Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Puffy er örlátur drengur
Puff Daddy borgaði háar upphæðir
svo gamli skólinn hans tæki ekki
þátt í gerð sjónvarpsmyndar um
Puffy á réttarsjónvarpsstöð.
Vill ekki mynd
um sig
Puff Daddy er voldugur maður. Ný-
lega hafði réttarsjónvarpsstöðin Court
TV ráðgert að gera þátt um kappann
þar sem vinir hans og þeir sem höfðu
komið aö lífsleið hans voru fengnir til
að segja frá honum. Vel gekk að fá fólk
til aö samþykkja að tala. Þegar á hólm-
inn kom varð þó ljóst að enginn vildi
segja orð um Puffy. Fólkið sagði að það
heföi verið beðiö um að tala ekki við
sjónvarpsstöðina.
Meðal þeirra sem ekki vildu tala
voru forráðamenn gamla skólans hans
Puffy. Þeir höfðu tekið mjög vel í bón
sjónvarpsstöðvarinnar og meira að
segja látið þeim í té árbók skólans þar
sem var að finna upplýsingar um karl-
inn. Seinna sögðu sömu forráðamenn
að þeir vildu ekki taka þátt í þáttar-
gerðinni því að þeir vildu ekki stofna í
hættu háu fjárframlagi frá Puffy til
skólans. Talsmenn Puffs Daddys segja
þó að það hefði verið allt í lagi fyrir
alla að taka þátt í gerð þáttarins, eng-
inn hefði bannað þeim það. Leikstjóri
þáttarins segir að talsmenn Puffys hafi
ekki verið neitt nema elskulegheitin
þegar þeir sögðu honum málavöxtu.
„Þeir voru mjög kurteisir. Þöglir. Ró-
legir. Þægilegir. Við lok samtalsins
fannst mér eins og þeir væru að kyssa
mig á kinnina."
Gæludýrið mitt:
Týr er kóngur í ríki sínu
bert. „Köttunum finnst Týr vera
hálfgert viðrini og skipta sér lítið af
mikilmennskustælunum í honum
og sýna honum jafnvel stöku sinn-
um fyrirlitningu. Á sama hátt skipt-
ir Týr sér ekki mikið af þessum
hefðarköttuin."
Montinn, frekur en kelinn
„Týr er frekur en mjög ljúfur og
keíinn, bítur aldrei, en glefsar
stundum i lappirnar á Jökli, í
þau fáu skipti, sem hann hlýð-
ir honum ekki. Týr lætur
líka í sér heyra og urrar
ef allt fer ekki eftir
hans höfði,“ heldur
Norbert áfram. „Það er ótrúlegt
hvernig honum fmnst hann alltaf
vera foringinn og aðrir eigi að hlýða
honum.“ Þótt Tý finnist mjög nota-
legt að fá að kúra undir sæng móð-
ur Norberts öðru hverju notar hann
Jökul oft
sem
svefnstað og sefur þá á baki hans.
Honum finnst auk þess Jökull mjög
handhægur stigi upp á sófa eða
stóla og þá er Jökli bara skipað að
leggjast fyrir framan sófann. „Það
fer þannig fram að Týr togar í ólina
hans Jökuls og þessi stóri, sterki og
blíði hundur hlýðir Tý og er dreg-
inn að þeim stól eða sófa sem Tý
þóknast að leggjast í hverju sinni.
Týr stekkur síðan upp „tröppurn-
ar“ á sófann," segir Norbert.
Hundar af chihuahua-kyni
eru taldir mjög greindir. Týr
er oft ekki sáttur við að önn-
ur dýr eða fólk séu tekin
fram yfir hann og lætur í sér
heyra með lágu urri. Hann
er kulvís eins og hundar af
sama kyni og fer sjaldan út
nema í peysu eða kápu. „ í
þau skipti, sem við förum í
„hundagöngur" er Týr, þetta
litla stýri, alltaf fremstur, ber
höfuðið hátt og þykist stjórna
hinum. Týr er mjög sér-
kennilegur hundur, ákveð-
inn, frekur en ljúfur. Ég hef
aldrei hitt hans lika,“ segir
Norbert. „Þegar ég flyt að
heiman mundi ég fá mér hund
alveg eins og Tý en mamma seg-
ir að það sé ómögulegt að fá slíkan
hund og ég held að ég verði að vera
sammála henni.“ -eh
DV-MYND EVA
Gæludýriö mitt
„Það mætti kannski frekar kalla miggælu-
dýrið hans Týs heldur en hann mitt, “
segir Norbert Ævar Sischka um Tý
sem er lítill hundur af chi-
huahua-kyni.
