettu. Síðan er sýnt hvern- ig reykurinn sogast niður í lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.