Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001____________________________________________
I>V Tilvera
Síðasta myndin um Morse lögreglufulltrúa og heimildamynd:
Morse kveður
fyrir fullt og allt
Á annan tug ára hefur lögreglu-
fulltrúinn Morse birst af og til á
skjánum í hverri gæðamyndinni af
annarri þar sem hann leysir hin
flóknustu sakamál sem að langmest-
um hluta gerast í Oxford og ná-
grenni. Nú er komið að lokamynd-
inni sem gerð er eftir síðustu bók-
inni sem Colin Dexter skrifaði um
þennan vinsæla lögreglufulltrúa. í
þessari sjónvarpsmynd verða örlög
Morse ráðin og endapunkturinn
settur á eitthvert vinsælasta og
besta sjónvarpsefni sem frá Bretum
hefur komið og er þó af mörgu að
taka.
í þessari síðustu mynd hefur fé-
lagi hans, Lewis, tekið við stjórn-
inni vegna veikinda Morse. Morse
getur þó ekki staðist dularfullt
morðmál og kemur aftur til starfa
þó greinilegt sé að hann er þjáður
maður. Á undan myndinni, sem á
íslensku hefur fengið nafnið Síðasta
mál Morse en heitir á frummálinu
The Remorseful Day, verður sýnd
heimildamynd um Morse lögreglu-
fulltrúa og skapara hans, Colin
Dexter, og að sjálfsögðu kemur mik-
ið við sögu í þeirri mynd John
Thaw sem leikið hefur Morse frá
upphafi.
Allt frá því fyrsta sjónvarpsmynd-
in um Morse lögreglufulltrúa og fé-
laga hans, Lewis liðþjálfa, birtist
Bretum hefur þessi sjónvarps-
myndaflokkur verið í miklu uppá-
haldi bæði hjá almenningi og
gangrýnendum og er aðdáendahóp-
urinn mjög harðsnúinn. Er Morse
þegar kominn upp að hlið söguper-
sónum á borð við Sherlock Holmes,
Hercule Poirot, Lord Peter Wimsey
og fleiri klassískum lögregluhetjum.
Þegar Colin Dexter tilkynnti að
Morse yrði látinn deyja í næstu bók
varð uppi fótur og fit og sýndist sitt
hverjum um þessa ætlun hans.
Dexter lét sig ekki og sagði að
Morse ætti ekkert betra skilið en að
deyja.
Eins og allir sem fylgst hafa
með Morse er hann langt í frá að
vera hinn dæmigerði Englending-
ur. Hann er piparsveinn og eng-
inn efast um hæfni hans í að leysa
sakamál og ráða krossgátur en
mannleg samskipti hafa ávallt verið
honum erfið og líður honum best
þegar hann hlustar á klassíska tón-
list í fullkomnum tækjum heima hjá
sér og svo þykir honum bjórsopinn
góður. Eitt af því sem John Thaw
John Thaw
Hefur leikiö Morse lögreglufulltrúa í
þrettán sjónvarpsmyndum.
Morse í Oxford
Ósjaldan koma viö sögu prófessorar og kennarar viö háskólann í Oxford.
segir að geri Morse svo áhugaverð-
an sé að hann hefur ekki alltaf rétt
fyrir sér og sumar hugleiðingar
rugla áhorfandann í ríminu þegar
kannski sá hinn sami situr heima í
sófa og er að rembast við að leysa
morðgátuna.
John Thaw
John Thaw, sem gert hefur Morse
lögreglufulltrúa ódauðlegan, er einn
af virtustu leikurum Breta. Hefur í
áratugi leikið í kvikmyndum, sjón-
varpi og á sviði. Fyrir túlkun sína á
Morse hefur hann tvisvar fengið
hin eftirsóttu BAFTA-verðlaun sem
besti
leikari í sjónvarpi. Thaw hafði áður
en hann hóf að leika Morse gert
garðinn frægan í þáttaröðinni The
Sweeny, sakamálaseríu sem naut
mikiRa vinsælda á sínum tíma og
hefur verið sýnd í íslensku sjón-
varpi. Gerðar voru tvær kvikmynd-
ir upp úr þeirri seríu og var Thaw
verðlaunaður fyrir leik sinn í
annarri þeirra. Með fram því að
leika Morse hefur John Thaw
einnig leikið í annarri sjónvarpsser-
íu, Kavannagh QC, þar sem hann
leikur titilhlutverkið, lögmann i
þjónustu hennar hátignar, Elísabet-
ar Bretadrottningar.
Á sviði hefur John Thaw leikið
mörg stór hlutverk i helstu leikhús-
um í London og þá hefur hann leik-
ið í kvikmyndum. Fyrsta hlut-
verk hans í kvikmynd var lít-
ið hlutverk í The Loneliness
of the Long Distance Runn-
er sem Tony Richardson
leikstýrði. Meðal annarra
kvikmynda sem Thaw
hefur leikið í má nefna
Cry Freedom, Chaplin
og Business as Usu-
al.
John Thaw
fæddist 3. janúar
í Manchester.
Eiginkona hans í
fiölda ára er leik-
konan Sheila
Hancock og eiga þau
saman dótturina Mel-
anie Thaw sem er ung og
upprennandi leikkona.
-HK
59
ijrkitr&dtdkitýckickýrkik
m Gítarinn ehf. ¥
^ Laugavegí 45,
Kassagítarar Sími 552~2125 09 895a*9376.xr^r
JV "agmna?rfekt, fPá 7.900 kr. jM
Hljómborð
frá 3.900^,
Bæjarlínd 6, símí 554 6300
Opið virka daga 10-18. Laugard. 10-16, sunnud. 13-16.
3^90
2.690 kr
Barnabílsessa með ól
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Britax
Britax