DV, HVERAGERDI:____________________
„Það mætti kannski frekar kalla
mig gæludýrið hans Týs heldur en
hann mitt,“ segir Norbert Ævar
Sischka um Tý sem er lítill hundur
af chihuahua-kyni. Norbert er í tí-
unda bekk í Grunnskólanum i
Hveragerði og er mikill dýravinur.
Að sögn Norberts er Týr alveg sér-
stakur hundur. „ Það er gaman að
svona „öðruvísi" hundum. Hann er
svo ráðríkur og montinn og á það til
að skipa fyrir, jafnt dýrum sem
mönnum.“ Þau eru nokkur, dýrin, á
heimili Norberts en móðir hans hef-
ur stundað kattarækt til skamms
tíma. Þótt
annar heim-
ilishundur,
Jökull, stór
og myndar-
legur
labrador, gnæfi
yfir ketti og
hunda fer ekki á
milli mála hvor ræður,
hann eða Týr. Það er Týr.
Þótt hann sé enn ekki orðinn
eins árs finnst hann honum vera
kóngur í ríki sinu og vill ráða öllu
„Hann skammar óhikað Jökul
þann stóra labrador, sem Týr
nær vart upp í hné, ef honum
mislíkar eitthvað við hann og
þrátt fyrir stærðarmuninn,
„lúffar" Jökull nær alltaf
fyrir Tý.“
„Ég hef svo gaman af
því hve þessi litli
hundur er kjarkmik-
ill, ráðríkur og
reyndar mjög
montinn, og
hann er í
miklu uppá-
haldi hjá
mér,“
segir
Nor-
Hallgrímur Heigason
- |í
' if a >*»
m
Borg með botnlangabólgu
Hallgrímur
Helgason
skrifar
Ég er fæddur á síöustu götunni
sem byggð var í Reykjavík. Njáls-
götu. Frá og með Snorrabraut hætti
Reykjavík að vera borg og varð að
einhvers konar svæði, höfuðborgar-
svæði. Austan Snorrabrautar er allt
eitt úthverfi. Þau þóttu flott á sínum
tíma.
Ég er fæddur 1959. Ég er fæddur í
borg. Ég hjólaði á mínu fyrsta þrí-
hjóli á gangstétt, við götu, fyrir
framan hús. Þegar ég var sjö ára
fluttum við í úthverfi. Vissulega var
gaman að fá fótboltatún en samt
saknaði ég „borgarinnar". Hverfið
var enn í byggingu og einhvernveg-
inn hafði maður það alltaf á tilfinn-
ingunni að það væri bara til bráða-
birgða, að maður væri bara geymd-
ur þarna þar til maður fengi að fara
aftur til „borgarinnar". Þetta voru
einskonar flóttamannabúðir, sem
standa enn. Ég er alltaf jafn hissa á
því að ekki sé enn búið að rifa
blokkimar við Háaleitisbrautina.
1 hálfa öld hafa ekki verið reistar
neinar götur í Reykjavík. í úthverf-
unum eru engar götur, bara brautir,
múlar, mýrar, ásar, höfðar, bakkar,
hólar, stekkir og rimar. Nú síðast
heita þær geislar. Helmingurinn af
öllum þessum „samgönguæðum“
eru botnlangar. Reykjavík er borg
með botnlangabólgu. Og meðfram
öllum þessum brautum eru engar
gangstéttar. Bara malbikaðir renn-
ingar sem enginn veit til hvers eru
þvi um þá gengur aldrei neinn. í
besta falli einn og einn ráðvilltur
barnsfaðir með bamavagn á sinni
fyrstu pabbahelgi.
Óþægilegasta upplifun í Reykja-
vík er að ganga eftir gangbrautinni
meöfram Miklubraut á virkum degi.
Einkum sé maður „þekkt andlit".
Það er eins og að standa nakinn á
stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir
fullum sal. Fimmtíu bílar á mínútu
æða hjá og allir að glápa á mann,
allir að pæla hvort sé eitthvað að
manni. Einu hugsanlegu útskýring-
arnar á þvi hvers vegna maður er á
flækingi um gang“stéttina“ með-
fram Miklubraut eru:
a) Maður á ekki einu sinni al-
mennilegan bíl. Druslan hefur gefist
upp inná Grensásvegi.
b) Maður er orðinn geðbilaður. ,
Úthverfin eru ekki byggð fyrir
gangandi vegfarendur. Þau eru ekki
byggð fyrir fólk. Þau eru byggð fyr-
ir bíla. Og böm. Þau eru byggð til
þess aö halda börnum frá bílum.
Það er ekki reiknað með þvi að fólk
sé þar á ferli, nema rétt til að skjót-
ast úr og útí bíl. Fólk á að halda sig
heima hjá sér. Húsin eru hugsuð
innan frá, útlit þeirra skiptir engu
máli. Eins og hús voru áður reist
við torg og tjarnir eru blokkirnar
nú reistar við bilastæðin, þessar nú-
tíma hestagirðingar, svo íbúarnir
geti skemmt sér við að rölta út í
glugga og líta til með bílunum sín-
um:
„Já, hann er þarna ennþá ... kall-
inn ...“
Úthverfin eru bílvæn og barnvæn
en ekki mannvæn. Þau eru banvæn.
Húseigendur rækta þunglyndið í
sínum garði og einmanaleikinn
blómstrar á hverri blokkarhæð.
Dauðinn sá eini sem hringir á dyra-
bjöllunni.
Samt erum við enn aö reisa slík
hverfi. Á dögunum var kynnt í
Morgunblaðinu skipulag að nýju
hverfi milli Mosfellsbæjar og Graf-
arholts. Þaö var i engu frábrugðið
þeim hverfum sem reist voru á
bernskuárum mínum. Við erum
enn að keyra á sömu hugmyndum
og kynntar voru fyrir fjörutíu
árum. Það er eins og ekkert hafi
gerst. Þarna sá maður sömu gömlu
blokkunum raðað á milli sömu
gömlu bílastæðanna og síðan
nokkur lægri steypuferlíki í hinu
ímyndaða skjóli á bakvið. (Eina
nýjungin var sú að blokkunum var
nú snúið uppí vindinn samkvæmt
nýjustu niðurstööum rokfræðinn-
ar.)
Það sorglegasta við þessa þróun
er að hún er bara þróun. Hún er
engin úthugsuð stefna heldur bara
gömul stefna sem menn framfylgja
af gömlum vana. Af því engum dett-
ur neitt annað í hug. Borgin flýtur
sofandi til fjalla.
Nýverið fræddi kunningi minn
mig um reglur í borgarskipulags-
samkeppnum. Álitsgefandi nefnd er
fyrst látin fara yfir tillögurnar og
gefa þeim einkunn samkvæmt stöðl-
um sem sjálfsagt hafa mótast á liðn-
um áratugum, fengið að vaxa og
dafna i viðjum vanans. Þessir staðl-
ar kveða einkum á um öryggismál
og samgöngur, hið margfræga að-
gengi. Fimm metrar skulu vera frá
akbraut að gangstétt og aðrir fimm
að lóðamörkum (væntanlega vegna
hljóðmengunar). Ekkert hús má
skyggja á annað, börnin verða að
komast í skólann án þess að sjá bíl
og bílamir greiölega leiðar sinnar
niðrí bæ. Því auðvitað vinna allir
niðrí bæ vegna þess að engin at-
vinnustarfsemi fær inni í nýja
hverfinu. Að útfylltum þessum ein-
kunnablöðum afhendir álitsnefndin
síðan niðurstöður sínar dómnefnd-
inni sem aldrei treystir sér til að
ganga gegn handavinnu tækni-
kratanna. Þannig heldur borgin
áfram að vaxa, án þess að nokkur
taki beinlínis ákvörðun um stefn-
una, hún reiknar sig bara sjálf sam-
kvæmt eigin lögmálum. Og þess
vegna eru nýju hverfin svona
flatneskjuleg. Þau eru ekki hönnuð
af fólki heldur stöölum.
Bryggjuhverfið í Grafarvogi er
fyrsta hverfið í fjörutíu ár sem
gengur gegn þessari stefnu. Þar fá
húsin að vera hús og STANDA við
sjóinn en grúfa sig ekki niður í holt-
ið eins og steypukofarnir sem sjá
má á nesinu hinumegin, allir við-
byggðu bílskúrarnir með stofu-
gluggunum. í Bryggjuhverfinu má
jafnvel sjá fyrstu götumar sem
byggðar hafa verið í Reykjavík frá
því Njálsgata var malbikuð í fyrsta
sinn.